Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 D 3 HM I FRJALSIÞROTTUM Johnson á spjöld sögunnar Skapti Hallgrímsson skrifar frá Gautaborg MICHAEL Johnson skráði nafn sitt eftirminnilega á spjöld sög- unnar í Gautaborg ígær. Varð þá fyrstur til að sigra bæði í 200 og 400 metra hlaupi á heims- meistaramóti og raunar fyrstur til þess á stórmóti. Þessi hnar- reisti Bandaríkjamaður var langb- estur í báðum greinum, var nærri heimsmeti í þeim báðum og sýndi svo ekki verður um villst að hann gæti bætt heimsmetin hvenær sem er. Metið í 200 m hefur stað- ið allar götur síðan Italinn Pietro Menna hljóp á 19,72 í Mexíkó í 1979. Johnson kom til Gautabqrgar með það tvennt að markmiði að vinna gullin tvö^>g þungu fargi var af honum létt þegar hann kom fyrstur í mark í seinni grein- inni, 200 metrunum, í gær. Enda kraup hann ekki á kné eftir að hafa hlaupið yfír endalínuna eins og hann er vanur, heldur lét sig falla á bakið og lá marflatur um stund. Hann hljóp á frábærum tíma, 19,79, sem er per- sónulegt met, heimsmeistaramótsmet og fjórði besti tími sögunnar. „Ég hef viljað hlaupa bæði 200 og 400 metra allt frá því á HM 1991 en ekki getað og vil því nota tækifærið og þakka mótshöldurum hér í Gauta- borg fyrir að setja dagskrána þannig saman að mér var kleift að sýna hvers ég er megnugur," sagði Johnson í upp- hafí blaðamannafundar eftir hlaupið í gær. Hann hefur barist fyrir því að dagskráin verði svipuð á Ólympíuleikun- um á næsta ári — að 400 m hlaupinu verði lokið áður en undanrásir í 200 m hefjist — en ekki er útlit fyrir að farið verði að óskum hans. „Eg get ekki gert meira en ég hef gert hér á þessu möti til að sýna fram á að mér sé al- vara með því sem ég segi, að ég vilji taka þátt í báðum greinum á Ólympíu- leikunum og standa mig vel," sagði Johnson. Johnson sagðist hafa orðið hissa þeg- ar honum var tjáð hve fljótur hann var upp úr startblokkunum í gær. „Byrjun- in hefur alltaf verið veikasti hluti Elnbeltlngln skín úr andlitl Michaels Johnsons hér þegar hann geysist fram úr aðaiekppninautum sínu, Frankie Fredricks, t.v. og Robson Da Silva í hlaupinu í gær. hlaupsins hjá mér en er að lagast. Ef ég næ að bæta hana enn frekar tel ég mig hlaupið á 19,6." Eins og eftir 400 metra hlaupið virt- ist Johnson ekki fyllilega ánægður; eins og hann hefði ætlað sér að slá heims- metið í leiðinni. „Nei, ég var í sjálfu sér ekki óánægður en það er ótrúlegt að tvisvar í sömu vikunni skuli ég hafa verið svo nálægt heimsmetinu í tveimur greinum. Þetta var áttunda hlaupið mitt á sjö dögum og ég átti satt að segja ekki von á því að hlaupa á per- sónulegu meti." Einn á báti með fimm gull um borð Sergej Bubka, stangarstökkvarinn frábæri frá Úkraínu, náði þeim einstæða árangri í gær að sigra á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Hann er eini íþróttamaðurinn sem á nú fimm HM-gull í safni sínu; er sá eini sem hefur sigrað í öll skiptin síð- an HM var fyrst haldið 1983. Hann er sá lang besti í greininni og hefur verið lengi, og sagði í gær að það yrði æ erfiðara að bæta heimsmetið, þegar samkeppnin væri engin. En hann væri reyndar sannfærður um að hann gæti og ætti eftir að stökkva hærra. Bubka fór hæst yfir 5,92 metra í Gautaborg í gær, það var nóg því hin- ir voru úr leik, en síðan reyndi hann að bæta eigið heimsmet. Ránni var lyft í 6,15 m hæð en honum mistókst þrívegis. „Það skipti mig mjög miklu máli að vinna í fimmta skipti í röð. En það var erfitt að einbeita sér bæði að því að verða heimsmeistari og að bæta heimsmetið. Og það verður reyndar æ erfiðara að bæta eigið met. Eg er í góðri líkamlegri æfingu, en var ekki ánægður með tæknilegu hliðina í tilraununum við 6,15 metra. Ef ég hefði stokkið jafn vel og þegar ég fór yfir 5,92 hefðuð þið séð nýtt heimsmet hér í kvöld," sagði Bubka. „Ég fann fyrir mikilli pressu þegar ég kom á völlinn, vegna þess að ég átti möguleika á að vinna í fímmta skipti. Taugaveiklunin var því talsverð en kannski hefur hún bara æst mig upp; gert mig ákveðnari en ella að sigra. En ég get stokkið hærra en í kvöld; held ég geti farið yfir 6,20 við bestu hugsanlegar aðstæður." Bubka sagðist vera í erfiðri að- stöðu. „Það er erfitt að vera alltaf að reyna að bæta eigið met, ef einhver annar ætti metið gæti ég trúað að það yrði jafnvel auðveldara fyrir mig að komast yfir 6,20; sálrænn undirbún- ingur yrði auðveldari," sagði hann og bætti við: „Það er erfitt að vera einn." Svo miklir eru yfirburðir Bubkas, að það er ekki ofsagt að hann sé í raun einn á báti. Heimsmet hans er 6,14 en þeir sem næstir koma hafa farið yfir sex metra slétta. „Áður fyrr hvöttu hinir mig til dáða. Bættu metin mín og reittu mig þannig til reiði en það gerist ekki nú," sagði Bubka. Ottey elst með gull . MERELENE Ottey frá Janmíku hefur eins og stangarstökkvar- inn Sergei Bubka tekið þátt í ölium f imm heimsmeistaramót- unum í frjálsíþróttum sem farið hafa fram. Þó að henni hafi ekki tekist að sigra í hverjn móti þá hefnr hún ailtaf komist á verðlaunapall i 200 m hlaupi. Hún varð önnur árið 1983, þriðja árið 1987, þriðja árið 1991 og hefur síðan sigrað i tvö síðustu skipti. Hún er nú 35 ára gömul og er elst kvenna sem k- hlotið hefur gull á HH Christie að hætta LINFORD Christie sagði i við- tali við sænska sjónvarpið í gær að hann væri ákveðinn í að hætta keppni í haust og ekki verja Óly mpíumeistart it il sinn i 100 m hlaupi i Atlanta á næsta suinr i. „Ég hef gert upp img minn, ég ætla að hætta og þvi verður ekki breytt," sagði hann. Óvist er að hann taki þátt í boðhlaupssveit Breta í > 4x100 boðhlaupinu á sunnu- daginn þar sem hann hefur ekki náð sér að fullu af meiðsl- unum sem tóku sig app í undan- rásum 100 m hlaupsins á HM. Sýnt beint til Úkraínu MIKILL áhugi var í Úkrainu fyrir stangarstökkskeppni . heimsmeistaramótsins enda skiljanlegt þvi Sergei Bubka þeirra maður var í eldlínunni. En þrátt fyrir að hann hafi sigr- að í öllum undangengnum s tangars tökks keppnu m á HM hefnr keppnin aldrei verið sýnd beint tíl heimalands hans fyrr ennú. Að vera eða vera ekki með á Heimsmeistaramótinu Hvarvetna er minnt á HM hér í borg, með auglýsingum ýmiss konar og öðru móti. Meira að segja rusl-kompaníið í bænum notar tæki- f ærið og tengir sig mótinu, með þess- um orðum sem ég sá á einum rusla- bílnum: „Eltist þið við gullið, íþrótta- menn (við sjáum um álið, glerið og pappírinn)". Það er eiginlega ótrúlegt, einsog frjálsíþróttir hafa lengi verið vinsæl- ar, að ekki skuli hafa verið haldið heimsmeistaramót fyrr en 1983. Þá spreyttu menn sig í Helsinki og mótið sem nú stendur yfir er það fimmta í röðinni. Og eftirminnilega hluti er að finna í minningunni frá þeim öllum, skárra væri það nú. Fyrsta mótið tókst geysilega vel, var jafnvel vinsælla en menn áttu von á. Annað mótið var í Róm 1987; einn af hápunktinum þá var sigur Bens Johnsons í 100 metra hlaupinu — en síðar játaði hann að hafa þá þeg- ar verið farinn að nota ólögleg lyf sér til hjálpar, og því var gullið tek- ið af honum. Það er einnig eftirminni- legt frá mótinu á ítalíu þegar Gio- vanni Evangelistis sveif 7,91 metra í langstökki - en málband landa hans sýndi hins vegar 8,38, einhverra hluta vegna (!). Það var sem betur fer leiðrétt. Austantjaldslöndin, í fyrri mynd, tóku þátt í HM í síðasta skipti í Tókíó 1991, og kvöddu hinir frábæru íþróttamenn Sovétríkjanna með því að vinna níu gullverðlaun, níu silfur og ellefu brons. Og í Stuttgart fyrir tveimur árum voru það Kínverjar sem stálu senunni. Stúlkurnar komu, sáu - og hlógu að andstæðingunum í hlaupunum. Það er oft gaman að láta hugann flögra til baka, en nútíðin er það sem skiptir máli. Og hér í Gautaborg hafa íþróttamenn úr Karíbahafinu aldeilis sýnt hvað í þeim býr. Gull, silfur og brons er nú þegar í vörslu Jamaíkabúa, gull og silfur eign Ba- hama-eyinga, tvenn silfurverðlaun farin til Kúbu, silfur til Bermúda og ein bronsverðlaun til hvorrar litlu eyjanna, Dominika og Trinidad og Tobago. Aðtrúa íslendingarnir hafa ekki verið áberandi og svo sem fáir sem bjugg- ust við því. En það verður að viður- kennast að í flestum tilvikum mátti eiga von á betri árangri. Martha Ernstsdóttir var að hlaupa langt frá sínum bestu tímum, Vésteinn Haf- steinsson kastaði mun styttra en hann hefur verið að gera í sumar, Jón Arnar Magnússon var óheppinn í tugþrautinni en Guðrún Arnardóttir stóð sig vonum framar í 400 m grindahlaupi. Hún sagðist fyrir mót- ið helst ekki vilja fara, því hún væri ekki í nægilega góðri æfingu. En frjálsíþróttaforystan talaði hana til, tímar hennar voru reyndar ekki sér- lega góðir en hún komst í undan- úrslit. Þó það hafí verið „algjör grís", eins og hún sagði sjálf, má segja að hún hafi. staðið sig vel miðað við aðstæður og hlotið dýrmæta reynslu fyrir Ólympíuleikana. Þegar upp er staðið var því hárrétt af henni að vera með. Og andlega hliðin er í lagi hjá henni; Guðrún sagði menn verða að vera stolta og trúa á sjálfa sig. Þetta er rétta hugarfarið, og hvers vegna skyldu íslendingur ekki ein- hvern tíma vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti eða Ólympíuleik- um? Menn verða auðvitað að trúa því að þeir geti staðið sig, eins og Guðrún segjr, annars geta þeir hætt í íþróttum. í fyrradag eignuðust Sýr- lendingar fyrsta HM-gull sitt og hafa þeir ekki verið taldir til stórþjóða á íþróttasviðinu, frekar en við. Sigurður Einarsson keppti í gær, síðastur íslendinga. Miðað við hvern- ig hann og aðrir höfðu verið að kasta í sumar, áttu ekki að vera miklar líkur á að hann kæmist áfram, og sú varð raunin. Að vera eða ekki vera Sex íslendingar komu, fimm voru með en einn ekki. Pétur Guðmunds- son vildi helst ekki, frekar en Guð- rún, koma til Gautaborgar en var valinn og varð því að fara. Hann meiddist á HM innanhúss fyrr á ár- inu, taldi sig ekki orðinn góðan og í öðru upphitunarkasti tóku meiðslin sig upp, höndin bólgnaði og útilokað var fyrir hann að kasta. Því er spurn- ing hvort rétt hafi verið að senda hann á staðinn, en hafa verður í huga að Pétur er fráleitt eini kepp- andinn sem mætti til leiks án þess að vera viss um að verða með. „Hann hefur verið að kasta um 20 metra á æfingum, að vísu með hendina teip- aða [vegna meiðslanna, en það má ekki í keppni] og því vildum við láta reyna á það hvort hann gæti verið með vonuðum að hann yrði tilbú- inn," sagði Gísli Sigurðsson, annar þjálfara liðsins hér á HM. Það er hluti af íþróttakeppni að tapa. Það auðvitað ekkert gaman að sjá sitt fólk reyna án þess að ná sér á á strik og smeykur er ég um að margir íslendingar séu svekktir með árangurinn hér. En því má ekki gleyma — sé það einhveijum huggun — að íslensku keppendurnir eru ekki þeir einu sem hafa ekki náð að sína sitt besta. Þjóðverjar, sem hafa ætíð átt geysilega sterka menn í fjölþraut- um, urðu t.d. að sætta sig við að allir sex þrautakóngar þeirra — þrjár stúlkur í sjöþraut og þrír karla í tug- þraut — hættu keppni. Og vert er að geta þess að Sabine Braun, ein sú besta í bransanum, hætti í kúlu- varpinu og þar með sjöþrautinni, vegna samskonar handarmeiðsla og voru að angra Pétur Guðmundsson. Þá má ekki gleyma að heimamenn hafa ekki haft ástæðu til að fagna verulega þó sumir hafi haldið að möguleikar væru á verðlaunapen- ingi. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Gwen Torrence grét á blaða- mannafundi í gær, daginn eftir að hún fagnaði innilega sigri í 200 m hlaupinu en.var dæmd úr leik fyrir . að stíga á línu og Maria Mutola, sem á sjöunda besta tíma sögunnar í 800 m hlaupi, gerði sig seka um það sama í þeirri grein í gær og var líka dæmd úr leik. Stjörnurnar geta nefnilega líka gert mistök. En tárin þorna og lífíð heldur áfram. Ég sagði áðan að nútíðin væri það sem skipti máli. Hún gerir það, núna, en strax á morgun verðui framtíðin komin efst í huga þeirra sem hér taka þátt. Staðreyndin er sú að þó heimsmeistaramót sé stór- viðburður, er annað mikilvægara í hugum íþróttamannanna, margra í * það minnsta og líklega allra; Ólymp- íuleikarnir. Þeir eru toppurinn og sú framtíð sem byrjað verður að hugsa um strax annað kvöld. Allir hér vilja verða hluti þeirrar framtíðar næsta sumar í Atlanta. Þá verður engin spurning um að vera eða ekki vera. Skaptí Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.