Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK C/D 179. TBL. 83.ÁRG. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Valdabarátta innan fjölskyldu Saddams Husseins Handtökur í írak vegna landflóttans Nikosíu. Reuter. SADDAM Hussein, forseti íraks, hefur gefið fyrirmæli um að stuðn- ingsmenn tveggja tengdasona hans, sem flúðu til Jórdaníu, verði hand- teknir, að sögn Hamids al-Bayati, fulltrúa Æðsta ráðs íslömsku and- spyrnunnar í írak (SCIRI) í Lund- únum. „Komið hefur til átaka og í nokkrum tilvikum var hleypt af byssum,“ sagði Bayati, sem vissi ekki hversu margir hefðu verið handteknir. Saddam flutti ávarp til þjóðarinnar í gær og líkti þar Huss- ein Kamel Hassan, öðrum tengda- syninum, við Júdas. Sagan myndi „grýta hann eins og aðra slíka“. Hussein Kamel Hassan, sem hef- ur stjórnað leynilegri hemaðarupp- byggingu íraka, og bróðir hans Saddam Kamel Hassan, yfirmaður lífvarðasveita Saddams, flúðu til Jórdaníu á þriðjudag í mikilli lest Mercedes Benz-glæsivagna og fengu þar hæli ásamt allt að 30 skyldmennum sínum. Hussein Ka- mel Hassan var annar valdamesti maður íraks og flótti bræðranna er mikið áfall fyrir íraska forset- ann. Bandarískir embættismenn í Amman sögðust vera í sambandi við bræðurna og voru þeir sagðir reyna að toga öll hugsanleg hernað- arleyndarmál upp úr flóttafólkinu. Misheppnuð banatilræði Bayati sagði að tengdasynirnir hefðu flúið vegna djúpstæðs ágrein- ings innan fjölskyldu Saddams. Hann kvað aðdragandann þann að tveir af sonum Saddams, Uday og Qusay, hefðu sölsað undir sig mikil- væg embætti og hafið herferð til að „losa sig við“ áhrifamikla menn eins og hálfbræður Saddams - Watban, Barzan og Sabaawi al- Hassan - frændur og tengdasyni. Bayati sagði að ættingi al-Hass- ans hefði reynt að myrða elsta son Saddams, Uday, sem hefði særst á hálsi og í maga. Þetta hefði gerst í mars og tveim mánuðum síðar hefði Uday staðið á bak við mis- heppnað morðtilræði gegn Watban al-Hassan, sem var þá innanríkis- ráðherra. Skömmu síðar vék Sadd- am ráðherranum frá. „Þetta er barátta um völd og embætti," sagði Bayati. „Uday og Qusay vilja sölsa undir sig öll mikil- vægustu embættin til að styrkja sig í sessi en hinir líta á þá sem reynslu- laus ungmenni miðað við þá sjálfa, gömlu máttarstólpana í stjórninni." Uday hélt til Amman á fimmtu- dag til að freista þess að fá Hussein Jórdaníukonung til að senda tengda- syni og dætur Saddams aftur til íraks. Konungur hafnaði beiðninni á tíu mínútna fundi, sem jórdanskir embættismenn lýstu sem „kurteis- legum en þrungnum spennu“. Bayati sagði að Watban al-Hass- an hefði særst í skotbardaga milli lífvarða hans og Udays daginn sem tengdasynir Saddams flúðu. Iraskt dagblað, sem Uday gefur út, hélt því hins vegar fram á miðvikudag að Watban hefði særst af slysni þegar ættingi hans hefði hleypt af vélbyssu til að fagna sjö ára af- mæli loka stríðsins við Irana. Reuter BEDÚÍNAHERMENN í Tuneib í Jórdaníu fagna 43 ára afmæli valdatöku Husseins konungs í gær. Saddam Hussein íraksforseti sendi nágranna sínum heillaóskaskeyti í tilefni dagsins. Vill heimsum- hverfisráð Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, segir heiminn sigla hraðbyri í átt að alls herjar umhverfisstór- slysi og hefur lagt til að stofnað verði öflugt heimsumhverfísráð, áþekkt öryggisráði SÞ. Kohl sagði í viðtali við þýzka dagblaðið Bild, að taka yrði alvar- lega orð vísindamanna, sem varað hafa við afleiðingum hækkandi loft- hita á jörðinni og gera eitthvað í málinu. „Fyrir fimmtíu árum var öryggisráð heimsins stofnað. Hvers vegna sköpum við ekki svipaða stofnun fyrir umhverfismál, skil- virka stofnun sem getur hringt við- vörunarbjöllum?“ sagði Kohl. Kohl er'nú mjög áfram um að fólk sjái hann sem mann sem held- ur vemdarhendi yfir umhverfinu. Flokkur þýzkra græningja hefur eflzt mjög að undanfömu. Kohl og Pafa- garður mótmæla banni á krossum Bonn. Reuter. MIKLAR deilur hafa brotist út vegna úrskurðar hæstaréttar Þýskalands um að krossar megi ekki hanga á veggjum í skólastof- um í Bæjaralandi. Helmut Kohl kanslari bættist í hóp gagnrýn- enda réttarins í gær og sagði að úrskurðurinn væri „óskiljanleg- ur“. Stjórnmálamenn, prestar og kennarar hafa myndað mikinn reiðikór og Páfagarður hefur ekki látið sitt eftir liggja. í grein í blað- inu L’Osservatore Romano, sem er öðrum þræði málgagn Páfa- garðs, sagði að „gamla heiminum [væri] stefnt í glötun í hvert skipti, sem klippt [væri] á andleg- ar o g menningarlegar rætur hans“. Þessu var fylgt eftir með spurningunni: „Höfum við ekkert lært af sögunni?" Dómur hæstaréttar kveður á um að taka verði niður öll lík- neski af Kristi á krossinum í skól- um Bæjaralands, sem er rótgróið vígi katólsku kirkjunnar í Þýska- landi, vegna þess að þeir stangist á við ákvæði þýsku stjórnarskrár- innar um hlutleysi í trúmálum. Biskupinn af Regensburg, sem er í Bæjaralandi, skrifaði að nú myndu ýmsir gleðjast, sem hörm- uðu fall Þriðja ríkisins. Adolf Hitl- er hefði bannað krossa og hálfri öld síðar væri slíkt bann sett á að nýju. Reuter Ræða friðarhug- myndir ANTHONY Lake, öryggis- málaráðgjafi Bills Clintons Bandaríkjaforseta, og Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, munu hittast á morgun í Sotsí við Svartahaf til að ræða nýjar hugmyndir um friðarsamninga í ríkjum gömlu Júgóslavíu. Lake ræddi í gær við ráðamenn í París sem lýstu ánægju sinni með frum- kvæði stjórnvalda í Washing- ton en vöruðu um leið Rússa við að aflétta einhliða við- skiptabanni á Serbíu. Clinton beitti í gær neitunarvaldi sínu til að fella tillögu þingsins um að Bandaríkin hættu þátttöku í vopnasölubanni á Bosníu en búist er við að reynt verði að luiekkja neitunarvaldinu í næsta mánuði. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess á fimmtudagskvöld að Króatar tryggðu öryggi serb- nesks flóttafolks frá Krajina- héraði sem hefur sætt miklu harðræði. A myndinni sést bílaröð flóttafólksins skammt frá Banja Luka í Bosníu. ■ Fjölmiðlar ýkja/20 Fyrsta DNA-handtakan Bylting í glímunni við glæpi London. Reuter. BRESKA lögreglan er að búa sig undir fyrstu handtökuna, sem er eingöngu byggð á DNA-sýni, er fannst á vettvangi. Skýrði talsmað- ur hennar frá þessu í gær og sagði, að DNA-upplýsingabankinn breski ætti eftir að valda byltingu í glím- unni við glæpamenn. DNA-bankinn í Bretlandi er sá eini sinnar tegundar í heiminum og hefur nú þegar sýnishorn af erfða- efni 45.000 manns, aðallega þeirra, sem komist hafa í kast við lögin. Handtakan, sem nú stendur fyrir dyrum, er vegna innbrots í Derby- shire og segir lögreglan þar, að búast megi við, að hundruð manna verði brátt handtekin vegna af- brota, sem ekki hefur tekist að upplýsa með öðrum hætti. Við DNA-bankann starfa 60 manns og geta þeir borið saman 650 sýni á dag. DNA-erfðaefnið er með sínu sniði hjá hveijum einstak- lingi ekki síður en fingraför og sýn- in fást úr næstum öllum vefjum og vessum likamans, munnvatni, hári, blóði og húðflögum svo dæmi séu tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.