Morgunblaðið - 12.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 12.08.1995, Síða 1
FRJALSIÞROTTIR FOTBOLTI mita MEISTARI Á SÍNU SVIÐI Ljósritunarvélar og faxtæki SIGURÐUR EINARSSON Á HM í GAUTABORG: „FÉLLÁ EIGIN BRAGÐI“ / 04 1995 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST BLAÐ Halldór á heimsleika HALLDÓR Halldórsson fyrsti íslenski lijarta- og lungnaþeg- inn keppir á 10. heimsleikum liffæraþega í Manchester á Englandi, en þeir hefjast í dag. Hann keppir í 5 km hlaupi á miðvikudaginn og á laugardag- inn eftir viku tekur hann þátt í 400 og 1500 m hlaupi. Með honum í för verður Magnús B. Einarsson læknir. Shouaa fékk gull Johnsons ÞAÐ getur vel verið að sprett- hlauparinn Michael Johnson hafi óttist ýmsa andstæðinga í 200 metra hlaupinu en hefur örugglega ekki átt von á að sýrlenska stúlkan Ghada Shou- aa, sem sigraði í sjöþraut, fengi gullið í 200 m hlaupi karla áður en hlaupið fór fram. Það gerð- ist nú eigi að síður. Skýringin er sú að Shouaa sem vann sjö- þrautina, var fyrir mistök starfsmanna mótsins afhentur gullpeningur fyrir 200 metra hlaup karla í stað gullpenings- ins fyrir sjöþrautina. Mistökin komu ekki tjós fyrr bronshaf- inn, Ungveijinn Rita Inanacsi, fékk sinn pening en þá gekk hún að starfsmanninum og sagði, „afsakið, en þetta er verð- launapeningur fyrir 200 metra hlaup karla“. Starfsmennirnir ruku upp til handa og fóta og náðu í réttu verðlaunin. Tvær á toppnum TONJA Buford og Klm Batton t.h., hlupu frábærlega í 400 grlndahlauplnu í gær og voru báðar undlr gamla heimsmetlnu. Batton vann þarna slnn fyrsta slgur á stórmóti. Mjög eftirminnilegurdagurígærá HM íGautaborg Batten dreymdi metið ÞAÐ var sannkallaður brosdagur á HM í frjálsíþróttum í Gauta- borg í gær. Það mátti varla á milli sjá hverjum af hinum fimm gullverðlaunahöfum dagsins brostu breiðast. Þar á ofan brosti sólin sínu breiðasta á keppendur og gesti og var það ekki síður til að létta mönnum lundina. Sergei Bubka frá Úkraínu sigraði í stangarstökkskeppninni í fimmta sinn og hefur þar með sigraði í þeirri grein á öllum heimsmeistaramótum sem haldin hafa verið. Þá tókst hinum fótfráa Bandaríkjamanni Michael Johnson að vinna einstakt afrek þegar hann sigraði í 200 m hlaupi. Þar með tókst honum að skrá nafn sitt á spjöld frjálsíþróttasögunn- ar, því þetta hefur engum tekist að gera áður. Þar með eru ekki allir upptaldir sem gátu brosað breitt og gerðu það að keppni lokinni í gær. Kenýjamaður Moses Kiptanui sigraði í þeirri erfiðu grein 3.000 metra hindrunahlaupi í þriðja sinn í röð, kom fimrrf sekúndum á undan næsta manni í mark á 8.04,16 mín., og setti jafnframt nýtt mótsmet. Lars Riedel tókst einnig að sigra í sinni grein, kringlukasti, á þriðja heims- meistaramótinu í röð. Hann setti jafnframt nýtt mótsmet, kastaði 68,76 m. Árangur Riedels er mjög athyglisverður vegna þess að hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í baki allt frá árinu 1992 og hefur ekkert getað æft lyftingar upp á síðkastið vegna þeirra. Fjórða heimsmetið leit dagsins Ijós á þessu heimsmeistaramóti í gær þegar Kom Batten frá Bandaríkjun- um bætti met bresku stúlkunnar Sally Gunnel um 13/100 úr sekúndu í 400 m grindahlaupi, kom í mark á 52,61 sek. Ekki nóg með það heldur hljóp stalla hennar í bandaríska lið- inu, Tonja Buford einnig undir gamla metinu, fór hringinn á 52,62 sek.,og varð önnur. Þær höfðu mikla yfir- burði og komu nokkrum metrum á undan næstu stúlkum í mark. Sann- arlega glæsilegt hlaup hjá þeim stöll- um. Batten vann þarna sín fyrstu gullverðlaun á stórmóti. Þess má til gamans geta að Batten var í riðli með Guðrúnu Arnardóttur bæði í fyrstu umferð og í milliriðli 400 m grindarhlaupsins. Fyrrum heimsmet- hafi Sally Gunnel setti metið á HM í Stuttgart fyrir tveimur árum en gat ekki verið með að þessu sinni vegna meiðsla. Baten var að vonum í sjöunda himni eftir að hafa sett metið og sagði á blaðamannafundi að sig hefði dreymt fyrir heimsmetinu nóttina fyrir úrslitahlaupið, en samt hefði það komið sér á óvart að draumurinn skyldi rætast. mitá ijL, Styrktaraðili HM í frljálsum íþróttum. jÆigqill Guttormsson - Fjölval hf. Mórkin 1 • 128 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821 Reuter Ásgeir hefur valið liðið Asgeir Elíasson landsliðsþjálf- ari í knattspymu valdi í gær 18 manna hópinn fyrir lands- leikinn gegn Sviss á Laugardals- velli á miðvikudaginn. Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram.....35 Friðrik Friðriksson, ÍBV.....26 Varnarmenn: Guðni Bergsson, Bolton.........62 Kristján Jónsson, Fram.......40 Izudin Daði Dervic, KR.......13 Sigursteinn Gíslason, ÍA.....12 Ólafur Adolfsson, ÍA............6 Miðvallarspilarar: Ólafur Þórðarson, ÍA...........60 Rúnar Kristinsson, Örgryte...47 Þorvaldur Örlygsson, Stoke ....38 Sigurður Jónsson, ÍA.........36 Arnar Grétarsson, Breiðabl...25 Hlynur Stefánsson, Örebro......20 Haraldur Ingólfsson, IA......15 Sóknarleiknienn: Amór Guðjohnsen, Örebro........59 Eyjólfur Sverrisson, H. Berlin ..23 Arnar Gunnlaugsson, ÍA.........15 Bjarki Gunnlaugsson, ÍA........12 Skúli til Vals SKÚLI Gunnsteinsson, sem leik- ið hefur í 13 ár með meistara- flokki Stjörnunnar, hefur gert eins árs samning um að leika með Val jafnframt því sem hann verður aðstoðarþjálfari. „Þetta hefur verið að gerjast í langan tíma og ég tók yfirveg- aða og vonandi vandaða ákvörð- un sem ég trúi að sé rétt. Ég verð einnig aðstoðarþjálfari og það er ekki víst að ég einbeiti mér að spili þó að ég viti ekki hvað það er mikil framtíð í þjálfun. Ég er í krefjandi starfi og tek bara ákvörðim um eitt ár i senn. En það er sérkennileg tilfinning að skipta,“ sagði Skúli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.