Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 4
fHtogmffldbib FRJALSIÞOTTIR / HM I GAUTABORG Sigurður Einarsson kastaði 74,10 og var langt frá því að komast áfram ff Féll á eigin bragði «i Skapti Hallgrímsson skrifar frá Gautaborg SIGURÐUR Einarsson kastaði spjótinu aðeins 74,10 metra í undankeppninni á heimsmeist- aramótinu í gærmorgun, varð í 23. sæti og langt frá því að komast áfram. Hann hafði lengst kastað 80,06 metra íár, í Bikarkeppni FRÍ, en segir und- irbúning sinn fyrir keppnina hér íGautaborg hafa raskast vegna ýmissa smá kvilla. Heimsmethaf inn Jan Zelezny frá Tékklandi kastaði lengst allra, 90,12, sem er nýtt heims- meistaramótsmet. Því náði hann í annarri umferð en strax í þeirri fyrstu hafði Þjóðverjinn Boris Henry kastað 87,60 sem þá var mótsmet. Keppendur þurftu að kasta 82 metra til að komast áfram, því náðu aðeins sjö, en tólf f óru í úrslit — síð- astur áfram var Svfinn Dag Wennlund, með kast upp á 79,00 metra í þriðju og síðustu tilraun. Sigurður, sem varð í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu Tókíó fyrir fjórum^ árum og fímmti á Ólympíuleikunum í Barcelona árið eft- ir, sagðist að sjálf- sögðu ekki ánægður með frammistöðuna í gær. „Ég vissi svo sem að þetta gat farið upp eða niðurfrá því sem ég hef verið að gera. Ég gat ekki hagað undirbúningnum eins og ég vildi; gat ekki tekið nógu margar gæðaæfingar — snerpuæfingar og þess háttar — vegna ýmíssa smá kvilla. Ég meiddist fyrst svolítið úti í Bandaríkjunum og svo aftur í Bik- arkeppninni, þegar ég var með í þrístökkskeppninni. Ég hefði ekki átt að vera með í henni — og stekk aldrei aftur þrístökk!" sagði Sigurð- ur við Morgunblaðið í Gautaborg í gær. Meiðsli í hásin og hné Sigurður er meiddur í fótum, bæði í hásin og hné, og sagðist hafa verið „að drepast í löppunum" þegar hann kastaði í gær. Hann sagðist hafa verið að kasta mjög vel á æfingum undanfarið, reyndar betur en nokkru sinni fyrr. Vegna meiðslanna hefði hann þurft að hita mjög vel og lengi upp, í það færi talsverður kraftur en samt sem hefði hann kastaði langt. Kraftur- inn væri nægur um þessar mundir og þegar hann væri kominn í gang á æfíngum hefði honum gengið vel. Sigurður sagði engu að síður að vegna meiðslanna hefði hann jafn- vel verið að hugsa um að keppa ekki. „En svo ákvað ég að slá til. Það er ýmislegt sem betur hefði mátt fara, en stefnan verður að laga það fyrir Ólympíuleikana — og það klikkar ekki!" Ónóg upphhun Undanfarna daga hefur Sigurð- ur hvílt sig vel, að eigin sögn, „og ég hélt að hvíldin gerði það að verkum að ég þyrfti ekki að hita eins mikið upp og ég hef þurft að gera undanfarið. En aðalástæðan Mynd/Göran Hágerfjord SIGURÐUR Elnarsson ræðlr við þjálfarana Gísla Slgurðsson og Þráin Hafstelnsson eftir spjótkastskeppnina á HM f Gautaborg í gærmorgun. fyrir því að ég fór ekki betur í gang var hins vegar sú að upphitunin var ekki nóg. Það má því segja að ég hafi fallið á eigin bragði." Hann sagðist hafa þurft um það bil mánuði í viðbót til að ná sér algjörlega góðum af „kvillunum", eins og hann kallaði þá; þetta væru eymsli sem varla væri hægt að kalla meiðsli en væru þó nóg til að hann gæti ekki æft eins og æskilegt væri. „Krafturinn er nægur, hausinn í lagi en það vantar gæðin í köstin — tæknin er ekki góð, því ég hef ekki getað æft hana nógu mik- ið. Þetta er auðvitað algjörlega sjálfum mér að kenna að ég kastaði ekki lengra, en fall er farar- heill," sagði Sigurður, og er greinilega farinn að hugsa um Olympíuleikana í Atlanta næsta sumar. Þeirbestu Heimsmethafínn Zelezny kastaði lengst í gær sem fyrr segir, en alls voru sex sem köstuðu yfír 82 metra línuna í B-riðli, þar sem Sigurður var meðal keppenda, en aðeins einn í A-riðli. Það var Mick Hill frá Bretlandi með 83,54 en úr B-riðli voru það Zelezny, Boris Henry með 87,60, Andrej Moruyev Rússlandi með 85,60, Steve Backley Bretlandi 83,20, Seppo Raty Finnlandi 82,42 og Júrí Rybin Rússlandi 82,14. Áfram komust einnig Aki Parviainen Finnlandi (80,98), Dag Wennlund Svíþjóð (79,00), Andreas Linden Þýskalandi (80,16), Raymond Hecht Þýskalandi (79,82) sem á lengsta kast ársins - 92,60 og Harri Hakkarainen Finnlandi (79,66). Úrslitin í spjótkasti verða á morgun, sunnudag. Norski um- boðsmað- urinn í bann NORSKI umboðsmaðuriitn Rune Hauge má ekki koma nálægt leikmannasölum og -kaupunt þar til mál hans hefur verið rannsakað til hlít- ar. Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, tilkynnti þetta í gær en gat þess jafnframt að leyfi hans sem umboðs- manns yrði ekki afturkallað og hann yrði áfram á lista hjá FIFA á meðan málið væri í rannsókn. Ákvörðunin var tekin í kjölíar framburðar Hauges þegar Knattspyrnusamband Englands rannsakaði meint- ar óiöglegar greiðslur Norð- mannsins til Georges Gra- hams vegna leikmannakaupa Arsenal sem leiddu til þess að Graham var bannað að hafa afskipti af knattspyrnu í eitt ár eða til 30. júni á næstaári. Knattspyrnusamband Eng- lands fann Graham sekan um að hafaþegið 435.000 pund (um 47 milH. kr.) frá umboðs- manninum þegar hann keypti Norðmanninn Pal Lydersen og Danann John Jensen til Arsenal fyrir milligöngn Hauges. Graham, sem þá var yfirþjálfari Arsenal, neitaði að hafa hagnast persónulega á viðskiptunum og sagðist hafa skilað umræddri upp- hæð til Arsenal. Arangurinn Spjótkastskeppnin — 82 m kast tryggðu mönnum í úrslit, en annars fóru tólf þeir bestu í úrslitin: 1. Jan Zelezny (Tékklandi) ..........................90.12 2. BorisHenry(Þýskalandi) ........................87.60 3. Andrei Moruyev (Rússlandi)....................85.60 4. MickHHl(Bretlandi)................................83.54 5. SteveBackley(Bretlandi)........................83.20 6. Seppo Raty (Finnlandi)............................82.42 7. Yuri Rybin (Rússlandi)............................82.14 Aki Parviainen (Finnlandi) ......................80.98 9. Andreas Linden (Þýskalandi)...................80.16 10. RaymondHecht(Þýskalandi)..................79.82 11. Harri Hakkarainen (Finnlandi)................79.33 12. DagWennlund(Svíþjóð)..........................79.00 13. V. Sasimovich (H-Rússlandi)...................78.94 14. ViadimirOvchinnikov(Rússlandi)..........78.28 15. PatrikBoden(Svíþjóð).............................77.62 16. AndrewCurrey (Astralía)........................76.84 17. Emeterio Gonzalez (Kúbu).......................76.54 18. GregorHogler(Austurríki)......................76.40 19. Tom Pukstys (Bandar.)............................76.12 20. GavinLovegrove(N-Sjálandi) .................74.98 21. TerryMcHugh(írlandi)...........................74.58 22. Kenneth Petersen (Danmörku)................74.22 28. SIGURÐUREINARSSON....................74.10 24. Phllip Spies (S-Afríka).............................74.06 25. VladimirParfyonov(Uzbekistan)............73.64 26. FikretOzsoy(Tyrklandi) .........................73.50 27. IvanMustapic(Króatíu) ..........................73.12 28. EdgarBaumann (Paraguay)....................72:90 29. Ed Kaminski (Bandar.)............................71.92 30. ViktorZaytsev(Uzbekistan) ...................71.08 81. AlexanderFingert(ísrael).......................70.94 32. KimKi-hoon((S-Kóreu) ..........................70.20 33. JuanDeLaGarza(Mexíkó).....................70.20 34. Kazuhiro Mizoguchi (Japan)....................68.66 35. Fredericus Mahuse (Indonesía)................68.18 36. Fernando Palomo (El Salvador)......•.........62.90 Donald Sild (Eistlandi)............................gerði ógilt KNATTSPYRNA / MUTUR Enn ásakanir á hendur Marseille FRANSKA dagblaðið Le Moade greindi fra því í gær að Mar- seUle befði mútað dómara fyrir leik gegn AE K Aþena í Evrópu- keppni meistaraliða 1. nóvember 1989 og vitnaði í frambnrð króa- tíska umboðsmannsins Ljubomirs Barins i yfirheyrslum máli sínu til staðfestingar. „Ég hjálpaði honum [dómaranumj fjárhags- lega," var haft eftir Barin en MarseiIIe vann 2:0 í fyrri leiknum og gerði síðan 1:1 jafnteflií Aþenu. Barin sagði að dðmarinn, sem hefði látist úr krabbameini 1991, hefði verið góður vinur sinn en hann hefði unnið hjá austur- rísku póstþjónustunni og átti fjárhagslegum erfiðleikum. Að sögn bíaðsins sagði Barin jafn- framt fyrir réttí að starfsmenn franska knattspymuUðsins hefðu beðið sig um að láta dómaraim fá peninga en Bernhard Tapie, forseti MarseUle, hefði iagt á ráðin. Tapie sagði að ásakanir Barins væru hlægUegar. „Við vorum með besta lið í heimi og þurftum ekki að borga fyrir sig- ur gegn Aþenu," var haft eftir Tapie í Le Monde, Fyrr í vikunni hofðu íi óisk blöð eftir franska miðherjanum Jean-Pierre Papin að Marseiile hefði mútað tveúnur leikmönnum AC Miian fyrir úr- slitaleikinn í Evrópukeppni meistaraliða 1993 en franska lið- ið var sett í bann i Evrðpukeppiti og dæmt niður í 2. deUd í Frakk- landi ef tir að hafa verið fundið sekt um að hafa haft áhrif á úr- sUt í deUdarieik gegn Valencien- nes með olöglegum hættí skömmu áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.