Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 21 jt......mjr■ mlí MUl ■ ■ A / /a~^/ VC/K A o ÉWL ■ ■r T O// n/vJ7/^A/x ALÞI N G I Skrifstofa Aiþingis auglýsir fjórar iausar stöður: í útgáfudeild Alþingis eru lausar þrjár stöður við útgáfu þingskjala og Alþingistíðinda. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan september nk. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- próf í íslensku og reynslu af ritvinnslu. Enn fremur er laus staða ritara í útgáfudeild. Ritarinn þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu og góða þjálfun við ritvinnslu. Væntanlegir starfsmenn þurfa að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0675 milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi. Umsóknir, sem tilgreini menntun, fyrri störf og meðmælendur, berist rekstrarskrifstofu Alþingis, Austurstræti 14, Reykjavík, fyrir kl. 16 mánudaginn 21. ágúst nk. Grunnskólinn Hólmavík Kennarar Kennarar óskast til starfa við grunnskólann á Hólmavík til að kenna almenna kennslu, sérkennslu, sérgreinar í 8.-10. bekk, íþrótt- ir, sund og myndmennt. Launahlunnindi og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Skarphéðinn Jónsson skólastjóri, vinnusími 451-3129 og heima- sími 451-3123. Umsóknir óskast sendar til skólastjóra fyrir 20. ágúst. Grurmskólinn Hólmavík. Sölumennska /sölustjórn Traust og gott fyrirtæki í miðborg Reykjavík- ur óskar eftir að ráða sölumann til starfa. Fyrirtækið er heildverslun með þekkta og fjölþreytta vöruflokka. Leitað er að liprum og þjónustulunduðum einstaklingi, með reynslu af sölustörfum. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. W Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Kvikmyndagerðar- maður Óskum eftir að ráða kvikmyndagerðarmann, sem hefur háskólamenntun á því sviði, til starfa. Myndbær hf. er framleiðandi heimilda-, kynningar- og fræðslumynda, auk sjónvarpsauglýsinga. Fyrirtækið hefur yfir að ráða nýjum og full- komnum tæknibúnaði. Umsóknir sendist á skrifstofu fyrirtækisins. mvndbær hf Suðurlandsbraut 20. Heiðarskóli Leirársveit Áhugasaman íþróttakennara vantar fyrir næsta skólaár Skólinn er grunnskóli hreppanna sunnan Skarðsheiðar og er í 19 km fjarlægð frá Akranesi. Búseta þar möguleg. Skólinn er einsetinn, með samfellda stundaskrá og mötuneyti og þar starfar metnaðarfullt starfsfólk. Verið er að taka í notkun nýja inni- sundlaug. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar veitir Birgir, skólastjóri, í símum 433 8920 og 433 8884. Lögfræðingur Staða lögfræðings hjá Landhelgisgæslu íslands er laus til umsóknar. Lögfræðingur heyrir undir forstjóra Land- helgisgæslu íslands. Verksvið er fjölbreytt og kemur meðal annars inn á löggæslu, samninga, tryggingamál og fleira. Viðkom- andi þ'arf að geta hafið störf sem fyrst. Háskólapróf í lögfræði, sem og góð mála- kunnátta, er áskilin. Laun samkvæmt kjara- samningi Stéttarfélags lögfræðinga í ríkis- þjónustu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Landhelgis- gæslu íslands, Seljavegi 32, 127 Reykjavík, fyrir 4. september 1995. Leikskóli Garðabæjar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa við neð- angreinda leikskóla: Leikskólann, Hæðarból v. Hæðarbraut, sími 565 7670. Leikskólann, Kirkjuból v. Kirkjulund, sími 565 6322/565 6633. Skemmtilegt, fjölbreytt starf. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar eða leikskólafulltrúi í síma 565 6622. Stelpur/strákar Óska eftir hressum og duglegum stelpum og strákum í eldhús og afgreiðslu, bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Upplýsingar á staðnum, í Hjallahrauni 15, eftir kl. 16.00 mánudag. Kentucky FVied Chicken Ifl Heilsdagsskóli Starfsmaður óskast í heilsdagsskóla í Engja- skóla, Grafarvogi, uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar gefur Hildur Hafstað skólastjóri í símum 5676464 (vinnusími) og 5523015 (heimasími). IÐNSKÚLINN í REYKJAVfK Kennarar Óskað er eftir verkfræðingum eða tækni- fræðingum til kennslu í faggreinum í málm- og rafiðnaði. Umsóknir berist skrifstofu skólameistara í síðasta lagi 18. ágúst nk. Frekari upplýsingar gefa kennslustjórar og áfangastjóri í símum 552 6240 og 551 3745. Góð barnfóstra óskast Eins og hálfs árs gamalt barn vantar góða barnfóstru til að passa sig frá og með 1. sept. Starfið er um 25 tímar á viku og í Vesturbænum. Má ekki reykja. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 19. ágúst, merktar: „B - 107“ . Ritari Áhrifamikil opinber stofnun óskar eftir að ráða ritara framkvæmdastjóra. Verkefni ritara er að annast öll venjuleg einkaritarastörf, skjalavörslu, móttöku viðskiptamanna o.fl. Starfið getur verið nokkuð krefjandi og vinnu- tími er stundum langur. Viðkomandi þarf að hafa mjög gott vald á Word f. Windows 6.0, sýna nákvæmni og reglusemi í vinnubrögð- um og hafa lipra framkomu. Góð vinnuað- staða og góð laun fyrir réttan aðila. ítarlegar umsóknir berist afgreiðslu Mbl. í síðasta lagi 18. ágúst nk. merktar: „Samviskusöm - 10899“. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Leiklistarráðunautur Þjóðleikhúsið auglýsir lausa stöðu leiklistar- ráðunauts (dramaturg) við Þjóðleikhúsið frá og með 1. október nk. Umsækjendur þurfa að hafa menntun í leik- húsfræðum og/eða leikbókmenntum og reynslu af leiklistarstörfum. Nánari upplýsingar veitir þjóðleikhússtjóri. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst nk. Þjóðleikhússtjóri. Leikskólakennarar Lausar stöður við leikskóla Kópavogsbær auglýsir heilarstöður og hluta- stöður leikskólakennara, við nýjan 2ja deilda leikskóla - Skólatröð við Vallartröð. Einnig er laus til umsóknar 50% staða mat- ráðskona og staða við ræstingar. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Unnur Stef- ánsdóttir, eða leikskólafulltrúi í síma 554 5700. Umsóknum skal skilað á þar til gerð eyðublöð, sem fást í Fannborg 4. Starfsmannastjóri. Leikskólinn Hlaðhamrar auglýsir lausa 50% stöðu e.h. Allar nánari upplýsingar um starfsemi skólans veitir undirrituð í v.s. 566 6351, h.s. 566 7282. Leikskólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.