Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 gekk út með flestar viðurkennin BERTA María Waagfjörð fyrirsæta er hér á lokasýningu skólans að sýna fatnaði Sveinbjargar. Til hliðar við hana eru þær Brynd- ís Einarsdóttir Ieiklistarnemi og Anna Rakel Róbertsdóttir fyrir- sæta sem sýndu Iíka fatnað fyrir hana. Á útskriftardaginn tók hún á móti flestum þeim viðurkenn- — ingum sem veittar voru nem- ^5 endum í fatahönnun við skól- J™ ann The American college for Vrf the applied arts. 3E Sveinbjörg María Pálsdóttir sem nýlega útskrifaðist frá þessum skóla sem er í Los Angeles í Bandaríkjunum var valin nemandi ársins í fatahönn- un. Kvöldklæðnaðurinn hennar hlaut verðlaun, næturklúbbaklæðnaðurinn lenti í l.sæti, hún hlaut verðlaun sem veitt eru fyrir hönnunarlínu og viður- kenningu fyrir heiidarútlit og fram- setningu. I kjölfarið fylgdu nokkur atvinnutilboð í Bandaríkjunum. „Ég var óörugg og vissi ekki al- veg hvað ég var að fara út í þegar ég ákvað að fara í þetta nám. Það sýndi sig þó fljótlega að það átti við mig. Þessi fjögur ár hafa verið frá- bær tími og námið ofsalega skemmtilegt, langt og strangt en vel þess virði“, segir Sveinbjörg María sem kom í heimsókn hingað í sumar til að ganga í hjónaband. Sveinbjörg á fleiri viðurkenningar í handraðanum því á síðasta ári hlaut hún sérstaka viðurkenningu frá hönnuðinum William Travilla sem m.a. vann sér það til frægðar að hanna fræga hvíta kjólinn sem Mari- lyn Monroe var oft mynduð í á sínum tíma. Fékk nokkur atvinnutilboð Hún og eiginmaður hennar Ólafur Örn Karlsson voru bæði að ljúka námi og fengu vinnu við sitt hæfi úti í Los Angeles, hann við að mark- aðssetja íslenska matvöru og hún við fatahönnun. Hún segir að það sé ekki mikið að gera fyrir fatahönn- uði á íslandi og því freistandi að íhuga þessi atvinnutilboð sem hún fékk eftir útskriftina og freista gæf- unnar í Los Angeles. Dvölin þar á líka vel við þau, þeim fínnst gott að vera í borginni. Að vísu segist Svein- björg ekki ennþá hafa gert upp við sig hvaða starf hún taki en það sé þó ljóst að hún sé með næg verkefni framundan. „Undanfarið hálft ár vann ég með skólanum í sjálfboðavinnu hjá hönn- unarfyrirtækinu Free wear til að kynnast hönnunarstarfínu og kom- ast inn í það. Þetta fyrirtæki hannar fjöldaframleiddan hversdagsfatnað en mig langar að fara út í að hanna vandaðan og fínan fatnað. Hvort af því verður kemur í ljós á næstunni." Framtíðarsýnin er lítið hönnunar- fyrirtæki í eigu hennar. „Það þarf ekkert að vera stórt en þá gæti ég hannað algjörlega eftir mínu höfði. Ég á bara eftir að finna einhverja fjársterka aðila sem hafa trú á mér.““. Hundruð gesta á lokasýnlngunni Lokasýning skólans var haldin á Beverly Hilton hótelinu í Los Angel- es og nálægt fimm hundruð gestir mættu til að beija dýrðina augum. „Mín sýning var töiuvert frábrugðin öðrum. íslenskar stúlkur sem búa í Los Angeles sýndu fötin og útlitið var öðruvísi en gerist og gengur. Ég er íhaldssöm þegar litir eru ann- arsvegar, vil hafa þá milda og náttúrulega og efnin ekta.“ Sveinbjörg segist því hafa leikið sér að andstæðum, verið með gróf og fín efni saman eins og silki og gæru og útlitið hafi líklega sagt til um uppruna hennar, verið víkinga- legt. Skinnin fékk hún að heiman frá Sauðárkróki og þau líkjast mokka- skinni en eru eins og leður að utan og ganga undir nafninu „nappalan" gærur. Heba Þórisdóttir sá um förð- un og umstangið í kringum sýning- una, útvegaði hárgreiðslumeistara og stóð með henni í þessu. „Hár- greiðslan vakti töluverða athygli því ég vildi hafa hárið víkingalegt, rissaði upp hvað ég var að meina og við fengum síðan mann sem heitir Mauritchio frá Suður-Amer- íku til að sjá um hana.“ Allt hennl ömmu Dríu að þakka Þegar Sveinbjörg er spurð þessarar sígildu spurningar um hvenær áhuginn á fatahönnun hafi vaknað segir hún: „Þetta er eiginlega allt henni ömmu Dríu að þakka. Hún er ofsalega snjöll saumakona og er enn að, mætti í brúðkaupið mitt í frábær- um kjól sem hún hannaði. Með því að sitja og fylgjast með henni sem Iítil stelpa vaknaði áhuginn. Þegar ég var síðan tólf ára fjárfesti mamma í saumavél og þá byrjaði ég að sauma á mig.“ Það er reyndar ekki mikið um það lengur að hún saumi á sig, hún seg- ist verða útundan og frekar sauma á fjölskyldu eða vini og kunningja ef hún hafi tíma. „Ef ég finn mig í einhveiju eins og ég hef gert í þessu DAGLEGT LÍF ANNA Rakel í silkikjól og „nappalan" vesti sem er úr samnefndu efni( sem er skylt mokkaefninu) I ugt fólk í leit að munaði utan stór- borganna. Og hver er kominn til með að segja að það verði spenn- andi að eiga samastað þarna innan um fólk úr viðskiptalífinu, sem hverfur af skrifstofum sínum til að sitja límt yfir ferðatölvunni? En hugmyndin um Alnetsþorp höfðar einnig til dreyminna og framsækinna arkitekta, en ekki til að hýsa fólk, sem kýs að sitja eitt og ótruflað yfir tölvunum, heldur þá sem kjósa að sækja þangað innblástur og samveru við annað fólk. Tölvur þurfa ekki að vera einangrandi, þar sem hver og einn rýnir í eigin barm og á eigin skjá. Alnetið er byggt upp eins og nokkurs konar ranghali, án nokk- urrar einnar miðstöðvar, sem allt hverfist um, heldur liðast gang- arnir hindrunarlaust áfram og allt um kring, gang af gangi. Ymsir arkitektar leika sér að hugmynd- inni um nýja tegund byggðar, sem er skipulögð sem sveigjanleg heild, án fastra hindrana og ekki skorin sundur af vegum og hraðbrautum. Á þennan hátt getur Alnetið veitt innblástur á margvíslegan hátt. I stað þess að vera afdrep fyrir útkeyrða kaupsýslumenn sjá aðrir Alnet-þorpin fyrir sér sem spennandi umhverfi ungs fólks, sem gæti unnið saman að tölvutengdum verkefnum og samneytið við tölvurnar gæti fætt af sér nýjar hug- myndir og leiðir. Þar ynni saman tæknimenntað fólk og listamenn við að leita áður óþekktra möguleika á sviði tölvunotkunar. Þannig verður samfélagið á Hvítkastalahæð væntanlega ekki, en hver veit hve- nær slíkt iðandi hugmyndaþorp lítur dagsins ljós. ■ SD Hver vill eiga heima í Alnetsþorpi? ALNETINU (Intemetinu) skýtur upp í fjölbreytilegasta samhengi þessa mánuðina og nú er farið að byggja Alnetsþorp. í Bandaríkjun- um eru að myndast byggðakjam- ar, sérlega tengdir öllu, sem til þarf til að eiga greiðan aðgang að netinu. Og í miðaldaþorpi á Ítalíu, sem komið var í eyði, er verið að byggja upp Alnetsþorp. En Alnetið blæs mönnum einnig í bijóst hugmyndir um ný samfé- lagsform og öðruvísi samstarfs- hætti en tíðkast nú. Þorpið Colleta di Castelbianco, eða Hvítkastalahæð, í Lígúríu stendur uppi á fjalli, eins ög mörg gömul þorp í Suður-Evrópu. Stað- arvalið átti sér góðar og gildar ástæður á þeim tímum, þegar bú- ast mátti við óvinveittum og vopn- uðum gestum. Á síðustu öld fór Colieta di Castelbianco í eyði, því ræktunarrýmið var af skornum skammti. Eftir stóðu lítil, hlaðin hús, sem öll era meira eða minna tengd saman og vaxin hvert út úr öðru. Fyrir skömmu hófst fasteigna- fyrirtæki nokkurt handa við upp- byggingu þorpsins. Með hjálp arki- tekta, verkfræðinga og annarra fræðinga er ætlunin að gera húsin upp, svo þau verði aðlaðandi fjár- festing fyrir fjársterka kaupendur. Sérstakt aðdráttarafl er Alnetið. í þorpinu verður móðurtölva fyrir Alnetið, sem húsin verða tengd. Símalínurnar verða tvöfaldar og má því tala í símann og senda sím- bréf eða vera á Alnetinu samtím- is. Þær verða auk þess miklu betri en venjulega tíðkast, ljósleiðaralínur. Veitinga- staðir og barir verða einn- ig tengdir og þar verður hægt að halda ráð- stefnur og vera í beinu myndbands- sambandi og öðram rafrænum samböndum við umheiminn, auk þess sem þar verða Alnet-tengdar tölvur, fyrir þá sem vilja ánetjast með öðrum. Þorpið með húsunum 65 á að verða tilbúið eftir fjögur ár, en þegar er farið að selja þau. Verð á hvern fermetra í ibúðunum er um 140 þús. ÍKR. sem telst hátt verð í stórborgum eins og Róm og Mílanó, hvað þá uppi á fjallstindinum úti í sveit. Það þarf varla mik- ið hugmyndaflug til að ímynda sér að þeir, sem sækjast eftir vistarverum í miðaldaþorp- inu er auð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.