Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 45
I I I I I I I J i I I í I I I 1 I 3 j í : * : MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 45 FOLKI FRETTUM Síminn á Vöðlum prófaður Fáskrúðsfírði. Morgunblaðið. ÁRNI Helgason í Stykkishólmi heimsótti Vöðlavík norðan við Reyðarfjörð á dögnnum en þá voru liðin 60 ár frá.því hann kom þangað síðast. Árni hefur verið hjá skyldfólki sínu á Eskifirði, þaðan sem hann er ættaður, og ferðast nokkuð um Austurland. Á Vöðlum stóðst Árni ekki mátið þegar hann sá gamlan handvirk- an síma og vildi prófa hann enda er honum málið skylt sem göml- um útibússtjóra Pósts og sima í Stykkishólmi. Eitthvað gekk þó illa að ná sambandi sem vonlegt Nýjar Grant myndir er. HUGH Grant er ekki af baki dottin þrátt fyrir áfallið á Hooywood Boulevard fyrr í sumar. Um þessar mundir er verið að taka upp nýja kvikmynd þar sem hann og Robet Downey Jr. leika aðalhlutverkin. Myndin gerist á 17. öldinni og leik- ur Grant mann að nafni Finn. Finn þessi espar félaga sinn Merivel, sem Downey leikur, til að gera hosur sínar grænar fyrir einni af hjákon- um Karls II og missir sá síðar- nefndi æruna fyrir bragðið. Næsta mynd Grants gerist einnig á fyrri öldum. Þar fer hann með aðalhlutverk í mynd sem byggist á sögu Jane Áusten „Sense and Sensibility“. Emma Thomson hefur einnig tekið að sér að leika í mynd- inni. Swayze leik- ur drag- drottningu ► HÚN er vel snyrt, með dökkt hárið vel greitt, varirnar fal- lega rauðar og augnahárin löng og dökk. Fullkomin kona. Eða hvað? Er þetta ekki Patrick Swayze? Jú, það er ekki um að villast, þarna er hann, hjarta- knúsarinn úr „Dirty Dancing" ■; og „Ghost". Swayze leikur nefnilega drag- drottningu í nýjustu myndinni sinni, „Three Wishes“ eða Þrjár óskir. Myndin gerist á sjötta áratugn- um og fjallar um mann sem kynnist einmana stríðsekkju, sem Mary Eliza- beth Mastrantonio leikur, og sonum hennar tveimur. Og nema hvað - hon- um tekst að kenna þeim að f inna til ástar á ný. Swayze hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann er nýbúinn að missa ellefu ára gamla hundinn sinn, Cody, sem var honum allt í senn, verndari, vinur, sonur og lífvörður, úr krabbameini. í desember síðastliðn- um stytti systir hann sér aldur. Swayze hefur hins vegar ekki haft mikinn tíma til að syrgja, vegna annríkis, og segir hann t að hann sé nánast eins og gangandi tímasprengja og sé || aldrei að vita hvenær sorgin brýst út. í Hfil B0 RTONLEIKAR I PERL Miðaverð kr. 1.500,- Hi ÁSAMT GESTASÖNGVURUM Tónlistin er fáanleg á þessum geisladiskum. Forsala miða er í Japisbúðunum. V S: 562 5200. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.