Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUD'ÁGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Átta íbúðir á 70 dögum LOFTORKA hf. ráðgerir að byggja átta íbúðir í Súðavík á um 70 dög- um. Konráð Andrésson hjá Loftorku segir að þetta sé ekki met í bygging- arhraða því fyrirtækið hafi reist við- byggingu við hótel í Borgarnesi í vor, alls 32 herbergi, kjallara og þrjár hæðir, á einum og hálfum mánuði. Byijað verðúr að grafa grunna íbúðarhúsanna í Súðavík í dag. Loft- orka flytur forsteypta sökkla vestur og meðan fyllt er í þá eru veggeining- amar steyptar í Borgamesi. Heima- menn reisa þök á húsin og ráðgert er að þau verði tilbúin undir tréverk 26. október.Kostnaður við að gera hverja íbúð tilbúna undir tréverk er 5,1 milljón kr. en íbúðirnar em á annað hundrað fermetrar að stærð. -♦.♦ ♦.. Atlantic Princess IS annast afurðasölu ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. munu annast sölu afurða fyrir togarann Atlantic Princess, og í framhaldi af því miðla greiðsium til þeirra sem útgerð skipsins hefur átt viðskipti við. Drög að samningi hvað þetta varðar liggja nú fyrir og er ráðgert að togarinn haldi til karfaveiða á Reykjaneshrygg einhvern næstu daga. Atlantic Princess hefur ásamt tog- aranum Atlantic Queen legið í Hafn- arfjarðarhöfn í tvo mánuði og nema skuldir vegna togaranna hér á landi um 30 milljónum króna. Borkostnaður hefur lækkað ÞEIR SEM njóta jarðhitaveitu bera að meðaltali helmingi lægri upphitunarkostnað en þeir sem njóta upphitunar með niðurgreiddu rafmagni. Niðurgreiðsla ríkisins vegna upphitunarkostnaðar er um 400 milljónir kr. á ári. Olafur Flóvens jarð- eðlisfræðingur hjá Orkustofnun segir að kostnað- ur við jarðboranir hafí lækkað veralega í verði. Olafur segir að hagkvæmt geti verið að bora eftir heitu vatni á þeim svæðum sem ekki hafa hitaveitur og þar sem fyrir eru dreifíkerfí í göt- um fyrir vatn. „Við slíkar aðstæður er hver dropi af heitu vatni fundið fé,“ sagði Ólafur. Ólafur nefnir Hornafjörð, Seyðisfjörð og ísa- fjörð um staði sem þannig háttar til. „Það er að heijast átak í jarðhitaleit á vegum RARIK og sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Þar sem menn hafa aðgang að heitu vatni til upphitunar er orkukostnaðurinn mun lægri en annars stað- ar.“ Ólafur segir að það fylgi því alltaf áhætta fyrir sveitarfélögin að bora eftir heitu vatni, sérstaklega á köldum svæðum. „En við getum líka skoðað þetta út frá því að á hverju ári eru greiddar hátt í 400 milljónir kr. í niðurgreiðslur fyrir þessi 15% þjóðarinnar sem ekki hafa jarð- hita. Það er því til mikils að vinna að lækka þær.“ Fáeinir sekúndulítrar borga sig Ríkissjóður styrkir ekki að neinu leyti jarðhita- leit og er hún því fyrst og fremst í verkahring sveitarfélaganna. Ólafur segir að upphitunar- kostnaður frá dýrustu jarðhitaveitum landsins sé á svipuðu róli og þar sem niðurgreitt rafmagn er notað til upphitunar. „Ef upphitunarkostnað- urinn fer ekki niður fyrir niðurgreidda rafmagn- ið er enginn hvati fyrir sveitarfélögin að hefja boranir. En að meðaltali er upphitunarkostnaður þeirra sem hefur jarðhitaveitu helmingurinn af upphitunarkostnaði með niðurgreiddu raf- magni,“ sagði Ólafur. Hann segir að kostnaður vegna borana hafí lækkað verulega í verði á síðasta áratug og hola þurfí ekki að skila nema tiltölulega litlu magni af heitu vatni til þess að orka úr henni verði ódýr. „Sé hægt að bora mjög nærri dreifi- kerfinu eftir heitu vatni, svo ekki þurfí að leggja langar lagnir, þarf hola ekki að skila nema fáein- um sekúndulítrum af 60-70 gráðu heitu vatni til þess að það borgi sig,“ sagði Ólafur. Úrskurður Samkeppnisráðs Olíufélagið hefur ekki sjálfdæmi um túlkun OLÍUFÉLAGINU hf. er það ekki í sjálfsvald sett hvernig það túlkar ákvörðun Samkeppnisráðs um það hverjir megi sitja fyrir hönd félags- ins í stjórn OIís. Félaginu er heldur ekki í sjálfsvald sett hvort það fer eftir ákvörðuninni. Guðmundur Sigurðsson viðskipta- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun segir að þótt skilja hafí mátt orð þau sem eftir honum voru höfð í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag á þann veg að Samkeppnisstofnun myndi ekki hafa afskipti af því hvort Olíufé- lagið hf. færi eftir ákvörðun stofnun- arinnar þá væri það auðvitað ekki raunin. „Það sem ég átti við er það að þessi skilyrði eru skýr og afdrátt- arlaus. Ef Ölíufélagið segir að þeir menn sem það hefur skipað í stjórn Olís falli ekki undir þessi skilyrði þá deilum við ekkert við Olíufélagið um það að óathuguðu máli og ekki á þessu stigi. Það kynni svo að verða kannað síðar. Ef við kæmumst þá að því að einhverjir stjórnarmenn í Olís væru vanhæfir til setu þar myndum við gera athugasemd við það og að sjálfsögðu bæri Olíufélag- inu að fara eftir því.“ Guðmundur segir að skilyrðin séu sett til að komast hjá því að grípa til harkalegri aðgerða vegna sam- runans á olíumarkaðnum en ef þau verði ekki uppfyllt þá geti menn dregið sínar ályktanir um það til hvers það myndi leiða. Það vekur athygli að í ákvörðun- arorðum Samkeppnisráðs er aðilum ekki settur frestur til að uppfylla skilyrðin. Aðspurður segist Guð- mundur túlka þetta svo að aðilum beri að vinda bráðan bug að því að uppfylla skilyrðin en þó hljóti þeir að hafa nokkurt svigrúm til þess að gera breytingar á stjórn ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að ekki sé brotið gegn markmiði skilyrðanna sem er að tryggja að Olíufélagið og Olís starfi áfram sem sjálfstæð félög. ioo vðmmiBOÐ Á1QO KR. NVERT A MTIWI IWM>n(>£liC> í MORGUNBLAÐINU í dag er Qögurra síðna auglýsinga- blað frá Nóatúni þar sem verslunin kynnir eitthundrað vörutegundir sem kosta 100 krónur hver. Ekki verið tekin ákvörðun um kæru KRISTJÁN Loftsson stjórnarfor- maður Olíufélagsins hf. segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort ákvörðun Samkeppnis- ráðs um skilyrði fyrir kaupum á hlutabréfum í Olís og stofnun Olíu- dreifingar verði kærð til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Kristinn Björnsson forstjórí Skeljungs segir félagið engan hug hafa á afskiptum af málinu. Heimilt er að kæra ákvörðun Samkeppnisráðs til áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála innan fjögurra vikna frá því aðila máls var til- kynnt um hana. Samkeppnisyfír- völd líta svo á að frestur hlutaðeig- andi olíufélaga til að kæra ákvörðun ráðsins um skilyrði fyrir samruna á olíumarkaðnum hafi byrjað að líða á föstudaginn var þótt Olíufélaginu og Hydro Texaco hafi verið kunn- ugt um niðurstöðuna frá því um miðjan júlí síðastliðinn. Rökstudd niðurstaða Iá heldur ekki fyrir fyrr en \ síðustu viku. I áfrýjunarnefnd eiga nú sæti sem aðalmenn Stefán Már Stefáns- son prófessor, Jónatan Sveinsson hrl. og Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur. Áfrýjunarnefnd hefur sex vikur frá málskoti til að úrskurða um kæru. Loks má skjóta úrskurði áfrýjun- arnefndar til dómstóla með kröfu um ógildingu. ■ Samkeppnisráð/26 Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Elsti síminn erfrá 1914 Hvolsvelli. Morgunblaðið. í BYGGÐASAFNINU í Skógum undir Eyjafjöllum hefur nú verið sett upp símasafn. Það er Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi í Mýr- dal sem á heiðurinn að söfnun sím- anna en hann hefur starfað hjá Pósti og síma um árabil. Sigþór hóf að safna símum fyrir um það bil 35 árum og á eintak af svo til öllum símum sem notaðir hafa verið frá því að sími var fyrst lagð- ur í héraðinu og fram að því að sjálfvirkur sími tók við. „Þessi söfnun mín hófst eigin- lega með því að þegar farið var að endurnýja ýmsa hluti varðandi símann sá ég að þetta væru hiutir sem aldrei yrðu notaðir aftur. Eg varð því hræddur um að þetta gæti farið forgörðum og fékk því leyfi til að halda ýmsu eftir og halda til haga. Þetta var svo á endanum orðið að allmiklu safni sem ég hafði heima hjá mér. Ég var síðan farinn að hafa áhyggjur af því hvað myndi verða um þetta eftir minn dag og því þótti mér vænt um að geta komið þessu fyr- ir hérna í Byggðasafninu í Skóg- um. Það má segja að manni þyki gaman að láta frá sér hluti sem manni þykir vænt um á þennan góða stað. Símarnir og skiptiborðin sem ég hef haldið til haga eru all- ir héðan af svæðinu en ég hef ver- ið símaverksljóri i Vestur-Skafta- fellssýslu og út að Markarfljóti. Elsti síminn er frá Hvammi en hann áttu afi minn og amma og er hann frá 1914 þegar síminn kom hingað fyrst. Síðan má segja að hér séu símar alveg frá þeim tíma og allar götur þar til sjálfvirki sím- inn kemur í sveitimar. Þá era hér einnig skiptiborð úr Vík og frá Klaustri og margir skemmtilegir hlutir sem tengjast símanum." Það er augljóst að Sigþór hefur verið iðinn við söfnunina því hann sagðist hafa farið með jafnmikið af gripum heim og hann setti upp í safninu. Þykkvibær Innbrot í í banka og póst- afgreiðslii INNBROTSÞJÓFAR unnu skemmd- ir í útibúi Búnaðarbankans og af- greiðslu Pósts og síma í Þykkvabæ um helgina. Lögreglan á Hvolsvelli telur að þeir hafi fyrst og fremst verið á höttum eftir peningum. Aðkoman var ófögur þegar póst- meistari kom til vinnu snemma á mánudagsmorgun. Innbrotsþjófarn- ir höfðu tekið rúðu úr glugga og skriðið inn í húsið en bankaútibúið og póstafgreiðslan eru í sama húsi. Þegar inn var komið höfðu þeir brot- ið upp hurðir, snúið við öllum skáp- um og skúffum, og reynt að opna stóran peningaskáp í bankaútibúinu. Þeim tókst hins vegar ekki að opna skápinn og virðast þeir ekki hafa fundið aðra fjármuni en skiptimynt að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Þeir höfðu peningana á brott með sér og frímerki. Bankanum lokað Steinunn Adolfsdóttir, umboðs- maður Pósts og síma í Þykkvabæ, sagði erfitt að meta hve mikið fjár- hagslegt tjón þjófarnir hefðu unnið. Aformað hafði verið að loka úti- búi Búnaðarbankans 1. september nk. Vegna skemmdanna sem unnar vora um helgina hefur verið ákveðið að flýta lokun bankans og verður hann ekki opnaður aftur. Póstaf- greiðslan hefur verið færð heim til Steinunar Adolfsdóttur. ♦ ♦ Sprenging í bát í Seyðis- fjarðarhöfn Scyðisfirði. Morgunblaðið TVEIR menn slösuðust þegar gas- sprenging varð í vélbátnum Helgu Sigmars NS 12 í Seyðisfjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags. Slysið varð þegar mennirnir voru að hefla róður klukkan að ganga tvö á sunnudagsmorgun. Annar maður- inn fór niður í káetu til þess að kveikja á kabyssu, og bendir allt til þess að gasleki hafi orðið og orsakað mikla sprengingu þegar kveikt var á loga. Víð þetta urðu miklar skemmdir á innviðum bátsins og brenndust mennirnir báðir. Svo virðist sem eldurinn háfi slökknað sjálfur um leið og spreng- ingin var afstaðin og komust menn- irnir báðir fyrir eigin rammleik á Sjúkrahús Seyðisfjarðar. Að sögn aðstandanda mannsins sem var niðri í káetu fékk hann annars stigs brunasár á höndum og var hann fyrst fluttur til Norðfjarðar á sjúkrahús, en síðan á Landspítal- ann til aðhlynningar. Sá sem var uppi í stýrishúsi slapp hins vegar betur frá óhappinu og liggur nú á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.