Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hrafnhildur Guðríður St. Guðmunsdóttir Sigurðardóttir Ekkí klappa fyrir henni, hún er bara dóttir mín Tónleikar í Grindvík- urkirkju Á TÓNLEIKUM sem haldnir verða í Grindavíkurkirkju á sunnudag kl. 18 flytja Hrafnhildur Guðmunsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir ís- lensk og erlend sönglög. íslensku lögin eru eftir Elísabetu Einarsdóttur, Jón Laxdal, Þorvald Blöndal og Sigvalda Kaldalóns. Þau erlendu tónskáld sem eiga lög á tón- leikunum eru Mendelssohn, Grieg, Bach-Gounod, C. Franck og Schubert. Hrafnhildur Guðmunsdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1987. Hún sótti einkatíma hjá Sigurði Demetz og hefur auk þess sótt fjölmörg nám- skeið m.a. hjá Sena Jurinac, Charles Spencer, William Parker og lan Partridge. Hrafnhildur hefur sungið í óperuuppfærslum hjá íslensku óper- unni s.s. í Brúðkaupi Fígarós og Töfraflautinni. Guðríður St. Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1978 og meistara- I prófi í píanóleik 1980 frá háskólanum í Ann Arbor í Michigan. 1984-1985 sótti hún einkatíma í píanóleik hjá Gúnter Ludwig í Köln og hefur auk þess sótt fjölmörg námskeið m.a. hjá Einar Steen-Nöckleberg, John Browning, Dalton Baldwin og Erik Werbe. Guðríður hefur komið fram á tónleikum í Bandaríkjunum, Þýska- iandi, Sviss og Norðurlöndunum ýmist sem einleikari eða með örðum tónlistarmönnum. Hér á landi hefur hún m.a. leikið á vegum Tónlistarfé- lagsins, Gerðubergs og með Sinfón- íuhljómsveit íslands. ------»4 *------ Nýjar plötur • ÚT ER komin geislaplatan Wish- ing Well - Óskabrunnurinn. Að- allagahöfundur er Óskar Guðnason og samdi hann helming texta ásamt Ingólfi Steinssyni sem einn- ig er lagasmiður í einu lagi ásamt Oskari. Útsetning laganna var í höndum Geirs Gunnarssonar og sá hann jafnframt um upptökur sem fram fóru í Canberra í Ástraliu. Allur söngur var tekin upp í Sydney af Louie Sheldon, sem er þekktur amerískur gítarleikari. Leynd hvílir yfir nafni söngvara Wishing Well en hann er atvinnumaður í Astralíu og samningsbundin útgáfufyrirtæki þar. Pálmi Gunnarsson vann eitt lag með Geir Gunnarssyni þar sem Krislján Edelstein sá um gítarleik. Á plötunni eru 10 lög. Skífan sér um dreifingu. Birgit Nilsson rifjar upp feril sinn en hún er nú búsett á Skáni, og skrifar endurminningar sínar, dæmir í söngkeppnum og kennir ASKÁNI í Suð- ur-Svíþjóð hef- ur Birgit Nil- son komið sér fyrir eftir að hún dró sig í hlé frá söngnum. Blaða- maður The International Tribune heimsótti hana á bóndabýlið sem verið hef- ur í eigu fjölskyldu henn- ar í sex ættliði. Sjálf vann Birgit öll venjuleg bústörf á bæ foreldra sinna þar til hún varð 23 ára. Á óperusvið steig hún í fyrsta sinn 28 ára gömul. Nilsson segir móður sína hafa haft glæsilega rödd en ekki hafí gefist neitt tækifæri til að læra söng. Og þegar stjórnandi kirkjukórsins hvatti hina ungu Birgit til að hefja söngnám var föður hennar brugðið. „Hann vildi ekki að einkabam hans þyrfti að kynn- ast umheiminum," segir Nilson en kvöldið áður en hún fór í söngpróf við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi, mjólkaði hún kýmar í síð- asta sinn. Þegar Nilsons talar er rödd hennar jafnstyrk og áður. Þetta er sama rödd og fór upp á háa C í Turandot eftir Puccini, sem hljþmaði svo hátt í Arena di Verona á Ítalíu að vegfarendur héldu að brunabjalla hefði farið í gang, röddin sem braut kirkjuglugga á Skáni og klauf eymalokk í Teheran. „Ég átti líka í vandræðum með hljóð- nema,“ segir hún. „Upptökustjóramir sögðu: Þegar þú syngur háa nótu taktu þá þijú skref aftur á bak. Ef ég á að segja eins og er, þá held ég að engin af þeim upptökum sem gerðar voru af rödd minni nái henni fylíilega." Sir Georg Solti hljómsveitarstjórinn sem stýrði m.a. flutningi Niflunga- hrings Wagners þar sem Nilsson söng hlutverk Brunnhilde, segir rödd henn- ar hafa verið einstæða. „Héldi maður að ein háa nótan hefði verið fullkom- inn og að ekki yrði gert jafnvel, var næsti tónn jafn fagur. Söngur hennar bjó yfir endalausum krafti, tón- næmni, öryggi." Bóndadóttir á ekkert erindi í söngnám Aðalsmerki Niisson voru hinir háu tónar, sem hún virtist syngja án minnstu fyrirhafnar. „Maður á ekki að teygja sig í tóninn heldur hvíla á honum,“ segir söngkonan. En útlitið var ekki bjart er hún hóf nám og tók Nilsson litlum framförum. Minnstu munaði að fyrstu söngkennurum hennar tækist að eyðileggja röddina og einn þeirra lýsti því enda yfír að hann teldi að bóndadóttir hefði ekk- ert að gera í söngnám. Söngkonan unga greip því til sinna ráða. „Ég vissi að ég yrði sjálf að komast að því hvaða söngstíll hentaði mér best, að það var undir mér sjálfri komið hvort ég næði árangri eða væri búin að vera og það veitti mér styrk." Nilsson hefur meiri áhuga á því að ræða það sem reyndist erfitt en söngsigrana. „ Þegar ég söng í Aidu í fyrsta skipt- ið varð ég að draga veru- lega úr raddstyrknum og reyna að ná hinni sérstöku mýkt sem einkennir ítalska tónlist. Þá lærði ég einnig að nálgast tónlist Wagners eins og ég myndi syngja Mozart. Byiji maður að syngja í lágum hljóðum en einbeiti sér að tóninum, vex röddin af sjálfri sér. Sjálfur sagði Wagner eitt sinn að þýskir söngvarar ættu að kynna sér ítalska sönghefð." Á sjötta áratugnum fylgdi hver sig- urinn í kjölfar annars. Söngur hennar í hlutverki Isoldar á La Scala var fors- íðuefni í The New York Times og The New York Herald Tribune. Ekki einu sinni Nils Svensson, faðir söngkonunn- ar, gat leynt stoiti sínu er hann hlýddi á óperusýningu í Metropolitan-óper- unni. Þegar Nilsson hafði lokið við að syngja„Vissi d’arte" úr Toscu eftir Puccini, sneri hann sér að sessunaut sínum og sagði: „Ekki klappa fyrir henni. Hún er bara dóttir mín.“ Vera má að Birgit Nilsson hafi litla hvatningu hlotið í föðurhúsum en kraftinn og seigluna fékk hún í arf. Hún gerði nær alla samninga sjálf, steig ekki í vænginn við aðra söngv- ara og átti góð samskipti við aðra tónlistarmenn. Þroski söngvara og aðdáun al- mennings fer ekki ævinlega saman en Nilsson var óhrædd við að kanna og þroska nýjar hliðar á túlkun sinni. Sir Georg Solti segir hana ekki hafa staðið í stað heldur þroskast allan feril sinn. „Henni hefur oft verið líkt við norsku söngkonuna Kirsten Flag- stad. En Birgit þróaði með sér næmi, vítt tónsvið og tilfinningar sem Flag- stad náði ekki í sama mæli.“ Nilsson ver nú mestum tíma í að rita endurminningar sínar, dæma í söngkeppnum og við kennslu, auk þess sem hún skipuleggur tónleika og fjársafnanir fyrir kirkjuna í Kar- up, þar sem hún er fædd og uppalin. Allt sitt líf hefur hún haft í huga orð móður sinnar sem sagði: „Haltu þig við jörðina. Þá verður fallið ekki svo slæmt þegar þú dettur." Birgit Nilsson Hilmar Oddsson á Norsku kvik- myndahátíðina. NORSKA K VIKMYND AHÁTÍÐIN verður haldin í Haugasundi dagana 19. til 26. ágúst næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 23. sinn og munu fjölmargar nýjar norrænar kvikmyndir verða kynntar. Meðal þeirra er mynd Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, sem byggð er á ævi Jóns Leifs, tónskálds. Myndin segir frá Iífi Jóns í Þýskalandi á veldistíma nasista en hann var kvæntur stúlku af Gyðingaættum. Frá Noregi verður m.a. sýnd mynd sem Liv Uliman hefur skrifað handrit að og leikstýrt. Heitir myndin Kristín Lavransdóttir og er byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Sigrid Undset. Frá Danmörku kemur m.a. mynd eftir Jesper W. Nielsen, Síðasti víkingurinn, sem ÚR mynd Hilmars Oddssonar Tár úr steini. gerist á víkingaöld. Finnar kynna mynd eftir Markku Pölönen, Síðasta brúðkaupið, en hún hefur hlotið mesta aðsókn þarlendra mynda í þrjú ár. Svíar senda tvær myndir á hátiðina, Hvítar lygar í leikstjórn Mats Arehn og Haust í Paradís eftir Richard Hobert. Fyrirlestur í Listasafni Islands Dr. Kasper Monrad, safnvörður við Ríkislistasafnið í Kaup- mannahöfn, flytur fyrirlestur í Listasafni Islands í dag kl. 16 í tengslum við sýninguna Ljós úr norðri, Norræn aldamótalist. Kasper Monrad er einn helsti - sérfræðingur Dana um danska málaralist 19. aldar. Hann hefur starfað við fjölda sýninga á verk- um dönsku gullaldarmálaranna og skrifað ritgerðir og formála að sýningarskrám sýninga. Hann var fulltrúi norrænu þjóðlistasafnanna á sýningunni Ljós norðursins sem sýnd var á Spáni í vor og sumar. Síðasta sýning- arhelgi í Ný- listasafninu KOMIÐ er að síðustu sýningar- helgi ijögurra sýninga sem stað- ið hafa yfir í sölum Nýlistasafns- ins, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýnendur í aðalsölum eru Frederike Feldman, Frank Reit- enspiess og Markus Strieder frá Þýskalandi og Gunilla Bandolin frá Svíþjóð. Harpa Árnadóttir er gestur safnsins i setustofu að þessu sinni. Sýningarnar eru opnar dag- lega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 13. ágúst. Tjarnarkvart- ettinn í Kaffi- leikhúsinu TJARNARKV ARTETTINN heldur tónleika í Kaffileikhúsinu annað kvöld, 13. ágúst, kl. 21. Á efnisskránni eru íslensk sönglög, dægurlög og leikhús- tónlist. Kvartettinn er nýkominn úr sumarferð um Norðurland og heldur að tónleikunum loknum áleiðis til Finnlands þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri leik- listarhátíð í Tampere. Kvartettinn skipa þau Rósa Kirstín Baldursdóttir, sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjartarson bassi. N1 c ogný LAUGARDAGINN 12. ágúst verður opnuð á Listasumri á Akureyri sýn- ing á verkum Braga Ásgeirssonar : en hann er um þessar mundir gest- ur í nýlega opnaðri gestavinnustofu á Akureyri. Bragi er löngu lands- þekktur myndlistarmaður og hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis auk þess að taka þátt í samsýningum. Hann er einn- ig kunnur fyrir skrif sín í Morgun- blaðið en hann hefur verið mynd- listargagnrýnandi blaðsins um ára- bil. Ný steinþrykk unnin í Kaupmannahöfn Á sýningunni á Akureyri sýnir Bragi málverk, teikningar og ný Myndir sem spyr „Ég er spákona iríkrist IGERÐARSAFNI, Listasafni Kópavogs, sýnir Gunnar Karis- son olíumálverk. Verkin eru stór og litrik og er ekki laust við að áhorfanda verði eilítið hverft við þegar hann gengur í salinn því myndefnin eru harla óvenjuleg þó manneskjan sé ávallt þar fremst í flokki umkringd ávöxtum, tijám, blómum og dýrum. Stíll myndanna er kunnuglegur en erfitt er að benda á að hverskon- ar blanda af nýklassík og táknrænu er þar ráðandi. Þær minna jafnvel á ríkisrekna list fasista millistríðsár- anna og fyrrverandi kommúnista- ríkja Evrópu. Hetjulegar persónur horfðu ákveðnar fram á veginn með paradís sér við hlið. Góð myndlist „Ég játa það alveg að myndirnar eru málaðar meðvitað í þessum stíl. Þess- ar myndir fara mjög í taugarnar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.