Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 7 Landinn við fyrstu sýn Kaupmannahafnarbréf Landinn hefur lengi haft orð á sér fyrir lítt fágaða framkomu og fyrir að vera laus við alúð. Sigrún Davíðsdóttir lýsir hér hvemig íslendingar koma fyrir sjónir í samanburði við aðrar þjóðir og getur alls ekki tekið undir fyrrgreindar fullyrðingar. möguleikanna og á okkar eigin valdi. Stríðin verða þegar menn mikla möguleika sína og vald. Friðsemdin kemur þegar menn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og hinni siðferðilegu skyldu að rannsaka fyrst sjálfan sig og síðan aðra. Stríðið kemur þegar menn kenna öðrum um sína eigin galla og vansæld. Friðsemdin þegar menn rækta skilninginn. Þá hopa fordómarnir og lygin á hæl og falla til jarðar. Friðsamur maður eflir og bætir eigin persónu og sýnir hana öðrum til hvatningar en ekki ásteytingar. Friðsemdin er einföld. Margir hafa komið í hennar nafni og haft önnur og dulin markmið, en hún er öll þar sem hún er séð. Áfrom hennar eru hræsnislaus, stefnan er skýr en röddin ekki hávær. Ráð hennar er ekki flókin kennisetning og illskiljanleg hugtök. Hún er ekki viskubrunnur heldur óbrotin upplifun. Ef það er eitthvað sem þjakar hana, er það skyldan til að láta gott af sér leiða. Yfirleitt er hún hrakin burt eða spottuð fyrir heimsku, því fegurðin er hennar hjartans mál. Friðargyðjan í __ grískru goða- fræðinn nefndist íreana. Það er eftirtektarvert að hún stendur ávallt í skugga hins fyrirferðarm- ikla stríðsguðs Aresar. Þannig er það líka í mannkynssögunni. Stríð- ið er skráð í þykkar bækur en frið- urinn er tíðindalaus. Stríðið er hratt og spennandi, friðurinn hægur og bragðdaufur. En hver getur dýpsta þrá íjölskyldna í landi, eins og fyrr- verandi Júgósalvíu, verið önnur en friður við náungann, friður á jörð? í áþreifanlegum friði þurfum við ekki að klæðast hermannafötum og fara út á blóðugan vígvöllinn og börnin ekki að óttast um líf sitt. Speki: Friðsemd er vissa hjartans um árangur ást- ar og vináttu. umfangsmiklar og pláss fyrir þenn- an pistil ekki ótarkmarkað hér í blaðinu ætla ég að svindla aðeins og fá ykkur til þess e.t.v. með mér. Þið skuluð bara halda ykkur við ykkar pönnukökuuppskriftir, en sleppa sykri og nota bókhveiti þeg- ar þið notið ósæta fyllingu og eins hafa þá kökurnar í þykkara lagi „a la galette". Þegar þið notið sæta fyllingu skuluð þið nota venjulega pönnukökuuppskrift með smásykri og dropum „a la crépe“. Hér koma hins vegar tvær „ekta“ uppskriftir að fyllingum, einni ósætri og einni sætri. Pönnukaka með reyktum laxi 1 pönnukaka, (ósæt, í þykkara lagi) 1 sneið af reyktum laxi, 2 msk sýrður ijómi, 1 tsk grásleppuhrogn, '/< sítróna, Steikið pönnuköku í smjörklípu, þegar þið hafið snúið henni við legg- ið þá laxsneiðina á miðja kökuna. Setjið sýrða rjómann ofan á laxinn. Bijótið síðan jaðra pönnukökunnar inn að miðju, en skiljið miðjuna eftir opna þannig að laxinn sjáist. Setjið því næst grásleppuhrognin ofan á laxinn. Berist strax fram með sítrónunni. Tilvalið sem for- réttur (1 pönnukaka á mann). Ananas- og karamellufylling 1 heit pönnukaka, 1 ^neið af ananas í sírópi, 1 msk sýrður ijómi, 2 msk af karamellusósu (heimatil- búin eða heit úr ísbúð). Hitið ananassneiðina á vægum hita í smásírópi. Leggið ananasinn á kökuna, setjið slettu af sýrðum ijóma út á ásamt karamellusós- unni. Brjótið pönnukökuna í tvennt. Hellið smá karamellusósu yfir hana og skreytið e.t.v. með kirsuberi og mintublöðum á tannstöngli sem hægt er að stinga í gegnum pönnu- kökuna og fyllinguna. Bon appétit! AÐ BYRJAR strax í Flug- leiðavélinni, þegar hún Iendir á Keflavíkurflug- velli. „Velkomin heim“, segir flugfreyjan þýðri röddu. Það næsta er svo kumpánlegt „gott kvöld“ eða „góðan dag“ hjá starfs- fólki Fríhafnarinnar. Hvorttveggja dæmi um það sem sagt er að Is- lendingar hafi annars ekki til brunns að bera í ríkum mæli, nefni- lega hlýlegt og glaðlegt viðmót. Álíta ekki flestir að íslendingar séu þurrpumpulegir og lausir við mannasiði? Erlendir íslandsfarar á síðustu öld sögðu að íslendingar væru þjóð, sem brosti með lokaðan munn og kynni ekki að hlæja. Aðrir segja okkur ókurteisa. Sitt sýnist hveijum og ég hef svo sem líka lent í að tröllaukinn karlmað- ur keyrði á mig í kjörbúðarröð, svo ég stakkst næstum á kaf í vörubinginn, meðan hann lét ekki svo lítið að umla einhverja afsök- un, þótt hann fylgdist með mér rambandi á barmi körfunnar. Samt finnst mér landar mínir bæði kurteisir og hlýlegir á nátt- úrulegan hátt. Þá á ég við að þeir eru lausir við fágaða kurteisi og innantóman hlýleika, sem margar aðrar þjóðir hafa og liggur á yfirborðinu, en snertir ekki hjartað hið minnsta. „Velkomin heim“ Þegar Flugleiðavélin er að lenda og „velkomin heim“-kveðjan hljómar hugsa víst fæstir íslensku farþeganna út í að sennilega er þetta eina flugfélagið í heimi, sem heilsar farþegum sínum á þennan hátt. Sjálf tók ég kveðjunni alltaf sem sjálfsögðum hlut þar til að ágætur Dani vakti máls á þessu og benti mér á hve einstakt þetta væri. Daninn tók þetta sem dæmi um hve einstaklega sterka tilfinn- ingu íslendingar hefðu fyrir föður- landinu, sem drægi þá alltaf heim aftur, sama hvar þeir færu. Það má rétt vera, en fyrir mér er þetta dæmi um hvað Islendingar geta verið alúðlegir á yfirlætislausan hátt. Þegar í Fríhöfnina kemur verð ég alltaf jafnklumsa við, þegar boðið er hressilega góðan dag eða kvöld, eftir því hvað við á. í þeim löndum, sem ég þekki best til á meginlandinu tíðkast ekki slík „óþarfa“ slit á raddböndum starfs- fólks. Og kveðjan þarna er heldur ekkert vélræn, heldur er alltaf eins og maður sé eini viðskiptavinurinn, sem þarna sjáist vikum saman. Bara hjartanleg kveðja, eða þannig finnst mér hún vera. Sama er uppi á teningnum í búðunum, þegar í bæinn kemur. Á kössunum í stórmörkuðunum virð- ist starfsfólkið ólíkt hressilegra og betur á sig komið, en liðið sem situr á dönsku kössunum. Og svo horfir íslenska afgreiðslufólkið í augun á manni, en heilsar ekki bara út í loftið til málamynda, tók ég eftir. Þegar ég nefndi þetta við landa minn, sem einnig býr erlend- is, tók hann alveg undir þetta, en var ðkki jafnsannfærður og ég um að þetta stafaði af elskulegheitum innfæddra. Hann kunni þá sögu að fyrir nokkrum árum hefði kunn- ur íslenskur verslunarmaður farið til Bandaríkjanna og komið þaðan með fagnaðarboðskap um hvernig fara ætti að viðskiptavinum. Liður í því væri einmitt að bjóða bros- andi góðan dag og horfa á fólk. Hvort að hér er aðeins um sölu- trikk að ræða, sem ég fell kylliflöt fyrir, skal ósagt látið, en þá eru íslendingarnir líka góðir í að leika alúðlegt yfirbragð . . . Að horfa á eða í gegnum fólk Fyrir nokkrum árum sá ég haft eftir einhveijum vísum manni að. íslendinga mætti þekkja á götu erlendis, því þeir horfðu alltaf framan í fólk, hvort sem þeir gengju eftir Austurstrætinu eða East Avenue. Þetta hafði ég ekki hugsað út í áður, en sá strax í hpndi mér að þetta er alveg rétt. En einnig að dvöl erlendis gerir það að verkum að maður dregur smám saman dám af hinum er- lendu, fer að gera eins og þeir og hættir að horfa framan í fólk, læt- ur það fljóta fram hjá sér án þess að taka sérlega eftir því. Þetta er liður í tómlæti stórborganna. Fyrst hætta menn að horfa hver á ann- an, síðan að bregðast við ef ein- hver þarf á hjálp að halda, eða þannig ímynda ég mér að ferlið sé. Þetta með að Islendingar horfa hver á annan hangir svo saman við annað einkenni landans, sem ýmsir útlendingar hafa bent mér á og það er hve fólk er yfirleitt vel til fara á almannafæri. Hvort það er smekklega klætt er komið undir smekk hvers og eins, en fólk á ferli í bænum, í Kringlunni eða annars staðar er yfirleitt bæði snyrtilega til fara og almennt vel hirt. Fyrir fjörutíu árum var ekki óalgengt að húsmæður, sem þá voru fjölmennur flokkur, brygðu sér út í búð berfættar í skónum, jafnvel á hagkaupssloppnum eða með kápunni lauslega brugðið yfir hann og kannski rúllur, sem gægð- ust undan skuplunni. Vísast hefðu þær aldrei farið svona í bæinn, en út í fískbúð og mjólkurbúð var það í lagi, kannski af því þá sá þær enginn nema börn og aðrar hús- mæður. Slíkur klæðnaður sést ekki leng- ur. Qg allir sýnast fara í sínu besta hvunndagspússi í Kringluna, sem er auðvitað líka meiri háttar sam- komustaður. Helsta frávikið frá því er á löggiltum afslöppunardög- um eins og laugardögum þegar æfingagallar virðast viðurkenndir. Þar sem ég tengi slíkan klæðnað við feitlagnar danskar og þýskar fjölskyldur í fríi á tjald- og hús- vagnastæðum og í sumarleyfisný- lendum, þar sem bjórsvækjan um- lykur glansgallana, þá er ég með algjört ofnæmi fyrir þessum fatn- aði og sé fátt ósmekklegra. Það eru líka til þægileg föt, án þess um glansgalla sé að ræða. Nætur- og helgarvinna Það fyrsta sem blasti við augum á áfangastað mínum í Reykjavík undir miðnætti á sumarnóttu voru menn að vinnu við nýbyggingu. Mér skilst að það sé unnið nokk- urn veginn allan sðlarhringinn við stórframkvæmd eins og dönsku Stórabeltisbrúna, en annars sjást varla verkamenn eða iðnaðarmenn í vinnu í Danmörku eftir kl. 16. Og mikið kunni ég þessari vinnu- semi vel, því eitt af því sem ég get saknað bijálæðislega er að sjá fólk taka á og sýna dugnað, eins og mér finnst ég sjá hjá löndum mínum. í Danmörku eru helstu fréttir af vinnumarkaðnum hve hin og þessi tegund vinnu sé óholl fyrir mannslíkamann og lýsing- arnar eru skelfilegar. Ein allra hættulegasta vinnan er að slátra kjúklingum, en vinna í sláturhúsum og tölvuvinna er líka háskaleg heilsunni, ef marka má danskar fréttir. Á stundum mætti ætla að vinna væri sjúklegt fyrirbæri og það rignir yfir dóm- stólana kærumálum vegna sjúk- dóma, sem hinir þjáðu álíta at- vinnusjúkdóma, enda eru góð for- dæmi fyrir bótum á því sviði. Það er kannski ekkert eðlilegt við það að sjá fólk að vinnu síðla kvölds eða um helgar, en það er þá eng- inn efi á hvar maður er kominn. En sinn er siður í landi hveiju. Danir hafa lifað við borgarskipu- lag um aldir og það er fyrir löngu búið að skipuleggja út í æsar hvernig leyst er úr hinum og þess- um málum og ekkert svigrúm fyr- ir skyndilausnir, hvursu innblásn- ar sem þær kunna að vera. í bönk- um, búðum og öðrum afgreiðslu- stöðum er ekki við því að búast að reynt sé að leysa úr málunum á hlýlegan og manneskjulegan hátt, heldur er venjum og reglum fylgt út í æsar. Og þannig er það í flestum nágrannalöndum okkar og fólk þaðan saknar oft skipu- lagsins og reglufestunnar á ís- landi. Þegar landinn stendur frammi fyrir öllu þessu skipulagi erlendis, sem oftast er skilvirkt, þá gerist það á stundum að það læðist að honum löngun eftir að sjá eins og eitt alúðlegt bros og kumpánlega kveðju, þar sem aug- un fylgja líka með og tilhliðrunar- semi, sem kostar ekkert . . . þótt ekki væri nema stöku sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.