Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Sj álfstæðisflokkur- inn og ESB-aðild „KOMIÐ hafa upp í landinu ýmsar skoðan- ir og kenningar á þjóð- málasviðinu hin síðari ár, sem eru beinlínis hættulegar fyrir vel- megun þjóðarinnar. Skoðanir þessar eru byggðar jöfnum hönd- um á vanþekkingu eða misskilningi ... og á löngun til þess að „slá sér upp“ með því að boða eitthvað nýtt, sem auðveldlega fær nokkra fylgismenn meðan reynslan er enn ófengin og gallarnir því ekki komnir í ljós.“ Ég minntist þessara orða Jóns Þorlákssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, er ég las grein Ragnars Garðarssonar „Islenskir hægrimenn á villigötum í Evrópumálunum" í Morgunblað- inu fyrir skömmu. Greinin byggist á alvarlegum misskilningi um eðli og stefnu Sjálfstæðisflokksins, sér- staklega varðandi hugmyndir flokksins um alþjóðlega samvinnu og hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn gegn samvinnnu? Af grein Ragnars má draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn sé mótfallinn alþjóðlegri samvinnu og þar af leiðandi samvinr.u við önnur Evrópuríki. Þessi skoðun á auðvitað ekki við rök að styðjast. Þvert á móti hefur flokkurinn átt ríkan þátt í að stuðla að slíkum samskiptum og oftast gegnt lykil- hlutverki. Nægir þar að nefna þátt- tökuna í Marshall-áætluninni eftir lok seinna stríðs, aðildina að Efna- hagssamvinnustofnuninni (OEEC) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, inn- gönguna í Atlants- hafsbandalagið árið 1949, viðræður Við- reisnarstjómarinnar við Efnahagsbandalag Evrópu og EFTA í byrjun sjöunda ára- tugarins og aðild að GATT árið 1964. Við- reisnarstjórninni er að þakka þær breytingar sem urðu á íslensku efnahagskerfi á þeim tólf árum sem hún var við völd. Þær gerðu landinu loks kieift að taka raunverulegan þátt í alþjóðlegu við- skiptasamstarfi eftir rúman áratug verslunarfjötra og fjölgengisstefnu. Breytingarnar mörkuðu þáttaskil í viðskiptum þjóðarinnar við önnur ríki og erlend stórfyrirtæki, lögðu gmnninn að aðildinni að EFTA árið 1970 og tvíhliða fríverslunarsamningum við Evrópubandalagið árið 1972. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur alla tíð bar- ist fyrir auknu viðskiptafrelsi og alþjóðlegri samvinnu að því marki sem þessir þættir samrýmast hags- munum þjóðarinnar. Aðild ekki tímabær Sjálfstæðiflokkurinn telur aðild að Evrópusambandinu ekki tíma- bæra, enda engan veginn skýrt hvort ísland muni hagnast á henni. Hið sama á við um stóran hluta íslensku þjóðarinnar. Það er alvar- leg villa hjá Ragnari að leggja að jöfnu varkárni í Evrópusamstarfinu og einangrunarstefnu. Hið síðara leiðir einfaldlega ekki af hinu fyrra. Fólk getur vitaskuld verið hlynnt alþjóðlegri samvinnu þó að því finn- ist ekki nauðsynlegt að ísland ger- ist aðili að ESB. Forsætisráðherra virðist þeirrar Skoðunar að vert sé Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á villigötum í Evr- ópumálunum, segir Jónmundur Guðmar- son. Ákvörðun um aðild að ESB krefst þolin- mæði, ígrundunar, rannsókna og umræðu. að doka við og gaumgæfa hvort, og þá með hvaða hætti, aðild ís- lands gæti orðið þjóðinni til fram- dráttar. Þessi afstaða er skynsam- leg og í samræmi við mikiívægan þátt sjálfstæðisstefnunnar — að sporna gegn tilhneigingum til gönuhlaupa. Varkárni er mikilvæg- ur þáttur þess að lenda ekki á „villigötum í Evrópumálunum". Það er síður en svo ljóst hvort að- ild að sambandinu sé álitlegur kost- ur eða verði það í framtíðinni og því er eðlilegt að feta sig áfram af varúð og yfirvegun. Hugsjónaeldur og yfirvofandi ógn Grein Ragnars ber keim af þeim trúarhita sem er einlægum Evrópu- sinnum sameiginlegur. Þessi trú er oft og tíðum studd veikum rökum eða byggð á misskilningi, sérstak- lega á sögu og eðli EBE (ESB). Hugsjónaeldur er ekki traust hald- reipi í alþjóðastjórnmálum. Á síðari hluta nítjándu aldar og allt fram til 1914 trúðu margir að stórstyij- aldir í Evrópu væru úr sögunni vegna aukinna samskipta og við- skipta stórveldanna í álfunni. Eftir hörmungar heimsstytjaldarinnar fyrri og stofnun Þjóðabandalagsins Jónmundur Guðmarsson sannfærðust margir um að runnið væri upp nýtt skeið í samskiptum ríkja og unnt væri að koma í veg fyrir ófrið á grundvelli sameigin- legra hagsmuna og háleitra sjónar- miða. Svo reyndist ekki vera. Mark- mið ríkjanna í Evrópusambandinu er fremur að hlúa að eigin hags- munum en að keppa að markmiðum um frið og mannkærleika. Þeir hagsmunir fara stundum saman en oft ekki. Þess vegna hafa ríkin þurft að vega og meta hvaða kost- ir og gallar fylgja aðildinni. Eftir slíka yfirvegun hafa sumar þjóðir hafnað þátttöku í ESB. Þegar þetta er haft í huga verður spurningin um aðild íslands að flóknu úrlausn- arefni sem krefst þolinmæði, ígrundunar, rannsókna og umræðu. A máli Ragnars er að skilja að ein- hver ógn steðji að íslensku þjóðinni ef „fjöreggi" hennar verður ekki komið strax til varðveislu í Bruss- el. Slík geðshræring er óviðeig- andi, sérstaklega í ljósi langrar sögu íslendinga og þeirrar stað- reyndar að þjóðin bjó áður við svo bág kjör „að þess eru naumast dæmi, að hvítur þjóðflokkur hafi sokkið svo djúpt í fátækt og líkam- legan vesældóm og þó lifað af,“ svo aftur sé vitnað í orð Jóns. Þessi ótti við óþekktar hörmungar er ill- skiljanlegur en minnir á ýmsar kreddur fyrri tíma, eins og þá er menn trúðu á miðöldum, að upp- fínning lásbogans og notkun hans í hernaði myndi útrýma mannkyn- inu! Flokkurinn ekki á „villigötum" Að Sjálfstæðiflokkurinn sé and- snúinn tafarlausri aðild að ESB en „aðrir“ hægriflokkar á Norðurlönd- um fylgjandi aðild merkir ekki að flokkurinn sé á „villigötum í Evr- ópumálunum'VÞað er vafasamt að skilja hugtakið „hægriflokkur“ of bókstaflegum skilningi. í stjórn- málafræði er það einungis potað, eins og svo mörg önnur, til grófrar viðmiðunar en ekki sem nákvæmur mælikvarði á stefnu eða eðli stjórn- málaflokka. Reyndar gætir einnig nokkurrar ónákvæmni hjá Ragnari varðandi hugtök eins og „fijáls- hyggja", „íhaldsstefna" og „hægri- maður“, sem hann virðist leggja að jöfnu þótt á þeim sé mikilvægur greinarmunur. Til skýringar mætti segja að Páll Pétursson, félags- málaráðherra, sé íhaldsmaður. Hins vegar er hann hvorki hægri- maður né fijálshyggjumaður svo vitað sé. Vandi samanburðarstjórn- mála er sá að flokkar og flokka- kerfí eru ekki fyllilega sambærileg og stundum alls ekki. Þess vegna er áríðandi að treysta ekki um of á almennar skilgreiningar. Þannig er því varið með Sjálfstæðisflokk- inn og „hægriflokkana" á Norður- löndum. Mikill munur er á sögu, eðli, stærð og uppbyggingu flokk- anna, sem síðan endurspeglast í stefnu þeirra. Sjálfstæðisflokkur- inn er fjöldaflokkur með breiðan hóp kjósenda og hefur gegnt lykil- hlutverki í íslenskum stjórnmálum frá stofnun árið 1929. Hægriflokk- arnir á hinum Norðurlöndunum eru smærri, kjósendur þeirra einsleitari og flokkarnir hafa ekki verið nærri jafn áhrifamiklir í stjórnmálum sinna landa og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið á Islandi. Þeir eru því um margt ólíkir Sjálfstæðis- flokknum og samanburður á þeim því ekki auðveldur. Það er engin þversögn á milli hugsjóna Sjálf- stæðisflokksins um einstaklings- frelsi og fijálst hagskipulag annars vegar og varfærni í Evrópumálum hins vegar. Uppbygging og starf- semi Evrópusambandsins samrým- ist að hluta til þeim markmiðum en alls ekki að fullu. „Uppruni ESB á sér rætur í hagsmunum auðvald- ins til þess að styrkja kapítalíska þróun í kjölfar seinni heimsstyijald- arinnar," skrifar Ragnar. Þetta er heldur ekki rétt. Áhrifaríkari þætti í stofnun sambandsins er að fínna í stjórmálum eftirstríðsáranna, ör- yggis- og varnarmálum og söguleg- um aðstæðum aðildarríkjanna sem yrði of langt mál að skýra hér. Þó má nefna að eigendur og stjórnend- ur stórfyrirtækja í Evrópu lögðust gegn stofnun Evrópubandalagsins árið 1957 og voru því andsnúnir um langt skeið, allt þar til efnhags- öngþveiti á áttunda áratugnum og aukin samkepppni frá stórfyrir- tækjum í Asíu og í Bandaríkjunum leiddu til stefnubreytingar. Höfundur situr í sijórn Heimdall- ar, FUS. DEMANTAHUSIÐ Borgarkringlunni, s. 588-9944 Leggjum niður menn- ingarsjóð útvarpsstöðva RÍKISSTJÓRNIN hefur fengið áskorun um að leggja menn- ingarsjóð útvarps- stöðva niður. Hún er frá einum af forsvars- mönnum ungra Sjálf- stæðismanna, Guð- laugi Þór Þórðarsyni, sem er stjórnarmaður í sjóðnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem komið hafa fram óskir um að menningarsjóðurinn verði lagður niður. For- svarsmenn ljósvaka- miðlanna hafa lýst þeirri skoðun sinni oft opinberlegá. Á Alþingi var einnig lagt fram frumvarp í mars 1992, þess efnis að sjóðurinn yrði lagður niður. Fyrsti flutningsmaður var undirrit- Ásta R. Jóhannesdóttir uð, og meðflutnings- menn að frumvarpinu voru Kristín Ástgeirs- dóttir og Ossur Skarphéðinsson. Sjóður til trafala Tekjur sjóðsins eru sérstakt gjald sem lagt er á allar auglýs- ingar í útvarpi. Það er 10% álag á allar auglýsingar ljósvak- amiðlanna. Þar af leið- andi standa þeir verr að vígi í samkeppni við aðra fjölmiðla á auglýsingamarkaðin- um, þar sem þeir bera ekki þennan skatt. Þar sem auglýs- ingatekjur eru stór þáttur í rekstr- arfé þessara fjölmiðla er spurning hvort þessi sérstaka skattlagning á ljósvakamiðlana er ekki brot á sam- Þann - PERV nóvember nk. veröur lagt í Súður-Ameríkuferð. Um 3 ferðamöguleika er að ræða: * 1.2ja vikna för um Brasilíu (Sao Paolo, Iguacú fossarnir, Manau/Amasónas, Brasilía, Salvador, Ríó de Janeiro). *2. 2ja vikna för um Brasilíu og þriðju vikuna í Ríó de Janeiro. *3. 2ja vikna för um Brasilíu og þriðju vikuna í Perú (Líma, Cuzco, Machu - Picchu) UnnurGuðjónsdóttir, ballettm., er fararstjóri oggefurallar upplýsingar. Kínaklúbbur Unnar, Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík, Sími 551 2596. Frumvarpið skal ég með ánægju leggja fram aft- ur í haust, segir Ásta R. Jóhannesdóttir. Verði stuðningur Sjálf- stæðismanna við það í þinginu tryggður, er sjóðurinn úr sögunni. keppnislögum. Tilgangur sjóðsins var í upphafi að greiða 25% af rekstarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar íslands um- fram tekjur og í öðru lagi að veita fjárframlög til eflingar innlendri dagskrárgerð, sem verða mætti til menningarauka og fræðslu, eins og segir í lögunum. Árið 1991 var gefin út ný reglu- gerð um sjóðinn og hlutverk hans sk'ilgreint að nýju og eftir það gátu mun fleiri en útvarpsstöðvar sótt um framlög úr sjóðnum. Sinfóníuhljómsveit - íslands eða útvarpsstöðva? Ég ætla ekki að rekja hörmung- arsögu sjóðsins hér. En það er í hæsta máta óeðlilegt að ljósavaka- miðlarnir standi undir rekstri Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Það er mun eðlilegra að þeir hafi frjálsan samningsrétt við hljómsveitina. Komið hefur fram í máli for- svarsmanna Ríkisútvarpsins að þeir séu tilbúnir til að gera slíkan samning, verði um breytta skipan mála að ræða. Með slíkum samn- ingi fengist dijúgur hluti þess kostnaðar sem menningarsjóður- inn greiðir nú. Kæmi til samninga við aðrar stöðvar yrði hlutur ríkis- sjóðs í rekstri hljómsveitarinnar væntanlega lítill. Dagskr ár stj órn úti í bæ Það er einnig mjög óeðlilegt fyrir útvarps- og sjónvarpsstöðvar að einhver sjóðstjóm úti í bæ ráð- stafí hluta auglýsingatekna þeirra til ákveðinnar dagskrárgerðar. Á stöðvunum er fólk sem er fullfært um að framkvæma dag- skrárstefnu hvers miðils og leggja á ráðin um dagskrárgerð í sam- ræmi við hana. Þar þarf enga þriggja manna sjóðstjórn til. Reyndar hefur ekki verið úthlutað úr sjóðnum til dagskrárgerðar í 2 ár og segir það e.t.v. sína sögu. Árið 1988 taldi Ríkisendurskoð- un að réttast væri að leggja sjóð- inn niður þar sem markmiðin með stofnun hans hefðu ekki náðst. Hafi það verið rétt þá er það ekki síður nú. Ég fagna því að ungir Sjálf- stæðismenn skuli taka undir vilja okkar flutningsmanna frumvarps- ins frá 1992, um að menningar- sjóður útvarpsstöðva verði lagður niður, þótt seint sé. Frumvarpið skal ég með ánægju leggja fram aftur í haust. Verði stuðningur Sjálfstæðismanna við það í þing- inu tryggður, er sjóðurinn úr sög- unni. Höfundur er þingmaður Þjóðvaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.