Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir.afi og langafi, SIGURÐUR ÓSKARSSON bóndi, Krossanesi, lést í Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 10. ágúst. Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Björn Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jan Raabe, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR FANIMEY JÓHANNSDÓTTIR, Bláskógum 9, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans fimmtudaginn 10. ágúst. Málfríður Lorange, Gunnar H. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍNBORG GUÐRÍÐUR SIGBJÖRNSDÓTTIR, Birkihlíð 5, Vestmannaeyjum, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 11. ágúst. Haraldur Hannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og bróðir okkar, SÆMUNDUR GUNNARSSON, fæddur 1.9.1929, Hafnarfirði, lést 4. þessa mánaðar á heimili sínu í Svelvik, Noregi. Jarðarförin hefur farið fram. Ruby Röed Gunnarsson, Sigri'ður Gunnarsdóttir, Jón Hjörtur Gunnarsson, Steinunn G. Heslep, Baldur Gunnarsson, Sæunn Gunnarsdóttir, Guðný Gunnur Gunnarsdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, J. RAGNHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Maríubakka 18, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum fimmtudag- inn 10. ágúst. Margrét Þórarinsdóttir, Sigurfinnur Vilmundarson, Kristrún Sigurfinnsdóttir, Guðmundur Böðvarsson, Þórarinn Halldórsson, og langömmubörn. + Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓMAR VÍÐIR JÓNSSON bifvélavirki, Nýbýlavegi 70, Kópavogi, lést á heimili sínu 10. ágúst. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Þórunn Þorvarðardóttir, Ivar Örn Ómarsson, Aldís Guðlaugsdóttir, Ólafur Hjörtur Ómarsson, Katrín Björnsdóttir, Fjóla ír Omarsdóttir, Unnar Jónsson, Auðbjörg Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ulrich Schmidhauser, Áslaug Jónsdóttir, Óskar Ingimarsson og barnabörn. MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR + Margrét Hall- dórsdóttir fæddist í Bolungar- vík 6. nóvember 1908. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Bol- ungarvíkur 4. ágx'ist síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldór Benedikts- son, f. 9. maí 1872 í Hörgshlíð, Reykj- arfjarðarhreppi, d. 14. október 1933 og kona hans Guðríður Víglundsdóttir, f. 8. júlí 1873 í Króki, Rauðasandshreppi, d. 18. des- ember 1960. Þau bjuggu I Bol- ungarvík og eignuðust saman 6 börn en áður hafði Guðríður eignast dótturina Helgu Sveins- dóttur, f. 3. mars 1899, d. 23. júlí 1984. Helga bjó í Kópa- vogi. Hennar maður var Þórður Þorsteinsson, f. 29. mars 1902, d. 11. júní 1983. Margrét var næstelst bama Halldórs og Guðríðar. Elstur var Halldór, f. 20. október 1907, d. 14. jan- úar 1979. Hann var lengst af búsettur í Bolungarvík. Kona hans var Ósk Ólafsdóttir, f. 11. mars 1916. Hún býr í Reylga- vík. Ásta Sigríður, f. 2. apríl 1910, d. 22. nóvember 1989. Hennar maður var Bjöm J. Þorláksson, f. 17. desember 1903, d. 30. janúar 1973. Þau bjuggu í Reykjavík. Guðmund- ur, f. 6. desember 1911, d. 29. maí 1987. Kona hans var Anna Júlía Halberg, f. 30. júlí 1912, d. 28. maí 1971. Þau vora bú- sett á Akranesi. Kristín, f. 11. maí 1913, d. 30. mars 1989. Hennar maður var Guðmundur Kristinn Sigurjóns- son, f. 14. mars 1913. Guðmundur býr nú í Reykjavík. Guðríður, f. 9. maí 1915. Hún er nú ein á lífi af þeim systkinum og er búsett á Akranesi. Hennar maður var Halldór Guðmunds- son, f. 19. maí 1911, d. 1. mars 1989. Margrét giftist 8. júní 1935 Benedikt E. Jónssyni, f. 28. október 1903 á Minni-Bakka í Skálavik og áttu þau lieima í Bolungarvík allan sinn búskap. Benedikt andaðist 28. febrúar 1994. Börn þeirra em tvö: Guðríður Guðmundína, f. 18. október 1938. Hennar maður er Einar Hálfdánsson, f. 3. október 1939. Þau búa í Bolungarvík og eiga 5 börn. Þau eru: Hálfdán, f. 28. septem- ber 1962, Benedikt, f. 21. nóv- ember 1963, Halldór Grétar, f. 4. mars 1966, Anna, f. 5. janúar 1968 og Baldur Smári, f. 21. aprfl 1976. Guðríður og Einar eiga tvö barnabörn, Halldór, f. 5. mars 1941. Hans kona er Steinunn S.L. Annasdóttir, f. 4. mars 1941. Þau búa í Bolung- arvík og eiga 5 böm. Þau em: Friðgeir, f. 22. mars 1965, Benedikt Halldór, f. 15. janúar 1967, Margrét, f. 20. ágúst 1969, Ásta Sigríður, f. 27. nóv- ember 1970 og Anna Sigríður, f. 13. júlí 1978. Halldór og Steinunn eiga 4 bamaböra. Útför Margrétar verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík og hefst athöfnin kl. 11. MIG LANGAR að minnast ömmu og afa á „bökkunum“, sem nú eru bæði dáin, með nokkrum orðum. Mér finnast þau bæði hafa verið mjög sérstakar manneskjur hvor á sinn hátt. Afi fannst mér alltaf harður á yfirborðinu og einnig var hann stundum þijóskur. Hann mat heið- arleika og dugnað mikils. Ég heyrði líka oft sögur af afa þegar ég byij- aði að vinna sem unglingur. Menn töluðu um hann sem einstaklega duglegan, heiðarlegan og harðan af sér. Og ég man hve ég var stolt- ur af því að þetta var afi minn. Amma var andstæða afa, alltaf svo góð við mann og síbrosandi. Hún kenndi mér að lesa og skrifa áður en ég byijaði í barnaskóla. Hún bakaði bestu vínarbrauðin og snúðana. Og jólaboðin sem hún og afi héldu verða mér alltaf minnis- stæð. Heitt kakó úr skrautlegri könnu, mikið af góðum kökum, englaórói sem snerist í hringi og spilað á spil á eftir. Stundum hugsar maður um það sem einkennir sjálfan mann hvað varðar eiginleika og hugarfar. Og þá sér maður að það er ansi margt sem kemur frá ömmu og afa á “bökkunum". Og reyndar sér maður þessa þætti í meira og minna mæli hjá öllum afkomendum þeirra. Þakka ykkur fyrir allt elsku amma og afi. Halldór Grétar Einarsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinb, Egilss.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku amma. Með fáum orðum, vil ég kveðja þig og afa. Nú hefur þú fengið langþráða hvíld og nú bíður þín dvöl í ríki Guðs í örmum afa. Hjá ömmu og afa áttum við barnabörnin alltaf öruggt athvarf. Hún var okkar fyrsti kennari á lífs- leiðinni, því hún tók að sér að kenna okkur lestur, skrift og reikning áður en í skólann var komið. Ég var ávallt jafnspennt að komast niður eftir til þess að fá að stafa hjá henni. Sokkapijónninn hennar leiddi okkur í gegnum stafrófskver- in og hver einasti nothæfur papp- írssnepill var notaður til forskriftar. Þegar hugurinn leitar til baka, man ég þegar amma gaf okkur stelpun- um leyfí til að leggja undir okkur heilu herbergin og jafnvel húsið á Hafnargötunni í marga daga í þykj- ustuleikjum. Kamburinn var líka einn af okkar uppáhaldsstöðum. Þar gátum við unað okkur lengi við búleik með gamalt dót, sem amma gat séð af. Alltaf var amma tilbúin að leyfa okkur að vera, hversu mörg sem við vorum og hversu lengi sem heimsóknin stóð yfir. Þegar við fengum að sofa niður frá, not- aði hún tækifærið á kvöldin þegar lagst var á koddann og kenndi okk- ur bænir og kvæði. Ekkert fannst mér hugljúfara en að sofa hjá ömmu og afa. Að sofna í litla rúminu henn- ar langömmu við óminn af briminu fyrir utan var sérstakt, því þá var ég nær honum pabba, sem var svo oft á úfnum sjónum. Elsku amma og afi. Þið hafið lokið velunnu dagsverki. Hvílið í friði. Minningarnar um ykkur munu lifa í hjarta okkar sem eftir lifa. Anna Einarsdóttir. Amma er dáin. Það er svo skrýt- ið, eins og mér þótti undur vænt um hana er ég ekki sorgmædd. Ég fínn fyrir miklum söknuði, en ég veit í hjarta mínu að núna er amma mjög sæl. Annars var amma alltaf svo jákvæð og glöð að eðlis- fari, og vildi ekki íþyngja öðrum með sínum málum, þrátt fyrir að vera orðin mikill sjúklingur. Afi dó fyrir einu og hálfu ári, þess vegna held ég að hún hafi verið hvíldinni fegin. Ég mun alltaf sjá þann tíma sem ég átti sem barn með ömmu og afa í hillingum. Maður sér það seinna að vissulega eru það viss forrétt- indi að fá að alast upp með ömmu og afa í næsta húsi sem alltaf eru heima. Mér fannst amma alltaf sérlega falleg kona, og ég var mjög upp með mér þegar hún klæddi sig í kápuna sína og leiddi mig inn í Bjarnabúð. Ef við hittum einhvern sagði hún: „Þetta er hún nafna mín,“ það fannst mér yndislegt að heyra, ég var og er mjög stolt af því að bera nafnið hennar ömmu. Minningar mínar um afa og ömmu munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu hvort sem það var amma og afi að syngja, teikna eða lesa fyrir mig, eða kenna mér eitthvað af þessu. Ég bið góðan guð að geyma þau. Margrét Halldórsdóttir. Mig langar að minnast ömmu minnar, Margrétar Halldórsdóttur, í nokkrum orðum. Alltaf munu lifa í minningunni allar ánægjustund- irnar sem við barnabörnin áttum saman við leik niður á bökkum hjá afa og ömmu. Húsið þeirra við sjóinn hafði mikið aðdráttarafl fyrir okkur krakkana og þaðan voru gerðir út ótal leiðangrar niður í fjöru þar sem við dvöldum oft tímunum saman við leik. Þessum leiðöngrum lauk oftast í mjólk og kökum inni í eldhúsi hjá afa og ömmu. Það var amma sem kenndi okkur að lesa og reikna. Þær voru ófáar stundirnar sem við sátum saman við að stauta okkkur áfram í lestrarbókunum á meðan afi sat og hlustaði á með athygli, ásamt því að hnýta tauma sem hann gerði svo mikið af eftir að hann hætti að vinna úti. Hún amma var alltaf svo blíð og góð við alla sem voru í kringum hana og aldrei fór maður frá henni öðruvísi en í góðu skapi. Alltaf sá hún björtu hliðarnar á hlutunum og reyndi að gera gott úr öllu þegar eitthvað bjátaði á. Hin síðari ár bjuggu afi og amma á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík þar sem þau nutu góðrar ummönnunar starfsfólks. Þegar afi dó fyrir rúmu ári var þó greinilegt að ákveðið tómarúm myndaðist í huga ömmu. Fyrir nokkrum vikum þegar ég átti þess kost að heimsækja ömmu í síðasta sinn var greinilegt hvert stefndi. Nú er amma komin aftur í návist afa þar sem henni leið allt- af svo vel. Elsku amma, megir þú hvíla í friði. Benedikt Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.