Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ # MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 15 ILaugafelli er lághitasvæði og seitlar yl- volgt vatn úr jörð. Vatnið í lauginni við skálana er um 37 stiga heitt og þægi- legt að láta þreytuna líða úr sér í vatn- inu. Berglaug segir að ekkert kalt vatn sé á staðnum og rennur volgt vatn um alla krana og pípur. Húsin í Laugafelli eru hituð með vatninu og því heit allt árið. Meðal annars þess vegna er þarna vinsæll viðkomustaður vélsleðamanna á vetrum. En lendir Berglaug aldrei í vandræðum, ein á öræfum? „Nei, hingað kemur bara kurt- eist fólk. Það eru aldrei neinar uppákomur eða vandræði. Það eru líka góðar vættir hér í Laugafelli. Enginn draugagangur. Ég er mjög afslöppuð og get sofið endalaust." islendingar eru ekki móllausir! Í Laugafellslaug var Anntar Gherbi að baða sig. Hann er Frakki en hefur búið í Svíþjóð undanfarin 22 ár. Þar vinnur hann í brauðgerð og leggst í mótorhjólaferðalög á sumrin. Gherbi sagðist lengi hafa dreymt um að ferðast um Island. Hann sá íslenskar kvik- myndir í sænska sjónvarpinu og undraðjst fjölbreytni landsins, því í huga hans var ís- land lítið land. Þegar hann kynnti sér íslands- ferðir ferðaskrifstofa þótti honum þær ekki fullnægjandi. Hann merkti viðkomustaði þeirra allra inn á kort og bætti nokkrum stöð- um við. Eftir þeirri áætlun ferðast hann. Þegar hann er kominn á staðinn les hann sér fyrst til um hann og segist gera þetta til að ferðast ekki eftir bók. „ísland tilheyrir Evrópu en er þó á ein- hvern hátt óháð," sagði Gherbi. „Mér finnst sveitirnar einstaklega fallegar og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Landið og litirnir eru stórkostlegir. Draumurinn hefur ræst! Ég er vanur fjallaferðum og þekki hvernig veðrið getur verið. Ég vil reyna sama veður og þið. Finna það sama og íslendingar." Hann segir reynslu annarra ferðamanna áþekka sinni eigin. Þeir bendi á staði á kortinu og segi að þangað megi hann til að fara. Gherbi hefur lagt sig fram um að tala við landsmenn. „Margk ferðamenn sem ég hitti hafa ekki talað við íslendinga. Ég segi þeim að það þýði ekkert að bíða eftir að íslending- ar gefi sig á tal við þá. En ef maður hefji samræður þá svari þeir. Þeir meira að segja kunni brandara!" Gherbi finnst gott að ferðast hér. Hann segir góða þjónustu á tjaldstæðum og þau ódýr. Island sé ekki svo dýrt, þegar allt kem- ur til alls, þótt margir hafi varað hann við háu verðlagi. Hann segist ákveðinn í að koma hingað aftur því það sé ómögulegt að skoða allt landið á einum mánuði. Vaóið upp ad hnjóm Næst lá Ieiðin í Herðubreiðarlindir. Fjall- vegirnir eru farnir að láta á sjá eftir barning sumarsins og víða á leiðinni upp með Jökulsá á Fjöllum var akbrautin tvöföld og jafnvel þreföld þar sem bílstjórar höfðu ekið meðfram veginum til að losna við þvottabrettin. Hjá vaðinu við Grafarlandaá var nokkur mann- söfnuður. Hópur ítala á mótorhjólum var að búa sig undir að fara yfir ána og var hávær ráðstefna um hvernig þessi farartálmi yrði sigraður. Þeim var sýnt hvernig best væri að fara yfir á brotinu og komust klakklaust upp á bakkann hinum megin, enda vatnið ekki í hné. Þau spurðu hvort fleiri stórár sem þessi væru á leiðinni. Við Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum var rúta frá Jóni Árna og Gísla Rafni í Mý- vatnssveit með ferðamenn í dagsferð í Öskju og Herðubreiðarlindir. Ferðamennirnir gengu að Eyvindarkofa og tylltu sér svo á pallinn framan við Þorsteinsskála til að borða nestið sitt. Sumir gengu um ráðvilltir og spurðu hvort ekki væri þarna veitingasala því þeir voru nestislausir. Spurningar af því tagi ku ekki vera óalgengar. Útlent fólk gerir jafnvel ráð fyrir að á þessum viðkomustöðum í óbyggðum séu heilu þorpin. Innblastur á f jöllum Leiðsögumaður í rútunni var Valborg Salóme Ingólfsdóttir, kölluð Valka. Hún er myndlistarmaður en breytti til í sumar og sýnir ferðamönnum náttúruperlur Þingeyjar- sýslna. Valka sagðist kunna vel við leiðsögu- mannsstarfið. Flestir ferðalangarnir kæmu vel búnir og ákveðnir í að njóta ferðarinnar. Þó eru undantekningar á því, líkt og útlend kona sem ætlaði að ganga að Öskjuvatni í nælonsokkum og á blankskóm. Mest er um Þjóðverja, og töluvert af Frökkum, ítölum og Norðurlandabúum. Þá fjölgar Japönum sem leggja leið sína hingað. En hefur mynd- listarmaðurinn Valka fengið innblástur á fjöll- um? „Já, vegakerfi Norðurlands býður upp á mörg listaverk," svarar Valka. „Ég er að hugsa um að gera hristilínurit með ljósmynd- um, sem er fyrir bein áhrif frá vegunum." Valka segir ferðafólkið oft vel lesið og vita um það helsta varðandi landafræði, jarðfræði og sögu landsins. „Hins vegar spyr það um ýmislegt sem ekki stendur í bókum. Til dæm- is hvers vegna það eru alltaf þrjár kindur saman? Þá útskýrir maður að þetta séu ær með tvö lömb. Svo spyr það hvers vegna rollurnar standa í röðum og sleikja vegina. Þá talar maður um rykbindiefni og salt!" Blindhrió i júlí En hvaða ferðamenn fara í dagsferðirnar úr Mývatnssveit? „Margt af þessu fólki ferð- ast á rútumiða um landið. Það er líka al- gengt að hjólafólk skilji hjólin eftir á Mý- vatni og komi með okkur í stað þess að hjóla hingað. Það færist líka í vöxt að íslendingar skilji bílinn eftir og njóti þess að koma með okkur, þeir njóta þá leiðsagnar og þurfa ekki að leggja þetta ferðalag á bílinn."' Frá bílastæðinu í Öskjuhrauni og upp að Öskjuvatni og Víti er drjúgur hálftíma gang- ur yfir berangur og hraun. Um miðjan júlí var Valka komin að Víti með stóran hóp þegar létt snjómugga breyttist í þreifandi byl af norðri. Hún safnaði fólkinu saman og sagði að þau þyrftu að snúa við. Þarna var einnig þýskur leiðsögumaður með hóp og slóst hann í för með Völku. „Ég var komin með 50 manna halarófu á eftir mér. Við þurftum að berjast á móti veðrinu. Það sáust engin kenni- leiti og stikurnar fóru í kaf. Við hröktumst VIII Uo UuRJUYAIN Sprengigígurinn Víti, fremst á mynd- inni, spjó ösku og vikri í eldgosi 29. mars 1875. í gígnum er jarðhiti og vatnið yfir 20 stiga heitt. Ferðamenn baða sig í Víti en lykta af brennisteini á eftir. Þunn brík skilur á milli Vítís og Oskjuvatns, sem er dýpsta stöðuvatn landsins. KtNN I A V Atllli Hópur ítalskra mótorhjólakappa fór yfir vaðið á Grafarlandaá á leiðinni inn í Herðubreiðarlindir. Þeir voru svolitla stund að átta sig á því hvernig vaðið lá og þá var ekkert annað að gera en renna á vaðið. Einn tók sér stöðu í ánni og sagði hinum til með tilheyrandi köllum og handapati. REYNSLUAKSTUR Bræðurnir Fabrizio Graziani arkitekt og Enrico Graziani eðlisfræðingur voru ásamt Francesco Coppola eðlisfræð- ingi að hjóla ofan af Sprengi- sandi niður í Bárðardal. Þeir komu hingað fyrir þremur árum og ferðuðust þá einnig á fjallahjólum. Nú voru þeir búnir að vera viku á ferð og ætluðu að vera tíu daga til viðbótar. f ferðinni reynslu- aka þeir ítölskum Bianchi reiðhjólum. aðeins af letö og komum niður við hliðina á bílastæðinu. Eg á varla orð yfir hvað ég var fegin þegar rúturnar komu loksins í ljós." Fronsk f jölskylda á I eró Margir sem voru á ferð við Öskjuvatn þenn- an dag príluðu snarbratta hlíðina niður í Víti. Þeir hörðustu sviptu sig klæðum og lögðust til sunds í volgu vatninu. Þeirra á meðal voru frönsk hjón frá Chambéry sem ásamt þremur börnum voru í sinni fyrstu íslandsferð. Fjöl- skyldufaðirinn, Pierre Rieussec arkítekt, sagði að þau hefðu komið til Seyðisfjarðar daginn áður og ætluðu að dvelja hér í þrjár vikur. Þau ferðast á húsbíl og lögðu leið sína beint í Öskju. Fjölskyldan var búin að ráðgera þessa ferð í rúmt ár og kynna sér landið. Þau eru vön að ferðast á fjöllum og sögðust vera komin til að skoða náttúruna. Sébastian sonur þeirra hjóna er mikill áhugamaður um jarðelda og eldfjöll. Honum þótti að vonum mikið til um Öskjusvæðið og úfin hraunin allt um kring. Snjóteppió hlilir vió átroóningi Herðubreiðarlindir, Hvannalindir og Drekagil eru einskonar samyrkjubú hvað varðar gæslu lands og sæluhúsa. I Drekagili voru við störf landverðirnir Elsa Þórey Ey- steinsdóttir og Helena Óladóttir. Þær komu til starfa 27. júní og verða fram í lok ágúst. Þær skiptast á ifyð félaga sína um að vera í FÉLAGAR Skarphéðinn Guðjónsson er 71 árs en set- ur ekki fyrir sig að ferðast um hálendið á fjallajeppa. Ferðafélagi hans er tíkin Perla sem er orðin 12 ára og aðeins far- in að sýna elli- mörk. Drekagili og Herðubreiðarlindum. Askja í Dyngjufjöllum er náttúruvætti og annast landverðir einnig gæslu í skála Ferðafélags Akureyrar og sjá um tjaldstæðin þar efra. Munurinn á starfi landvarða og skálavarða felst einkum í fræðslustarfi hinna fyrrnefndu. Landverðir verða að afla sér landvarðarétt- inda, ýmist á námskeiðum hjá Náttúruvernd- arráði eða á umhverfisbraut Garðyrkjuskól- ans. Þeir læra meðal annars náttúrutúlkun og um jarðfræði, líffræði og sögu landsins. Þetta er fyrstá sumar Elsu í Herðubreiðar- friðlandi með annexíum, hún var áður tvö sumur á Hveravöllum. Helena er hér öðru sinni og var áður hluta úr sumri í Landmanna- laugum og við Álftavatn. Þær segja að þegar tekur að vora vakni ómótstæðilegur fjallafiðr- ingurinn. Þegar á hálendið er komið hvarflar ekki að þeim það sem borgarlífið býður upp á, eins og að fara í bíó og þess háttar. í Drekagil og Öskju koma um 10 þúsund ferðamenn á sumri, einungis um 2 þúsund gista á staðnum hvert sumar. Mikill meiri- hluti ferðamannanna er útlendingar og marg- ir að koma í 2. og 3. sinn og með félaga sína og vini með. Sumir hafa komið mun oftar. Þær Helena og Elsa sögðust ekki ótt- ast að þessi umferð ylli varanlegum skemmd- um á landinu, það væru þá helst hveraútfell- ingar í Víti sem væru í hættu. Skóförin eru áberandi í leirugum jarðveginum í kringum Víti, en þau mást út yfir veturinn. í sumar hafa ferðamenn lengst af gengið á snjó inn að Öskjuvatni og snjórinn hlífir landinu. Margvislegar þarf ir Þarfir ferðamannanna eru margvíslegar. Þær Elsa og Helena sögðu að daginn áður hefðu komið nokkrir mótorhjólamenn beint úr ferjunni frá Seyðisfirði. Þegár þeir komu í Drekagil var þeirra fyrsta verk að spyrja um síma. Þeir ætluðu að hringja í ferjuna og seinka brottför sinni um viku. Þann dag sem blaðamenn voru í Drekagili komu þang- að sex matarlausir ferðalangar og fengu beina hjá þeim stallsystrum. Þremur nóttum áður fuku öll tjöldin á tjaldstæðinu og þurfti snör handtök til að bjarga þeim ósköpum. Nokkrum dögum áður komu hjólreiðamenn Morgunblaðið/RAX alveg úrvinda. Þeir fengu hressingu hjá stelp- unum og síðan útveguðu þær gistingu í and- dyri skálans, sem þegar var fullsetinn af ferðahópi. Tilkynningaskylda ó f jöllum Landverðir í Drekagili og Nýjadal eru með eins konar tilkynningaskyldu á Gæsavatna- leið og Dyngjufjallaleið sem liggja norðan Vatnajökuls á milli þessara áfangastaða. Flestir sem leggja á þessar leiðir koma við til að spyrjast fyrir um ástand þeirra. í Drekagili er sérstaklega fylgst með því að göngu- og hjólreiðafólk skili sér í Nýjadal. Hvað eftirlit með umgengni í náttúrunni varðar er það helst utanvegaakstur sem þarf að kvarta yfir eða kæra. Landverðirnir segja að sumar erlendar ferðabækur segi að hér megi aka utan vega, nema á friðlýstum svæð- um. Hið sanna er að allur utanvegaakstur er bannaður. FrœAslustarf ió eftirsóknarvert Algengast er að fólk spyrji landverðina um vegalengdir í hinar ýmsu áttir, hvað það sé lengi að aka, ganga eða hjóla hingað og þangað. Hvar sé næsta bensínstöð og hvað um ástand vega og vatna? Þær Elsa og Hel- ena segja að svo virðist sem sumir ferða- menn, einkum þeir innlendu, séu bara að safna viðkomustöðum. Elsa sagði það oft hafa gerst á Hveravöllum að bíll renndi inn á stæðið við skálana, tæki einn hring og æki svo í burtu. Að fræða ferðamenn um landið, opna augu þeirra fyrir bæði hinu smágerða og því stórfenglega, þykir þeim stöllum eftir- sóknarverðast. Skemmtilegustu ferðamenn- irnir séu þeir sem eru áhugasamir og koma til þess að fræðast um landið og náttúruna. Þegar við héldum úr hlaði í Drekagili studd- ist þreyttur ferðamaður við vélfák sinn á vegamótunum. Fólk var að slá tjöldum, elda á prímusum og frá tjaldstæðinu barst skvald- ur og hlátrasköll. Næstu daga ætlaði það að ganga um Öskju, baða sig í Víti, skoða lita- dýrð steinanna og drekka í sig hrjúfa fegurð hraunanna. Við þurftum að drífa okkur til að safna fleiri viðkomustöðum - eins og sann- ir íslendingar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.