Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ■4 fitlhús gerð upp sem gistiheimili Morgunblaðið/Rúnar Þór FJÁRHÚSIÐ á Narfastöðum er nú 17 herbergja g’istiheimili með setustofu, matsal og eldhúsi. UNNSTEINN Ingason, Ingi Tryggvason og Unnur Kolbeinsdóttir í matsal gistihússins á Narfastöðum. BÆNDUR hafa snúið sér í æ rík- ari mæli að ferðaþjónustu á undan- förnum árum og sumir hafa hætt búskap og innréttað útihúsin sem gistiheimili. Þrír bændur á hver á sínu landshorninu hafa snúið sér alfarið að ferðaþjónustu og nýta nú útihúsin sem gistiheimili fyrir ferðamenn. Gistiheimili eru rekin í fjárhúsum á Narfastöðum í Mý- vatnssveit, í fjárhúsum í Syðri-Vík í Vopnafirði og gistiheimili í hlöðu á Hofi í Öræfum. Gistlng í fyrrverandi fjárhúsum á Narfastöðum Ingi Tryggvason og Unnur Kol- beinsdóttir eignuðust jörðina Narfa- staði árið 1985, en hófu ekki bú- skap. Tveimur árum síðar komst Ingi á eftirlaunaaldur og þar með sneri hann sér að ferðaþjónustu á jörðinni. Þau gerðu upp gamalt íbúðarhús og eru þar sex svefnher- bergi. Fjárhúsið var 5 ára gamalt þegar þau eignuðst Narfastaði og segir Ingi að þau hafi ekki vitað í fyrstu hvemig nýta ætti húsið. Fjárhúsið er 500 fermetrar að stærð og fannst þeim kjörið að inn- rétta það sem bændagistingu þar sem góð aðspkn var í gistingu í gamla húsinu. Árið 1990-91 var ijár- húsið innréttað og var það allt tekið í notkun 1991. í fjárhúsinu eru nú 17 gistiherbergi og þar af eru 4 stór herbergi sem . eru hentug fyrir fjöl- skyldur. Einnig er þar matsalur, setustofa og eldhús. Öll herbergin eru með vaski og 6 þeirra em með sérbaði. Ingi segir að ágæt aðsókn ferðamanna sé á sumrin, en þau séu því miður stutt og því þurfi að nýta tímann vel. Flestir gestir eru útlendingar og koma þá helst í hópum. Ingi kynnir gistiheimilið í gengum ferðaskrif- stofur og Ferðaþjónustu bænda. Herbergi án baðs kostar 2.300 fyrir manninn yfir háannatímann. Hlööugisting á Hofl í Öræfum Sigrún Sæmundsdóttir og Ari Magnússon á Hofi í Öræfum hafa lengi haft bændagistingu og sneru sér alfarið að ferðaþjónustu eftir að hafa selt íjárkvótann, sem.fylgdi jörðinni, árið 1991. Árið 1984 leigðu þau út eitt tveggja manna herbergi með uppá- búnu rúmi í húsi sínu, en við það hefur bæst ár frá ári og árið 1992 breyttu þau hlöðu sem fylgdi jörð- inni í matsal og gistihús. „Gestum íjölgaði svo ört að ég gafst upp á að bera fram mat fyrir svo marga í eldhúsinu heima hjá mér. Þar voru allt að 80 manns að borða á dag, en við hjónin höfum aukið við okkur gistirými frá ári til árs, frá því að bjóða eitt herbergi í það að kaupa gamalt félagsheim- ili tveimur árum síðar. Þar bættust við 5 herbergi. Eftir þtjú ár bætt- ust svo við 3 sumarhús og fjórða sumarhúsið nokkru síðar. A hlöðu- loftinu voru útbúin 8 tveggja manna herbergi árið 1993. Nú höfum við gistirými fyrir allt að 66 manns. Hlaðan er orðin mjög sérstök og lítur ekki lengur út eins og hiaða. Nú er hún aðallega notuð sem matsalur og stundum eru haldnar þar samkomur og veislur," segir Sigrún Sæmundsdóttir. Gisting á Hofi er kynnt hjá Ferðaþjónustu bænda og öðrum ferðskrifstofum. Gisting kostar í svefnpokaplássi 1.300 krónur, en tveggja manna herbergi með uppá- búnu rúmi kostar 4.300 kr. Gistlng í fjárhúsi í Syöri-Vík í Vopnaf irði Arthúr Pétursson og Kristín Brynjólfsdóttir í Syðri-Vík í Vopna- firði innréttuðu nýlega hlöðu og fjárhús sem eru u.þ.b. 200 fermetr- ar að stærð. í húsunum eru 6 tveggja manna herbergi, 2 snyrt- ingar, önnur er sérútbúin fyrir fatl- aða, auk þess eru þar eldhús, setu- stofa og borðstofa. Einnig er þar lítil íbúð sem hentug er fyrir fjöl- skyldur. Að sögn Arthúrs er gott aðgengi um húsin fyrir fatlaða. „Engin not voru lengur fyrir fjár- húsin þar sem fénu fækkaði. Sonur okkar tók við búskapnum, en við hjónin höldum okkur við ferðaþjón- ustuna og sinnum hlunnindum jarð- arinnar, en hér er mikið æðarvarp og laxveiði í Hofsá. Ferðamenn geta fengið veiðileyfi í ánni,“ segir Arthúr. HLAÐAN að Hofi gegnir nú nýju hlutverki og hýsir gesti. 5 stjörnu hótel í Kazakbstan FYRIR dyrum er að opna fimm stjömu hótel í Almata, höfuðborg fyrv. Sovétlýðveld- isins Kazakhstan á næstunni. Þetta hótel er rekið af austur- rísku Marco Polo-hótelkeðj- unni. Þessi keðja á og rekur fimm önnur hótel í Sovétríkjunum gömlu, eitt i Pétursborg, í Tiblisi og Gudarai í Georgíu og tvö í Moskvu. í hótelinu, sem mun heita Rachat Palace, eru 289 herbergi. Og Albanía með í leikinn Og í Tirana höfuðborg Albaníu er Intercontinental hótelkeðjan að byggja glæsihótel sem verður með 262 herbergjum og hinum fullkomnasta búnaði í hvívetna. Þar sem Albanir hafa þótt einangraðir þó í Evrópu séu og ekki sóst eftir ferðamönnum í stórum stfl, þykir þetta sýna breytt viðhorf. Frá þessu segir i ferðablað- inu Executive Travel. Ekki er tekið fram hvenær hótelið í Tirana verður tilbúið en sagt að það verði í hjarta borgar- innar. ■ Blessaður gÉ\ ^ ' ogsæll/sær 5 W á nokkrum tungumálum 'J w \ Mál Land Blessaður og sæll Sinhaleska Sri Lanka kohomada Nepali Nepal lapaalai kasto chha Búrmíska Búrma min ga la baa Bahasa Indónesía apa kabar Filipino —} ' I’ f | kamusta Pushtu Afganistan slera ma she Bangla Bangladesh apnikaemen achen Hebreska ísrael shalom aleikhum Arábíska Arabalönd asalaam aleikhum Fon Benin ghangjeeah Dioula Fílabeinsstr. eka kayna wah Wolof Gambía nangga del Bambara Mafi ikokayna wa Hausa Níger barka Hvað búa margir þar? Land millj. ífa. Víetnam 74,4 Filippseviar 67,3 íran 68,6 Tyrkland 62,0 Thailand 60,4 Bretland 58,4 Ítalía 58,0 Frakkland 58,0 Eqvptaland 58,9 Búrma 46,5 S-Kórea 44,9 S-At ríka 42,2 Heimild: Asiaweek 4. ág. 1995 Brasilia 163,2 Rússland Pakistan 130,0 Með taxa á toppi Borgarfjörður - Með taxa á topp- inn gæti verið slagorð Kristjáns Kristjánssonar í Lindabæ, en hann hefur orðið sér út um réttindi til að aka og reka leigubifreið í Borg- arfirði. Það sem er sérstakt við þennan leigubíl er að það er hægt að fara á jökultoppa. Leigubíllinn er af gerð- inni Toyota Doublecab og er sérlega vel útbúinn til aksturs utan vega. Einnig hefur Kristján mikla reynslu í fjallaferðum. Vinsælustu ferðirnar eru upp á Langjökul. Kristján veitir leiðsögn á íslensku og þýsku. ■ Sltangri-la í Kuala Lumpur hótel ársins HÓTEL Shangri-la í Kuala Lump- ur í Malasíu hefur verið valið besta hótel í heimi 1995 af lesendum hins virta breska ferðablaðs Executive Travel. Þetta þykur tíð- indum sæta; í fyrsta lagi eru ár og dagar frá því hótel í Malasíu hefur hreppt þennan titil og í öðru lagi eru ekki sjáanleg í næstu sætum hótel eins og Oríental í Bangkok og Mandarín í Hong Kong sem árum saman hafa verið efst á slíkum listum. Þess í stað eru það tvö hótel í Singapore Shangri-Ia og the Regent. Besta hótel í Evrópu var valið Le Merídiení Lissabon og næst voru Jurys hotel í Dublin og Swiss- hotel Bosphorus í Istanbul. Besta hótel í Miðausturlöndum var AI Bustan í Múskat í Óman, í Afríku trónaði Meikles hótel í Harare, Zimbabwe efst, The Peninsula í New York var besta Ameríkuhótel- ið og Forte Grand í Dubai var valið besta flugvallarhótelið. í þessari skoðanakönnun var Royal Orchid Sheraton í Bangkok talið hið besta fyrir kaupsýslu- menn, ráðstefnuhótel ársins Ramada á Heathrow og Regent fékk aðra viðurkenningu og þótti gestum þeir fá þar hlýlegastar móttökur. Athygli vakti að hótel í Dubai voru áberandi á listunum og virð- ast veita hótelum i Austurlöndum fjær, svo sem í Hong Kong, Bang- kok og Singapore rpun meiri sam- keppni en síðustu ár. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.