Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Mazda 323F - Glæsilegur bíll sem sameinar kosti f jðlskyldubíls og sportbíls ALLIR ÞEKKJA hugtakið úlfur í sauðargæru um eitthvað sem leynir á sér undir sakleysislegu yfírborði. Um Mazda 323F mætti hugsa sér and- hverfu þessa hugtaks því bakvið sportlegar útlínurnar leynist ofur skynsamlegur fjölskyldubíll. Útlit bflsins er nýtískulegt, að vlsu með tölvuteiknuðu áferðina sem er harla svipuð á öllum nýjum asískum bílum, en hér hefur tekist að læða mjög smekklega inn svip fal- legra evrópskra sportbfla. í það minnsta var ég alltaf að sjá línum- ar úr Porsche 928 einhversstaðar í fímm dyra hlaðbaksútgáfunni. Ólíkt flestum bflum er fímm dyra afsprengið jafnvel fallegra en það þriggja dyra. heyrist lítið sem ekkert vindgnauð eða vegahljóð þótt ekið sé á möl. Þungar bremsur Það er aðeins eitt sem kemur á óvart við að aka þessum bíl en það er hvað bremsumar eru þung- ar. Það vantar ekki að það er fullt af bremsum ef maður stígur nógu fast en það er undarlega úr sam- hengi við annað. í bæklingnum um bflinn stendur að höfuðdælan sé höfð stór til að auka tilfínningu ökumannsins fyrir bremsunum en þessi til- fínningahiti er kannski full mikill. Okkur hefur gengið ágætlega hingað til að hafa stjórn á bílum með léttari bremsur en þetta. Annað sem teng- ist bremsunum óbeint og vakti upp spumingar var staðsetningin á loftinn- takinu fyrir miðstöðina. Það er greinilega á óheppilegum stað í þessum annars ánægjulega bíl því í hvert sinn sem stoppað var dró miðstöðin inn með sér hitalykt, því meir Góðir aksturshæfileikar Þessar fallegu línur vekja manni vonir um eiginleika í stíl og bfllinn stendur fyllilega undir væntingum hvað aksturseiginleika varðar, en nokkuð. skortir á að vélaraflið komi blóðinu á hreyfíngu. Beinskipta bflnum má að vísu koma vel áfram með því að hræra í gírkassanum, en sá sjálfskipti er ekki gefínn fyrir mikið eróbikk. Hann er tregur að skipta sér úr þriðja í annan í brekkum og það eru eng- ir stillimöguleikar fyrir sport- eða sparnaðarsvörun á þessari skipt- ingu. Hins vegar hagar hann sér ákaflega ljúflega í temmilega afs- löppuðum akstri og vekur manni löngun til að fara á honum í langt ferðalag því að sætin eru þægileg og það er gaman að aka honum. Á skiptistönginni er takki sem læsir skiptingunni í þeim gír sem valinn hefur verið og er sá fídus gagnlegur í brekkum til að skipta úr fjórða í þriðja. Þetta á bæði við til að fá meiri vélarsnúning á uppleið og einnig til að láta vélina halda við á leiðinni niður. Skilur ekki hugtakið hraAahindrun Það þýðir lítið að reyna að taka sénsabeygjur á þessum bíl því Morgunblaðið/Golli Þær eru fallegar, línurnar í Mözdu 323F, og eftir að hafa prófað hana langar mann helst til að leggjast í löng ferðalög. Mælaborðið á Mözdunni sem prófuð var hafði verið betrumbætt. Búið var að setja „benz-legar“ umgjarðir kringum nokkra mæla og braut það skemmtilega upp vel útfært mælaborðið. Þetta var þó eingöngu gert á þessu ákveðna eintaki. hann liggur marflatur í beygjum og byijar fyrr að skríða út á hlið en halla undir flatt. Þegar það gerist er hraðinn hinsvegar slíkur að betra er að enginn með hvíta og svarta húfu sjái til. Það mætti búast við að bfll með svona aksturseiginleika væri bein- hastur en það er langt frá því hér. Hraðahindranir má auðveld- lega fletja út eins og á gömlum sverum Bjúkka bara með því að vera á réttum hraða. Bíllinn er ákaflega vel hljóðeinangraður og Útllt og frágangur. Aksturs- eiginleikar Mazda 323F í hnotskurn: Vél: 16 ventla, 4 strokkar, 1500 ccm, 90 hestöfl Framdrif Beinskiptur, fimm gíra Bremsur: Diskar framan, skál- ar aftan, hjálparátak FjöArun að framan: McPher- son gormafjöðrun FjöArun að aftan: SjálfstæÖ gormafjöðrun Dekkjastærð: 175/70 R13 Lengd: 4,24 m Breidd: 1,7 m Hæð: 1,35 m Hjólhaf: 2,605 m Beygjuradíus: 5,1 m Þyngd: 1.115 kg Stærð bensintanks: 55 I Uppgefin bensíneyðsla á jöfn- um 90 km/klst: 5,8 1/100 km Uppgefin innanbæjareyðsla: 8,1 1/100 km sem fastar hafði verið stigið á bremsumar. Klassískt yf irbragð Inni í bflnum er klassískum kringlóttum mælum komið fyrir í nútímalegu bogadregnu mæla- borði á mjög smekklegan hátt. Hvert einasta rými er gjömýtt með geymsluhólfum út um allt.í hurðunum em djúp hólf, nógu stór fyrir kortabækur, gleraugna- geymsla hjá ökumanni og tvö hanskahólf hægra megin ef bfllinn er ekki tekinn með líknarbelg, sjú- krakassageymslu er hægt að fá í hilluna afturí. Sætin em þægileg og veita góðan stuðning til hliðar og einnig við mjóbak og axlir. Ef eitthvað er mætti setan þó vera lengri. Auk venjulegra sætisstillinga er hægt að velta setunni bæði framan og aftan. Skottið er þokkalega rúmg- ott og má stækka farangurs- geymsluna mikið með því að leggja aftursætisbökin niður. Það væri gaman að vita hvenær Japanir ætla að læra að smíða bumbustýri sem virkar en að kem- ur að litlum notum í þessum bíl eins og mörgum öðrum úr landi sólarinnar. Það angrar varla litla konu hversu stýrið er neðarlega í efstu stöðu, en Golli ljósmyndari, sem er u.þ.b. helmingi stærri en undirrituð, sagðist hafa átt í erfið- leikum með að komast út úr bíln- um. Rýmið aftur í dugar vel fyrir tvo fullorðna og hjónadjöfull er í aftursætisbaki auk hauspúða. Allur mögulegur og ómögulegur aukabúnaöur fáanlegur I bílinn er hægt að fá nær allan hugsanlegan aukabúnað auk þess ríkulega staðalbúnaðar sem í hon- um er. Vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður og þokuljós að framan eru staðalbún- aður í öllum útgáfunum. Einnig er hægt að fá rafdrifna spegla, ABS bremsur, sóllúgu, vindskeið, sérsmíðaðar farangurs- festingar á toppinn, álfelgur og loftkælingu svo nokkuð sé nefnt. Þar að auki er dýrasta útgáfan búin tveggja lítra V-6 vél og enn fullkomnari fjöðrunarbúnaði. Þar er kannski komin adrenalínpump- an sem vantar í íjögurra strokka bílana. I bílnum voru ágæt hljóm- tæki með þremur tengdum hátöl- urum, en gert ráð fyrir tveimur aftur í. Mazda 323F kostar með ryð- vörn og skráningu 1.767 þúsund og er það kannski í hærri kantin- um, en á það ber að líta að hann er ríkulega búinn þægindum, mik- ið er lagt í útlit, innréttingu og ýmiskonar þægindi. Sjálfskipti bíllinn fæst eingöngu með 1800cc vél og kostar hann 1.950 þúsund. Með framleiðslu þessa bfls er líklega verið að höfða til fólks í yngri kantinum með þokkaleg auraráð. Góðir aksturseiginleikar, sportlegt útlit og vel útfærð hönn- un að utan og innan eru aðalkost- ir Mazda323F. Guðlaug Sigurðardóttir Heilsuspill- andi rafbílar RAFBÍLAR gætu orðið til þess að auka á mengunarvandamál í stað þess að draga úr því, að mati vís- indamanna við Camegie Mellon háskólann í Pittsburgh. Þeir telja að mengun sem verður til við vinnslu og bræðslu á blýi sem notað er í rafgeyma rafbíla geti valdið miklum eitrunaráhrifum á fólk sem býr eða starfar í grennd við framleiðslustaðina. Reiknað hefur verið út að framleiðsla á einum rafbíl valdi sex sinnum meiri blýmengun í lofti en lítill bíll sem gengur fyrir bensíni með blýi. Nýja bílasalan, Bíldshöfða 8, sími 567 3766 Toyota Corolla Sedan '88. Ek. 92.000 km. Verö 520.000. Einnig '92 Ford Econoline '82. 6 cyl. klæddur. Verö 870.000. Nissan Sunny SIX '92 Ek. 38.000 km. Verö 860.000. Skoda Favorit '94. Ek. 10.000. km. Verö 680.000. Toyota Touring '90. Ek. 124.000 km. Verð 890.000. MMC Galant Glsi '91. Ekl. 90.000 km. Verö 1.080.000. Mazda 626 GTI '89. Ek. 93.000 km. Verö 900.000. Einn eigandi. Subaru Station '89. Ek. 100.000. km. Verö 830.000. Einnig '87.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.