Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Togarinn Atlantic Princess fullbúinn til veiða að sögn útgerðarmanns Morgunbl'aðið/Sverrir SKIPYERJAR togaranna Atlantic Princess og Atlantic Queen áttu að fá 100 dali, um 6.300 krónur, greidda upp í þriggja mánaða laun i gær. Stefnt að brott- för um helgina „Þ AÐ er allt klappað og klárt. Við erum að vinna að því að Atlantic Princess haldi til veiða annað kvöld, [í kvöld]. Ef það gengur ekki fer hún á sunnudag eða mánudag,“ segir Jörmund- ur Vagadal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Macmar Manage- ment, sem gerir út togarana Atlantic Princess og Atlantic Queen, en þeir hafa verið í Hafnarfjarðarhöfn í tvo mán- uði. Þess hefur verið vænst nokkrum sinnum að skipin létu úr höfn vegna upplýsinga frá skipamiðlara útgerðarinnar og var Jörmundur inntur eftir því hvort það gengi eftir nú. „Svona gengur skipaútgerðin nú fyrir sig, það kemur alltaf eitthvað upp á.“ Segir hann búið að semja við íslensk og kanadísk fyrirtæki um'að búa skipið út til veiða eftir langvinnar umleit- anir og eigi einungis eftir að hnýta nokkra lausa enda. Skuldir á íslandi nema um 30 milljónum að hans sögn. Þar á meðal eru hafnargjöld upp á 2,2 milljónir og segir Már Svein- björnsson hafnarstjóri að geng- ið hafi verið til samninga við útgerðina í gær. Sagði Már í samtali við Morgunblaðið að lagðar hefðu verið fram nægar tryggingar og því sæju hafnar- yfirvöld ekki ástæðu til að hindra að skipin létu úr höfn. Már sagði ekki frágengið í smá- atriðum hvernig skuldin yrði ískönnunarflug ís 68 mílur frá Grímsey FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, fór í gær í eftirlits- og ískönnunarflug á miðunum úti fyr- ir Vestur- og Norðurlandi, og reyndist ísinn þá vera næst landi 68 sjómílur norður af Grímsey. Að sögn Þórs Jakobssonar, veður- fræðings hjá Veðurstofu íslands, er nú minna um ís yfir Dohrn- banka og á sundinu milli íslands og Grænlands en fyrr í sumar, en ísjaðarinn er hins vegar á svipuð- um slóðum og verið hefur norðan við landið. Þór sagði mikilvægt, þegar svona háttaði til, að skipstjórnar- ’menn létu Veðurstofu íslands vita ef þeir yrðu varir við ís þar sem þeir væru á siglingu. -----»-4--4--- Kæra Sam- vinnuferðir ÍSLENSKA auglýsingastofan hef- ur kært Samvinnuferðir-Landsýn til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsingar sem birtist i Morgun- blaðinu. Auglýsingin var um ódýr fargjöld til Oslóar. Islenska auglýsingastofan telur að Samvinnuferðir-Landsýn hafi brotið ákvæði samkeppnislaga og fyrirmæli Samkeppnisstofnunar vegna þess að í auglýsingunni hafí verið lögð megináhersla á að verð fargjaldanna væri 6.900 krónur. Rétt verð neðanmáls Neðanmáls hafi komið fram að raunverulegt verð ferðanna hafi verið 9.980 krónur þegar lögboðin gjöld hafa verið greidd. Að áliti auglýsingastofunnar er ferðaskrif- stofan að fara í kringum fyrir- mæli Samkeppnisstofnunar með þessari uppsetningu. greidd, það ylti á því hversu vel veiddist. Á leið um borð með hluta launanna Jörmundur segir mikilvægt að togarinn geti haldið til veiða sem fyrst svo hægt sé að gera systurskipið Atlantic Queen út á næstunni líka. „Ég er á leið um borð til þess að borga skip- TVEGGJA sæta kennsluflugvél varð fyrir vélarbilun og nauðlenti á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni síðdegis í gær. Tveir voru um borð í vélinni og sakaði þá ekki. Vélin er allmikið skemmd. Ekki er ljóst hvað olli vélarbiluninni. Skúli Sigurðarson frá Flugslysa- rannsóknadeild Flugmálastjórnar segir að erfitt sé að meta hvort mikil hætta hafi verið á ferðum: „Þetta er þjálfaður maður og flug- kennari. Hann brást rétt við og lenti við þessar mjög svo erfiðu aðstæð- ur. Lendingin tókst giftusamlega og það má heita vel sloppið miðað við allar aðstæður." Um borð í vélinni voru flugkenn - ari og farþegi hans. Að sögn Skúla voru þeir um það bil að hætta og snúa við til Reykjavíkurflugvallar þegar hreyfillinn missti afl og þeir höfðu engan annan kost en að nauð- lenda: „Flugmaðurinn taldi kvart- mflubrautina öruggasta kostinn og lenti vélinni í norðvestur. Alla jafna er þetta ágætis lendingarbraut, en sterkur vindur var þvert á brautina verjunum 100 dali hverjum eins og ég hafði lofað. Það sem eftir er að greiða verður gert upp þegar skipið kemur inn til lönd- unar,“ segir hann. Segist hann einnig hafa sent fjölskyldum áhafnanna hluta launanna. Samið var um 300 dala lág- marksgreiðslu á mánuði auk hlutaír. „Vandinn er sá að túrinn er ekki hafinn og þess vegna og aðstæður óhagstæðar." Hægri vængur vélarinnar rakst í flaggstöng í lendingunni, sem varð til þess að flugvélin snerist og vinstri vængurinn og skrúfan rák- ust niður í brautina. „Við þetta skemmdust vængirnir og skrúfan töluvert mikið, en aðalatriðið er að enginn slasaðist," segir Skúli. „Orsök hreyfilbilunarinnar liggur ekki ljós fyrir, en allt bendir til þess að eitthvað hafí bilað í hreyflin- um.“ Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 152 og ber einkennisstafina TF-KEM, var flutt á vörubíl í flug- skýii við Reykjavíkurflugvöll í gær og verður rannsökuð á mánudag af flugslysarannsóknadeild Flug- málastjómar og Loftferðaeftirlit- inu. Hún er í eigu Leiguflugs ísleifs Ottesens og er rekin af flugskólan- um Flugmennt. „Flugvélin náði ekki fullu afli og þá var ákvörðum einsýn um það að koma sér niður á besta mögu- lega staðnum,“ segir ísleifur Ottes- en. „Kvartmílubrautin er notuð sem viðmiðunarbraut til að æfa neyðar- hef ég ekki haft fé til þess að greiða laun,“ segir hann. Aðspurður hvers vegna skip- in hafi dvalið hér jafnlengi og raun ber vitni, sagði Jörmundur að norska fyrirtækið Statoil hefði ekki staðið við gerðan samning um fjármögnun. Skipin hafi verið lögð af stað til ís- lands þegar Statoil hafi hætt við þátttöku í útgerðinni. „Það var ekki hægt að snúa við og ekki vildi ég leggjast að í Grikk- landi eða Afríku. Ég átti engra annarra kosta völ en að fara til íslands." Ihugar lögsókn Segir Jörmundur að samn- ingurinn hafi verið bindandi og að hann hyggist lögsækja fyrir- tækið. „Ég hefði aldrei lagt af stað frá Georgíu ef ég hefði vitað að ég hefði ekkert fjár- magn.“ Jörmundur gerir skipin út í samvinnu við skipstjóra Atl- antic Princess, Daniel Pétur Nilsen, og er fyrirtækið skráð í Belize. Hann segist aðspurður ekki hafa áhyggjur af afla- brögðum á Reykjaneshrygg. „Ég er mjög bjartsýnn. Það hafa margir íslendingar falast eftir skipunum, sem henta vel til karfaveiða. Ég hef heyrt að þeir séu að fá 40-60 tonn af karfa á dag núna. Það er alveg nóg fyrir okkur til að byija með því við eigum eftir að þjálfa mannskapinn um borð.“ viðbrögð og það sýndi sig þama að menn voru vel undirbúnir þegar á reyndi." ísleifur segir að tjón hafi orðið á flugvélinni vegna hindrana á braut- inni: „Þegar vélin lenti var stór klettur á miðri brautinni, en flagg- stangir hvor sínu megin. Ef þeir hefðu farið á klettinn hefðu þeir fengið mótorinn í fangið. Þeir völdu betri kostinn og beygðu frá klettin- um, en við það lenti hægri vængur- inn í annarri flaggstönginni. Þetta er náttúrlega ekki byggt eins og stuðarar á bílum, heldur haft eins létt og hægt er og þolir þess vegna ekki mikil högg.“ Isleifur leggur áherslu á að lend- ingin hafi verið vandræðalaus: „Ef hindranirnar hefðu ekki verið á brautinni hefði aðeins verið rann- sakað hvað hefði komið fyrir hreyf- ilinn og svo hefði vélinni verið flog- ið í burtu. í staðinn þurfti að flytja hana á vörubíl." Hann segir að vél- in sé talin mikið skemmd, en hann geti þó glaðst yfir því að það hafi aðeins verið járn sem beyglaðist. Hefti- og naglabyssur Hægtað draga til ábyrgðar fyrir kæruleysi GUÐMUNDUR Eiríksson, um- dæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins í Reykjavík, segir í gildi sérstaka reglugerð um hefti- og naglabyss- ur. Morgunblaðið greindi frá því í gær að drengur hefði sprengt í sér hljóðhimnu þegar púðurskot, sem hann hafði fundið og var að leika sér að, sprakk. Skothylki hafa fundist við hús í byggingu í Graf- arvogi en skotið sem drengurinn var með fannst grafið við heimili hans. „Það er hægt að draga menn til ábyrgðar fyrir kæruleysi. Þetta eru ekkert annað en skot,“ segir hann. „Það á að fara með þetta eins og hvern annan hættulegan varn- ing. Það eru ákvæði í reglujgerð um það,“ segir Guðmundur. I 21. grein reglugerðarinnar segir að naglabyssu og skothylki skuli varð- veita og meðhöndla af ítrustu vark- árni og umhyggju. Strangt eftirlit skuli haft með byssunni og skot- hylki geymd á læstum stað. Einnig segir í 11. grein að þau skuli geymd þar sem óviðkomandi nái ekki til. Hvað annan aðbúnað á vinnustað áhrærir segir Guðmundur standa í lögum að hver sá sem standi fyrir verki eigi að bera ábyrgð á því hvemig það sé útfært. „Það er mjög strangur kafli um það. Við höfum oft stöðvað vinnu vegna þess að okkur fínnst ekki nógu vel staðið að verki. í sumar höfum við gert sérstakt átak í fallvörnum, svo dæmi séu tekin,“ segir hann. Komast ekki yfir allt Guðmundur segir einn- fastan eftirlitsmann gefa byggingarfram- kvæmdum gætur og einnig sé manni bætt við að sumarlagi. Farið sé um bæinn, nýbyggingar skoðað- ar og ábendingum fylgt eftir. „En við getum ekki haft augun alls staðar og eitthvað flýtur því fram- hjá. Það er ekki með vilja því við komumst ekki yfír allt.“ ----*_*_♦--- Fernt á sjúkrahús Enn árekst- ur á ein- breiðri brú Sauðárkróki. Morgunblaðið. FERNT var flutt slasað á sjúkra- húsið á Sauðárkróki eftir mjög harðan árekstur tveggja fólksbíla sem varð á einbreiðri brú yfír Djúpadalsá í Blönduhlíð síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki slapp fólkið með minniháttar beinbrot og mar eftir öryggisbelti, sem talin eru hafa bjargað því að fólkið slasaðist ekki meira en raun varð á. Lögreglunni barst tilkynning um slysið kl. 18.11 og fóru tveir sjúkra- bílar ásamt lækni og lögreglu á vettvang. Báðir bílarnir skemmdust mikið við áreksturinn og þurfti að nota tækjabíl og klippur til að ná bíiflökunum sundur og fólkinu úr þeim, en hjón voru í hvorum bíl. Að sögn lögreglunnar eru að- stæður slæmar við brúna yfír Djúpadalsá og vilja myndast á henni hillingar sem trufla ökumenn sem leið eiga um hana. Hafa oft orðið óhöpp við brúna áður. Kennsluflugvél nauðlenti á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni Flugvélln á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni í gær. Morgunblaðið/Júllus Engin slys á fólki en flugvélin skemmdist mikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.