Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ ANNA Sigurðardóttir var með í reiðinni að Burstarfelli og reið hún í söðli. Morgunblaðið/Pétur H. ísleifsson Burtfarardagar að Burstarfelli Vopnafirði - Um verslunar- mannahelgina voru haldnir burtfarardagar að Burstarfelli í Vopnafirði en það er gamall torfær sem búið var í fram að árinu 1966. Sýndar voru gamlar vinnuað- ferðir svo sem smíðar á skeif- um, sláttur með orfi og ljá, lummubakstur á hlóðum og vegghleðsla. Einnig kom lest hesta frá Jökuldalsheiði en sú leið er um 70 km og var farin á tveimur dögum. Með í lestinni var kona er reið í söðli, Anna Sigurðardótt- ir, Felli í Vopnavirði. Nýtt fyrirtæki á Selfossi Framleiðir gangstéttar- hellur og skrautsteina Selfossi - Hellusteypa Selfoss er nýstofnað fyrirtæki sem framleiðir gangstéttarhellur og skrautsteina af ýmsum gerðum ásamt því að taka að sér hellulagnir og lóða- framkvæmdir, frá hönnun til lok- afrágangs. Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi fengið fljúgandi start því viðtökur hafa verið mjög góðar að sögn Ólafs Þ. Ólafssonar eiganda fyrirtækisins. „Það er mikið að gera við að steypa og leggja hellur og viðtök- urnar hafa verið mjög góðar hjá öllum bæði þeim sem við höfum átt viðskipti við og síðan hafa fyr- irtæki hér á Selfossi og Suður- landi tekið okkur fagnandi", sagði Ólafur en auk hans starfa þrír menn hjá fyrirtækinu. Aðalmarkaðssvæði Hellusteyp- unnar er á Suðurlandi en sölustað- ir framleiðslunnar eru á Hvolsvelli og í Vík í Mýrdal. Ólafur segir að sala til Reykjavíkur sé dijúg, bæði til einstaklinga og verktaka. Mikið spurt um Venusarsteininn Hellusteypa Selfoss var sett á stofn í mars á þessu ári og við stofnun hennar segist Ólafur hafa notið aðstoðar Róberts Jónssonar atvinnuráðgjafa Selfoss og Berg- steins Einarssonar formanns At- vinnuþróunarsjóðs Selfoss. „Það er í ýmis horn að líta þeg- ar svona fyrirtæki er sett á stofn og það var mjög gott og hvetjandi að eiga samstarf við þessa menn,“ sagði Ólafur. Meðal steina sem Hellusteypa Selfoss er með í framleiðslu er svonefndur Venusarsteinn sem ekki hefur verið á markaðnum lengi. Mikið er spurt um þennan stein sem gefur skemmtilegt munstur þegar hann er lagður i stéttar og heimskeyrslur. Ölafur sagði að samkeppni væri hörð í þessari grein og framundan væri að auka fjölbreytnina í framleiðsl- unni með því að huga að ýmsum öðrum steinum og hellum. Aðalá- herslan í vetur yrði að steypa milli- veggjaplötur og að steypa hellur á lager. * „Ég er bjartsýnn á framhaldið eftir þetta fyrsta sumar. Það var greinilega þörf fyrir okkur á mark- aðnum,“ sagði Ölafur Þ. Ólafsson eigandi Hellusteypu Selfoss. Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSMENN Hellusteypu Selfoss, Lyngþór Jósepsson og Axel Óli Ægisson ásamt Ólafi Þ. Ólafssyni eiganda fyrirtækisins. Hundadagagleði Torgara Húsavík - Átthagafélag Torgara á'Húsavík, sem stofnað var 1992 og hélt upp á eftirminnilega hátíð, ætlar nú að efna aftur til úti- fagnaðar, sem nefnist Hunda- dagagleði 1995, og halda á laugar- daginn 19. ágúst á Rauðatorginu, eins og svæði frumbyggjanna var upphaflega kallað. Svæðið afmarkast af Búðara að norðan, Reykjaheiði að austan, norðan Fossvalla að sunnan og af dreginni línu, 9,5 metra, frá Garð- arsbraut að vestan. Torgarar telj- ast allir frumbyggjar á svæðinu og börn þeirra og þeir nýbyggjar, sem búið hafa minnst 5 ár á Torg- inu geta öðlast þar fullkominn borgararétt en þeir sem hafa dval- ið þar skemur hafa takmarkaðan rétt. Hátíðardagskráin hefur ekki verið birt í einstökum atriðum, en þar má búast við fjölbreyttri dag- skrá því í liópi Torgara eru þjóð- þekkt ljóð- og leikritaskáld, fjöldi tónlistarmanna og annarra lista- manna, sem þó eru sumir brott- fluttir og hafa víða vakið á sér eftirtekt, en von er á því að þeir komi til hátíðarinnar. Þótt Torgar- ar teljist sérstakur „þjóðflokkur" á Húsavík eiga þeir ekki í illdeilum við aðra flokka í bænum, en þeir ætla að heyja baráttu við Brekku- snigla í slagbolta, sem var vinsæll leikur á Torginu á árum áður, en ekki hafa þeir boðið Brekkusnigl- um til keppni í knattspyrnu enda hafa þeir mörgum þjóðþekktum knattspyrnumönnum á að skipa. Á blaðamannafundi, sem fram- kvæmdanefndin boðaði til, kom fram að margar nefndir hafa verið skipaðar til undirbúnings, þar á meðal veðurnefnd, sem á að hafa áhrif á að Veðurstofan sjái um gott veður. Hólahátíð á sunnu- dag HIN árlega Hólahátíð fer fram að Hólum í Hjaltadal sunnu- daginn 13. ágúst kl. 14. Dag- skrá Hólahátíðarinnar skiptist að venju í guðsþjónustu og hátíðarsamkomu. Fyrirlesari hátíðarsamko- munnar er að þessu sinni pró- fessor Helga Kress og ijallar hún um Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum, líf hennar og ljóð. Guðný frá Klömbrum í Þingeyjarsýslu fæddist árið 1804 og dó 1836. Ári eftir lát hennar birtist kvæði eftir hana í Fjölni og mun það vera fyrsta veraldlega kvæðið eftir konu til þess að birtast á prenti hérlendis. Dagskrá Hólahátíðar er eft- irfarandi: Kl. 14 er guðsþjón- usta í Hóladómkirkju þar sem sr. Bragi I. Ingibergsson, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Guðni Þór Ólafsson þjóna fyrir alt- ari. Kirkjukór Siglufjarðar syngur og Hlöðver Sigurðsson syngur einsöng. Organisti er Ántonia Hevesi og trompet- leikur er í höndum Sigurðar Hlöðverssonar. Að messu lok- inni er hátíðargestum boðið að þiggja kaffiveitingar í Bændaskólanum. Kl. 16.30 hefst svo hátíðar- samkoma í Hóladómkirkju með erindi Helgu Kress um Guðnýju frá Klömbrum. Lesar- ar með Helgu eru Gerður Bolladóttir og Bolli Pétur Bollason. Söfnun fyr- ir heimilis- fólkið á Þormóðs- stöðum STOFNAÐUR hefur verið tékkareikningur nr. 1533 í Sparisjóði Vestur-Húnavatns- sýslu til styrktar Petreu Hall- mannsdóttur og Agli Þórólfs- syni, Þormóðsstöðum í Sölva- dal, í kjölfar náttúruhamfar- anna þar í sumar þegar aur- skriður hrifu með sér mikið af túnum og rafstöð bæjarins. Ófremdarástand hefur verið í þeirra búskap síðan en þau höfðu jörðina og kvótann á Jeigu. Nú hafa þau hug á að stofna heimili á öðrum stað. Í fréttatilkynningu segir: „Hjálpum þeim við að eignast heimili og atvinnu á ný.“ Framlögum er veitt móttaka í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum landsins. Útimark- aður á Borg í Grímsnesi ÚTIMARKAÐUR verður hald- inn á Borg í Grímsnesi sunnu- daginn 13. ágúst og hefst hann kl. 14. Meðal þess sem boðið verður upp á er tombóla, hestaleiga fyrir börnin, kaffisala, „street ball“ körfubolti og útigrill. Það er Kvenfélagið í Grímsnesi, Ungmennafélagið Hvöt og Li- onsklúbburinn Skjaldbreiður sem standa að útimarkaðinum. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.