Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA 1995 ■ FÖSTUDAGUR 11.ÁGÚST BLAÐ Þriðja „drauma- liðið“ valið BÚIÐ er að velja hópinn i bandaríska „draumal- iðið“ fyrir Ólympíuleikana í Atlanta 1996 og eru þar fremstir í flokki miðherjarnir Hakeem Olajuw- on, Shaquiile O’Neal og David Robinson. Aðrir eru framherjamir Karl Malone frá Utah Jazz, Scottie Pippen frá Chicago Bulls, Grant Hill frá Detroit Pistons og Glenn Robinson frá Milwaukee Bucks en í stöðu bakvarða völdust Anfemee Hardaway frá Orlando Magic, John Stockton ór Utah Jazz og Reggie Miller frá Indiana Pacers. Endanlegt val verður ekki fyrr en á næsta ári. Oiajuwon var nige- riskur ríkisborgari en fékk bandarískan fyrir tveim- ur árum. Þar sem hann lék með yngri landsliðum Nigeríu átti hann ekki að fá að spila fyrir Bandarik- in, en eftir sérstakan úrskurð bandarískra yfir- manna körfuknattleiksmála í siðustu viku, var hon- um veitt leyfið. Þjálfari liðsins er Lenny Wilkens frá Atlanta Hawks og hafði hann á orði að mögu- lega yrðu allir þrír miðheijamir inná í einu. Cantona áfram á Old Trafford ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, kom frá París í gær, þar sem hann ræddi við Eric Cantona um framtíð hans. „Eric verður áfram ly'á okk- ur. Ég átti langt samtal við hann og hann mun koma á æfingu á mánudaginn," sagði Ferguson, þegar hann kom frá París. UEFAvill ræða við Papin KNATTSPYRNUSAM- BAND Evrópu hefur óskað eftir því við franska lands- liðsmanninn Jean-Pierre Papin að hann gera grein fyrir ummælum sínum í ít- ölsku blaði, þar sem hann sagði að menn frá Marseille hafi boðið tveimur leikmönn- um AC Milan peninga fyrir að sjá til þess að MarseUle myndi vinna úrslitaleikinn gegn AC Milan í Evrópu- keppni meistaraliða 19931 Miinchen. Butragueno til Mexíkó EMILIO Butragueno, fyrr- um miðheiji Real Madrid og landsliðs Spánar, er á förum til Mexíkó. „Ég fer til Mexíkó til að skrifa undir tveggja ára samn ing við Atletico Celaya,“ sagði þessi 32 ára miðheiji, sem lék 69 lands- leiki og skoraði 26 mörk í þeim. Hann var leikmaður með Real Madrid í tólf ár. Higuita skor- aði úr auka- spyrnu RENE Higuita, markvörður- inn skrautlegi, sem varði mark Kólumbíu í HM í Italíu 1990, skoraði mark beint úr aukaspyrnu af 25 m færi og tryggði liði sinu Atletico Nacional sigur, 1:0, yfir Ri- ver Plate frá Argentinu — í fyrri leik liðanna í undanúr- slitum i S-Ameríku-bikar- keppninni. FRJALSIÞROTTIR / HM I GAUTABORG sfflnr.iu \ i í mIm WSLt &'lJxM) » / k Sigri fagnað GEWEN Torr- ence kom lang fyrst i mark ( 200 m hlaup- inu og sést hér (968) fagna þegar þær Ir- ina Prlvalova og Merlene Ot- tey koma í mark. Fögn- uðurlnn áttl síðan eftir að breytast í mlkil vonbrigði, þar sem hún var dæmd úr leik. Merlene Ottey vann óvænt sitt annað gull á stórmóti frá 1980 í Gautaborg Gleði — sorg ÞAÐ sannaðist í gær að það getur verið stutt á milli gleði og sorgar í heimi íþróttanna. Aðra stundina er hægt að kæt- ast yfir glæstum sigri, en örfá- um andartökum síðar hefur gleðin breyst í sorg — sigur- vegarinn sviptur verðlaunum sínum og kallaður svindlari af andstæðingi sínum. Eitthvað þessu líkt fékk banda- ríska stúlkan Gwen Torrance að reyna í gær að loknu úrslita- hlaupi 200 m hlaups kvenna á HM í Gautaborg. Hún kom lang fyrst í mark á besta tíma ársins 21,77 sek. Aðalkeppninautar hennar í hlaupinu voru þeir sömu og í 100 m hlaupinu á mánudaginn, hin gamalreynda hlaupakona frá Jamaíka Merlene Ottey, en hún hafði titil að verja og rússneski Evrópumeistarinn Irina Privalova. Þær komu báðar í mark á 22,12 sek., Ottey þó sjónarmun á undan. Lokaröðin var sú sama i 100 m hlaupinu. Torrance hljóp fagnandi sigurhring og mitt í gleðinni gaf hún áhorfendum keppniskóna sína. Hún hafði loks hlotið nafnbótina „fljótasta kona heims“, nafnbót sem hún hafði sóst eftir allt frá því að hún tapaði fyrir þýsku stúlkunni Katrin Krabbe í úrslitum 100 og 200 m hlaupana GWEN Torrence gat ekki leynt vonbrigðum sínum, þegar hennl var Ijóst að hún var dæmd úr lelk. í HM í Tókíó árið 1991. Skömmu síðar var Krabbe gripin í landhelgi eftir að hafa neytt óiögleg efni til að bæta árangur sinn. Gleðin hjá Torrance var skammvin í þetta skiptið því aðeins tuttugu mínútum eftir að hún hafði hlaupið sigurhringinn og þúsundir manna á íþróttaleikvanginum í Gautaborg hyllt hana var tilkynnt að hún hefði verið dæmd úr leik vegna þess að hún hefði í nokkrum skrefum í beygj- unni rétt áður en hún kom inn á MARLENE Ottey var ánægð með gullpeninginn, sem hún fékk mjðg óvænt — hennar annað gull frá 1980. beinu brautina stígið á línuna sem skilur að brautimar og jafnvel stigið inn a næstu braut. „Ég sigraði hinar stúlkurnar með yfirburðum, það veit ég innst í hjarta mínu og þetta mál læt ég ekki spilla gleði minni vegna sigursins í hundrað metra hlaupinu. Ég held að það njóti enginn gullverðlauna vitandi það að hafa tapað og hafnað í öðru sæti,“ sagði Torrance eftir að niðurstaðan lá fyrir. Hún lét þess einnig getið að dæma sig úr leik væri einungis hluti af ráðabruggi einhverra óþekktra aðila að koma sér úr leik því skömmu fyrir hlaupið hefði keppnisskóm hennar verið rænt. Liðsstjórar bandaríska liðsins kæru þessa niðurstöðuna, en dóm- stóil alþjóðafijálsíþróttasambandsins með forsetan sjálfan, Primo Nebiolo, í broddi fylkingar vísuðu kærunni strax frá og sögðu ákvörðunina um að dæma Torrance úr leik standa. Merlene Ottey hélt því titilinum í 200 m hlaupi — var sjónarmun á undan Irinu Privalovu. Yíst er að eins manns dauði er annars brauð í þessu eins og öðru og heimsmeistarinn Merlene Ottey hafði litla samúð með Torrance þeg- ar niðurstöður lágu fyrir. „Hún [Torrance] svindlaði í hlaupinu, það er ekki flóknara en svo. Hún hljóp um tveimur metrum skemur en við hinar og því skyldi hún eiga að fá gullverðlaun að launum fyrir slíkt. Þetta er ekki ósvipað því að fá að komast upp með að þjófstarta," sagði Ottey. „Hvort. hún gerði þetta af ásettu ráði eða ekki skal ég ekki dæma um en ég hef hana grunaða um að hafa gert þetta einnig í undan- rásunum," bætti Ottey við, en með þessum sigri bætti hún 29 verðlauna- peningi sínum frá stórmóti í safn sitt, þar af þeim tólfta frá HM, en aðeins tveir af þeim eru úr gulli. KNATTSPYRNA: BAYERN MUNCHEN OG DORTMUND HAFA SAFNAÐ LIÐI / C4 F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.