Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ' Ljósmynd/Michael Biedowsky SUNNUDAGUR í Austur-Berlín í byrjun áttunda áratugarins: Ytra byrðið var grátt en undir niðri ólmuðust lífsþyrstar klíkur sem Stasí taldi ógna öryggi landsins. Leyniþjónusta ó sólnaveiðum Um misnotkun austurþýsku leyniþjónustunnar á sálfræðilegri þekkingu Njósnir um „gransamlega“ sam- borgara eða samfélagshópa voru algeng aukavinna í Austur-Þýska- landi, segir Halldór Hauksson. Árið 1988 hafði Stasí 173.000 óopinbera starfsmenn, þar af sex til tíu þúsund unglinga undir 18 ára aldri, á sínum snærum. TRUBADORINN Wolf Bier- mann, fósturpabbi rokk- rörsins Nínu Hagen, hefur senniiega aldrei sungið og spilað jafnoft inn á segul- band eins og í íbúð fjöl- skyldunnar í ChaussestraBe austan múrs í gamla miðbæ Berlínar. Segul- bandið var þó ekki í íbúðinni heldur barst söngur fjölskyldunnar gegnum hlerunartæki austurþýsku leyniþjón- ustunnar Stasí. Starfsmenn leyni- þjónustunnar lentu stundum í eftir- vinnu við að vélrita bráðfyndna texta Biermanns orð fyrir orð sem töldust niðurrifsboðskapur og leiddu til þess að austurþýsk stjórnvöld vísuðu hon- um úr landi árið 1977. Sama ár vandi stúlka. nokkur í næsta hverfi, Prenzlauer Berg, kom- ur sínar í unglingaklúbb á vegum Junge Gemeinde sem var kirkju- hreyfing og ekki í beinni þjónustu stjórnvalda. Stúlkan var á fimm- tánda aldursári og vinsæl meðal bekkjarfélaga. Kvöld eitt í miðjum mars ’77 hópuðust þeir í boði henn- ar á samkomu unglingaklúbbsins í Elíaskirkju, þar sem sungin voru dægurlög og skipst á skoðunum. í skólanum daginn eftir tilkynnti einn bekkjarfélaganna að á svona sam- komu skyldi hann sko aldrei aftur fara. Unglingaklúbburinn væri sam- ansafn „ríkisijenda" sem kölluðu Austur-Þýskaland fasískt ríki, syngju lög eftir Wolf Biermann og stúlkan ætti meira að segja söngbók með lögum hans. Stúlkan reis úr sæti, hnakkreifst við strákinn og sagði söngvana vera „góða“ og „sanna“. Skólastjórinn frétti sam- dægurs af orðaskiptunum og tveim- ur dögum síðar, klukkan fimm síð- degis, birtist liðsforingi frá leyni- þjónustunni á heimili drengsins og sýndi málinu mikinn áhuga. Erindi hans var að fá drenginn til að kom- ast að því hver stæði að baki sam- komum unglingaklúbbsins. Foreldr- arnir voru heiðvirðir borgarar, tóku erindinu vel og drengurinn skýrði frá kynnum sínum af klúbbnum. Hlutverk foreldranna var að sam- þykkja samstarfið og gæta þess að drengurinn yrði ekki of ákafur við starfann og kæmi þannig upp um leynilegt verkefni sitt. Þar með var pilturinn orðinn „óopinber starfs- maður“ Stasí („inoffizieller Mitar- beiter" = IM) og skrifaði undir samn- ing til 25 ára sem tryggði honum góðan námsárangur í framhalds- skóla að eigin vali. Seinna meir gat hann gerst opinber starfsmaður leyniþjónustunnar. Grundvallarskil- yrði samningsins var trúnaður og aðgát við val á vinum.1 Njósnir um „grunsamlega" sam- borgara eða samfélagshópa voru al- geng aukavinna í Austur-Þýska- landi: Árið 1988 hafði Stasí 173.000 óopinbera starfsmenn, þar af sex til tíu þúsund unglinga undir 18 ára aldri, á sínum snærum. Oftast söfn- uðu óopinberir starfsmenn, eða „snuðrarar", eins og almenningur nefndi þá á niðrandi hátt, upplýsing- um um hugsanlega andstæðinga rík- isins. Einungis lítill hluti snuðrara var í beinum tengslum við yfirlýsta andstæðinga, eins og t.d fólk úr frið- arhreyfíngunni, umbótasinna eða gagnrýna lista- og menntamenn. Liðsforingjar leyniþjónustunnar unnu úr upplýsingunum með skýrslugerð og skýrslurnar skipta tugum þúsunda. Eftir hrun Alþýðu- lýðveldisins hefur Gauck-stofnunin í Berlín annast úrvinnslu á gögnum Stasí og gefið fólki kost á að kynna sér persónulegar skýrslur sínar. Hlutverk skýrslanna hefur því al- gjörlega snúist við og á undanförn- um árum hafa margir verið afhjúp- aðir sem fyrrverandi siiuðrarar auk þess sem einstakt tækifæri hefur gefíst til að kynnast aðferðum leyni- þjónustuapparats á borð við Stasí. En þessari „úrvinnslu fortíðarinnar" er þó engan veginn Iokið og enn bíða þúsundir skýrslna sem enginn hefur vitjað.2 Fyrir nokkru kom út í Þýskalandi bók sem ber heitið „Sundrun sálarinnar: Sálfræði og geðlækningar í þjónustu Stasí". Bókin inniheldur ijölda greina eftir lækna og sálfræðinga. Höfundarnir eiga það sammerkt að gagnrýna harðlega misnotkun Stasí á sálfræði- legri þekkingu.8 Sjö milljónir eða konfektkassi í hugum flestra Austur-Þjóðveija var Stasí almáttugt og alvitandi afl sem ekki var gott að fá upp á móti sér. Að vera beðinn um að snuðra kitlaði hégómagirnd margra; það var kannski spurt „af hveiju völduð þið mig en ekki einhvem sérfræðing um málið“ og svarið gat hljómað: „Ein- mitt þú ert rétti maðurinn af þvi þú ert föðurlandsvinur“. Þó var öflun snuðrara vandasamt verk því al- mennt séð þóttu persónunjósnir for- kastanleg iðja. í herbúðum Stasí var þróuð svokölluð „virk sálfræði" („op- erative Psychologie") sem leitaði fanga í öllum mögulegum greinum sálfræðinnar. Með aðferðum „virku sálfræðinnar“ átti annarsvegar að hafa uppá og hafa taumhald á fólki sem hentaði til njósna og hinsvegar að „sundra“ pólitískum andstæðing- um. Þegar á seinni hluta sjötta ára- tugarins var sálfræði orðin föst rannsóknar- og kennslugrein í Lög- fræðiháskólanum í Eiche-Golm við Potsdam. Nafn skólans er villandi því hér var um að ræða lokaða deild leyniþjónustunnar einungis ætlaða yfírmönnum hennar. Þegar leyniþjónusta hefur auga- stað á ákveðnum aðila til að njósna fyrir sig er mjög mikilvægt. fyrir hana að sá hinn sami gangi sam- stundis að tilboðinu. Þá hefur sá útvaldi nefnilega hljótt um sig, en ef hann er á báðum áttum eða þver- neitar er hætt við að hann blaðri og minni þar með almenning á til- veru og aðferðir leyniþjónustunnar. Stasí undirbjó því fyrsta fundinn með öflun upplýsinga um „kandídat- inn“, án þess að hann hefði hug- mynd um það. Ef um var að ræða mikilvæga tengla við ákveðna sam- félagshópa, t.d. vísindamenn og kirkjunnar menn með ferðaleyfi í vestrið, gat þessi „forvinnsla óopin- berra starfsmanna“ tekið átta til tíu mánuði. Safnað var upplýsingum um áhugamál, hégóma, venjur og jafn- vel lagalegar eða hjúskaparlegar yfirsjónir. Með sálfræðilegri túlkun upplýsinganna átti að höfða mark- visst til persónueiginleika kandídats- ins; persónueiginleika sem væru samviskutogstreitunni yfirsterkari. Við öflun njósnara utan Austur- Þýskalands beitti Stasí oft þrýstingi með upplýsingum um yfirsjónir kandídatsins og margur gein við ríf- legum greiðslum sem gátu numið allt að 150.000 vesturþýskum mörk- um, u.þ.b. sjö milljónum íslenskra króna á ári. Þessu var öðruvísi farið innan Austur-Þýskalánds. Þar voru óopinberir starfsmenn ódýrir í rekstri, greiðslur þekktust varla eða voru mjög lágar; stundum kom konf- ektkassi á jólunum eða blómvöndur á afmælisdögum. Samkvæmt upp- lýsingum Stasí-háskólans var meiri- hluti snuðrara fenginn til starfans með „góðu“, þ.e. með því að höfða til persónueiginleika sem samræmd- ust gildum yfirvaldsins. Slíkar til- hvatir nefndust einu nafni „skilning- ur á samfélagslegri nauðsyn". Hins- vegar ku beinum þrýstingi, þ.e. þeg- ar Stasí notfærði sér upplýsingar um yfirsjónir kandídatsins sem gáiu varðað við refsingu í dómskerfinu, hafa verið beitt í fjórðungi tilfella. Þó var talið að annar hver snuðrari fyndi til hræðslu eða fyndist hann vera undir einhverskonar þrýstingi í byijun. En þegar líða tók á sam- starfið töldu aðeins tíu prósent að- spurðra að þeir væru beittir þrýst- ingi og áttatíu prósent sögðu tilhvat- ir sínar sprottnar af skilningi á sam- félagslegri nauðsyn. Fjórðungur snuðrara taldi iðju sína vera tilgang í sjálfu sér. „Skilningur á samfélagslegri nauðsyn“ í þessari skilgreiningu Stasí á al- gengustu tilhvötum samstarfsmanna sinna skín í gegn sú fullyrðing að meirihlutinn hafí upplifað umhverfi sitt á þann hátt að persónunjósnir væru nauðsynlegar. En snuðrarar komu úr öllum mögulegum þjóðfé- lagshópum og voru sjaldnast Iiðs- menn kommúnistaflokksins og ein- faldlega hliðhollir sínum mönnum. Þess vegna hljóta útskýringar á að- dráttarafli Stasí að vera margþættar. Strangt til tekið þyrfti að rannsaka hvert tilfelli fyrir sig, því vafalaust voru tilhvatir njósnaranna jafnólíkar og þeir voru margir. Því er ráð að mæta spurningunni um það af hveiju allt þetta fólk gerðist snuðrarar með annars konar spumingu: Hveijum var samvinnan við Stasí „nauðsyn- leg“ og hveijum kom „skilningur" á þessari nauðsyn til góða? Svipað frændum sínum í vestri voru Austur-Þjóðveijar gefnir fyrir röð og reglu og flestir voru stoltir yfir því að atvinnuleysi var óþekkt og að glæpir og fíkniefnavandi voru í algjöru lágmarki miðað við vestrið, „hið kapitalíska útland“. Þeir sem lagt höfðu hönd á plóginn við upp- byggingu Alþýðulýðveldisins uppúr rústum Þýskalands nasista, litu á ævistarf sitt sem mótafl gegn fas- isma eða „fasískum kapítalisma". Fjölmargir koma þó af fjöllum þegar aðferðir Stasí ber á góma. Einhver hluti Stasí-snuðrara taldi sig starfa í þágu (áframhaldandi) uppbyggingar sem hefði strandað sökum dómglapa ráðamanna. Dómglöpin myndu þó einungis stafa af skorti á upplýsingum um efna- hagslegt og pólitískt ástand í land- inu. Með samvinnu sinni við Stasí þóttist þessi tegund umbótasinna eygja eina möguleikann á nálgun stjómmálanna við raunveruleikann sem einkenndist af kerfístregðu, klíkuskap, vöruskorti og sjálfsaf- greiðslu. En eins og gefur að skilja náðu þessar tilraunir til betrumbóta þó engan veginn markmiði sínu. Fréttaberinn lenti í svikamyllu eins og prestur nokkur sem kvartaði und- an stuldi verðmæta úr kirkju sinni og var spurður hvort hann vildi ekki gera eitthvað til að bæta öryggið. Spyrlarnir voru Stasí-menn og með jáyrði sínu var presturinn nauðugur viíjugur orðinn snuðrari, grunlaus um að þjófarnir voru á vegum inn- og útflutningsfyrírtækisins KóKó („Kom- merzielle Koordinierung") sem í raun var deild innan leyniþjónustunnar og seldi ógrynni af forn- og listmunum í vestrið til gjaldeyrisöflunar. Stjórnvöld skrifuðu frið, jafnrétti og bræðralag með stórum stöfum á fána sína, tilhvatir borgaranna sam- ræmdust þessum gildum og Stasí kunni að beina þeim í kvíar kalda stríðsins þar sem mynd óvinarins birt- ist sem ógn við gildin. Hinsvegar kom Stasí oftast auga á hinar eiginlegu rætur tilhvatanna og nærði þær ós- part. Ræturnar lágu m.a. í persónu- legu framapoti, leyndu valdi yfir ná- unganum, fyrirgreiðslum í kerfinu og undantekningum frá fjöldatak- mörkunum framhaldsskóla. Þessi „sjálfsbjargarviðleitni" samræmdist leikreglum úr daglega lífinu: Af illri nauðsyn þurftu allir á greiðvikni ná- ungans að halda og greitt var fyrir með greiða á móti — kannski sáu sumir engan mun á þessari greið- vikni og á samstarfi sínu við Stasí. í öllu falli varþað svp, að „einkafram- tak“ (í einhveijum skilningi þess orðs) var í hávegum haft meðal Austur- Þjóðverja, því ef einhver kom ekki ár sinni fyrir borð með tilheyrandi samböndum var hann talinn heimsk- ur eða jafnvel andfélagslegur. Fyrir handan þennan veruleika svifu póli- tískir frasar ráðamanna um í eilífum sparifötum því Stasí fannst alveg nóg að borgaramir þættust trúa á há- tíðarræður stjórnvalda. Frá öðru sjónarhorni hafði goð- sagnakennd ímynd hetjunnar sem leggur sig í hættu fyrir föðurlandið mikið aðdráttarafl: Ævintýraferðir og hlerunartæki í varalitnum, já- kvæðar fyrirmyndir sem gátu heitið Soja Kosmodemjanskaja eða James Bond. Goðsagnir komu víðar við sögu því við öflun snuðrara voru notaðar aldagamlar aðferðir sem felast í að beita fyrir samviskubitið með fyrirgefningu syndanna. Dæmi um þetta má finna í einni af skýrsl- um Stasí-háskólans: „Rannsóknarn- iðurstöður í málaflokknum: Öflun óopinberra starfsmanna og sálfræði- legar forsendur hennar." Þar segir á einum stað: „Við tilhvatningu kandídatsins er það ekki yfirsjónin sem slík sem skiptir máli heldur hvort mögulegt er að gera honum meðvitað hversu skaðleg, forkastan- leg, skammarleg o.s.fv. yfirsjónin er og vekja þannig hjá honum vilja til að forða eða eyða neikvæðum afleiðingum hennar.1'4 Samvisku- semi var að einhveiju leyti mótorinn í samstarfinu við Stasí, líkt og þegar James Bond er tekinn inn á kontór í ráðuneytinu í byijun myndar, skammaður soldið og siðaður kurt- eislega til. Hann lofar bót og betrun og fer svo í spennandi leiðangur, trúr landi sínu og þjóð. í lok myndar gerist hann reyndar aftur frjáls og ósiðsamlegur í augum yfirvaldsins — kannski til að yfirvaldið geti fyrir- gefið honum fyrir næstu ferð. Spegill fyrir samviskusamar strengjabrúður? í umræðunni um „Stasí-fortíðina“ er stundum fullyrt að skortur á sið- ferðisþroska eða klofningur samvis- kunnar frá hinni eiginlegu iðju sé einkennandi fyrir þá sem njósnuðu um náungann. Fjölmörg dæmi styðja svona grunsemdir eins og maður nokkur sem árum saman færði Stasí upplýsingar um eiginkonu sína, eða skáldið Sascha Anderson sem var innsti koppur í búri meðal gagnrýn- inna kollega í Prenzlauer Berg, hélt ólögleg ljóðakvöld í kjöllurum og var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.