Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 182. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flóttamenn frá Banja Luka segjast hafa búið við ömurlegar aðstæður og kúgun Serba Lokaáfangi þjóð- ernishreinsana hafinn í Bosníu Zagreb, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. KRÓATÍSKIR flóttamenn byrjuðu í gær að streyma frá borginni Banja Luka og sögðust embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að síðasti áfangi „þjóðernishreinsana" í átök- unum í fyrrverandi Júgóslavíu væri að hefj- ast. Talið er að allt að 30 þúsund Króata sé að finna í Banja Luka og 25 þúsund múslima. í stríðsbyrjun bjuggu 500 þúsund Króatar og múslimar í borginni. Alls fóru 600 Króatar frá borginni í gær og var fólkið flutt af Serbum að bökkum árinn- ar Sava fyrir norðan Banja Luka og látið greiða 100 þýsk mörk fyrir að fá að fara yfir ána. Er rúmlega hundrað flóttamenn höfðu farið yfír Sava við landamæri Króatíu og Bosníu bönnuðu Serbar karlmönnum yngri en 45 ára að yfirgefa Banja Luka. Nokkru síðar féllu þeir þó frá þeirri ákvörðun. Flóttamenn .segjast hafa verið reknir frá heimilum sínum er Serbar á flótta frá Krajina-héraði komu til Banja Luka. Líklegt er talið að þúsundir flótta- manna muni fara frá Banja Luka á næstu dögum. Þrjú ár eru síðan Serbar náðu borginni á sitt vald og segja flóttamenn aðstæður Króata og múslima hafa verið ömurlegar. Öðrum en Serbum hafi verið neitað um vinnu og jafnvel bannað að ganga á götum úti og sækja kirkju. Reuter ELDRI kona er borin á þurrt land eftir að hafa siglt yfir ána Sava til Króatíu. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði í gær að Bandaríkjastjórn liti tillögu Rússa um al- þjóðlega ráðstefnu til að leysa Júgóslavíudeil- una jákvæðum augum og að hún yrði tekin til skoðunar. Bandaríkjastjórn hefur mótað tillögur til lausnar deilunni og hóf Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ferð til Króatíu, Bosníu og Serbíu í gær. Ekki hefur verið gert opinbert hvað felst í tillögum Bandaríkjamanna. Litlar fregnir berast af sókn stjórnarhersins í Mið-Bosníu, sem hófst á laugardag. Herinn hefur lokað átakasvæðinu og neitar fulltrúum fjölmiðla og Sameinuðu þjóðanna um aðgang. Breskir eftirlitsmenn í nokkurra kílómetra fjarlægð fylgjast með stórskotaliðsárásum og sam- kvæmt upplýsingum þeirra hafa múslimar skotið þrjú þúsund sprengikúlum að Donji Vakuf frá því á laugardag. Þykir það benda til þess að stjórnarherinn njóti aðstoðar króat- ískra sveita, sem eru betur búnar þungavopn- um en stjórnarherinn. Hernaðarsérfræðingar SÞ telja að hugsan- lega sé það markmið stjórnarhersins að ná bænum Jajce á sitt vald en þar er rafstöð sem sér meðal annars Banja Luka fyrir rafmagni. Nái Bosníumenn Jajce verður það mikilvæg- asti áfangasigur þeirra frá upphafi átakanna. ¦ Ágreiningur um refsiaðgerðir/18 Hussein hvetur til breytinga Amman. The Ðaily Telegraph, Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur sagði í gær að nú væri rétti tíminn til breyt- inga í Bagdad, en Sharif Zeid Bin Shaker, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar á þingi landsins að Jórdanía yrði ekki bækistöð þeirra, sem vildu gera írökum mein. Flokkur íraskra stjórnarandstæðinga sagði í gær að hafnar væru hreinsanir í Bagdad. „Nú er rétti tíminn til breytinga, en ekki er hægt að segja til um [hve- nær þær verða]," sagði Hussein í viðtali við ísraelska dagblaðið Yedi- oth Ahronoth. „Komi til breytinga verður það aðeins til góðs." „Við vorum að velta því fyrir okk- ur hvenær Hussein konungur myndi Stjórnarandstaðan kveður hreinsanir hafnar í Bagdad taka af skarið," sagði vestrænn stjórnarerindreki og kvað ólíklegt að leiðtogi Jórdaníu myndi gefa út yfír- lýsingu af þessu tagi að ástæðulausu. Bin Shaker forsætisráðherra sagði hins vegar að Jórdanir væru ákveðn- ir í að skaða ekki samskipti íraka og Jórdana þótt þeir hafi veitt tengdasonum Saddams Husseins, forseta íraks, hæli í síðustu viku ásamt fylgdarliði þeirra. Þingmenn_ hafa gagnrýnt þá ákvörðun að leyfa öðrum tengdasonanna, Hassan Ka- mel Husseín, að halda blaðamanna- fund um helgina þar sem hann hvatti til þess að Saddam yrði steypt úr stóli. Jórdanar voru mjög tregir til að snúast á sveif gegn Irökum eftir inn- rás þeirra í Kúveit og það er fyrst nú að samskipti þeirra við önnur ríki í Persaflóa mega teljast við það að verða eðlileg. Dr. Hamid al-Bayati, fulltrúi stjórnarandstöðuflokks í írak, sagði í London í gær að írösk stjórnvöld hefðu handtekið tíu háttsetta yfir- menn úr hernum í kjölfarið á flótta tengdasonanna, þ. á m. tvo hershöfð- ingja. Einnig hefðu tugir lægra settra yfirmanna hersins verið hnepptir í fangelsi. „Saddam er að reyna að fangelsa hvern þann, sem gæti fylgt eða stutt Hussein Kamel, vegna þess að Huss- ein Kamel bað herinn að láta til skar- ar skríða gegn Saddam," sagði Bay- ati. Kúveitar sögðu í gær að Hussein Kamel bæri ekki að treysta og þing- maður einn sagði að hann væri ekk- ert annað en „annar Saddam". ¦ írakar segja flóttamenn/18 Viljaekki feitar konur Róm. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD í ferðamannabæn- um Diano Marina á ítalíu hyggjast setja bann við því að feitar og ófriðar konur „mis- bjóði fegurðarskyni" bæjarbúa með því að ganga um götur bæjarins í bikinísundfötum. Samkvæmt nýju reglunum geta lögreglumenn bæjarins stöðvað og sektað konur stand- ist þær ekki átta af tíu skilyrð- um sem sett verða. Elio Novaro aðstoðarbæjar- stjóri sagði að feitar konur gætu sýnt líkama sinn á strönd- inni, en öðru máli gegndi um götur bæjarins. Stefano Zecc- hi, kennara í fagurfræði við katólska háskólann í Mílanó, yrði falið að setja reglur um málið. Lögmaður ítölsku neytenda- samtakanna sagðist í gær ætla að höfða mál á hendur öllum er reyndu að takmarka rétt fólks til að ganga um í bikiníi. Fellibylur í aðsigi FELLIBYLURINN Felix mun ganga yfir Bermúda í dag og farið var að hvessa verulega á suðurströnd eyjunnar síðdegis í gær. Þrátt fyrir þessa vægast sagt óhagstæðu veðurspá fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í dag um það hvort Bermúda eigi að sækjast eftir sjálfstæði frá Bretlandi. Felix færist í norð- vesturátt og hefur verið gefin út stormviðvörun fyrir austur- strönd Bandarikjanna í dag. ¦ Þjóðaratkvæðagreiðsla/18 Norskur gísl drepinn í Kasmír Kröfu mannræn- ingjanna hafnað Srinagar, Nýju Delhí, íslamabad. Reuter. STJORN Indlands sagði í gæf að ekki kæmi til greina að verða við kröfum mannræningja í Kasmír um að láta fanga lausa í skiptum fyrir vestræna gísla. Einn gíslanna, 27 ára Norðmaður, fannst myrtur á sunnudag og lík hans var fært til krufningar í Nýju Delhí í gær. Norðmaðurinn, Hans Christian Ostra, var afhöfðaður og mannræn- ingjarnir hótuðu að drepa fjóra aðra gísla innan tveggja daga ef Indverjar slepptu ekki 15 aðskiln- aðarsinnum frá Kasmír úr fang- elsi. Tveir gíslanna eru Bretar en hinir frá Bandaríkjunum og Þýska- landi. Bandarískir embættismenn hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfu mannræningj- anna. Indverska stjórnin er undir mikl- um þrýstingi að koma í veg fyrir að fleiri gíslar verði drepnir og milligöngumaður hennar ræddi við fulltrúa mannræningjanna í gær. Stjórnin hefur íhugað möguleika á hernaðaraðgerðum til að bjarga gíslunum en indverskir embættis- menn segja það hættulega lausn. Embættismaður í Nýju Delhí sagði að slíkar aðgerðir gætu leitt til „mikils blóðbaðs". Drápið fordæmt Yfirvöld í Kasmír sögðust ætla að halda áfram að freista þess að ná samkomulagi við mannræningj- ana, sem eru í óþekktri hreyfingu sem nefnist Al-Faran. Einn af leiðtogum múslimskra aðskilnaðar- sinna í Kasmír fór hörðum orðum um drápið og lofaði því að láta hengja mannræningjana ef þeir reyndust Kasmírbúar. ¦ Norðmaður fórnarlamb/19 Reutei'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.