Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 39 LANDSBJARGARFÉLAGAR gera snjóbílinn kláran í rúmlega 30 stiga hita í Hollandi. Landsbjörg sýndi tæki sín í Hollandi Á 18. ALHEIMSMÓTI skáta (18th World Jamboree) sem haldið er í Hollandi dagana 1.—11. ágúst er starfsemi Landsbjargar, landssam- bands björgunarsveita, sérstaklega kynnt. Um 30 Landsbjargarfélagar sjá um að kynna starfsemi björgunarsveitarinnar en margar björgunarsveitir Landsbjargar eiga rætur sínar að reka til skátahreyf- ingarinnar. Mikill björgunarbúnaður var fluttur til Hollands til að kynna starfsemina, má þar nefna full- kominn snjóbíl ásamt flutningabíl, björgunarbifreið, snjósleða og bát ásamt miklu magni af allskyns smærri búnaði svo sem til fjar- skipta, kennslu og klifurs. Landsbjörg fékk sérstakt svæði á mótsstað til að kynna starfsemi sína. Þar var reist rúmlega eitt- hundrað fermetra tjald þar sem mótsgestir geta kynnt sér starf- semi Landsbjargar í máli í mynd- um. Á svæðinu í kringum tjaldið er snjóbíll, björgunarbifreið og vél- sleði sem gestir geta skoðað og fræðst um. Sérstök svifbraut v^r sett upp þar sem gestir mótsins fá af eigin raun að kynnast björg- unarsigi úr 15 metra háum turni. Tugþúsundir skáta og annarra gesta frá flestum löndum heims hafa skoðað svæði Landsbjargar á Jamboree og eru margir forvitnir um þessi sérstöku björgunarsam- tök skáta sem þykja einstök þar eð venjan er að her eða aðrir opin- berir aðilar þjóni þessu hlutverki. Allir gestir á svæði Landsbjarg- ar fá að gjöf póstkort með myndum Kirkja og börn í borg SUMARNÁMSKEIÐ Dómkirkju- safnaðar fyrir börn á aldrinum 6-10 ára hafa nú unnið sér fastan sess í borgarlífmu. Næsta námskeið hefst mánu- daginn 21. ágúst nk. og stendur til föstudagsins 25. ágúst en lýkur formlega með fjölskylduguðsþjón- ustu í Dómkirkjunni sunnudaginn 27. ágúst kl. 11. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 13 til 17 dag hvern og er dagskrá fjölbreytt, föndur, helgistundir, útileikir og skoðunarferðir. Um- sjón með námskeiðinu hafa sr. María Ágústsdóttir, sr. Jakob Á. Hjálmarsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir, guðfræðinemi. Há- marksfjöldi barna er 30. Skráning fer fram í Safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar, Lækjargötu 14a. Afmæli BIRGIR S. ÁRNASON í dag, 12. ágúst, er Birgir S. Árnason fyrrverandi hafnarstjóri á Skagaströnd, 70 ára. Hann á heima ásamt sinni mikilhæfu konu, Ingu Þorvaldsdóttur á Árnesi, Skagaströnd. Þau hjónin eiga þrjú börn, öll hið mesta dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Búi er kvæntur dóttur minni, Guðbjörgu Karólínu og eiga þau tvo uppkomna syni og eru búsett á Eskifirði. Árni á fjögur börn, Eyrún er gift Finni Sturlusyni og eiga þau tvo syni. Birgir Árnason er sonur þeirra heiðurshjónanna Guðrúnar Teitsdóttur ljósmóður og Árna B. Kristóferssonar. Við hjónin kynntumst þeim hjónum á .Skagaströnd og gistum hjá þeim í ellinni og voru þar mjög þjóðlegar viðtökur og þau skemmtileg hjón. Annað þeirra heyrði mjög illa og hitt sá mjög illa og sagði Árni hlæjandi, við gömlu hjónin bætum hvort annað upp. Birgir Árnason er fram úr hófi duglegur og fjölhæfur maður til allra verka. Birgir var verkstjóri og síldarmatsmaður hér áður fyrr, bæði á Raufarhöfn, Reyðarfirði og í mörg ár á Eskifirði hjá Alla ríka, eins og hann er kallaður og hefur Aðalsteinn oft sagt mér að hann hafi aldrei fengið eins vel verkaða síld eins ag þegar Birgir var verk- stjóri. Ég vissi ekki annað en Birg- ir væri vel kynntur hjá þeim sem unnu við söltunina hjá honum, en Birgir var strangur verkstjóri og vildi alltaf fá fyrsta flokks vinnu og er mörgum Eskfirðingum sem unnu hjá honum mjög hlýtt til hans vegna þess hve vel það lærði að vinna hjá honum, en fannst það samt létt þegar það var búið að ná tökum á því. Mér fannst Birgir alltaf skemmtilegur maður en eins og allir vita þá fylgist það oft að með fólk sem er duglegt, fjölhæft og þúsundþjalasmiðir, að það er skapmikið, hreinskilið og mannlegt þrátt fyrir það að það fari ekki oft í kirkju. En þó finnst mér í gegnum mín löngu ár að það sé oft kristileg- asta fólkið sem ég hef kynnst. Birgir verður ekki heima í dag, hann verður staddur í sumarbústað á Suðurlandsundirlendi. Ég bið Guðs blessun að fylgja ykkur heið- urshjónum og niðjum ykkar í nútíð og framtíð. Lifið heil og lengi. Þess óskar Regína Thorarensen, Selfossi. FRÉTTIR HLUTI af Landsbjargarhópnum. úr starfi björgunarsveita sem við- komandi getur notað til að senda vinum og ættingjum í sínu heima- landi. Óhætt er að segja að Lands- bjargarsvæðið á Jamboree hafi vakið mikla athygli og hrifningu þeirra tugþúsunda skáta og ann- arra gesta sem það hafa heimsótt á þessu 18. alheimsmóti skáta í Hollandi 1995, segir í frétt frá Landsbjörg. Námskeið í áfallahjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga nám- skeiði í áfalla- og stórslysasálar- fræði (sálræn skyndihjálp) 15. og 16. ágúst nk. Kennt verður frá kl. 20-23 báða dagana. Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem hafa áhuga á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Leiðbeinandi verður Lárus H. Blön- dal, sálfræðingur. Námskéiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Námskeiðið inniheldur almenna kynningu á áfalla- og stórslysasál- arfræði þar sem megininntakið er þau áhrif og afleiðingar sem váleg- ir atburðir geta haft á fólk og hvernig hægt sé að draga úr mann- legum þjáningum í kjölfar þeirra eða í tengslum við þau. Meðal efn- is eru fyrstu viðbrögð við vá, at- riði sem geta valdið álagi á vett- vangi, viðbrögð til skemmri og lengri tíma, ýmsar úrlausnarleiðir, s.s. sálræn skyndihjálp á vettvangi válegra atvika og skipulegir upp- rifjunarfundir í kjölfar þeirra, s.k. andleg viðrun. Námskeiðsgjald er 1500 kr. Næsta námskeið í skyndihjálp hefst 17. ágúst. Kennt verður 17., 21„ 22. og 28. ágúst frá kl. 20-23. Sunnudaginn 13- ágúst veröur Kringlan 8 ára. Af því tifefni verður afmælishátíö ^ **•*}?* f Kringlunnlidag, laugar- SflR daq frá W. 12-16. góöir skemmtikraftar og viöskiptavinir Kringlunnar fá hressingu frá Vífilfelli. Töframenn og andlitsmálun, ^SHÍfjjdjL | trúöar og hoppkastalar. * Margir koma fram Viö bjóöum ykkur öll hjartanlega velkomin á 4 afmælishátíöina. Kringlan er opin í dag, laugardag frá klukkan 10-16. Jesús Kristur Súperstar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.