Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 37 AFMÆLI Thor Vilhjálmsson Þótt góðvinur minn Thor eigi nafn að rekja til goðheima tel ég efalaust að þeir hafi hann í mestum hávegum sem hærra meta litríkair mann en jafnvel skrautlegasta þrumuguð. Samt er ekki synjandi fyrir að ásmóður hans sé nafn- fylgja og margur hefur þóst sjá honum vaxa ásmegin þegar mikið stóð til. Máski liggja leyndir þræð- ir milli norrænnar megingjarðar og svarta beltisins japanska þegar allt kemur til alls? Þeim reginmun má þó ekki gleyma að gjörðinni girtust menn til að öðlast afl, en beltið er staðfesting á kröftum og lipurð sem þeir hafa sannað í jöfnum leik við aðra kappa. Um þessar mundir eru rétt 45 ár liðin frá því er ég heyrði Thors fyrst getið. Það var úti í Stokk- hólmi að æskuvinur minn einn nefndi nafn þessa unga skálds i París. Kannski vorum við þá dag- ana báðir að leggja síðustu hönd á frumsmíð okkar hvor í sinni borg, því þetta var einmitt sama ár og við kvöddum okkur hljóðs. Enn liðu fjögur ár áður en við kynntumst. Thor hefur lýst því með tilþrifum þegar ég leitaði hann uppi í rykkófi á hanabjálkalofti Safnahússins til að fala efni í Birt- ing (eldri). Mér féll hreinskiptni hans vel í geð en samt varð fyrsti fundur okkar svo stirðlegur að ég átti þess síst von þá að hann mark- aði upphaf að nánu og langvarandi samstarfi okkar sem leiddi til ein- lægrar vináttu. Svo fór nú samt að fáum mánuðum síðar vorum við farnir að gefa út Birting (yngri) í félagi við fleiri góða menn og héld- um fjórir út í 14 ár. Ritstjórnar- fundir voru aldrei dauflegir en drógust stundum á langinn og fátt náði fullnaðarafgreiðslu á einum fundi fyrst í stað. Umræða Um nafn ritsins minnir mig að tæki þijá fundi og endaði með málamiðl- un. Ritstjórnin var enginn hallelúja- kór og hélt stund- um deilum áfram á síðum ritsins yrðu þær ekki út- kljáðar á fundum. Fyrir kom að sauð svo rækilega upp úr að til vandræða horfði. En þá varð alltaf einhver úr hópnum til að bera sátt- arorð á milli manna með góðum árangri þótt sáttasemjari sjálfur stæði kannski á næsta fundi ekki nær því en hver hinna að mega kallast friðflytjandi. Það sást fljótt þegar ritið var hlaupið af stokkunum hver fengur því var að Thor og hve dýrmætt honum og okkur öllum var að eiga slíkt málgagn til að ná andanum í þeirri náfýlu kalda stríðsins sem lá ^ yfir landi og ætlaði að kæfa alla frjálsa hugsun, alla fijálsa sköpun. Strax í fyrsta hefti tók hann flugið sem sá vökuli sendi- boði lista og menn- ingar sem öll þjóðin þekkir og virðir nú - orðið sem einn af sínum allra bestu sonum. í fyrsta ár- gangi birtir hann auk skáldskapar grein um japanskar danssýningar í Þjóð- leikhúsinu, viðtal við Nínu Tryggvadóttur og Ma Shao-po vara- forseta Pekingóper- unnar, hyllingu til Halldórs Laxness vegna Nóbelsverð- launanna, minning- argrein um Magnús Asgeirsson, ritfregn um Strandið eftir Hannes Sigfússon, þýðir grein eftir tón- skáldið Carl Nielsen um Mozart og aðra eftir Lars-Göran Eriksson um Lax- ness, á Syrpur í hverju hefti og ekki eintóna. Nokkrar millifyrir- sagnir gefa hugmynd um hve víða hann kom við: Maestro Rostropo- vitsj í Reykjavík, Kvikmyndir Jap- ana, Þjóðleikhúsið, íslenskar vinnu- stofur myndlistarmanna í París, Úthlutun listamannafjár eftir heil- brigðu mati, Kvöldstund með Faulkner, Lítið eitt um útvarpið, Listrænt uppeldi í skólum landsins, A afmæli Kjarvals. Og þannig hefur hann haldið áfram í fjörutíu ár án þess að lækka flugið, óþreytandi að færa okkur heim fregnir af því sem markvert er að gerast í menningar- lífi heimsins, veita uppörvun og við- urkenningu sérhverju sem vel er gert á heimaslóð og hirta menning- arfjandsamlega afturhaldspúka. Oft hef ég undrast hvernig Thor fer að láta sólarhringana endast til að koma öllu í verk sem hann tek- ur sér fyrir hendur. Mér reiknast svo til að eftir hann liggi á þriðja tug frumsaminna bóka og minnsta kosti tugur þýddra sem sumar hveijar eru engin smásmíði. Þar á ofan hlýtur hann að eiga í handriti mörg bindi væn af greinum, ræðum og ritgerðum um margvíslegustu efni. Og enn mætti vænta frá hon- um margra nýrra verka, því ekki verður vart að hann sé farinn að hægja á sér: nýbúinn að gefa út ljóðabók og eitthvað mun í bígerð. Auk höfundarstarfa hefur hann verið liðtækur í félagsmálum: áttr hlut að stofnun Listamannaklúbbs- ins og sæti í stjórn hans, formaður Rithöfundafélags íslands nokkur ár, í stjórn Rithöfundasambandsins eitt kjörtímabil, forseti Bandalags ísl. listamanna sex ár, hefur lengi verið formaður íslandsdeildar PEN-klúbbsins, sat í framkvæmda- stjórn Listahátíðar í Reykjavík fjögur ár, meðal frumkvöðla Kvik- myndahátíðar og íslensku bók- menntahátíðarinnar — já hvenær stóð hann óvirkur álengdar þegar eitthvað markvert var að gerast í íslensku listalífi seinustu áratugi? Hann hefur tíma til að sjá allar myndlistarsýningar í Reykjavík sem þess eru verðar og vafalaust margar sem ekki reynast þess virði, sækja alla meiriháttar tónleika og leiksýningar, mannfundi af öllu hugsanlegu tagi, og samkvæmis- ljón er hann á við meðal ambassad- or. Leitun er á víðförlari íslendingi en Thor og kaus þó ekki ávallt hraðskreiðustu farartæki, heldur tók yfirleitt skip eða járnbrautar- lest fram yfír flugvél mætti hann velja. Eins og alþjóð veit hefur hann dvalist mörg ár erlendis, og þótt hann kunni að drekka í sig framandi tungur hlýtur hann líka að hafa varið talsverðum tíma til skipulegs málanáms, því kunnátta hans er ekkert hálfkák. Það sýna vandaðar þýðingar hans úr ensku, frönsku, ítölsku, spænsku á mjög erfiðum bókmenntaverkum. Hann hefur gefið út ljóð frumort á ensku. Ég hef heyrt hann flytja ræðu blaðalaust á frönsku og orðin streyma af vörum hans eins og lif- andi lækjarvatn, og eitt sinn var ég þar nærstaddur sem hann túlk- aði flókið umræðuefni úr ítölsku á íslensku og íslensku á ítölsku við- stöðulaust hátt á annan klukkutíma án þess að hiksta. Heyrt hef ég haft eftir erlendum mönnum að þeir hafí orðið heldur héralegir þegar Thor tók að flytja þeim utan- bókar á þeirra eigin tungu ljóð og prósa úr bókmenntaarfi þeirra sem þeir höfðu aldrei lesið hvað þá lært og stóð þeim þó nær en þessum manni úr óþekktu eylandi langt langt norður í höfum. Thor er sjálf- menntaður myndlistarmaður eins og Strindberg, stendur mörgum framar sem allt vita um tækniþátt- inn og betri myndlesara þekki ég ekki (sjá bækur hans um Svavar og Tryggva). Ekki hæfir að ljúka þessari runu án þess að nefna að hann hefur lengi iðkað júdó með fræknum árangri og ekki af baki dottinn, því stutt er síðan við sáum hann í sjónvarpi dreifa skagfirskum jökum um öxl eins og dúnpokum. Það er gæfa fámennri þjóð að eignast þótt ekki sé nema nokkrum sinnum á öld hugumstóra hæfi- leikamenn á borð við Thor Vil- hjálmsson, menn sem mæla sig aldrei við aðra en þá bestu og eiga þann metnað fyrir hönd þjóðarinnar að keppa við annarra þjóða þegna um fremstu sæti í sinni grein. Hon- um hefur orðið vel ágengt. Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa fallið honum í skaut, einnig litli Nóbelinn sem sumir kalla svo, Frakkar og ítalir hafa heiðrað hann að verðugu og góða dóma hafa bækur hans hlotið víða um lönd. Einna erfiðast átti íslensk smá- mennska með að fyrirgefa honum að vera svona asskoti snjall. Fram- anaf var tíska að telja hann óskrif- andi á íslensku. Þær raddir eru þagnaðar, enda íslensk tunga engu skáldi eftirlátari en Thor Vilhjálms- syni síðan Halldór Laxness lagði frá sér penna. Fjárinn hafi að hon- um verði nokkurn tíma orðs vant til að segja hug sinn eða lýsa því sem hann ætlar sér og eru þó myndir hans margar allt annað en óbrotnar í sniðum. Næsta viðbára var að hann væri svo þungur höf- undur að ekki væri á nokkurs manns færi að lesa bækur hans. En viti menn: stendur hann þá ekki einn góðan veðurdag í glóandi grámosabreiðu orðinn metsöluhöf- undur. Og þar fór það. Alþing þybb- aðist þó enn í nokkur ár við að veita honum heiðurslaun lista- manna. En þar kom að vígið við Austurvöll féll og mega nú þing- menn á hátíðarstundum miklast af þeim afrekum hans sem þeir gátu ekki hindrað, svo ég seilist til orða skáldsins sjálfs í öðru samhengi. Sú velgengni sem hann hefur átt að mæta seinustu ár er í alla staði makleg og megi hann vel njóta. Ég hef miklar mætur á Röddum í garðinum. Þar fá menn kynnst af hvaða bergi Thor er brotinn og honum sjálfum af mati hans á manngildi annarra. „Þessi afí minn ... kom allslaus til íslands ungling- ur ... Faðir hans var húsameistari í Danmörku, gjaldþrota. Og dreng- urinn lagði af stað út í heiminn til að koma undir sig fótunum ... Vinna lönd, afla fjár og frama. Hver veit hvert leiðir hans hefðu legið hefði hann ekki fundið litla íslenska stúlku, Margréti Þorbjörgu sem var nógu stór til að hæfa hon- um og halda honum hér ... Hún hafði sig aldrei í frammi og talaði aldrei þarfleysu; allir vissu af nær- veru hennar og þótti góð. Það var eitthvert undarlegt orðlaust skjól- belti í kringum þessa konu, einhver vé, svo öllum þótti þeir vera betri en þeir voru ... “ „Kærust minning mín um þennan stórbrotna bróður móður minnar [Ólaf Thors] er frá því þegar við sátum að næturlagi stundarlangt í stofu að Lágafelli í húsi afa míns en hann lá banaleg- una á hæðinni fyrir ofan okkur .. . Við sátum þarna tveir menn. Góð- vilji hans umlukti mig og nær- gætni. Það var útséð um hvern veg stríðið á loftinu fyrir ofan okkur endaði.“ Þessi slitur nægja til að sýna hlýjuna í hvetjum stafkrók og magnast þó bjarnylurinn þegar kemur að Brettingum þar sem ann- ar hver karlmaður ber viðumefnið sterki. Og voru þó ekki kvensterkir ef út í það er farið. Fremur en karlar í móðurætt. Fremur en karl- ar yfirleitt. Æjá, svo snúin er hún þessi örlaganna mikla júdóglíma. Ég hef staðist freistinguna að rifja upp góðar samverustundir á Gull- fossi forðum yfir pernóglasi eða í ferðalögum innanlands, til Horna- fjarðar, um vesturslóðir með vini okkar Klausturpresti, siglingu um Breiðafjörð með Einari úr Hergils- ey, nótt í eldhúsi læknishjóna í Stykkishólmi sem endaði niðri á bryggju undir morgun á tali við máva og árrisula sjómenn, afmæli- sveislu Gunnars í Örlygshöfn, bið okkar og Ása í Bæ eftir að fulltrú- ar réttvísinnar kæmu að hremma ritvélina mína sem þeir heyktust á, eða drepa á símtöl löng og hress- andi undir svefninn, að ógleymdum næturlestrum úr nýjum skáldritum sem eitt sinn gleymdist reyndar að hefja vegna ofgnóttar umræðuefna þar til dagur var risinn í austri. — „Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur..." Ég óska þér til hamingju með sjötugsafmælið, gamli vinur, og hve forsjónin hefur verið þér góð að gefa þér hana Margréti öllum fremri, strákana ykkar sem þú mátt vera og ert líka stoltur af, tengdadætur sem þú kysir ekki betri og barnabörn sem þú sérð ekki sólina fyrir. Lifðu heill til hárr- ar elli sami glæsti heimsborgari, sami rammi íslendingur, sama tryggðatröllið. Kærar kveðjur og árnaðaróskir frá fjölskyldu minni til ykkar allra. Einar Bragi. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Mótaskráin fyrir næsta starfsár í burðarliðnum FORMÖNNUM bridsfélaganna hefir verið sent til yfirlestar handrit að öllum helztu bridsmótum sem halda á næsta vetur og kennir þar margra grasa. Skrárnar eru ekki fullmótaðar en alltaf jafn forvitnilegar og skal enn ítrekað að hér er um djög að ræða. Stórmót og íslandsmót á vegum Bridssambandsins: 16. -17. sept.: Undanúrslit og úrslit ís- landsmót í einmenningi. 22. okt.: Ársþing BSI. 28.-29. okt.: íslandsmót kvenna í tvf- menningi. 4.-5. nóv.: íslandsmót yngri og eldri spilara í tvím. 17. nóv.: Landstvímenningur, Philip Morris. 18. -19. nóv.: Firmatvfmenningur (í stað Firmak. svk.) 27.-28. jan.: fslandsmót í parasveita- keppni. 9.-12. febr.: Bridshátíð BSÍ, BR og Flugleiða. 23. -25. febr.: íslandsmót kvenna og yngri spilara ísvk. 15.-17. mars: íslandsmót í sveitak. og undanúrslit. 26. -31. mars: Evrópumót í paratvím. og parasv.k. Monte Carlo. 3.-6. apríl: íslandsmót f sveitakeppni - Úrslit. 25.-26. apríl: íslandsmót í tvímenningi - Undankeppni. 27. -28. apríl: íslandsmót í tvímenningi - Úrslit. 11.-12. maí: íslandsmót í paratvímenn- ingi' 25.-26. maí: Kjördæmakeppni BSL 7.-8. júní: Epson alheimstvímenningur- inn. Önnur mót sem áætlað er að halda næsta vetur og vor: 9. sept. Einmenningskeppni BSA. 16. sept. Tvím. í tilefni 100 ára af- mælis Seyðisfjarðar. 23. sept. Bæjarkeppni, Selfoss - Hafnarfjörður, 50 ára. 23. sept. Vesturlandsmót í einmenn- ingi. 29. -30. sept. Opna Hornafjarðarmót- ið í tvímenningi. 30. sept.-l. okt. Vestfjarðamót i tví- menningi. 14. okt. Norðurlandsmót, tvímenn- ingur. 21. okt. Minningarmót um Einar Þorfinnsson. 20. -21. okt. Aðaltvímenningur BSA. 21. -22. okt. Undankeppni íslands- móts í sveitak., Vestfirðir. 28. okt. Guðmundarmót, tvímenning- ur. 4. nóv. Hraðsveitakeppni BSA. 11. nóv. Stórmót Munins, tvímenn- ingur. 12. nóv. Parasveitamót BSA. 10.-12. nóv. Norðurlandsmót í sveitakeppni. 18. nóv. Parakeppni BSA. 25. nóv. Hraðsveitakeppni Vestur- lands. 25. nóv. Suðurlandsmót í tvímenn- ingi. 25.-26. nóv. Reykjavíkurmót í tví- menningi. 9.-10. des. Reykjanesmót í sveita- keppni. 28. des. Jólamót Sparisjóðs Hf. og Bf. Hafnarfjarðar. 30. des. Þorsteinsmót, Patton, sveita- keppni. 30. des. íslandsbankamót, tvím., Bf. Akureyrar. 3.-10. jan. Undankeppni íslandsmóts ! sveitakeppni. 7. jan. Norðurlandsmót vestra, para- tvímenningur. 12. -13. jan. Undankeppni íslands- móts í sveitakeppni. 13. jan. Tvímenningur HSK, Suður- landi. 13.-14. jan. Bridshátíð Vesturlands. 19. -21. jan. Undankeppni íslands- móts í sveitakeppni - Norðurlandsmót eystra. 20.-21. jan. Undanúrslit og úrslit R.móts f sveitakeppni. 20.-21. jan. Undankeppni íslands- móts í sveitakeppni - Norðuriandsmót vestra. 20.-21. jan. Undankeppni íslands- móts í sveitakeppni - Suðurlandsmót. 20.-21. jan. Reykjanesmót í tví- menningi. 2. mars Norðurlandsmót vestra í tví- menningi. 2. mars Sveitakeppni HSK. 2. mars Norðurlandsmót eystra í tví- menningi. 2.-3. mars Undankeppni fslandsmóts í sveitakeppni - Vesturlandsmót. 2.-3. mars Silfurstigaskv. - styrktar- mót yngri spilara. 5. apríl Páskamót Bf. Vopnafjarðar. 6. apríl Páskamót Bf. Norðfjarðar. 6. apríl Sýslutvímenningur Bf. Hornafjarðar. 13. apríl Norðurlandsmót eystra, páratvímenningur. 13. apríl Vesturlandsmót i tvímenn- ingi. 19. -21. apríl Austurlandsmót í sveitakeppni. 20. apríl Tvímenningsmót Bf. Hvera- gerðis. 1. maí Vormót í tvímenningi á Skaga- strönd. 8.-9. júní Vestfjarðamót í sveita- keppni. Sumarbrids ÞRIÐJUDAGINN 8. ágúst mættu 35 pör í sumarbrids og spiluðu mitch- ell tvímenning með spilum gefnum við borðin. Úrslit urðu þannig: N/S riðill Anna ívarsdóttir - Sigurður B. Þorsteinsson 498 Sigrún Pétursdóttir - Soffía Theodórsdóttir 478 JónÞórKarlsson-SigurðurÁmundason 475 HermannFriðriksson-ErlendurJónsson 470 Sigurður Þorgeirss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 442 A/V riðill Sveinn R. Þorvaldsson - Þórður Bjömsson 545 Hjálmar S. Pálsson - Jón Viðar Jónmundsson 474 Jakob Kristinsson - Vilhjálmur Sigurðsson sr. 470 BjömTheodórsson-JónStefánsson 464 Halldór Svanbergsson - Kristinn Kristinsson 462 Miðvikudaginn 9. ágúst mættu svo 39 pör og þá voru spilin tölvugefin. Röð efstu para varð nú þessi: N/S riðill Páll Þór Bergsson — Sveinn R. Þorvaldsson 516 HermannFriðriksson-ErlendurJónsson 512 KristjánSnorrason-UnnsteinnArason 489 Snorri Karlsson—Karl Sigurhjartarson 463 RafnThorarensen-SverrirÁrmannsson 463 A/V riðill BjömÞorláksson-EggertBergsson 504 Gunnlaugur Sævarsson - Sverrir Ólafsson 488 Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Hersir Elíasson 468 JónHjaltason-Þrösturlngimarsson 462 Guðmundur Baldursson - Guðbjöm Þórðarson 460 Meðalskor báða dagana var 420.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.