Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ OFT leitum við langt yfir skammt í ferðalögum. Það er algengast að sigla eða fljúga hratt framhjá frænd- um okkar í austri á vit fjar- lægari slóða sunnar í Evr- ópu. Ekki er það alltaf veðr- ið sem ræður úrslitum því jafnvel á Mallorca getur sólin brugðist og suðrænt úrhelli ráðið ríkjum. Ég eyddi nýverið vikufríi í Fær- eyjum og finnst mér óhætt að mæla með því að grönnum okkar sé nánari gaumur gefínn þegar sumarfríð er til umræðu. Upphaf ferðarinnar er á Seyðisfírði, þang- að sem feijan Norröna siglir. Það var notaleg byijun á fríi að sitja á dekki skipsins í glað- bjartri sól og fínna streitu daglegs amsturs líða hjá, hægt og hljótt. Tíminn líður hratt á skipinu, ýmis afþreying, góðir matsölustaðir og svo má fá sér snúning á íslensk- færeysku dansiballi í takt við ró- legt vagg skipsins. Nætursvefninn er ívið í styttra lagi því kl. 5 að morgni er lagt að bryggju í Þórs- höfn þar sem næturkyrrðin ríkir enn. Höfuðstaður Færeyja er á stærð við Hafnarfjörð, fallegur bær, sem liggur í brekku, með fallegu útsýni t.d. frá hinu ný- tískulega Hótel Færeyjar. í Þórs- höfn sem og annars staðar í land- inu er snyrtimennska í fyrirrúmi, húsin snotur, mörg með torfþök- um, garðar og umhverfi vel hirt. Ég var m.a. viðstödd opnun nýs húsnæðis skrifstofu Ferðamála- ráðs Færeyja á góðum stað við höfnina. Þar er einnig Aldan, upp- lýsingamiðstöð ferðamála og fer vel á því að sameina þessar tvær stofnanir undir sama þaki. Hjá ferðamálaráðinu er undirbúningur í fullum gangi fyrir Ferðakaup- stefnu Vestnorden sem verður í september í Þórshöfn. Fjöllln gróin upp á tinda Það er fleira en höfuðstaðurinn sem heillar á eyjunum 19 kennd- um við sauðfé. Hægt er að taka bílaleigubíl og keyra til nærliggj- andi eyja og ekki laust við að Is- lendingurinn fari hjá sér þegar út á þjóðvegina er haldið, svo góðir eru þeir. Ég fékk ekki betur séð en að heimreiðar að smæstu hunda- og hænsnakofum væru malbikaðar og frá þeim gengið eins og nokkurn veginn tíðkast á þjóðvegi eitt á íslandi. Að ógleymdum göngunum! Bílaleigu- bíla er að fá fyrir verð sem svipar til þess sem er hér heima. Færeyskt landslag er fallegt og víða tilkomumikið og kom á óvart hversu grænt er upp um HIÐ glæsilega farfuglaheimili „Gjáargarður“ í Gjógv. SÉÐ yfir Þórshöfn í Færeyjum. ALMENNINGSSALERNIÐ í Gjógv er gott dæmi um nýbyggingu sem fellur vel að umhverfinu og gömlum húsum staðarins. allar hlíðar og upp á topp fjall- anna, þrátt fyrir skógleysið. Á akstri um eyjamar er gaman að koma við í litlum byggðakjörnum sem víða er að finna, og skoða húsin, gömlu sveitakirkjurnar, sem allar eru troðfullar á sunnu- dögum. Og ekki má gleyma hinum sögufræga stað Kirkjubæ sem er eins konar Þingvellir Færeyinga. Sigling meðfram hrikalegum Vestmannabjörgin á Straumey með sínu fjölbreytta fuglalífi er einnig tilkomumikil. Næst var ferðinni heitið til Runavíkur, höf- uðstaðar Austureyjar, þar er reisulegt sjómannaheimili eins og víðast hvar annars staðar í stærri byggðum Færeyja. Ekki má missa af heimsókn í Götu, en þaðan kemur hinn eini sanni Þrándur í Götu. Funning- ur í Funnings- firði er líka fal- leg byggð í fal- legum djúpum fírði, sem kallar á nokkrar myndir. Nætursaklr hjá Hallgerð og John í Gjáin Næturstaður í Gjógv (ísl. Gjá- in), sem er nyrsta byggð á Áusturey var ævintýri líkast. Þar hafa roskin hjón, Hallgerð og John Sivertsen byggt forláta hús og reka sem farfuglaheimili. Þau eru ættuð frá þessari byggð og eru nú flutt þangað aftur komin á. eftirlaun. Bæði eru íslandi og íslendingum að góðu kunn og tala góða ís- lensku. Hallgerð var við nám í húsmæðraskólanum á Sólvalla- götu á árunum 1946-7 og báru pönnukökurnar hennar þess glöggt vitni. John var hér einnig við nám ungur maður, fyrst á Laugarvatni og síðan á Sam- vinnuskólanum á Bifröst. Húsið þeirra er hreint stórkostlegt, með lokrekkjum og gistirými fyrir §ölda manns að ógleymdum heim- ilislegum matnum, sem Hallgerð reiðir fram af sinni alkunnu snilld. John hafði gaman af að æfa íslenskuna og spjalla og sagði hann okkur m.á. frá forláta al- menningssalerni sem nýverið var byggt í bænum. Herlegheitin kostuðu einar 3 milljónir ÍKR. Ekki var búið formlega að vígja náðhúsið en þar sem Margrét Þórhildur Danadrottning var væntanleg til staðarins í opinbera heimsókn þótti honum ekki óráð- legt að fá drottningu til að vígja salernið. Mætti þá með sanni tala um drottningardropa af því tilefni! Upplagt er að enda heimsókn- ina til Færeyja með færeysku kvöldi í Norðurlandahúsinu í Þórs- höfn. Þar er sýnt færeyskt hand- verk og gestum boðið upp á ferska fískrétti ásamt skerpukjöti fyrir þá allra hörðustu. Sviðsett var lýsing á færeysku lífí nútímans, þar sem veðrið skipar stóran sess í tilverunni og að lokum sýndir færeyskir dansar sem áhorfend- um var boðið að taka þátt í. Menn- ingarkvöld af þessu tagi eru mjög vinsæl og eru góð kynning á landi og þjóð fyrir erlendra ferðamenn. Daginn eftir sigldi Norröna af stað aftur til ísalandsins góða, en eftir sátu minningar um fallegt og friðsælt land með góðu og hlý- legu fólki. ■ Inga Sólnes Ferdir um helgina Útivist Dagsferð laugardaginn 12. ág- úst. Á laugardaginn er komið að 5. áfanga fjallasyrpunnar og að þessu sinni verður gengið á Skjaldbreið (1060 m). Skjaldbreiður er fagur- ■ formuð hraundyngja norðaustur frá Þingvallasveit. Skjaldbreiður er stærsta eða næststærsta hraun- dyngja á íslandi. Mikill og djúpur gígur, um 300 metra að þvermáli er uppi á háfjallinu. Brottför frá BSÍ, bensínsölu kl. 9.00. Miðar við rútu. Dagsferð sunnudaginn 13. ág- úst. Á sunnudaginn verður gengin valin leið úr Vitagöngu Útivistar frá 1994. Lagt verður að stað frá Ingólf- : storgi kl. 10.30 og gengið með ströndinni að Valhúsahæð, þar er einnig hægt að koma inn í ferðina. Þaðan er stefnan tekin á vitann í Gróttu. Farið verður upp í vitann og útsýnisins notið Einnig verða dagsferðir sunnu- daginn 13. ágúst kl. 8.00 í Bása á Goðalandi. Upplýsinar í textavarpi bls. 616. Helgarferðir 11.-13. ágúst. Fjölskylduhelgi verður í Básum. Helgin er tileinkuð börnum. Farið verður í leiki og slegið upp pylsu- veislu. Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára. Fararstjóri Fríða Hjálmars- dóttir og Pétur Þorsteinsson. Jarlhettur-Haga va tn. Ekið að kvöldlagi inn að Hagavatni og gist þar. Gengið á Tröllhettu sem er hæsti tindur í Jarlhettum (960 m) á laugardeginum. Á sunnudags- morguninn er ganga að Leynifoss- gljúfri. Fararstjóri er Gunnar Gunn- arsson. Fimmvörðuháls. Fullbókað. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Ingibjörg Eiríksdóttir. Nánari upglýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar, Hallveigarstíg. Gistimðguleikar í Aðaldal GISTIKOSTIR í Aðaldal eru margir, en einn þeirra er Þing- húsið sem margir þekkja. Það var byggt á 3. áratugnum í landi Hólma- vaðs og var um árabil sam- komuhús og þingstaður sveitarinnar. Umhverfis eru stór tré sem ungmennafé- lagar gróðursettu um 1940 og mynda fallegan skóg. Þinghúsið hefur nú fengið nýtt hlutverk því fyrir nokkrum árum tóku ábúendur Baldur Kristjáns- son og Gígja Þórarinsdóttir í Hraunbæ sig til og létu gera það upp.Verkefnið virtist ekki álitlegt í fyrstu því húsið var í niðurníðslu og taldist rétt í fokheldu ástandi. Baldur, sem er lærður smið- ur, var bjart- sýnn þó ekki lit- ist öllum jafnvel á framkvæmd- ina og hann gerði þinghúsið að fallegum gististað. Það var mikið verk að rífa út ónýtt timbur, end- umýja allar inn- réttingar og skipta um glugga. Einnig fékk húsið andlitslyftingu að utan. Draumar um ný verkefni rættust og þau hjón hafa rekið ferðaþjónustu þama í nokkur sumur við góðan orðstír. Gistihúsið er á bökkum Laxár og hefur fest sig í sessi hjá fólki á ferð um Þingeyjar- sýslu. ■ Mbl/Atli Vigfússon EIGENDUR þinghússins í Aðald- al, Baldur Kristjánsson og Gígja Þórarinsdóttir. Reyklaus hótel í Austurríki YFIR fjörutíu hótel og gistihús í Austurríki hafa tekið sig saman og auglýsa sig reyklaus hótel. Sum bjóða upp á reyklaus herbergi, önnur reyklaus svæði og enn önnur banna alveg reykingar innan sinna veggja. Andreykingamönnum standa alls um 1.000 rúm til boða víðs vegar um Austurríki. Þau er að finna í öllum gæðaflokkum, á fimm stjömu hótelum, bóndabæjum og alls kyns gististöðum þar á milli. Sextán gististaðir em alveg reyk- lausir. Fáanlegur er bæklingur með lista yfir þessi hótel hjá Ferðaskrif- stofu Austurríkis, Österreich Wer- bung, í Austurríki eða panta hann hjá skrifstofu hennar í Kaup- mannahöfn, Nyropsgade 37, DK- 1602 Kaupmannahöfn V. ■ Elvis lifir - á latínu FINNSKUR rokksöngvari, Jukka Ammondt, sem hefur getið sér orð fyrir flutning gamalla rokklaga hefur nú gefið út nýjan geisladisk þar sem hann kyijar vinsæl EIvis Presley-lög. Það væri í rauninni ekki í frásögur færandi nema að textinn hefur nú verið þýddur á latínu og hefur það ekki verið gert áður. Þetta hefur vakið firna athygli og rignir viðtalsbeiðnum yfir söngvarann frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan. Hann hefur einnig fengið tilboð um að koma fram víða erlendis og fyrirsjáanlegt er að nýr geisladiskur hans - einn- ig með textum á latínu - á nú mun auðveldara uppdráttar í þessum löndum fyrir vikið. Og þetta hefur allt orðið til að kæta söngvarann og auka sjálfs- traust hans og hann kveðst vera að undirbúa næsta Elvisdisk og er latínuþýðandinn Teivas Oksala nú í óða önn að snúa „Love me tend- er“ og fleiri rólegum Elvis-lögum á latínu. ■ ------»■ ♦ 4---- Börn utan hjónabands leyfð YFIRVÖLD á eyjunni St. Lucia í Karabíahafí ákváðu nýlega að fella úr gildi reglugerð nr. 23 frá 1968 um réttindi til kennslu. Samkvæmt henni átti að gera kennslukonur brottrækar starfi ef þær eignuðust tvö börn utan hjónabands. Frá þessu segir í riti útgefnu af stjórnvöldum þar í landi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.