Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 1
BRÆÐUR MEÐ BÍLADELLU - ALDREIÁ KRYDD- SÖLTUÐUM GÖTUMREYKJA VÍKUR - PACKARD CLIPPER • • CUSTOM1955 - MOZDU323F REYNSL UEKIÐ Söluinemt biirciðaumboðanna annast útvegun lánsins á 15 mínútum Qitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI fSLANDSBANKA 3H^f0nnMðblb ALMENNAR RÆSIR hf., umboðsaðili Merce- des-Benz, hefur fengið fyrsta bíl- inn úr nýrri E-línu til landsins og er hann reyndar þegar seldur. Bíll- inn er af gerðinni E220 dísil. Stef- án Jónsson hjá Ræsi segir erfítt að fá bíla til landsins þar sem eftir- spurn í Evrópu sé mikil. Bíllinn kom á markað í Evrópu í lok júní. E-línan er nýr bíll að utan sem innan og hann er búinn ýmsum tækninýjungum. Bíllinn er boðinn með átta mismunandi vél- um, þremur dísil- og fimm bensín- vélum. 38 mánuði tók að hanna bílinn og smíða og koma honum á markað og síðustu prófanir fól- ust í því að fyrstu 250 bílunum var ekið 10 milljónum km til að reyna þá endanlega eins og þeir kæmu kaupendum fyrir sjónir. Þrjár gerðir E-línan er gjörbreytt í útliti, kominn með kringlóttar framljósa NÝJAR framlugtir setja sterkan svip á E-línuna. lugtir og verður allur tígulegri fyrir bragðið. Bíllinn er boðinn í þremur gerð- um, þ.e. Classic, Elegance og Avantgarde og hefur hver gerð sinn innri svip og sinn skammt af þægindum og búnaði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg AÐINNAN er billinn rúmgóður og klæddur leðri og viði í mælaborði. Volvo FH-16 með stærstu bílvél ó íslandi Eins og að silja í sófasetti heima ÞÓRODDUR Guðmundsson flutn- ingabílsstjóri hefur nýlega fest kaup á Volvo FH-16 með 520 hestafla vél með vinnsluátaki upp á 2.400 Nm. Þetta er kraftmesta bílvél á landinu. FH-16 hefur ekki áður verið fluttur inn ti! landsins en hann kostar á 13. milljón kr. Þóroddur var áður á F-16 árgerð 1991 og segir mikinn mun á þessum bílum. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun allan hringinn. Húsið er einnig á loftpúða- fjöðrun. „Bíllinn er algjör bylting miðað við það sem ég hef keyrt áður. Hann er 12V2 tonn og má bera 11 tonn og er á þremur öxlum. Ég er búinn að fara tvær ferðir á honum til Akureyrar en aðalmunurinn er fjöðrunin. Það er eins og sitja í sófa- settinu heima hjá sér að keyra hann. Húsið er með tveimur kojum. Hægt er að lækka bílinn að aftan eða hækka hann að framan með því að blása í púðana. Ég get líka hallað bílnum og látið hann standa réttan hvar sem hann er í losun eða lestun. Aftan á honum er vörulyfta sem brotnar saman í tvennt og leggst undir bílinn þegar hún er ekki í notk- FH-16 er með stærstu bílvéi á íslandi, 16 lítra, 520 hestafla. un. Hún stelur því engu plássi," sagði Þóroddur. Elnn með öllu Volvo FH-16 er tvívirkum vélar- hemli en með rofa í mælaborði má velja á milli 370 hestafla eða 215 hestafla vélarhemils eða þess að sleppa því að nota vélarhemilinn. Skriðstillir, (cruise control), er á bílnum og hann er með loftþurrkara fyrir bremsur og sjálvirkar útihersl- ur. ABS hemlalæsivörn er á bílnum, þokuljós að framan og ljóskastarar Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRODDUR Guðmundsson við nýja bílinn og þann gamla. í stuðara að framan og bíllinn er með undirakstursvöm. Húsið er af svokallaðri Globetrotter gerð með tveimur kojum 0g pluss innréttingu, vindkljúf á topp og niður á hliðar á húsi. Húsið er með loftfjöðrun með hæðarstillingu, rafknúnum veltingi á húsi, stjórnborði er í svefnrými fyrir ljós og húsið er hljóðeinangrað með topplúgu og þremur gulum toppljósum. Ökumanns- sæti er rafknú- ið á loftfjöðrum og upphitað. Bíllinn er með veltistýri með hæðarstill- ingu, samlæsingu á hurðum, akst- urstölvu og forþjöppumæli, við- arklæðningu í mælaborði, rafknún- um, upphituðum útibaksýnisspegl- um, lituðu öryggisgleri, sex hátölur- um, Volvo útvarpi með segulbandi og geislaspilara fyrir sex diska, ökurita, olíumiðstöð fyrir hús 0g vél, hleðsluskynj- a og fleiru. Markaðs- könnun vegnn innflutnings á Rover BIFREIÐAR og Landbúnaðarvélar, umboðsaðili BMW, Hyundai, Lada, Renault og Rover, er þessa dagana að semja við Rover um verð á bílum. Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L, segir viðræðumar snúist m.a. um hvaða bíla B&L taki til sölu hérlend- is, en bæði komi til greina að fá hing- að jeppalínuna (Land Rover og Range Rover) og nýja fólksbílalínu fyrirtækisins sem hefur fengið góðar viðtökur í Evrópu. B&L tók við umboði BMW og Renault af Bílaumboðinu hf. nýlega en eins og kunnugt er keypti BMW í Þýskalandi ensku bílaverksmiðjum- ar Rover en þær höfðu áður verið í nánu samstarfi við Honda. Umboð fyrir Rover fylgdi því með í kaupum B&L á BMW umboðinu. Gísli segir að verið sé að vinna markaðskönnun hérlendis í tengslum við innflutning á Rover og samninga- viðræður séu í gangi um verð á bílun- um. Richard Haig, sölufulltrúi Rover á Norðurlöndum, var staddur hér á landi í síðasta mánuði til að ræða þessi mál og sagði Gísli að fyrirhug- aður væri annar fundur erlendis á næstunni. Mercedes-Benz E kominn til landsins BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Tímapantanir ísíma: 567 2811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.