Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 3 Kona verður forseti bandaríska lögfræðingafélagsins Imyndin gæti skánað New York. Reuter. anlega er, tiltölulega fyrirferðarlít- inn. Vissulega eru flugferðirnar stór liður í fjármálum heimilis- haldsins, en þá kemur enn upp spurningin hvað verðmætast er í lífinu og ég fyrir mitt leyti vill miklu heldur fá Helgu til mín svo oft sem unnt er en fjárfesta í verð- bréfum fyrir þá upphæð sem þama er um að tefla. Smekkur manna alls staöar likur Það sem hefur komið mér mest á óvart í þessu starfi er hvað heimurinn er lítill og möguleikarn- ir miklir. Ég hef líka komist að því að smekkur manna er ótrúlega líkur hvar sem er í heiminum. í öllum löndum segja menn að þeir vilji hafa meira af dýralífsmyndum, sígildu myndefni og öðru menning- arefni en í öllum löndum er hins vegar það sama upp á teningnum, allir vilja helst horfa „Dallas og Dynasty“. Það sem hins vegar er að gerast núna býður upp á miklu meiri fjölbreytni í efnisvali en áður var mögulegt. Það verður svo miklu ódýrara að senda út efni með tilkomu stafræna kerfisins. Sjónvarpið og tölvan eru að renna æ meira saman í ýmsu tilliti, má þar nefna ýmiss konar upplýsinga- net, svo sem Internetið, CD Rom tölvuumhverfið og fleira. Við mun- um nýta hina miklu flutningsgetu sem stafræna kerfið í gervi- tunglunum býður upp á og varpa út upplýsingaefni þegar annað er ekki í gangi. Þá má nefna allar útvarpsrásirnar sem Nethold er líka með. Þar er úr mörgu að velja, hægt er t.d. að velja útvarpsrásir þar sem eingöngu er sent út ókynnt tónlistarefni. Ef fólk vill svo vita hvaða efni er verið að útvarpa eru allar upplýsingar aðgengilegar með fjarstýringunni á sjón- varpsskjánum." í spjalli okkar Jónasar R. Jóns- sonar kemur í bland ýmislegt fram um manninn sem á bak við hið ytra býr. Meðal annars kemur fram að Jónas er eilítið hallur undir for- lagatrú, án þess þó að láta slíka trú stjórna lífi sínu að neinu leyti. Hann er t.d. viss um að til London átti hann að fara og segist undr- ast hve svæðið í kringum Mayfair hafi komið honum kunnuglega fyr- ir sjónir. „Ég er þó ekki þar með að segja að ég hafi komið þar í fyrra lífi, en undarlega kunnug- legt var allt þarna,“ segir hann og hlær. Það kemur einnig fram að Jónasi dreymir oft fyrir daglátum, fær stundum hugskeyti og stöku sinnum fær hann hugboð þegar eitthvað mikilvægt er á næsta leiti í lífi hans. Þær miklu breytingar sem urðu í hans tilveru fyrir rúmu ári komu þó honum algerlega að óvörum. „Vissulega tók líf mitt stóra og óvænta beygju þegar ég var rekinn frá Stöð 2. Ég harma ekki þau umskipti, si'ður en svo, og ég el engan kala í brjósti til þeirra sem þar áttu hlut að máli, þvert á móti,“ segir Jónas. „Þessi mikla breyting hefur orðið mér til góðs það sem af er. Ég hef kynnst nýjum og spennandi heimi þar sem margt lærdómsríkt ber fyrir augu og eyru, það eru forréttindi að fá að lifa svona lifi um tíma. Sem maður hef ég líka fundið ný og mikilvæg sannindi og lært að meta betur ijölskyldu mína og vini. Fjar- vistir verða til þess að skerpa línur milli vina og kunningja. Trygg vin- átta stendur af sér ýmislegt og styrkist jafnvel frekar en hitt, sem hætt er við að verði kunningsskap að falli. Eins og fyrr sagði ætla ég ekki að verða eilífur í því starfi sem ég gegni núna. Þegar ég læri ekki lengur af því ætla ég að hætta og koma heim. Kannski verður þessi bylting í fjölmiðlaheiminum þá tekin að bijóta sér braut inn í líf íslendinga. Eins og er virðast þeir harla lítið fylgjast með því sem fram fer í hinum stóra fjölvarps- heimi erlendis. En það kemur að því að menn vakna til vitundar um þær miklu breytingar sem staf- ræna kerfið býður upp á, bæði hvað snertir sjónvarp og tölvur, það. kemur að því.“ ÞAÐ kann að sýnast vonlaust verk að fegra ímynd bandarískra lög- fræðinga. Én ímyndafræðingar segja það tvímælalaust spor í rétta átt að kona skuli vera orðin forseti fjölmennasta lögfræðingasam- bands heimsins. Það hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum að Roberta Ramo, lögfræðingur frá Albuquerque, mun í næstu viku taka við sem forseti Félags bandarískra lögfræð- inga. Þessi athygli þykir einungis geta orðið til bóta fyrir stétt sem að áliti almennings er álíka vinaleg og hákarlar og skúnkar. „Kona á þess kost að breyta ímyndinni, en slík breyting verður ekki á einni nóttu,“ segir Howard Rubinstein, eigandi stórs almanna- tengslafyrirtækis í New York, sem er fulltrúi fjölda lögfræðinga og lögmannastofa. Alls eru 370 þúsund meðlimir í Félagi bandarískra lögfræðinga. Ramo er fyrsta konan sem verður þar forseti. ímyndafræðingarnir segja að þetta geti breytt miklu um viðhorf almennings til lögfræðinga, því að konur séu alla jafna álitnar meira traustvekjandi og umhyggjusamari en karlmenn. Fyrir skömmu settist önnur kona, Pamela Liapakis, í stól forseta Félags bandarískra réttar- lögfræðinga, og auk þess eru konur forsetar lögfræðingafélaga í ýms- um stórborgum, þar á meðal New York og Los Angeles. Þótt þeir sem vit hafa á almanna- tengslum séu harla kátir vegna aukinna valda og ábyrgðar kven- lögfræðinga, ítreka þeir að enn sé gífurlegt verk óunnið í því að breyta ímynd lögfræðinga. Davíð ekki ósiðlegur Hong Kong. Reuter. DÓMARI í Hong Kong hefur kveðið upp úr með að stytta Mic- helangelos af Davíð brjóti ekki í bága við almennt velsæmi. Dómsúrskurð þurfti til vegna þess að dagblaðið The Eastern Express vildi fá hnekkt þeim dómi Velsæmisréttar Hong Kong að mynd sem blaðið birti af stytt- unni, væri ósiðleg. Ritstjóri blaðsins sagði að dómarinn hefði vísað málinu aft- ur til Velsæmisréttarins til end- urupptöku. „Hong Kong er um það bil að verða athlægi," sagði í blaðinu. % 4 1 — S = 20 10 Nemendur { skrifstofustörfum Fyrir nám í VSN 3 mánuðum veturinn ‘94 - ‘95 eftir útskrift \ ý y £>£ÞJ SiaLAíiAííAj'JÖí Reynir Björnsson, sölufulltrúi Sigurplasts hf. Þegar ég byrjaði í viðskiptaskóla Stjórn- unarfélagsins og Nýherja var ég með verslunarpróf frá Framhaldsskóla Húsa- víkur. Til greina kom að Ijúka stúdents- prófi eða fara í markaðs- og sölunám hjá VSN. Þar sem ég taldi að VSN gæfl meiri möguleika á góðu starfi að námi loknu, pá fór ég í hann. i upphafi fannst mér skólinn vera dýr, en eftir pví sem á leið sannfærðist ég um að námið væri rúmlega peninganna virði. Ég var svo lánssamur að fá virinu hjá Sigurplasti hf. í gegnum skólann áður en að starfsþjálfun kom og hóf ég störf þar um miðjan apríl sl. Ég mæli af heilum hug með námi við VSN. Kennslan er hnltmiðuð og hagnýt og kemur að góðum notum á vinnumarkaði. Stutt og hnitmiðað starfsnám í takt við þarfir atvinnulífsins. Hægt er að velja um morguntíma, hádegistíma eða síðdegistíma. Rós Magnúsdóttir, Ríkisbókhaldi Áður en ég hóf nám hjá VSN hafði ég ein- göngu unnið við afgreiðslu og ræstingar. Ég hætti í framhaldsskóla eftir tvö ár og því voru atvinnumöguleikar minir ekki miklir. síðastliðið sumar fékk ég kynningar- bækling um skólann sendan heim. Hann vakti strax forvitni mína og bað ég um að sendar yrðu nánari upplýsingar til mín. Eftir lestur þeirra ákvað ég að slá til og sækja um. Þar sem ég er með ungt barn og þurfti að vinna með námi hentaði kennslutíminn mér vel, en aðeins er kennt þrjá tíma á dag. Undir lok skólaársins var haft samband við mig frá ráðningarskrifstofu, en skólastjóri skólans hafði bent á mig i sambandi við starf hjá Ríkisbókhaldi, þar sem ég starfa nú. Starfsþjálfun í fyrirtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í skrifstofustörf. Námstími er 2 x 13 vikur, 3 klst. daglega. VJlÐSKIPTASKÓLI Stxörnunarfélagsins og ttÝHERJA ÁNANAUSTUM 15-121 REYKJAVÍK FURUVÖUUM 5 - 600 AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.