Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Grettir Island, má sækja það heim? Frá Guðbjörgu Helgu Jóhitnnes- dóttur og Guðrúnu Helgu Haralds- dóttur: HROKI-hræðsla-hæðni-höfnun. Þetta er það sem mætir ógiftu og bamlausu fólki á Flúðum. Það var allavega okkar reynsla föstudags- kvöldið 7. júlí síðastliðinn er við fimm félagar komum að Flúðum með bros á vör og báðum um tjaldstæði. Da- man í ferðamiðstöðinni varð skrýtin á svip, „þið vitið að ölvun er bönnuð á svæðinu". Við urðum hvumsa, enda hafði ekkert okkar bragðað vín, né höfðum við vín undir höndum. Daman sagðist þurfa að kalla á næturvörðinn (enn og aftur urðum við hvumsa) því hann einn gæti' leyst úr þessum „vanda“. Við biðum úti og brátt fór að verða kalt, því biðin lengdist eftir verðinum. Maðurinn birtist loksins. Hann var með háðsglampa í augum er hann spurði okkur hvort við vildum gista. Við játtum því, en þá sagði hann það ekki fýsilegan kost. Við spurðum hvað hann meinti eiginlega og svarið kom um hæl: „Það er fjölskyldufólk á svæðinu." Við urðum orðlaus en svo vék undrunin fyrir reiðinni. Þar sem við vorum barnlausir „krakkar" (fólk á þrítugsaldri), vorum við orðin óæðri mannverur sem máttu ekki gista á svæði er auglýsir og selur tjaldstæði (sbr. bækling gefinn út af Nesútgáfunni, „Around Iceland“). Vörðurinn glotti og spurði: „Mikil gleði?“ „Gífurleg gleði“ svöruðum við með glamrandi tennur. Þegar þar var komið sögu var maðurinn merkilega búinn að nota alla mögulega útúrsnúninga við beiðni okkar um tjaldstæði. Við stilltum honum því upp við vegg og spurðum undrandi en ákveðin: „Megum við tjalda hérna - já eða nei?“ Maðurinn hélt greinilega að við værum í „Frúnni í Hamborg", því svar hans var: „Það er eiginlega ekki hægt.“ Er við gengum með lafandi skott- ið í átt frá ferðamiðstöðinni mættum við íslenskum ferðamönnum. Þeir voru líklega allir fjölskyldumenn en einnig allir með bjór. Við skulum hafa í huga að öll ölvun er bönnuð á svæðinu. * Upp í bíl stigum við og ákváðum að fara í gamla, góða og gestrisna Þjórsárdalinn. Og það varð. Björn, gæslumaður Dalsins var mjög hissa yfir framkomu starfsfólksins á Flúð- um enda vorum við mun hljóðlátari en fjölskyldufólkið sem við tjölduð- um við hliðina á. Eftir þessa helgi hugsum við okk- ur svo sannarlega ekki tvisvar um áður en við gefum ferðamönnum ráðleggingar um góð tjaldstæði eins og Þjórsárdalnum. Tveir „krakkar" í hópnum vinna í ferðamannageiran- um — því miður fyrir Flúðir!!! GUÐBJÖRG HELGA _ JÓHANNESDÓTTIR, Óðinsgötu 19, Reykjavík ogGUÐRUN HELGA HARALDSDÓTTIR, Mávanesi 18, Reykjavík. Nú fór illa... Frá Einari Þorsteini: SVO VIRÐIST sem menn skipi sér nú meira en áður opinberlega í tvo flokka með viðhorfið til raunveru- leikans. Við getum kallað hópana Meirihluta-raunveruleikafólk (MERF) og Minnihluta-raunveru- leikafólk (MIRF). Oft er tekist á um þessi viðhorf á síðum Morgunblaðs- ins og þykjast báðir tala af trúar- legri sannfæringu. Síðasta framlag Merf-anna var frétt frá Daily Te- legraph þann 30. júlí þar sem gert var grín að bændum á Bodminheið- inni sem höfðu tapað fé sínu í stærri gerðina af villiköttum. Rannsókn Landbúnaðarráðuneytisins gat engu svarað um réttmæti málsins. En í útvarpsfréttum 7. ágúst var niður- staðan fengin: Ekkert er hæft í þess- ari sögu um dýrbít. Bændur urðu ævareiðir, þegar átti þannig að þagga niður í þeim með kerfisskýrsl- um eina ferðina enn. En viti menn nokkru seinna fannst hauskúpa af nýdauðu, svörtu pardusdýri á heið- inni ... Ekki lét blaðamaður Daily Tele- graph þar við sitja: Saman við þessa „ruglsögu" frá Bodminheiði spyrti hann bandarisku fréttinni af John E. Mack geðlækni og prófessor við Harward-háskóla (sem er reyndar nefndur Jack í fréttinni). Um hann var fjallað áður í Morgunblaðinu 7. maí 1995 undir fyrirsögninni: ^Lo- stafullar geimverur" og síðan aftur af undirrituðum í Veraldarvafstri (21. maí). Stangast þar all verulega á meiningar og má segja að Merfar og Mirfar spili þar lítinn „knatt- spyrnuleik" í Morgunblaðinu. Það skyldi þó aldrei vera að „rugl- fréttin" með John E. Mack sé líka einnar hauskúpu virði? Blaðamaðurinn á Merf-línunni stynur að lokum þungan undan van- trú á heilbrigða skynsemi nú á dög- um, þegar vísindin ættu í raun að vera búin að uppræta alla hjátrú fornaldar. Sá ágæti maður áttar sig ekki á því að hann hefur gert mæli- stokk vísindanna að trúarbrögðum sínum. Bundið sig á klafa um hvað má og hvað ekki. Hvar er heilbrigð skynsemi hans þá niðurkomin? — Spurningin er þessi: Eru fyrirbæri tilverunnar fleiri en mælistikan fræga getur náð að mæla? Við í Mirfa-hópnum segjum já, og að alit eigi að skoða. En Merfar segja nei og henda öllu sem ekki kemst í gegn- um það nálarauga. — Að lokum vil ég benda hugsandi fólki á það, að á öllum tímum hafa Mirfarnir bætt við hugmyndum inní samfélagið, þeim sem öll svokölluð framþróun okkar byggir nú á, en á sama tíma æptu Merfarnir: Rugl og vitleysa. En voru svo fljótir til að notfæra sér nýju hugmyndirnar, þegar þeim var beinlínis þröngvað uppá þá. EINAR ÞORSTEINN, hönnuður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.