Morgunblaðið - 12.08.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.08.1995, Qupperneq 2
2 D LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Knattspyrna 1. deild kvenna: KR-ÍBV..........................2:0 Inga Dóra Magnúsdóttir, Olga Færseth. 2. deild karla Víðir - Stjarnan................0:2 - Ingólfur Ingólfsson (23.), Birgir Sigfússon (27.). Fylkir-KA.......................1:2 Aðalsteinn Víglundsson (68.) - Bjarni Jóns- son (29.), Hermann Karlsson (80.) Þór-Skallagr....................1:2 Sveinbjörn Hákonarson (18.) - Þórhallur Jónsson (30.) og Valdimar K. Sigurðsson (87. vsp.). HK - Víkingur...................3:3 Jón Þórðarson (56., 86.), Þorsteinn Sveins- son (7.) - Amar Amarsson (65., 75.), Sigur- jón Kristjánsson (22.). Fj. leikja U J T Mörk Stig STJARNAN 13 10 2 1 31: 10 32 FYLKIR 13 9 2 2 30: 16 29 KA 13 5 4 4 17: 18 19 ÞÓRAk. 13 6 1 6 23: 25 19 SKALLAGR. 12 5 3 4 16: 15 18 VÍÐIR 13 4 3 6 13: 17 15 ÍR 13 4 1 8 19: 29 13 ÞRÓTTUR 12 3 3 6 15: 18 12 VÍKINGUR 13 3 3 7 17: 29 12 HK 13 3 2 8 26: 30 11 3. deild: Völsungur - Fjölnir...................2:0 Guðni Rúnar Helgason, Jónas Grani Garð- arsson. Haukar - Selfoss.................... 1:4 Jón Gunnar Gunnarsson - Ólafur Þórarins- son 2, Stefán Hólmgeirsson, Hrafnkell Bjömsson. Þróttur - Dalvik......................2:0 Geir Biynjólfsson, ívar Kristinsson. Höttur - Ægir.........................2:0 Fj. leíkja U J T Mörk Stig VÖLSUNGUR 13 9 3 1 24: 8 30 LEIKNIR 12 7 2 3 31: 16 23 DALVÍK 13 5 7 1 23: 14 22 ÆGIR 13 7 1 5 19: 16 22 ÞRÓTTURN. 13 7 0 6 22: 17 21 SELFOSS 13 6 1 6 24: 29 19 FJÖLNIR 13 4 2 7 21: 20 14 HÖTTUR 13 4 2 7 15: 18 14 BÍ 12 2 3 7 12: 24 9 HAUKAR 13 2 1 10 11: 40 7 4. deild: TBR - Framherjar...................2:3 Gunnar Björgvinsson 2 - Einar Gíslason 2, Hjalti Jóhannesson. Hvöt - Tindastóll..................1:5 Hörður Guðbjörnsson - Stefán Pétursson 2, Helgi Þórðarson, Sveinn Sverrisson, Guð- brandur Guðbrandsson. Magni - Neisti H................. 6:0 Ingólfur Ásgeirsson 2, Bjarni Áskelsson 2, Stefán Gunnarsson, Þorvaldur Sigurðsson. Huginn - Neisti D..................2:0 Július Brynjólfsson 2. Þýskaland Úrvalsdeildin: Dortmund - Kaiseslautem............1:1 HeikoHerrlich (72.) - Martin Wagner (74.). Bremen - Diisseldorf...............1:1 Richard Cyron (2.) - Bemd Hobsch (21.). FLUCLEIDIR innanlandssímí 5050 200 ' HM í Gautaborg 3000 m hindrunarhlaup 1. Moses Kiptanui (Kenýja)...8:04.16 2. Christopher Koskei (Kenýja).8:09.30 3. S.S. Al-Asmari (S.Arabia)...8:12.95 4. Steffan Brand (Þýskal.).....8:14.37 5. Angelo Carosi (Ítalíu)......8:14.85 6. Florin Ionescu (Rúmeníu)....8:15.44 7. Vladimir Pronin (Rússl.)....8:16.59 8. Martin Strege (Þýskal.)...8:18.57 9. Matthew Birir (Kenýja)......8:21.15 10. A. Lambruschini (Ítalíu)..8:22.64 '11. Vladimir Golyas (Rússl.)...8:27.59 12. JavierRodriguez (Spáni)....8:30.96 400 m grindarhlaup 1. Kim Batten (Bandar.)...........52.61 ■Heimsmet 2. Tonja Buford (Bandar.).........52.62 3. Deon Hemmings (Jamaíka)........53.48 4. HeikeMeissner(Þýskal.).........54.86 5. T. Tereshchuk (Ukraínu)........54.94 6. Silvia Rieger (Þýskal.)........55.01 7. Ionela Tirlea (Rúmenía)........55.46 8. N. Torshina (Kasakstan)........56.75 Stangarstökk 1. Sergei Bubka (Úkraínu).........5.92 2. Maksim Tarasov (Rússl.)........5.86 3. Jean Galfione (Frakkl.)........5.86 4. Okkert Brits (S.Afríku)........5.80 5. Rodion Gataullin (Rússl.)......5.70 6. Scott Huffman (Bandar.)........5.70 7. Igor Trandenkov (Rússl.).......5.70 8. Dean Starkey (Bandar.).........5.60 9. Andrej Tiwontschik (Þýskal.)...5.60 9. Igor Potapovich (Kasakstan)....5.60 11. Tim Lobinger (Þýskal.).........5.40 Valery Bukrejev (Eistlandi)felldi byijunarh. Kringlukast 1. Lars Riedel (Þýskal.)...........68.76 2. Vl.Dubrovshchik (Hv-Rússl.).....65.98 3. Vasily Kaptyukh (Hv-Rússi.).....65.88 4. Attila Horvath (Ungveijal.).....65.72 5. Juergen Schult (Þýskal.)........64.44 6. Adewale Olukoju (Nígería).......63.66 7. Alexis Elizalde (Kúbu)..........63.28 8. Dmitry Shevchenko (Rússl.)......63.18 9. Robert Weir (Bretl.)............63.14 10. John Godina (Bandar.)...........60.84 11. Mike Buncic (Bandar.)...........60.24 12. Stefan Fernholm (Svíþjóð).......59.52 200 m hlaup karla 1. Michael Johnson (Bandar.)........19.79 2. Frankie Fredericks (Namibíu).....20.12 3. Jeff Williams (Bandar.)..........20.18 4. Robson Da Silva (Brasilíu).......20.21 5. Claudinei Da Silva (Brasilíu)....20.40 6. Geir Moen (Noregi)...............20.51 7. John Regis (Bretl.)..............20.67 8. Ivan Garcia (Kúbu)...............20.77 UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: 1. DEILD Keflavík: Keflavík - Valur.........14 Kópavogur: Breiðablik - ÍBV........14 Laugardalsvöllur: Fram - KR........14 ■Framheijar koma saman í Framheimilinu kl. 11, þar sem verður grillveisla. Ólafsfjörður: Leiftur - Grindavík..14 Kaplakriki: FH-lA..................16 ■Skagamenn, stuðningsmannaklúbbur ÍA, kemur saman í Ölveri kl. 13. 3. DEILD: Leiknisvöllur: LeiknirR. - BÍ......14 4. DEILD: Akranes: Bruni - Njarðvik..........14 HelgafellsvuSmástund - lH..........14 Ármannsv: Ármann - Víkveiji........14 Yarmáv.: Afturelding - Víkingur Ó..14 Ármannsv: Ökkli - Reynir S.........17 Sunnudagur: Grindavík: GG - Hamar..............16 Körfuknattleikur Þjálfari Louisiana skólans meö fyrirlestur í Kelfavík Dale Brown aðalþjálfari körfuknattleikslið Louisiana State háskólans verður með fyrir- lestur fyrir á Glóðinni, Keflavík, á morgun, sunnudag. Hann er nú að hefja sitt 24. tíma- bil með Louisiana State og á þeim tíma hefur hann í þrettán skipti komið liði sínu í NCAA úrslitin, þar af tiu sinnum í röð sem er einstakur árangur. Dale hefur heim- sótt um sjötíu lönd og haldið fyrirlestra í yfir fimmtiu þeirra. Hann þykir í fremstu röð meðal fyrirlesara og því er hér um ein- stakt tækifæri fyrir þjálfara og alla áhuga- menn um körfuknattleik að láta sjá sig. Fyrirlesturinn hefst kl. níu og stendur með smá hléum til klukkan tuttugu. Skráning er hjá Tómasi Tómassyni í sima 421 5530. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BJARNI Jónsson fyrirliöl KA í þann mund að skora fyrsta mark KA í leiknum. Kjartan Sturlu- son liggur á vellinum og Guðmundur Torfason reynir aö ná til knattarins án árangurs. Óvæntur sigur KA og Stjaman á toppnum Áttum þetta skilið sagði Bjarni Jónsson um sigur KA íÁrbænum Stjaman gerði góða ferð í Garðinn í gær og sigruðu Víði 0:2 með mörkum á ú’ögu1™ mínútna millibili. Garðbæingar skut- , ust þar með á topp , 2. deildar vegna tap skrífar Fylkis. Fyrra markið kom er Ingólfur Ing- ólfsson skaut í slá og inn en Birgir Sigfússon bætti um betur þegar hann óð upp allan völl og negldi af 25 metra færi í þverslánna og inn. Eft- ir mörkin komst Víðir inn í leikinn en nýtti ekki ágæt færi. Valdimar Kristófersson skallaði í netið um leið og dómarinn flautaði til leikhlés en því ekki mark. Síðari hálfleikur var mun daprari, Garðbæingar spiluðu betur en án góðra færa þar til Lúðvík Jónasson nýtti ekki tvö dauðafæri í lokin. Garðari Newman Jónssyni, Víði, var vikið af leikvelli á 78. mínútu. Sigur Stjörnunnar var sanngjarn. Ingólfur Ingólfsson var mjög góður í liði Stjömunnar og Lúðvík var sprækur auk þess sem Bjami Sig- urðsson var mjög traustur í markinu. Hjá Víði var Sigmar Scheving bestur og Ólafur ívar Jónsson átti góða spretti. Óvænt í Árbænum Við vomm ekki mikið með boltann en þeir gerðu fleiri mistök en við auk þess sem við fengum fleiri færi. Eg er sáttur við „ ,. leikinn, við börðumst Eiríksson vel °S áttum þetta skrifar skilið,“ sagði Bjarm Jónsson fyrirliði KA eftir heldur óvæntan 1:2 sigur KA- manna á Fylki. Fylkismenn vom sprækir strax í byijun og sóttu af krafti og sköpuðu sér nokkur ágæt færi en náðu ekki að skora. KA-menn fóm sér heldur rólega til að byija með, en um miðj- an hálfleikinn ruku þeir í gang. Á skömmum tíma fengu þeir þijú góð færi og skoraðu mark á 29. mínútu. Fylkismenn náðu aftur upp pressu og fengu fjölmörg færi áður en flaut- að var til leikhlés. Fylkismenn voru áfram áberandi meira með boltann í síðari hálfleik, en færin voru ekki alveg eins beitt og í fyrri hálfleik. Þeir pressuðu þó áfram stíft og náðu að jafna á 68. mínútu. KA-menn voru ekkert á þeim buxunum að leggja árar í bát við þetta mótlæti. A 80._ mínútu komust þeir í skyndisókn; Óskar Bragason sem nýkominn var inn á sem vara- maður sendi laglega stungusendingu inn á Hermann Karlsson, sem lék inn í teig og lyfti knettinum glæsilega í netið. Fylkismenn gerðu örvænting- arfullar tilraunir til að skora síðustu mínúturnar en vörn KA hélt. Sigur KA-manna var ekki síst óvæntur fyrir þá sök að nokkra lykil- menn vantaði í lið þeirra, t.a.m. kant- maðurinn spræki Dean Martin. Þeir léku skynsamlega, vörnin var þétt og áttu nokkrar baneitraðar skyndi- sóknir. Fylkismenn vom mun meira með boltann og náðu oft á tíðum mikilli pressu. Skallagrímssigur ð lokamínútunum kallagrímur krækti í stigin þijú í boði voru þegar liðið 2:1 á Akureyri í gær- kveldi. Það var Reynir B. Valdimar Sigurðsson Eiríksson sem gerði út um leik- skrifarfrá jnn úr vítaspyrnu Akureyri þegar þijár mínútur lifðu af leiknum. Þórsarar áttu skot í þverslá á annarri mínútu og litlu síðar björg- uðu þeir á línu. Fátt markvert gerð- ist svo þar til Þór gerði mark sitt sem kom á 18. mínútu, þeir léku laglega upp völlinn og barst knött- urinn til Sveinbjöms Hákonarsonar sem skoraði af stuttu færi. Þórhallur Jónsson jafnaði metin fyrir Skal- lagrím á 30. mínútu með góðu skoti af vítateig. Seinni hálfleikur var leiðinlegur á að horfa og án marktækifæra fyrr en á 83. mínútu er varnamaður Skal- lagríms bjargaði skalla frá Þóri Áskelssyni á línu. Litlu fyrir leikslok opnaðist vörn Þórs og gerðu Skalla- grímsmenn harða hríð að marki Þórs sem endaði með því að knött- urinn fór í hendi Páls Pálssonar Þórsara, sem fékk rauða spjaldið en Valdimar skoraði úr vítinu. Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit, en það eru mörkin sem gilda. HK jafnaði tvelmur færri Stefán Stefánsson skrifar Tveimur færri lögðu HK-menn ekki árar í bát og tókst að jafna í 3:3 gegn Víkingum á lokamínútum í botnslagnum. Fyrir utan 6 mörk og tvö rauð spjöld bar lítið til tíðinda. Víkingar fengu þokkalég færi, meðal annars stangarskot, en Þor- steinn Sveinsson skoraði fyrst fyrir HK með skalla og Siguijón Krist- jánsson jafnaði síðan eftir mistök í vörn HK. Síðari hálfleikur byijaði með glæsilegu marki þegar Jón Þórðar- son kastaði sér fram og skallaði í mark eftir frábæra fyrirgjöf Tom- islav en Arnar Arnarsson svaraði fyrir Víkinga, einnig með skalla- marki. Þá fór að hitna í kolunum og Ivar Jónsson fékk rautt spjald eftir ljótt brot, nýkominn inná. Árn- ar skoraði eftir sendingu frá mark- verði HK, en hrakfallasögu HK var ekki lokið því Valdimar Hilmarsson fékk líka rautt og lið HK þá tveimur færri og marki undir. í stað þess að nýta sér ástandið og halda fengn- um hlut, sváfu Víkingar á verðinum og undir lokin jafnaði Jón. Hjá HK bar mest á varnarmönn- unum Þorsteini og Miodra Kujundzig auk þess sem Jón gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana og hefur gert 7 mörk í þremur síðustu leikjum. Víkingar geta sjálfum sér um kennt að fyrir að klára ekki dæmið tveimur fleiri. Arnar og Þrándur Sigurðsson voru bestir. HANDBOLTASKOLI msAmmmmoc bunaparbankans dasana 14. - 20. áfiúst í HK-húsinu Digranesi Frábært handknattleiksnámskeið undir stiórn Sieurðar Sveinssonar. landsliðsmanns. Námskeiðlð er fyrir stelpur oa stráka á aldrinum 6-13 ára. Námskeiðið stendur frá kl. 9-12 fyrir tíu ára o& ynari oa 13-16 fyrir ellefu ára oa eldri alla daaana oa endar á lauaardeainum með vealeari arillveislu. rnmsítírlumlii Skráningar í HK-húsinu Digranesí frá kl. 9 -16 í síma 564-2347 og á kvöldin (síma 554-2264.Verö aöeins 2.800 kr. VÍSAOG EURO. Veittur er systkinaafsláttur. BRÆÐURNIR ÖLAFSSON Tvöjafntefli ýska deildin hófst í gær méð tveimur leikjum. Dortmund og Kaiserslautern áttust við og skildu jöfn, 1:1 og í hinum leikn- um mættust Werder Bremen og Fortuna Dússeldorf og þeim leik lauk einnig 1:1. Heiko Herrlich, nýjasta stjarna meistaranna byrjaði með því að skora, kom Dortmund yfir á 72. mínútu en gat þó ekki fagnað lengi því tveimur mínútum síðar jafnaði Martin Wagner. Werder Bremen, sem varð í öðru sæti í fyrra, varð einnig að sætta sig við jafntefli er liðið mætti nýlið- um Fortuna Dusseldorf. Fortuna fékk óskabyijun er Richard Cyron skallaði í net Bremen eftir aðeins tveggja mínútna leik. Bemd Hobsch jafnaði metin með skalla- marki á 21. mínútu og þar við sat. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 D 3 HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Johnson á spjöld sögunnar MICHAEL Johnson skráði nafn sitt eftirminnilega á spjöld sög- unnar í Gautaborg í gær. Varð þá fyrstur til að sigra bæði í 200 og 400 metra hlaupi á heims- meistaramóti og raunar fyrstur til þess á stórmóti. Þessi hnar- reisti Bandaríkjamaður var langb- estur íbáðum greinum, var nærri heimsmeti f þeim báðum og sýndi svo ekki verður um villst að hann gæti bætt heimsmetin hvenær sem er. Metið í 200 m hefur stað- ið allar götur síðan ítalinn Pietro Menna hljóp á 19,72 í Mexíkó í 1979. Skapti Hallgrimsson skrifar frá Gautaborg Johnson kom til Gautaborgar með það tvennt að markmiði að vinna gullin tvö og þungu fargi var af honum létt þegar hann kom fyrstur í mark í seinni grein- inni, 200 metranum, í gær. Enda kraup hann ekki á kné eftir að hafa hlaupið yfir endalínuna eins og hann er vanur, heldur lét sig falla á bakið og lá marflatur um stund. Hann hljóp á frábæmm tíma, 19,79, sem er per- sónulegt met, heimsmeistaramótsmet og fjórði besti tími sögunnar. „Eg hef viljað hlaupa bæði 200 og 400 metra allt frá því á HM 1991 en ekki getað og vil því nota tækifærið og þakka mótshöldumm hér í Gauta- borg fyrir að setja dagskrána þannig saman að mér var kleift að sýna hvers ég er megnugur,“ sagði Johnson í upp- hafi blaðamannafundar eftir hlaupið í gær. Hann hefur barist fyrir því að dagskráin verði svipuð á Ólympíuleikun- um á næsta ári — að 400 m hlaupinu verði lokið áður en undanrásir í 200 m hefjist — en ekki er útlit fyrir að farið verði að óskum hans. „Eg get ekki gert meira en ég hef gert hér á þessu mðti til að sýna fram á að mér sé al- vara með því sem ég segi, að ég vilji taka þátt í báðum greinum á Ólympíu- leikunum og standa mig vel,“ sagði Johnson. Johnson sagðist hafa orðið hissa þeg- ar honum var tjáð hve fljótur hann var upp úr startblokkunum í gær. „Byijun- in hefur alltaf verið veikasti hluti Keuter Elnbeitingin skín úr andliti Michaels Johnsons hér þegar hann geysist fram úr aðalekppninautum sínu, Frankie Fredricks, t.v. og Robson Da Silva í hlauplnu í gær. hlaupsins hjá mér en er að lagast. Ef ég næ að bæta hana enn frekar tel ég mig hlaupið á 19,6.“ Eins og eftir 400 metra hlaupið virt- ist Johnson ekki fyllilega ánægður; eins og hann hefði ætlað sér að slá heims- metið í leiðinni. „Nei, ég var í sjálfu sér ekki óánægður en það er ótrúlegt að tvisvar í sömu vikunni skuli ég hafa verið svo nálægt heimsmetinu í tveimur greinum. Þetta var áttunda hlaupið mitt á sjö dögum og ég átti satt að segja eklri von á því að hlaupa á per- sónulegu meti.“ Einn á báti með fimm gull um borð Sergej Bubka, stangarstökkvarinn frábæri frá Úkraínu, náði þeim einstæða árangri í gær að sigra á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Hann er eini íþróttamaðurinn sem á nú fimm HM-gull i safni sínu; er sá eini sem hefur sigrað í öll skiptin síð- an HM var fyrst haldið 1983. Hann er sá lang besti í greininni og hefur verið lengi, og sagði í gær að það yrði æ erfiðara að bæta heimsmetið, þegar samkeppnin væri engin. En hann væri reyndar sannfærður um að hann gæti og ætti eftir að stökkva hærra. Bubka fór hæst yfir 5,92 metra í Gautaborg í gær, það var nóg því hin- ir voru úr leik, en síðan reyndi hann að bæta eigið heimsmet. Ránni var lyft í 6,15 m hæð en honum mistókst þrívegis. „Það skipti mig mjög miklu máli að vinna í fimmta skipti í röð. En það var erfitt að einbeita sér bæði að því að verða heimsmeistari og að bæta heimsmetið. Og það verður reyndar æ erfiðara að bæta eigið met. Eg er í góðri líkamlegri æfingu, en var ekki ánægður með tæknilegu hliðina í tilraununum við 6,15 metra. Ef ég hefði stokkið jafn vel og þegar ég fór yfir 5,92 hefðuð þið séð nýtt heimsmet hér í kvöld,“ sagði Bubka. „Ég fann fyrir mikilli pressu þegar ég kom á völlinn, vegna þess að ég átti möguleika á að vinna í fimmta skipti. Taugaveiklunin var því talsverð en kannski hefur hún bara æst mig upp; gert mig ákveðnari en ella að sigra. En ég get stokkið hærra en í kvöld; held ég geti farið yfir 6,20 við bestu hugsanlegar aðstæður.“ Bubka sagðist vera í erfiðri að- stöðu. „Það er erfítt að vera alitaf að reyna að bæta eigið met, ef einhver annar ætti metið gæti ég trúað að það yrði jafnvel auðveldara fyrir mig að komast yfir 6,20; sálrænn undirbún- ingur yrði auðveldari,“ sagði hann og bætti við: „Það er erfitt að vera einn.“ Svo miklir eru yfirburðir Bubkas, að það er ekki ofsagt að hann sé í raun einn á báti. Heimsmet hans er 6,14 en þeir sem næstir koma hafa farið yfir sex metra slétta. „Áður fyrr hvöttu hinir mig til dáða. Bættu metin mín og reittu mig þannig til reiði en það gerist ekki nú,“ sagði Bubka. Ottey elst með gull MERELENE Ottey frá Jamaíku hefur eins og stangarstökkvar- inn Sergei Bubka tekið þátt í öllum fimm heimsmeistaramót- uiium í frjálsíþróttum sem farið hafa fram. Þó að henni hafi ekki tekist að sigra í hveiju móti þá hefur hún alltaf komist á verðlaunapall í 200 m hlaupi. Hún varð önnur árið 1983, þriðja árið 1987, þriðja árið 1991 og hefur síðan sigrað í tvö siðustu skipti. Hún er nú 35 ára gömul og er elst kvenna sem hlotið hefur gull á HM Christie að hætta LINFORD Christie sagði í við- tali við sænska sjónvarpið í gær að hann væri ákveðinn í að hætta keppni í haust og ekki verja Ólympíumeistartitil sinn í 100 m hlaupi í Atlanta á næsta sumri. „Ég hef gert upp hug minn, ég ætla að hætta og þvi verður ekki breytt,“ sagði hann. Óvist er að hann taki þátt í boðhlaupssveit Breta í 4x100 boðhlaupinu á sunnu- daginn þar sem hann hefur ekki náð sér að fullu af meiðsl- unum sem tóku sig upp í undan- rásum 100 m hlaupsins á HM. Sýnt beint til Úkraínu MIKILL áhugi var í Úkraínu fyrir stangarstökkskeppni heimsmeistaramótsins enda skiljanlegt því Sergei Bubka þeirra niaður var í eldlínunni. En þrátt fyrir að hann hafi sigr- að í öllum undangengnum stangarstökkskeppnum á HM hefur keppnin aldrei verið sýnd beint til heimalands hans fyrr en nú. Að vera eða vera ekki með á Heimsmeistaramótinu Hvarvetna er minnt á HM hér í borg, með auglýsingum ýmiss konar og öðm móti. Meira að segja rasl-kompaníið í bænum notar tæki- færið og tengir sig mótinu, með þess- um orðum sem ég sá á einum rusla- bílnum: „Eltist þið við gullið, íþrótta- menn (við sjáum um álið, glerið og pappírinn)". Það er eiginlega ótrúlegt, einsog fijálsíþróttir hafa lengi verið vinsæl- ar, að ekki skuli hafa verið haldið heimsmeistaramót fyrr en 1983. Þá spreyttu menn sig í Helsinki og mótið sem nú stendur yfir er það fímmta í röðinni. Og eftirminnilega hluti er að finna í minningunni frá þeim öllum, skárra væri það nú. Fyrsta mótið tókst geysilega vel, var jafnvel vinsælla en menn áttu von á. Annað mótið var í Róm 1987; einn af hápunktinum þá var sigur Bens Johnsons í 100 metra hlaupinu — en síðar játaði hann að hafa þá þeg- ar verið farinn að nota ólögleg lyf sér til hjálpar, og því var gullið tek- ið af honum. Það er einnig eftirminni- legt frá mótinu á Ítalíu þegar Gio- vanni Evangelistis sveif 7,91 metra í langstökki - en málband landa hans sýndi hins vegar 8,38, einhverra hluta vegna (!). Það var sem betur fer leiðrétt. Austantjaldslöndin, í fyrri mynd, tóku þátt í HM í síðasta skipti í Tókíó 1991, og kvöddu hinir frábæru íþróttamenn Sovétríkjanna með því að vinna níu gullverðlaun, níu silfur og ellefu brons. Og í Stuttgart fyrir tveimur ámm voru það Kínvetjar sem stálu senunni. Stúlkumar komu, sáu - og hlógu að andstæðingunum í hlaupunum. Það er oft gaman að láta hugann flögra til baka, en nútíðin er það sem skiptir máli. Og hér í Gautaborg hafa íþróttamenn úr Karíbahafínu aldeilis sýnt hvað í þeim býr. Gull, silfur og brons er nú þegar í vörslu Jamaíkabúa, gull og silfur eign Ba- hama-eyinga, tvenn silfurverðlaun farin til Kúbu, silfur til Bermúda og ein bronsverðlaun til hvorrar litlu eyjanna, Dominika og Trinidad og Tobago. Aötrúa íslendingarnir hafa ekki verið áberandi og svo sem fáir sem bjugg- ust við því. En það verður að viður- kennast að í flestum tilvikum mátti eiga von á betri árangri. Martha Ernstsdóttir var að hlaupa langt frá sínum bestu tímum, Vésteinn Haf- steinsson kastaði mun styttra en hann hefur verið að gera í sumar, Jón Arnar Magnússon var óheppinn í tugþrautinni en Guðrún Arnardóttir stóð sig vonum framar í 400 m grindahlaupi. Hún sagðist fyrir mót- ið helst ekki vilja fara, því hún væri ekki í nægilega góðri æfíngu. En fijálsíþróttaforystan talaði hana til, tímar hennar vom reyndar ekki sér- lega góðir en hún komst í undan- úrslit. Þó það hafi verið „algjör grís“, eins og hún sagði sjálf, má segja að hún hafi. staðið sig vel miðað við aðstæður og hlotið dýrmæta reynslu fyrir Ólympíuleikana. Þegar upp er staðið var því hárrétt af henni að vera með. Og andlega hliðin er í lagi hjá henni; Guðrún sagði menn verða að vera stolta og trúa á sjálfa sig. Þetta er rétta hugarfarið, og hvers vegna skyldu íslendingur ekki ein- hvern tíma vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleik- um? Menn verða auðvitað að trúa því að þeir geti staðið sig, eins og Guðrún segir, annars geta þeir hætt í íþróttum. í fyrradag eignuðust Sýr- lendingar fyrsta HM-gull sitt og hafa þeir ekki verið taldir til stórþjóða á íþróttasviðinu, frekar en við. Sigurður Einarsson keppti í gær, síðastur íslendinga. Miðað við hvern- ig hann og aðrir höfðu verið að kasta í sumar, áttu ekki að vera miklar líkur á að hann kæmist áfram, og sú varð raunin. Aö vera eöa ekki vera Sex íslendingar komu, fimm voru með en einn ekki. Pétur Guðmunds- son vildi helst ekki, frekar en Guð- rún, koma til Gautaborgar en var valinn og varð því að fara. Hann meiddist á HM innanhúss fyrr á ár- inu, taldi sig ekki orðinn góðan og í öðru upphitunarkasti tóku meiðslin sig upp, höndin bólgnaði og útilokað var fyrir hann að kasta. Því er spurn- ing hvort rétt hafi verið að senda hann á staðinn, en hafa verður í huga að Pétur er fráleitt eini kepp- andinn sem mætti til leiks án þess að vera viss um að verða með. „Hann hefur verið að kasta um 20 metra á æfingum, að vísu með hendina teip- aða [vegna meiðslanna, en það má ekki í keppni] og því vildum við láta reyna á það hvort hann gæti verið með vonuðum að hann yrði tilbú- inn,“ sagði Gísli Sigurðsson, annar þjálfara liðsins hér á HM. Það er hluti af íþróttakeppni að tapa. Það auðvitað ekkert gaman að sjá sitt fólk reyna án þess að ná sér á á strik og smeykur er ég um að margir íslendingar séu svekktir með árangurinn hér. En því má ekki gleyma — sé það einhveijum huggun — að ísiensku keppendurnir eru ekki þeir einu sem hafa ekki náð að sína sitt besta. Þjóðveijar, sem hafa ætíð átt geysilega sterka menn í fjölþraut- um, urðu t.d. að sætta sig við að allir sex þrautakóngar þeirra — þijár stúlkur í sjöþraut og þrír karla í tug- þraut — hættu keppni. Og vert er að geta þess að Sabine Braun, ein sú besta í bransanum, hætti í kúlu- varpinu og þar með sjöþrautinni, vegna samskonar handarmeiðsla og voru að angra Pétur Guðmundsson. Þá má ekki gleyma að heimamenn hafa ekki haft ástæðu til að fagna vemlega þó sumir hafi haldið að möguleikar væru á verðlaunapen- ingi. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Gwen Torrence grét á blaða- mannafundi í gær, daginn eftir að hún fagnaði innilega sigri í 200 m hlaupinu en var dæmd úr leik fyrir að stíga á línu og Maria Mutola, sem á sjöunda besta tíma sögunnar í 800 m hlaupi, gerði sig seka um það sama í þeirri grein í gær og var líka dæmd úr leik. Stjörnumar geta nefnilega líka gert mistök. En tárin þorna og lífíð heldur áfram. Ég sagði áðan að nútíðin væri það sem skipti máli. Hún gerir það, núna, en strax á morgun verðui framtíðin komin efst í huga þeirra sem hér taka þátt. Staðreyndin er sú að þó heimsmeistaramót sé stór- viðburður, er annað mikilvægara í hugum íþróttamannanna, rnargra í það minnsta og líklega allra; Ólymp- íuleikarnir. Þeir em toppurinn og sú framtíð sem byijað verður að hugsa um strax annað kvöld. Allir hér vilja verða hluti þeirrar framtíðar næsta sumar í Atlanta. Þá verður engin spuming um að vera eða ekki vera. Skapti Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.