Morgunblaðið - 12.08.1995, Page 1

Morgunblaðið - 12.08.1995, Page 1
JJtu rgimMa&fö • Ekki klappa /2 • Danskt útileikhús /3 • Pílagrímsferð í hraunið /4 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 BLAÚ Morgunblaðið/Ámi Sæberg TÓNLISTARFOLKIÐ sem leikur á kammertónleikahelgi á Kirkjubæjarklaustri. Á myndina vantar Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara. I lopapeysu og Iqólfötum á kammertónleikum Kammertónleikahelgi á Kirkjubæjarklaustri hefst kl. 21 þann 18. ágúst næstkomandi með fyrstu tónleikunum í röð þriggja. Aðrir tón- leikamir verða 19. ágúst kl. 17 og þeir þriðju 20. ágúst kl. 15. Mismun- andi efnisskrá er á hveijum tónleik- um. Tónlistarmennirnir sem koma fram á þeim eru þau Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari, Edda Erlends- dóttir píanóleikari, Georg Klutsch fagottleikari, Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleik- ari, Unnur Sveinbjamardóttir víólu- leikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona. Fastur liður í menningarlífinu Edda Erlendsdóttir er aðalskipu- leggjandi tónleikanna ásamt menn- ingarmálanefnd staðarins. Þetta er fimmta árið í röð sem tónlistarfólk kemur þama saman til æfinga og tónleikahalds og hafa þessir tónleik- ar unnið sér sess í menningarlífí landsins enda em margir sem koma ár eftir ár á tónleikana hvaðanæva af landinu auk þess sem ferðamenn, innlendir sem erlendir, bregða sér gjarnan á kammertónleika á leið sinni um Kirkjubæjarklaustur. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti hópinn að máli og innti hann eftir hvemig tónleikamir leggðust í hann. „Við hlökkum öll alveg óskaplega mikið til. Við förum austur eftir á mánudaginn og dveljum við æfíngar fram að tónleikum,“ sögðu þau. Gunnar Kvaran, sem tók þátt í fýrstu tónleikunum fyrir fímm árum, sagði að þarna skapaðist mjög góð stemmning meðal flytjenda og hóp- urinn hristist vel saman og verður eins og ein stór fjölskylda í lokin. Tónleikamir fara fram í félags- Fjölbreytt efnisskrá á kammertónleika- helgi á Kirkjubæj- arklaustri heimili staðarins. „Það er fínn hljóm- burður þar. Sviðið og flygillin eru góð en íburður er að öðru leyti enginn enda kemur fólk á klaustur í einum tilgangi aðallega, og það er að hlýða á góða tónlist og þá skiptir einu hvort mætt er í lopapeysunni eða kjólfötum. Þess á milli er hægt að njóta nátt- úrufegurðarinnar og borða góðan mat á hótelinu eða úti í náttúrunni," sagði Edda Erlendsdóttir. Uxahalinn Sem kunnugt er fóru fram tónleikar af öðru tagi á Kirkjubæjarklaustri um verslunarmannahelgina, tónlist- arhátíðin Uxi, og kváðust þau vera ánægð með að þeir tónleikar hafí verið haldnir þarna og fögnuðu þeirri breidd sem komin væri í tónlistar- flutning á staðnum. „Ég held að þeir hafí ekkert verið að keppa við okkur. Það valt upp úr mér í morgun að kannski væri hægt að kalla okkar hátíð Uxahalann," sagði Edda og hló. Flest tónlistarfólkið er vel þekkt hér á landi og hefur getið sér gott orð fyrir tónlistarflutning. Einn flytj- andi er að spila hér á landi í fyrsta skipti og er hann jafnframt eini er- lendi flytjandinn. Þetta er Georg Klutsch sem er giftur Unni Svein- bjamardóttur sem einnig leikur á tónleikunum en hún er nú að spila hér á landi eftir langt hlé. Georg hefur nýlátið af störfum sem leið- andi fagottleikari hinnar þekktu sin- fóníuhljómsveitar í Bamberg í Þýska- landi og starfar nú einkum 5 lausa- mennsku auk þess sem hann er pró- fessor við Franz Liszt tónlistarhá- skólann í Weimar í Þýskalandi. Þau Unnur eru búsett þar í landi og starf- ar Unnur einnig í lausamennsku með ýmsum kammerhópum. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem hægt er að hlýða á leik hennar hér á landi. „Það er búið að líða alltof langt á milli tónleika," sagði Unnur. Fjölbreytt efnisskrá Búið var að ákveða fyrir síðustu jól hveijir myndu spila á tónleikunum og efnisskráin mótaðist í framhaldi af því. Hver og einn kom með sinn óskalista sem farið var yfir sameigin- lega og valið var úr. Fjölbreytni er jafnan höfð að leiðarljósi fyrir þessa tónleika og svo var einnig nú. Meðal þess sem leikið verður er tríó fyrir flautu, fagott og píanó eftir Donizetti sem er, að sögn þeina, frumflutningur á Islandi. Gunnar og Georg leika dúó fyrir fagott og selló eftir Mozart sem er upprunalega skrifað fyrir þau hljóðfæri sem telst nokkuð sérstakt. Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Áshildur Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja ljóð fyrir sópran, flautu og píanó eft- ir Adam sem er tilbrigði við lagið gamalkunna A,b,c,d. „Þetta er æðis- lega skemmtilegt verk. Textinn er á frönsku og kadensan í lokin minnir mjög á aríu úr Luciu de Lammermor, óperu eftir Donizetti,“ sagði Sigrún. Efnisskráin hefur að geyma mikið úrval tónlistar fyrir ýmsa hljóðfæra- skipan. Þáttur islenskrar tónlistar og þá einkum íslenskra sönglaga er mikill. Fagotttónlist heyrist sjaldan hér á landi og litar hún töluvert dag- skrána ásamt flaututónlist sem verð- ur einnig áberandi. Pengnin-útgáfan sextug á árinu PENGUIN-ÚTGÁF- AN verður sextug í ár. Þetta kunna bóka- forlag var stofnað árið 1935 af Sir Allen Lane á Bretlandi og sérhæfði sig fyrst í stað í útgáfu bóka í kiljum sem höfðu ver- ið gefnar út inn- bundnar hjá öðrum forlögum. Þótti höf- undum ætíð mikil við- urkenning að vera gefnir út í Penguin- kilju. Fljótlega - tók forlagið hins veg’ar að senda frá sér frumútgefnar bækur, einkum og sér í lagi verk í svokölluðum Pelikan-flokki og Penguin Specials-flokki sem innni-' héldu aðallega ýmis vísinda- og fræðirit. Hvað sem því líður var forlagið lengst af afar vandlátt á þau verk sem það valdi til útgáfu en nú síðari árin hefur það þurft að beygja sig undir lögmál markað- arins og gefa út svokallaða „best- sellers" til að fjármagna útgáfu „vandaðri" verka. Raunar telja sumir að forlagið hafi teygt sig of langt í samkeppninni um kaupendur með út- gáfu óvandaðra verka á síðustu árum. Er það hald margra að slík kaupmennska hefði ekki fengið að viðgangast á dögum stofnandans, Sir Al- len Lane. Sagan segir að hann hafi eitt sinn kveikt í heilu upplagi bókar, sem hann var ekki sáttur við; var Sir Allen raunar hætt- ur störfum hjá fyrir- tækinu þegar þetta átti sér stað og arftaki hans Tony Godwin tek- inn við útgáfustjórninni. I tilefni af sextugsafmæli fyrir- tækisins munu verða gefnar út sextíu smábækur með útdráttum úr verkum sem hafa verið gefin út hjá forlaginu áður. Raunar virð- ist sem forlagið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið síðastliðinn áratug eða svo að gefa út stór og umfangsmikil verk. Sennilega eru vasabrotsbækurnar að komast í tísku aftur. Sir Allen Lane Menningararfur Tyrkjaveldis TYRKJAVELDI var stofnað árið 1290 og var að kjarna til í Litlu- Asíu. Það sölsaði undir sig mikið landsvæði, bæði í hinni kristnu Evrópu og í íslömskum ríkjum Asíu og Afríku. Tyrkjaveldi var voldugast á 16. öld, en á síðari hluta hennar tók því að hnigna. Það leystist upp eftir ósigur Tyrkja í fyrri heimsstyrjöld, en á rústum þess reis Tyrkland. Saga þessa stórveldis er nú mörgum gleymd og sennilega þekkja fáir Vesturlandabúar til stórbrotins menningararfs þess. Má þar nefna ýmiss konar leirlist, vefnaðarlist og fjölbreytta tækni- menningu, en sú list sem þó naut mestrar virðingar og hylli í Tyrkjaveldi var skrautskrift. Þótti hún göfugust allra lista vegna þess að með henni voru orð guðs skráð i Kóraninn. Hér að ofan má sjá dæmi um skrautskrift Ós- mana, eins og þjóð Tyrkjaveldis var kölluð eftir stofnanda þess, Ósman 1. Þessa daga er haldin sýning á nokkrum þessara verka í Rath-safninu í Genf í Sviss. Verk- in spanna tímabilið frá 14. öld fram til þeirrar nítjándu. Forvitni- legt væri að bera saman þessa handritsopnu við íslenskt handrit frá sama tímaskeiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.