Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 8

Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÓLSKI leikstjórinn Agnieska Holland (Evrópa, Evrópa) er nú að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína, Sólmyrkva, sem fjallar um skáldið Arthur Rimbaud. Handritið gerir breska leikritaskáldið - og nú nýverið kvikmyndaleik- stjórinn - Christopher Hampton en með aðalhlut- verkin fara Romane Bohrin- ger, fremsta leikkona Frakka af yngri kynslóðinni, og dóttir Richard, Dom- inique Blance, Leonardo DiCaprio og David Thewlis. Myndin hefst árið 1871 og segir af vinskap Rim- baud, sem þá er 16 ára, og Paul Verlaine í París. Sá er kvæntur Matthildi de Fleur- ville sem er þunguð. Paul hefur hrifist af kveðskap Rimbaud og boðist til að aðstoða hann í stórborginni og það verður upphafið að örlögum þeirra. IMYND um Rimbaud: Leonardo DiCaprio. SÝND á næstunni; Sjö með Pitt og Freeman. 7.000 hafa séð Don Juan ALLS hafa um 50.000 manns séð gaman- mynd Jims Carreys, Heimsk- ur heimskari, í Laugarásbíói og víðar að sögn Magnúsar Gunnarssonar bíóstjóra. Þá hafa um 7.000 manns séð rómantísku gaman- myndina um Don Juan og 1.500 svertingjamyndina Langan föstudag. Næstu myndir Laugarás- bíós eru „Major Paine“ með Damon Wayans og svo ís- lendingasaga eða Kjartans- saga, víkingamyndin sem Michael Chapman gerði hér á landi. Hún er væntanleg í byijun september. Eftir hana kemur Stallonemyndin „Judge Dredd“ og þar á eft- ir vísindaskáldskapurinn „Species". Aðrar myndir Laugar- ásbíós í framtíðinni eru Sjö með Brad Pitt og Morgan Freeman og „Mortal Kombat“, sem gerð er eftir sam- nefndum tölvuleik. ÞAÐ þarf svo sem engum að koma á óvart þótt fyrsta hreina afþreyingarmyndin frá stóru kvikmyndaverun- um í Hollywood, sem dreift er í Bandaríkjun- um með stimplinum „NC-17“, sé eftir þá fé- íaga Paul Verhoeven leikstjóra og Joe Eszter- has handritshöfund. Þeir gerðu Ógnareðli saman. Nýja myndin þeirra gerist á klámbúllum Las Vegas og heitir „Showgirls" en stimpillinn á henni þýðir að | hér er um „full- orðinsmynd“ að ræða, sem dregur ekki úr nektarsenum og kynlífsatr- iðum. „Ég hef virki- lega gaman af því að kvikmynda naktar stelpur,“ er haft eftir Verhoeven hinum hollenska. Svo virðist sem hon- um gæti tekist að bijóta ýmis tabú hins settlega Hollywoodiðn- aðar með mynd sinni og fleiri fylgi í kjölfarið. Stimpillinn var hugsaður sem leið fyrir myndir eins og „Showgirls" að komast í almenna dreif- ingu er haft eftir ieik- stjóranum en aðeins C* einni „NC-17“ mynd hefur áður verið dreift, tHenry og June eftir i Philip Kaufman, sem var listrænt sköpunar- verk, ekki afþreying- .armynd. Holland gerir mynd um Arthur Rimbaud Fólk Í.VVV ■ MEISTARA VERK Luis Bunuels, „Belle de Jour“, með Catherine Deneuve í aðalhlutverki hefur verið sett í endurdreifingu í Bandaríkjunum af Miramax fyrirtækinu. Deneuve leikur eiginkonu læknis og eyðir eftii-miðdögunum á hóru- húsi. „Fólk er enn að tala við mig um þessa mynd,“ er haft eftir henni. ■ FÁIR fá feitari launa- ávísanir í Hollywood en grínistinn og Jerry Lewis arftakinn Jim Carrey frá Kanada. Ein af næstu myndum hans (þegar allar framhaldsmyndirnar eru frágengnar) er „Cable Guy“ þar sem hann leikur einmana starfsmann kapal- sjónvarpsstöðvar, sem fínn- ur grímu eða kannski ekki. Hann fær 17 milljónir doll- ara fyrir viðvikið. ■ NORSKI leikstjórinn Nils Gaup kemur víða við og vinnur nú með franska leikaranum Christopher Lambert við myndina „Tashunga", sem gerist árið 1899 og segir af gull- æði í Alaska. Meðal annarra leikara má nefna James Caan. Frakkar framleiða og myndin verður frumsýnd í Frakklandi um jólin næstu. FULLT af nýjum útgeimsmyndum; úr Stjörnustríði. KVIKMYNDIR Hvad líbur útgeimsmyndum? IBIO EINMUNA gúrkutíð hefur verið í bíóun- um að undanförnu og myndarleysumar vaðið uppi. Ekkert bíóanna hef- ur sloppið við gúrkuna sem einkennist kannski helst af myndum sem ómögulegt er að sjá að eigi erindi hingað til lands. Þetta eru amerískar fjQlskylduvellumyndir eins og Raunir einstæðra feðra eða Perezfjölskyld- an eða Húsbóndinn á heimilinu og Bradyfjöi- skyldan, sem líklega er sýnu verst. Þá var Kyn- lífsklúbbur í Paradís ekk- ert augnayndi og Tommy Boy kallinn, eins og myndin virðist heita, er varla neitt stórvirki. Held- ur ekki „Exotica" eða Æðri menntun John Sing- letons eða önnur vellan, Jack og Sara. Hvað þá mynd sem virðist heita Laaaaaaangur fóstudag- ur og segir af svertingjum í Los Angeles. Eða Á valdi frygðarinnar. Eða Skrið- drekaskvísan. Hvílíkar gúrkur. Heilagur Batman hjálpi okkur. Og geðveik- in í Gogga kóng. Innrásimar fráMars FÁAR myndir hafa meira afþeyingargildi en amerísku spennumyndirnar úr útgeimi. Þær hafa að vísu næstum orðið útdauðar, því miður, á síðasta áratug eða svo en áhuginn á þeim er aftur að vakna til allrar blessunar og heill hellingur er nú í bígerð vestra. Geta áhugamenn um þessa sérstöku tegund tekið gleði sina á ný og hlakkað vongóðir til næsta sumars. Flestar nýju myndanna gerast reyndar ekki í útgeimi heldur á jörðu niðri því jarðarbúar eiga von á hverri innrásinni á fætur ■hhm annarri komandi geimvísind- atryllum. í Þjóðhátíð- ardeginum eða „Inde- pendence Day“, sem 20th Cent- eftir Amald Indriðason ury Fox framleiðir undir leikstjórn Roland Emmerich (Stjörnuhlið), lenda 25 kíló- metra geimskip í Washing- ton og kvikindi í líkingu engispretta taka að murka lífið úr hinum hugrökku og fijálsu. Pill Pullman leikur forseta Bandaríkjanna en með önnur hlutverk fara Will Smith, Randy Quaid og Jeff Goldblum, sem fengist hefur við útgeimsverur áður en með litlum árangri. Hand- ritshöfundurinn og framleið- andinn, Dean Devlin, lýsir tryllinum sem dæmigerðri John Wayne mynd „í anda stórslysamynda Irwin All- ens“. Þá er Tim Burton (Bat- man 1 og 2) að undirbúa mynd núna sem heitir Árás- irnar frá Mars eða „Mars Attacks!“ Wamer Bros. sér um kostnaðinn og Burton leitar að leikurum I aðalhlut- Striplsyn- ingar í Las Vegas; úr „Showgirls" Paul Ver- hoevens. verkin og hefur helst Hugh Grant í huga sem vísinda- mann og Warren Beatty í hlutverki forsetans. Eitthvað dróst að klára handritið þeg- ar í ljós kom að þættir í því líktust atriðum í Þjóðhátíðar- degi en sagt er að myndin komi til að verða einstök í útliti m.a. vegna klippi- myndatækni eins og þeirri sem Burton notaði í Martröð undir jólin. Einnig er hollenski leik- stjórinn Paul Verhoeven kominn langt með undirbún- ing að „Starship Troopers" eða Víkingasveitinni sem byggir á skáldsögu eftir Robert Heinlein en Tri Star borgar þær 80 milljónir doll- ara sem hún á að kosta. Handritshöfundur er Ed Neumeier og framleiðandi Jon Davison svo liðið úr „RoboCop" hittist á ný til að segja sögu af einskonar víkingasveit í geimnum sem á í stöðugri baráttu við eitt- hvað risastórt og ljótt. Einnig er Mad Max leik- stjórinn George Miller tekinn til við að kvikmynda sögu stjörnufræðingsins Carl Sagans, „Contact" eða Sam- band, fyrir TriStar, sem seg- ir frá því þegar mannkynið fær upplýsingar um hvernig það getur haft samband við æðri verur í geimnum. Myndin mun ekki vera í anda þeirra sem segja frá útrým- ingu jarðarbúa. Ýmis minniháttar út- geimsverk eru einnig í und- irbúningi eins og „Shockwave" með Charlie Sheen í hlutverki geimfara; „DNA“ með F. Murray Abraham og geimskrýmsli sem búið hefur verið til úr fornu geni; „Men in Black" er geimgamanmynd með Tommy Lee Jones undir leik- stjórn Barry Sonnefeld (Áddamsfjölskyldan) og Frá hvaða plánetu ert þú? er önnur gamanmynd sem seg- ir af geimveru í leit að lífs- förunaut á jörðunni. Steven Spielberg mun kannski gera myndina „De- ep Impact“ um árekstur loft- steins á jörðina og ekki má gleyma Stjörnustríðsbálki George Lucas, sem brátt verður sexfaldur. í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.