Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 12
flSKJA Rieussec fjölskyldan frá Frakklandi byrjaði íslandsferð sína á að fara í Öskju. Þau stunda fjallgöngur í heimalandi sínu og komu til að skoða eldfjöllin og náttúruna. F.v.: Elsa, Pierre, Juliette, Sébastien og Bernadette Rieussec. - *. .. " ,< Sp ** LAUGAFELLSLAUG Franski bakarinn Anntar Gherbi er búsettur í Svíþjóð. Hann er á mánaðarferðalagi um ísland á mótorhjóli. Hér er hann að skola af sér ferðarykið í lauginni í Laugafelli. VÐ ÓKUM inn í fjallasalinn um Sprengisandsleið. A leiðinni inn í Nýjadal eru tveir áningar- og gististaðir ofan byggða. Við vega- mót Landmannalaugavegar og Sprengisands- leiðar eru Hrauneyjar og 60 km norðar, ná- lsegt miðri Sprengisandsleið, eru Versalir. Þar gefast síðustu forvöð til að fylla á tank- inn eða fá sér í svanginn áður en sandarnir og auðnin taka alfarið við allt norður í Kiða- gil. Næsti bensíntankur til norðurs er í 165 km fjarlægð. Versalir draga nafn af Stóraveri og hétu upphaflega Stóraverssalir. Húsið er leitar- mannahús bænda í Ása- og Djúpárhreppum. Ráðskona í Versölum er Ingibjörg Sveinsdótt- ir en foreldrar hennar, þau Jórunn Eggerts- dóttir og Sveinn Tyrfingsson bóndi í Lækjar- túni, reka Versali og Hrauneyjar. Á vetrum nemur Ingibjörg landafræði við Háskóla ís- lands. Með Ingibjörgu starfa þær Sesselja Helgadóttir frá Selfossi og Andrea Þráins- dóttir úr Reykjavík. Þær ganga í öll verk, matreiða, afgreiða, ræsta og dæla eldsneyti á bfla. Versalir opna nokkrum dögum áður en Sprengisandsleið verður fær, yfirleitt um mánaðarmót júní-júlí og eru opnir til 1. sept- ember. Að sögn Ingibjargar er auglýstur af- greiðslutími frá kl. 8 að morgni til kl. 23 að kvöldi, en ekki er fátítt að bankað sé uppá á öðrum tímum sólarhringsins og falast eftir bensínafgreiðslu eða gistingu. í Versölum er gisting fyrir 36 manns í herbergjum, hvort heldur í svefnpokum eða uppbúnum rúmum. Auk þess eru tvær íbúðir með öllum þægind- um í sér húsi. Að sögn Ingibjargar er vin- sælt hjá veiðimönnum í Kvíslaveitu að leigja íbúðirnar. En er nóg að gera fyrir þrjár manneskjur á þessum eyðistað? „Það er alltaf nóg að gera,“ segir Ingi- björg. „í dag komu 10 rútur og fólkið fékk sér kaffi, kökur og nýbakaðar vöfflur.“ Kvöldið áður birtust óvænt 26 næturgestir þegar komið var að háttatíma. Þetta fólk hafði ætlað að gista annars staðar, en sú gisting brugðist. Öll herbergi í Versölum voru upptekin og því búið um fólkið í mat- salnum svo það hefði húsaskjól yfir nóttina. Einu sinni komu óvænt 37 næturgestir sem ætluðu í Veiðivötn, en komust ekki vegna sandbleytu, svo þær í Versölum eru ýmsu vanar. Þegar spurt var hvernig þeim líkaði vistin á fjöllum sögðust Versalameyjar því fegnar að vera fjarri mannabyggðum. Hvorki útvarp né sjónvarp truflar lífstaktinn, auk þess eru þær bíllausar og karlmannslausar - að eigin sögn. Þær sögðu afkomuna þokkalSga því sá kostur fylgir útivistinni að engu væri hægt að eyða. Þegar við lögðum í hann sagði Ingibjörg að við yrðum að skoða gilið við Skrokköldu. Þar væru stærstu breiður af eyrarrós sem MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 13 væri að drekka vatn úr lækjum og ám, án þess að stofna heilsu sinni í hættu. Eva von Twistern er kennari en hin þijú vinna í tölvuiðnaðinum. Þeim þykir gott að stíga upp frá skrifborðunum og reyna á sig í sumarfríinu með því að ferðast á hjólum. Þegar spurt var um veðrið var svarað með hlátri. Þau fóru úr 33 stiga hita í Þýskalandi og lentu í roki og rigningu fyrstu dagana hér á landi. Það þótti þeim ævintýralegt þrátt fyrir að annað tjaldið fyki ofan af tjaldbúum í fastasvefni klukkan 5 að morgni. Um verð- lag hér á landi hafði Eva þau orð að það væri „áhugavert“. Þau hafa keypt matvörur hér á landi og hafði Eva sérstaídega á orði að mjólkurvörurnar væru góðar. Reknar ó fjall á vorin Það var hlýlega tekið á móti okkur í Nýja- dal af skálavörðunum Margréti Valdimarsdótt- ur úr Kópavogi og Bryndísi Ingu Stefánsdótt- ur frá Akureyri. í Nýjadal á Ferðafélag ís- lands tvö sæluhús sem byggð voru 1968 og 1974, þar rúmast um 120 gestir. Þegar húsin voru byggð var ekki hægt að komast yfir Sprengisand á minna en tveimur dögum og náttuðu flestir í Nýjadal. Nú er öldin önnur og hægt að hristast yfir sandinn á einum degi. „Við erum reknar á fjall á vorin og smalað til byggða að hausti," sagði Margrét. Þær komu í Nýjadal 30. júní og dvelja þar fram í september. Báðar eru þær sjóaðar í skála- vörslunni. Þetta er þriðja sumar Bryndísar í Nýjadal og Margrét á að baki þijú sumur í Langadal í Þórsmörk. En hvað dregur þær á fjöll ár eftir ár? „Þetta er slíkt sældarlíf, að maður tímir ekki að sleppa því,“ svaraði Bryndís. Sældar- lífíð er þó ekki fólgið í iðjuleysi. Yfírleitt er nóg að gera við að sinna ferðafólki, þrífa skálana og sjá um að allt sé til reiðu. Þegar stund gefst milli stríða er sest við hannyrðir og aðra þarflega iðju. Þær sögðu að skála- verðir yrðu að hafa gaman af að taka við fólki og vera til taks allan sólarhringinn, ef svo ber undir. Það væri kostur að kunna rnörg tungumál og vera ráðagóður því ýmsar uppákomur gætu orðið á fíöllum. Morgunblaðið/RAX Herbubreibar- líndir Laugafell Nýidalur /\ Skrokkalda '-Versalir hún vissi um á Sprengisandi. Ingi- björg sagði að ef gert verður miðlunarlón við Syðri-Hágöngur verði flóðfarvegur frá lón- inu um þetta gil og hætt við að eyrar- rósin standist ekki þann vatnsflaum. Littu i kringum þig! Það var orðið kvöldsett þegar við kómum að Skrokköldu. Skuggarnir teygðu sig yfír fagurbleikar breiðurnar af eyr- arrós í gilinu ofan við veginn. Á sendnum lækjarbakka kúrðu tvö lágreist tjöld, karl og kona voru að bjástra við reiðhjól. Þegar slökkt var á bflvélinni heyrðist ekkert nema þyturinn í golunni og hjalið í læknum. Við stigum út, annar með myndavél og hinn með blokk og blýant. Fólkið tók heldur þurrlega undir kveðju okkar. Þegar við kynnt- um okkur varð viðmótið allt annað. Blessað fólkið hélt fyrst að við værum eftirlitsmenn komnir til að reka það af melnum. Þau Eva og Johan von Twistem eru frá Niimberg í Þýskalandi og sögðust vera í annarri Islandsferð sinni ásamt vinahjónum, Christu og Harald Eviz. Sami hópur kom hingað 1991 og ferðaðist þá einnig um land- ið á fíallahjólum og gisti í tjöldum. Nú voru þau á leið til Mývatns eftir vikudvöl sunnan heiða. En hvað dró þau til íslands öðru sinni? „Líttu í kringum þig! Sjáðu útsýnið! Þetta er stórkostlegt," svaraði Harald Eviz og þótti augljóslega óþarfí að spyija svona. Eva von Twistern sagðist hafa heillast af sumarbirtu norðursins og ferðafrelsinu hér á landi. í þéttbýlli löndurn væru skiljanlega meiri höml- ur í þeim efnum. Harald bætti því við að ísland væri í hópi fárra landa þar sem hægt Þrautseigur Ítali spurt var sagna af minnistæðum ferðalöngum rifjuðu þær Margrét og Bryndís upp sögu ítala sem gerði víðreist um hálend- ið í fyrra. Hann renndi í hlaðið í Nýjadal á Fiat Panda 4x4 bíl, sem tæplega flokkast sem torfærutröll. Þær furðuðu sig á hvað bílstjór- inn var lengi að koma sér út úr bílnum og ekki varð undrunin minni þegar þær sáu að hann var að setja saman hjólastól. Þeim þótti maðurinn sýna dirfsku að vera hreyfihamlað- ur og ferðast einn síns liðs á litlum bfl. ítalinn hafði farið svonefnda Laufrönd, sem er mjög fáfarin leið austan Skjálfandafljóts, og síðan Gæsavatnaleið í Nýjadal. Hann var tvo daga á leiðinni og tvisvar sinnum sprungu dekk. Hann var sem betur fer með tvö vara- dekk og ekki í vandræðum með að skipta. Þegar kom í Nýjadal spurði hann hvort ekki væri hægt að útvega honum svefnpoka, því hann hafði engan slíkan. Einhver hörguli var á svefnpokum svo hann renndi til Akur- eyrar og keypti sér poka og hitabrúsa áður en hann sneri aftur. VERSALIR Það var létt yfír stúlkun- um í Versölum enda nóg að gera. F.v.: Sesselja Helgadóttir, Andrea Þráins- dóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir. NYIDALUR Skálaverðirnir Margrét Valdimarsdótdr og Bryndís Inda Stef- ánsdóttir fylgjast grannt með umferð- inni á hlaðinu við sæluhús F.í. í Nýjadal. LAUGAFELL Berglaug Skúladóttir, skálavörður í Laugafelli, framan við bústað sinn, Petubæli. DREKAGIL Þær Elsa Þórey Eysteins- dóttir og Helena Óladóttir eru land- verðir í Drekagili. Bústaður þeirra er til vinstri og til hægri er Dreki, sælu- hús Ferðafélags Akureyrar í Drekagili. LEIBSdCIIMÍÐIIR Valborg Salóme Ingólfsdóttir leiðsögumaður lenti í því um ntiðjan júlí að fylgja 50 ferðamönn- um ofan úr Öskju í blindhríð af norðri. Ítalinn spurði hvort ekki væri hægt að aka á nein fjöll og var sagt að hann kæmist al- veg að fjallsrótum Herðubreiðar. Hann dreif sig austur Gæsavatnaleið öðru sinni en kom til baka í Nýjadal verulega fúll. Hann taldi sig hafa farið fýluferð fyrst hann gat ekki ekið alla leið upp á fjalldrottninguna heldur einungis að fótum hennar. Ekki fór hann þó alveg erindisleysu. Hann notað tækifærið þegar komið var austur yfir til að skreppa á Mývatn og kaupa bensín og láta gera við varadekkin, því það var alltaf að springa. Þessi ungi maður fékk að hringja til móð- ur sinnar til að láta vita af sér. Hún fékk símanúmerið í Nýjadal og fór nú að hringja í tíma og ótíma. Syninum þótti nóg um móður- ástina og bað skálaverðina að segja að hann væri ekki við ef kerla hringdi. Líklega hefur ræst á þessum ferðalangi að fall sé fararheill. Hann lagði upp frá ítal- íu og ók til Danmerkur í veg fyrir feijuna til íslands. Einhverra hluta vegna kom hann hálftíma of seint á hafnarbakkann og sagðist hafa verið tilneyddur að eyða viku í Dan- mörku áður en hann komst með næstu ferð til fyrirheitna landsins, íslands. Feróast eins og ég fae frió til Á hlaðinu í Nýjadal hittum við Skarphéð- inn Guðjónsson, 71 árs, frá Stöðvarfirði. Hann fór fyrst um hálendið 1948 með bræðr- um sínum. Þá var Skarphéðinn búsettur jí Reykjavík og vann í Vélsmiðjunni Héðní. Hann er ötull ferðamaður og ekur um hálend- ið á jeppanum á sumrin og þeysir um á vél- sleða á vetrum. Skarphéðinn ekur á fjórhjóla- drifnum Toyota pallbíl með húsi. Hann breytti bílnum sjálfur, hækkaði hann upp og lyfti pallhúsinu til að auka lofthæðina. í bílnum er rúm, staðsetningartæki, sími, talstöð og sjónvarp. Yfirleitt sefur Skarphéðinn og mat- ast í bflnum á ferðalögum. „Það er landslagið, kyrrðin og ævintýriii sem draga mig á fjöll,“ sagði Skarphéðinn. „Ég ferðast eins mikið og ég fæ frið tiL Meðan maður hefur talstöðvar og síma er manni óhætt.“ Skarphéðinn segist hara kynnst töluvert mörgu fólki í fjallaferðum, sérstaklega á veturna. I snjó og vetrarveðrum verði samfélag fíallamanna miklu nánara. í fyrravetur fór hann ásamt fleirum frá Snæ- felli og vestur yfir Vatnajökul. Þeir lentu í því að jökullinn fór að skríða við Jökulheima og misstu einn bílinn niður um sprungu. Allt fór það vel að lokum, en slík reynsla þjappar mönnum saman. Skarphéðinn varð ekkjumaður fyrir 6 árum og ferðast nú oftast einn síns liðs á sumrin. Hann er þó ekki alveg einn, því dyggur ferða- félagi hans er tíkin Perla. Hún er orðin 12 ára og nokkuð ráðsett. Perla kemur sér fyrir í framsætinu á jeppanum og leggur sig aftur í þegar henni sýnist. Heima á Stöðvarfírði á hún sitt sæti í stofunni og passar að ókunnir setjist ekki í það. Henni er ekki alveg sama hvað hún étur og lítur ekki við brauði nema með sméri. Nú var Skarphéðinn á suðurleið og ætlaði að líta á börnin sín áður en hann héldi aftur á fjöll. Kurteisl fólk i Laugafelli Þegar við kvöddum Nýjadal lá leiðin í Laugafell, sem er norðaustan við Hofsjökúl á leiðinni af Sprengisandi í Skagafjörð og Eyjafjörð. Skálaverðirnir í Nýjadal báðu okk* ur fyrir súkkulaðiköku til landvarðarins i Laugafelli sem hírðist þar einmana íjarri byggðu bóli. Vegurinn í Laugafell gaf Sprengisandsleiðinni ekkert eftir hvað varð- aði holur og þvottabretti svo þegar kom Í leiðarenda var súkkulaðikakan aðeins svipur hjá sjón. Það var enginn við þegar við bönkuð- um í Petubæli, bústað skálavarðar í Laugá- felli, svo rústimar af kökunni góðu voru skild- ar eftir á eldhúsborðinu. Auk Petubælis er þama skáli Ferðafélags Akureyrar, Hjörvars- skáli sem er í einkaeign, hús fyrir hreinlætis- aðstöðu og nýr skáli er í byggingu. Þar sem við gengum um svæðið kom Berg- laug Skúladóttir skálavörður og heilsaði. Hún var búin að sjá kökumulninginn úr Nýjadál og kunni okkur bestu þakkir fyrir flutning- inn. Þetta er fyrsta sumar hennar sem skálá- vörður í Laugafelli eftir þriggja sumra vist í Kverkfjöllum. Berglaug kom í Laugafell 8. júlí og sagði allt öðru vísi að vera þar en’í Kverkfjöllum. „Hér er miklu minni umferð. í Kverkfjöll koma mest hópar, sem ganga í Hveradalimí; en hingað eru engar skipulagðar ferðir, nemá þegar hestamenn eiga hér leið um,“ sagði Berglaug. í júlí voru 225 gistinætur í Laugá- felli, flestir gistu í skálanum. Berglaug sagð- ist aldrei vera ein á staðnum, en gestir hefðii verið allt niður í tvo. „Það er fyrst og fremát laugin sem dregur fólk hingað. Hingað kem- ur gjaman fjölskyldufólk. Það kemur gjarnan í dagsferð að norðan, fer upp úr Skagafírði eða Eyjafírði og tekur hringinn niður í Bárðardal."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.