Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 B 3 DAGLEGT LIF SVEINBJORG María Pálsdóttir ÚRKLIPPA úr Los Angeles Times sem birtist eftir loka- sýningu nemenda við skólann. Það er Anna Rakel sem sýnir kvöldkjól. námi þá á það allan hug minn. Þær eru orðnar margar vökunæturnar sem ég hef verið að teikna, sníða eða sauma og þá er ég ekki að hugsa um neitt annað, er bara í minni vinnu í mínum hugarheimi." ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir F römdu afbr ot og sættu ofbeldi áður en þau fóru í meðferð vegna vímuefnavanda .. UNGLINGAR, sem fóru í 2S áfengis- og vímefnameðferð á JJj Tindum náðu allgóðum tökum á vandamáli sínu, samkvæmt J könnun sem Páll Biering að- stoðardeildarstjóri gerði á ár- “g? angri af meðferð þar. Nær allir, sem fóru í meðferð á Tinda, höfðu neytt kannabis-efna, eða 93% og hver einasti hafði neytt áfengis áður en hann fór í meðferð. Rúmlega helmingur hafði einnig neytt róandi lyfja, amfetamíns eða lífrænna leysiefna, sem oft eru köll- uð sniff, en árið eftir meðferð neytti rúmur helmingur þeirra engra vímuefna. Sem kunnugt er af fréttum, verð- ur meðferðarheimilinu lokað 1. september n.k., þar sem rekstrarkostnað- ur hefur verið hár og nýting ekki sem skyldi. I fréttum hefur komið fram að leiða til úrræða er nú leitað og hefur m.a. verið rætt um að setja á fót dagdeild eða taka upp samstarf við geðdeild Landspítalans. Könnun Páls er nokkuð viðamik- 42% HOFÐU sætt kynferð- islegu ofbeldi. il og var meginmarkmið að auka þekkingu á þeim þáttum í reynslu og umhverfi unglinga sem' hafa áhrif á árangur þeirra í vímuefna- meðferð. Einnig að afla upplýsinga sem auðveldað gætu starfsfólki að meta styrkleika og veikleika með- ferðarstarfs á Tindum, auk þess að kanna árangur af starfinu. Könnunin náði til 123 unglinga sem allir höfðu lokið meðferð meira en hálfu ári áður en könnunin var gerð. Einnig var rætt við 92 for- eldra. Afbrot og fíknief ni Líf þeirra ungmenna sem farið hafa í vímuefnameðferð á Tindum hefur í mörgum tilvikum verið býsna viðburðaríkt, sérstaklega þegar tekið er tillit til ungs aldurs þeirra. Flestir þeirra sem hafa komið þangað í með- ferð voru 15-17 ára og var meðalaldur 16 ár. 42% þeirra höfðu sætt kynferðislegum misþyrmingum af einhverju tagi og voru stúlkur í miklum meirihluta. Rúmur helmingur, eða 56%, hafði Brennumenn og kraftakarlar ÚTSÝNI af Höfðabrekkuheiði yfir Mýrdalssand, Múlakvísl og Hjörleifshöfða. EKIÐ inn úr Þakgiii. Til hægri sést steinninn sem Bárður Jónsson bar tvisvar í hleðsluna. •TÓMAS G. Ingólfsson er lærður húsasmiður og dvaldi meðal annars í þijú ár í Bandaríkjunum og starf- aði við þá iðn. Nú er hann kominn aftur á heimaslóðirnar í Vestur- Skaftafellssýslu og stundar áfram iðn sína en einnig er hann farinn að standa fyrir jeppaferðum frá Vík í Mýrdal upp um fjöll og firn- indi. „Heiðarnar hér fyrir ofan og jöklamir em mikið til ókannað land hvað varðar svona ferðir. Þar er mikil náttúrufegurð sem fáir hafa séð.“ Sums staðar er leiðin hrika- leg, þverhníptir klettar eða djúp gil á báðar hliðar. En ferðamenn í jeppaferðunum geta valið um leið- ir og hversu miklar mannraunir þeir vilja rata í. Einn möguleikinn er að fara í Kárhólma, þar sem sumir segja að Kári hafi drepið brennumenn í Njálssögu. Byggð lagðist niður í Kárhólmum 1896 en þar er fallegt og gróðursælt. Önnur leið liggur eftir Þakgili allt upp að Höfðabrekkujökli. Á leiðinni er gamall gangnamannakofi. Hann Úr myndasafni/Kristinn ÆVI fíkniefnaneytenda hefur oft verið býsna viðburðarík. stundað afbrot í hálft ár eða lengur áður en Tindadvöl hófst. 61% hafði einhvem tímann falsað ávísun og 59% brotist inn. Rúmur þriðjungur hafði stolið bifreið og 10% höfðu beitt ofbeldi við rán. Svartnætti virðist ekki vera langt undan hjá ungum fíkniefnaneytend- um og staðfesta tölur um sjálfs- vigstilraunir það. í könnuninni kom fram að yfir 43% höfðu gert tilraun til að svipta sig lífi. Tæplega 36% höfðu hugleitt og/eða gert áform um sjálfsvíg án þess þó að gera tilraun til þess. Margir þeirra sem leiðst höfðu út í misnotkun á fíkni- efnum höfðu kynnst henni á æsku- heimili sínu, enda kom í ljós að tæplega helmingur hafði alist upp á heimili þar sem annar eða báðir foreldrar höfðu átt við vímuefna- vanda að stríða. Athyglisvert er þó að hjá helmingi þessara unglinga voru foreldrar hættir vímuefna- neyslu. Fyrir foreidra Talsverð áhersla var lögð á for- eldrameðferð á Tindum og var for- eldrum hjálpað að gera sér grein fyrir eigin ábyrgð og ábyrgð ungl- ingsins. Könnun Páls leiddi í ljós að margir foreldrar töldu íjöl- skyldudagskrá hafa haft beina þýð- ingu fyrir sig og aðra í fjölskyld- unni. Alls tóku 75% foreldra þátt í könnuninni og urðu mæður fyrir svömm í langflestum tilvikum. í niðurstöðum segir Páll að sterk fylgni sé milli árangurs unglings og bættrar líðan foreldris. „Foreldr- ar voru flestir ánægðir með fjöl- skyldudagskrá Tinda og 90% þeirra sem tóku þátt í fullri fjölskyldudag- skrá telja að hún hafi haft þau áhrif að þeim liði betur eða mun betur eftir að henni lauk. Það kem- ur einnig í ljós að oft gagnast hún fjölskyldum unglinganna burtséð frá þeim árangri sem þeir ná sjálfir í vímuefnameðferðinni." ■ Brynja Tomer var sennilega hlaðinn 1918 en er ekki notaður lengur. Einn steinanna í hleðslunni er áberandi stærstur og erfitt að ímynda sér að nokkur maður gæti lyft honum. í hann eru letraðir upp- hafsstafimir B.J. og sagan segir að Bárður Jónsson, sem var kunnur af kröftum sínum, hafi valið steininn í hleðsluna og lyft honum þangað. Öðrum nafhtoguðum kraftakarli sem vann við hleðsluna fannst steinninn ekki passa og fjarlægði hann. Bárður var ósáttur við það og tók bjargið aftur upp og setti á sinn stað þar sem það er enn og varla á færi nokkurs núlifandi manns að bifa því. Um Bárð þennan er einnig sögð sú saga að á stríðsárunum hafi hann stöðvað heijeppa fullan af enskum dátum og lyft honum upp og snúið við á veginum að gamni sínu. Her- mennimir voru stjarfir af ótta og gátu hvorki hreyft legg né lið, segir sagan. Auk Tómasar hefur Gísli Daníel Reynisson, skipstjóri hjólabátsins í Vík í Mýrdal reynt fyrir sér með torfæruferðir um þessar slóðir. í þeim tilgangi keypti hann meðal annars tvo austur-þýska hertrukka sem hann hefur undanfárið unnið við að breyta. Jóhannes Kristjáns- son í Höfðabrekku sem rekur bændagistingu og krá hefur einnig farið með fólk á bíl upp á heiðamar. ■ HÞ / Hreinar v hreingerningar!!! \. 1. Gamalt húsráð segir: Haldlð hreinu i stað þess að gera hreint. Ætli þetta sé ekki bara umhverfisvænasta heimilisráð sem til er, því ef haldið er í horfinu verður ástandið aldrei svo slæmt að gripa þurfi til þeirra sterku hreinsiefna sem eru umhverfinu hættuleg. 2. Svo er að skera niður skammtinn af hreinsiefni, i þvotta, uppvask og hreingerningar. Islenskt vatn er mjúkt svo við þurfum alls ekki eins mikið af þvottaefnum, sem miðast oftast vlð harðara vatn og innihalda fosfat fyrst og fremst til mýkingar. Það er um að gera að prófa sig áfram en ég hef heyrt að ein matskeið af þvottaefni geti dugað. 3. Siðan er að velja umhverfisvæn efni helst án fostfata, tensiða og klórs.l stórmörkuðunum er erfitt að átta sig á því sem þar fæst, þar sem innhalds- lýsingum er mjög ábótavant. I heilsubúðum eins og til dæmis I Yggdrasil á Kárastíg er gott úrval. Slik efni geta reynst dýrari en hin en þau eru án fylliefna og miðað við endingu kemur verðið nokkurn veginn i sama stað niður. Fyrir lengra komna!! Ef þú ert tilbúinn (stærra átak, skaltu fá þér úðabrúsa fyrir uppþvottalöginn þinn þannig að hann notist alltaf útþynntur. Kíkja svo undir vaskinn á hreinsiefnalagerinn og byrja að gera tilraunir með hvaða efni þú getur notað minna af og hvaða efna þú kemst af án. Fyrir utan hvað mörg þessara efna eru rándýr, hættuleg bömum og mengandi fyrir umhverfið, eru þau þegar vel er að gáð, kannski alls ekki ómissandi. Gerðu tilraunir með að nota: Uppþvottalög i allar hreingerningar, á baði, klósettum, speglum, gluggum, gólfum og bílum. Edik sem sótthreinsilög til dæmis í klósettskál. Bökunarsódi dugar vel til að þrífa ofninn og vinna á olíu og feiti, halda isskápnum lyktarlausum. í Bandarikjunum er eitt vinsælasta tannkremið úr bökunarsóda. Ólifuoliu má nota til að pússa húsgögn (blandaða örlitlu ediki), til að bera á gólf og á leður. María Ellingsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.