Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 23 ATVIN N U Skrifstofustarf Vanan bókara vantar í gott fyrirtæki úti á landi. Þarf að hafa reynslu af tölvuvinnu og geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 21. ágúst, merktar: „Bókari - 15858“. Starfsfólk á leikskóla Um næstu mánaðarmót vantar leikskóla- kennara og/eða annað áhugasamt starfsfólk auk starfsmanns í 50% starf í eldhúsi á Litlu Brekku, notalegum leikskóla reknum af Félagsstofnun stúdenta. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 562 4022 alla virka daga kl. 10-15. 9 FELAGSSTOFNUN STUDENTA V. HRINGBRAUT, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 561 5959 Laus störf 1. Tæknimenntaður sölumaður. Traust og virt innflutningsfyrirtæki með tölvur og tölvu- búnað óskar eftir að ráða sölumann í verslun fyrirtækisins. Hæfniskröfur eru að viðkom- andi sé tæknimenntaður, hafi söluhæfileika og þjónustulund. Um áhugavert framtíðar- starf er að ræða. 2. Skrifstofustarf hjá þekktu innflutningsfyr- irtæki með gólfefni. Viðkomandi mun sjá um tollskjöl og verðútreikninga, auk almennra skrifstofustarfa. Vinnutími kl. 13-18. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Zf BJÖRGUNARSKÓLI landsbjörg Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands --- Stangarhyl 1. Póathólf 10075. 130 Reykjavflc. aíml 587 4044. sfmbréf 587 4010 Forvarnir Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnar- félags íslands óskar að ráða yfirkennara á forvarnarsvið. Verksvið yfirkennara er að móta og stjórna forvarnarstarfinu innan Björgunar- skólans í samvinnu við skólastjóra og stjórn skólans. Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt, getur tjáð sig í mæltu og rituðu máli og hefur áhuga á að vinna að for- varnarstarfi af ýmsu tagi. Sjóbjörgun Einnig óskum við að ráða yfirkennara á sjó- björgunarsvið. Góð þekking á sjóbjörgunarmál- um er algjört skilyrði. Bæði störfin eru hlutastörf og vinnutíminn er sveigjanlegur. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umóknir, ásamt mynd, til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Ljósmyndastofa Vil ráða aðstoðarmann á Ijósmyndastofu all- an daginn. Þarf að vera stundvís, laghentur og hafa gott viðmót. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 17. ágúst, merktar: „Aðstoðarmaður - 10897“. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á fastar næturvaktir á sjúkrahúsið Vog. Vinnuhlutfall er samkomulagsatriði. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem áhuga hafa á að kynna sér þetta nánar og þau kjör sem í boði eru, vinsamlegast hafið samband við Jónu Dóru Kristinsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í síma 568 1615. Kennarar Kennara vantar í Svalbarðsskóla í Þistilfirði. Almenn kennsla, sérkennsla, íþróttir, list- og verkgreinar. Umsóknarfrestur til 20. ágúst. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 468 1385 og 468 1140. Skólanefnd. Frá Grunnskólanum í Hveragerði Vegna veikinda er laus staða enskukennara við skólann. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson, skóla- stjóri, í síma 48-34950 og Pálína Snorradótt- ir, aðstoðarskólastjóri, í síma 48-34635. Hjónafólk - Danmörk Óskum eftir að ráða starfsmann á tjald- stæði, reynsla í raf- og vatnslagnavinnu æskileg. Einnig starfsmenn á hótel; framreiðsla, eld- hús, þrif. Þýska og danska nauðsynleg. Skrifið til Kommandorsgárden, Havnebyvej 201, DK-6792, Rpmp, Danmörk, sími 00 45 74755122. Mýrarhúsaskóli Seltjarnarnesi Tónmenntakennara vantar til starfa næsta skólaár. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 561-1980. Tónlistarkennari í Tónlistarskóla Dalvíkur eru 130-140 nem- endur og nokkra þeirra, sem eru í píanó- námi, vantar kennara í vetur. Dalvík er að- eins 44 km frá Akureyri. Hér er frábær sund- laug, skíðaaðstaða mjög góð, golvöllur ekki langt undan, stærsta hesthús landsins í ná- grenninu o.fl. o.fl. Ef þú hefur áhuga á starfinu hringdu þá í Hlín Torfadóttur skólastjóra tónlistarskólans f síma 466 1493 að morgni eða 466 1863 að kvöldi. Sölumaður Öflugt iðnfyrirtæki óskar eftir sölumanni til að selja framleiðsluvörur sínar, einkum til skipa og sjávarútvegsfyrirtækja. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 17. ágúst, merktar: „Sölumaður - 5000“. Heimilishjálp („Au pair“) 4ra manna fjölskylda í Hlíðunum, Rvk., óskar eftir heimilishjálp, 20 ára eða eldri, frá sept. '95 til júní '96, til heimilisstarfa og gæslu 7 ára telpu á morgnana. Laun: húsnæði, fæði og vasapeningar. Gæti hentað nemanda í síðdegis- eða kvöldnámi. Umsókn með upp- lýsingum sendist til afgreiðslu Mbl., fyrir 18. ágúst, merkt: „Reyklaus - 16208“. Ábyrgur aðili sem hefur gaman af börnum, óskast til að koma heim og passa 8 mánaða dreng milli kl. 10 og 14.30 í vetur, frá og með 11. sept. Erum við Dunhaga. Upplýsingar í síma 561 5668. Vantar þig starfsfólk Fáðu upplýsingar og ráðgjöf um val á hæfu starfsfólki. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Háaleitlsbraut 58-60, 108 Reykjavik Síml 588 33 09. fax 588 36 59 Afgreiðsla - bókaverslun Bóka- og ritfangaverslun óskar að ráða traustan og lipran starfskraft til afgreiðslustarfa. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. ágúst, merktar: „Framtíð - 100“. Starfskraftur óskast Meðalstórt, vaxandi innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna erlendum samskiptum. Góð enskukunnátta er skilyrði ásamt einhverri þekkingu á vélum og varahlutum. Áhugavert starf í tölvuvæddu umhverfi. Áhugasamir sendi umsóknir til afgreiðslu Mbl., merktar: „B - 599“. Rafeindavirki Þekkt rafeindafyrirtæki óskar að ráða raf- eindavirkja með reynslu af sjónvarps- og myndbandstækjaviðgerðum. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Raf - 1“. Ritari - fasteignasala Fasteignasala í Reykjavík óskar eftir vönum ritara sem fyrst, sem getur annast skjalafrá- gang hálfan daginn, vinnutími eftir samkomu- lagi. Skrifleg svör berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 16. ágúst merkt: „F - 10895“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.