Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 21 ERLENT Hann hafði verið heilsuveill um nokkurt skeið og þjáðist af syk- ursýki, sem hann fékk í kjölfar mikillar eiturlyfjaneyslu. Fjöldi manns safnaðist einnig saman í Los Angeles, New York, Washing- ton og Seattle til að minnast hans og á Alnetinu skiptast aðdáendur á orðsendingum og skoðunum um Garcia. Reuter Garcia minnst í San Francisco MIKIL sorg ríkir nú í San Franc- isco og á Alnetinu (Internetinu) vegna andláts gítarleikarans og söngvarans Jerry Garcia, sem var driffjöður hljómsveitarinnar Grateful Dead. Aðdáendur Garcia flykktust til Haight-Ashbury hverfisins í San Francisco þar sem blómabörnin áttu upptök sín á sjö- unda áratugnum og hljómsveitin Grateful Dead kom fyrst fram fyrir 30 árum. Hér sjást syrgjend- ur við blómsveiga og kransa, sem lagðir voru á mótum gatnanna Haight og Ashbury eftir að Garcia lést á miðvikudag. Læknar sögðu að Garcia hefði fengið þjartaáfall á meðferðar- hæli fyrir eiturlyfjasjúklinga. Dagblaðið The New York Times segir úthafsveiðisamkomulagið aðeins fyrsta skrefið Hvetja til hertra laga um stjórn- un fiskveiða BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti á fimmtu- dag leiðara um niðurstöðu úthafs- veiðiráðstefnunnar í New York, sem lauk í síðustu viku, og segir að nú ríði á að þjóðir heims taki sér tak innan eigin fiskveiðilög- sögu og hætti að niðurgreiða of- vaxna skipaflota. Skorað er á Bandaríkjaþing að ganga á undan með góðu fordæmi og herða lög um stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna. Hin svokailaða Magnuson-lög- gjöf var sett fyrir tuttugu árum og hefur til dæmis verið vísað til hennar ásamt hins svonefnda Pelly-ákvæðis þegar kröfur hafa verið gerðar um að Bandaríkja- menn beiti hvalveiðiþjóðir við- skiptaþvingunum. Bandaríkjaþing hefur haft strangari útgáfu þessarar löggjafar til meðferðar frá því í vor og með leiðara The New York Times hefur þrýsting- urinn aukist. I leiðaranum sagði að það væri fagnaðarefni að samkomulag hefði náðst, sem tæki til veiða á reginhafi, enda hefði Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna komist að þeirri niður- stöðu að flestum fiskstofnum heims færi annað hvort hnignandi eða þeir væru í bráðri hættu. „Þetta er ekki fullkomið sam- komulag,“ sagði í The New York Times. „Til dæmis tekur hann aðeins til 20 prósenta af fiskstofn- um hafanna . . . Eins og um- hverfisverndarsamtökin Greenpe- ace hafa bent á verður það áfram þannig að „of margir bátar eltast við of fáa fiska“.“ Dagblaðið lýsir yfir ánægju með það að hald sé í samkomulaginu svo langt sem það nái, bæði hvað varði framkvæmd og eftirlit. Aðilj- ar að samkomulaginu séu skuld- bundnir til að draga úr þeirri só- un, sem fylgi því að varpa afla fyrir borð, og eftirlitsmenn fái að fara um borð í skip og færa þau til hafnar, sem fari fram úr kvót- um og noti ólögleg veiðarfæri. Hins vegar sé þrennt eftir: í fyrsta lagi þurfi um þrjátíu úthafs- veiðiþjóðir að staðfesta hann og í Japan, Rússlandi, Suður-Kóreu, Spáni, Tævan og Póllandi, sem veiði 90 prósent úthafsaflans, megi búast við mikluin deilum. „I öðru lagi þurfa einstök lönd að styrkja eigin lög um stjórnun fiskveiða innan 200 mflna fisk- veiðilögsögu sinnar,“ sagði í blað- inu. „Öldungadeild Bandaríkja- þings gæti sýnt öðrum þjóðum for- dæmi með umbótum á bandarísku grundvallarlögunum, Magnuson- löggjöfinni, þegar þau verða endur- skoðuð síðar á þessu ári.“ í leiðaranum var einnig skorað á ríkisstjórnir um heim allan að endurskoða þá stefnu „að ganga í veð fyrir ofvaxna og offjármagn- aða fiskiskipaflota. Að mati SÞ tapa sjómenn 20 milljörðum Bandaríkjadollara á ári þótt árlega nemi andvirði sölunnar 70 millj- örðum. Muninn niðurgreiða ríkis- stjórnir.“ Ekki er vitað um orsakir flugslyssins í E1 Salvador í fyrrinótt Fimm norsk ungmenni fórust Ósló. Morgunblaóið. FIMM Norðmenn fórust þegar Boeing-þota þota Aviateca flugfé- lagsins í Guateamala, á leið frá Miami til Costa Rica, fórst aðfara- nótt fimmtudagsins skammt frá borginni San Salvador í E1 Salvad- or, en þar stóð til að millilenda. Hin látnu voru öll fulltrúar norskra ungliðahreyfinga. Þau hétu Geir Nybraaten, John Fin- stad, Dordi Eika, Kristin Fadum og Elbjorg Aadland og voru full- trúar samtakanna Juvente, AUF, KFUK/KFUM, Norges Ungdoms- lag og Senterungdommens Lands- forbund. Þau voru hluti af tíu manna hópi sem var að hefja tveggja vikna námsferð um Mið-Ameríku, er skipulögð hafði verið af norska æskulýðssambandinu. Þau komu öll frá Noregi til Miami í Banda- ríkjunum á miðvikudagskvöld og skildu þar leiðir. Helmingur hópsins fór til E1 Salvador og hinn helmingurinn til Nicaragua. Hafði verið ákveðið fyrirfram hverjir færu hvert og réð hending því hvernig skiptingin varð að lokum. „Við vissum ekki að vélin til Nicaragua átti að milli- lenda í San Salvador. Það er hrein tilviljun að við tókum ekki öll þá vél,“ sagði Anne Veiteberg leiðang- ursstjóri í samtali við Dagbladet. Ferðin var skipulögð í samráði við sænska æskulýðssambandið en Svíarnir tóku vél er fór fyrr um daginn. Hafa ungmennin er fóru til E1 Salvador ákveðið að halda heim til Noregs. Norsk æskulýðssamtök eru slegin óhug vegna slyssins. Tveir af forystumönnum ungliðahreyf- ingar Miðflokksins, Astrid Bach og Inge Bartnes, voru á íslandi á fundi ungliðahreyfinga norrænna miðflokka er þær fréttu af slysinu. Héldu þær heim til Noregs í gær að sögn norskra fjölmiðla. Nýleg þota Vélin sem fórst var af gerðinni Boeing 737-200. Ekki er vitað nákvæmlega um orsakir slyssins ennþá en mjög slæmt veður var er það átti sér stað. Missti flug- turninn í San Salvador samband við vélina skömmu áður en hún átti að lenda. Nákvæmar orsakir slyssins munu ekki koma í ljós fyrr en að lokinni rannsókn á flug- rita vélarinnar. Staðfest hefur ver- ið að allir farþegar og áhöfn, 65 manns, fórust í slysinu. Talsmaður Boeing í Seattle sagði vélina hafa verið afhenta Malaysia Airways í nóvember 1987 en hún hefði síðan verið seld til International Lease Finance Corporation árið 1993 og leigði Aviateca vélina af því fyrirtæki. Reuter LÖGREGLUMAÐUR stendur vörð við flak þotunnar sem fórst við eldfjallið Chichontepec í E1 Salvador skömmu fyrir lendingu í E1 Salvador aðfaranótt fimmtudagsins. Utflutn- ingur á norskum laxi eykst ÚTFLUTNINGUR Norð- manna á eldislaxi hefur aukist verulega en verðlækkun hefur orðið á mörkuðunum. Útflutn- ingurinn á ferskum laxi jókst um 22% á fyrri helmingi árs- ins miðað við sama tíma í fyrra og frystum laxi um 65%. Talið er að þessi aukni útflutningur sé ástæða verðlækkunarinnar. Fangi endur- lífgaður og tekinn af lífi BANDARÍSKI fanginn Ro- bert Brecheen, sem var dæmd- ur til dauða fyrir morð fyrir tólf árum, var tekinn af lífi með banvænni sprautu í Okla- homa í gær. Skömmu áður hafði fanginn fundist meðvit- undarlaus í klefa sínum og talið er að hann hafi tekið of stóran skammt af lyfjum. Fanginn var fluttur í skyndi á sjúkahús og læknum tókst að bjarga lífi hans. Hann var síð- an fluttur aftur á sjúkrahúsið og tekinn af lífi. Ahættu- leikari ferst BANDARÍSKI áhættuleikar- inn Randall Dickinson, sem lék í Indiana Jones-myndun- um, lést í gær þegar hann féll til jarðar af stiga í mis- heppnuðu glæfraatriði í skemmtigarði í norðurhluta Belgíu. Dickinson var að leika í „Indiana-sýningunni" sem sett hefur verið upp til að sýna atriði úr myndinni. Mótmæli gegn Frökkum MASAYOSHI Takemura, fjármálaráðherra Japans, kvaðst í gær stefna að því taka þátt í fjöldagöngu á Ta- hiti, sem þingmenn frá Nýja- Sjálandi, Ástralíu og fleiri löndum efna til í næsta mán- uði til að mótmæla fyrirhuguð- um kjamavopnatilraunum Frakka. Hann kvaðst ekki fara sem fulltrúi stjórnarinnar. Sprenging í kjarn- orkuveri GASSPREN GING varð í kjarnorkuveri í Leibstadt í Sviss í gær og tveir starfsmenn fengu brunasár. Sprengingin varð í vélasal en kjarnakljúfur- inn hafði verið lokaður frá 4. ágúst vegna árlegra viðgerða og skemmdist ekki. Átta farast í þyrluslysi TVÆR herþyrlur rákust sam- an í Perú á fimmtudag og all- ir í áhöfnum þeirra, átta manns, biðu bana. Ekki er vitað hvað olli árekstrinum, sem varð nálægt borginni Arequipa í suðurhluta lands- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.