Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 7 Bændur bjóða landsmönnum heim á sunnudag Kynna líf og starf bænda Selfossi. Morgunblaðið. BÆNDUR á 55 bæjum um land allt bjóða landsmönnum heim til sín næstkomandi sunnudag, 13. ágúst, klukkan 13-20. Sérstök áhersla verður lögð á að koma til móts við börnin og gefa þeim kost á að kynnast sveitalífi í einn dag. Gagnvart fullorðnum er megintil- gangur þessa átaks að gefa fólki í þéttbýli kost á að kynnast lífi og kjörum af eigin raun. í tilefni þessa átaks hafa verið gefnir út bæklingar um hvern bæ og er í þeim að finna upplýsingar um bústærð og afkomu heimilis- fólks af búskapnum. Útifánar með merki landbúnaðarins leiðbeina fólki heim á þá bæi sem taka þátt í þessari kynningu. I fyrra heim- sóttu um 10 þúsund Islendingar þá 40 bæi sem tóku þátt í átakinu. Gott tilefni fyrir bændur „Þetta átak gefur okkur bænd- um gott tilefni til að líta í kringum okkur heimavið með gestsaugum, um leið og við leggjum okkar af mörkum til að kynna landbúnað- inn,“ sagði Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð á Skeiðum, sem er einn Reykjabæjanna, en þeir taka allir þátt í þessu. Hinir bæirnir eru Reykhóll, þar sem búa Guðmundur Sigurðsson og Bergljót Þorsteins- dóttir, og Reykir, þar sem Rúnar Þór Bjarnason og Ingibjörg Páls- dóttir búa. Á Reykjatorfunni hefur sama ættin búið frá því um 1700. Bæirnir mynda skemmtilega heild þar sem veruleg uppbygging hefur átt sér stað og staðarlegt heim að koma. Eins og á öðrum bæjum munu ábúendur á Reykjabæjunum taka á móti gestum heima á hlaði og ganga með þeim um og sýna dýr, hús og búnað ásamt því að gefa börnunum kost á að nálgast dýrin og fara á hestbak. Tilvalið tækifæri fyrir fólk „Við viljum taka þátt í að brúa þá gjá sem getur myndast milli sveitanna og þéttbýlisins. Svo er líka gaman að taka á móti fólki og spjalla við það og kynnast við- horfum þess gagnvart landbúnað- inum. Við getum tekið hérna á móti miklum fjölda fólks og mun- um reyna að sinna hveijum og einum eftir bestu getu. Við njótum þessa til fulls og fáum heilmikið út úr svona dögum,“ sagði Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð. Ávinningur að skapa jákvætt viðhorf „Þetta er mjög gagnlegt. Það er svo margt fólk sem ekki hefur tök á að koma í sveitina og sjá hvernig þar er unnið nú til dags. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir fólk að nýta sér, hafi það áhuga. Ávinningur okkar er að skapa já- kvætt viðhorf fólks í garð íslensks landbúnaðar," sagði Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja á Reykjum. Bergljót' Þorsteinsdóttir á Reyk- hóli tók undir orð Ingibjargar og bætti við að í fyrra hefðu viðtökur allra gesta verið mjög góðar og þeir sýnt búskapnum mikinn áhuga, það væri því mjög gefandi að taka á móti fólkinu. FRÉTTIR ÞAU munu taka á móti fólki á Reykjabæjunum á Skeiðum, Ingvar Þorsteinsson, Sveinn Ingvarsson, Guðmundur Sigurðsson, Bergljót Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir og Rúnar Þór Bjarnason. Morgunblaðið/Sig. Jóns. BÖRNUNUM verður boðið að nálgast dýrin og fyrir borgarbúana verður eflaust margt sem kemur á óvart í sveitinni. Er röðin komin að þér? Nú er hann tvöfaldur! - ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.