Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 11 FRETTIR Umhverfisátak á Suðurlandi Gæði neysluvatns í vatnsbólum könnuð Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HJALTI Úrsus í hópi áhorfenda, sem kunnu vel að meta tilburði hans. Hjalti Úrsus sterkastur HJALTI Úrsus Árnason tryggði sér titilinn Sterkasti maður Is- lands í aflraunakeppni, sem haldin var í fjölskyldugarðinum í Laug- ardal um helgina. S_ex keppendur tóku þátt í mótinu. í öðru sæti varð Auðunn Jónsson. Hjalti náði strax forystu í keppninni á fyrsta degi af tveim- ur, vann tvær greinar. En annan daginn fékk hann meiri keppni. Auðunn lagði hann að velli í rétt- stöðulyftu og lyfti 500 kg á móti 460 kg Hjalta. Þá vann Vilhjálmur krossfestulyftuna og bændagöng- una svokölluðu. En í lokagreininni náði Hjalti einn keppenda að lyfta Húsafellshellunni svokölluðu og labba með hana nokkurn spöl. Innsiglaði hann þar með sigurinn. Hjalti hlaut 41 stig í mótinu, Auð- unn 36 og Vilhjálmur 34,5. „Það þurfti dýrsleg átök til að lyfta Húsafellshellunni og labba með hana, en hún er 186 kg. Það var erfiðasta grein mótsins, en annars var mjög erfitt að keppa í slag- viðrinu. Allir hlutir voru erfiðari viðfangs í bleytunni seinni dag- inn,“ sagði Hjalti, sem vonast til að komast með Magnúsi Ver Magnússyni á keppnina Sterkasti maður heims á Bahamaeyjum. ------♦----------- HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suður- lands vinnur nú að umhverfisskoð- un í Laugardalshreppi, þar með talið á Laugarvatni. Könnunin er hluti af stærra verkefni, sem hlot- ið hefur heitið „Hreint Suður- land“. Unnið er að verkefninu í flestum sveitarfélögum á Suður- landi. Markmið verkefnisins er að gæði umhverfis á Suðurlandi verði í náinni framtíð eins og þau geti best orðið á heimsvísu. Verkefnið felst m.a. í könnun á gæðum neysluvatns í öllum vatnsbólum. Ástand fráveitna er kannnað og einnig sorpmál. Til- gangurinn með verkefninu er að kann núverandi ástand, gera til- lögur að úrbótum þar sem þess gerist þörf og meta kostnað við framkvæmdir. Nauðsynlegt vegna matvælaframleiðslu Þetta verkefni er ekki aðeins talið nauðsynlegt vegna heilbrigð- is- og umhverfisþátta heldur einn- ig vegna matvælaframleiðslu á Suðurlandi og þróunar í landbún- aði og ferðaþjónustu. Könnunin nær bæði til þéttbýlisstaða og allra lögbýla á Suðurlandi. Áætlað er að verkefnið standi í tvö ár. Hluti verksins í Laugardals- hreppi er lokið og voru drög að niðurstöðu í dreifbýli sveitarfé- lagsins kynnt á hreppsnefndar- fundi í vikunni. Helstu niðurstöður eru að neysluvatn sé gott á flestum býlum í s'veitarfélaginu og að ástand fráveitna í dreifbýli sé ág- ætt. Fyrirhugaðar eru úrbætur þar sem þess gerist þörf. Unnið hefur verið að úrbótum í sorphirðumál- um. Stefnt er að því að koma upp móttökuaðstöðu fyrir spilliefni og stefnt er að frekari flokkun úr- gangs í sveitarfélaginu. Mengun í Laugarvatni Næsta ár verða tekin vatnssýni úr Laugarvatni með reglulegu millibili. Komið hefur í ljós að frá- veitumengun er í vatninu. Heil- brigðiseftirlit Suðurlands, í sam- ráði við heilbrigðisnefnd Lauga- ráss, taldi ástæðu til að vara fólk við að baða sig í vatninu m.a. vegna kólígerlamengunar. Meng- unin á hins vegar ekki að hafa nein áhrif á fiskinn í vatninu. Ástæðan fyrir menguninni er að þrátt fyrir að rotþrær séu á fráveitum við vatnið fer siturvatn rotþróa í Laugarvatn. Unnið er að úrbótum á þessu vandamáli. Ólafsvík „Vindur í vatnsglasi“ ALLMIKILL hvellur barst frá hafn- arbakkanum í Ólafsvík síðastliðið laugardagskvöld og þótti ljóst að þar hefði orðið sprenging. í ljós kom að menn höfðu verið að fikta með.gas, poka og eld og úr varð hvellur en ekkert meira. Lögreglan í Ólafsvík segir að þessi sprenging hafi aðeins verið vindur í vatnsglasi og vill ekki gera meira veður út af atburðinum. Málið er upplýst en lögreglan kveðst ekkert vilja um það segja hvort sömu ein- staklingar og hrelldu Siglfirðinga með svipaðri gassprengingu hafi verið þarna á ferð. Helgin var ann- ars tíðindalítil, að sögn lögreglu. Undur ■Mal 7. seotember - Síðustu sætin KAÍRÓ- PÝRAMÍDARNIR-SIÚLINCÁNÍL-LUXOR -ASWAN Stórkostleg ævintýraferð til Egyptalands, vöggu heims- * menningarinnar þar sem þú kynnist umhverfi og menningarverðmætum Faraóanna, sem eiga sér engan líka í mannkyns- sögunni. Töfrar Kaíró í góðum aðbúnaði á góðu 4 stjörnu hóteli og ævin- týrasigling á ánni Níl með íslenskum fararstjóra Heimsferða allan tíihann. Innifaliö í ver&i: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gist- ing á 4 stjörnu hótelum, sigling á Nil, morgunverður í Kaíró og fullt fæði í siglingunni á Níl. Gist á góðu hóteli í Benidorm á heimleið með morgunmat, ekki fæði inni falið. íslenskur fararstjóri með allan tímann. Verö feröar: Kr. 102.860.- Verð pr. mann í tveggja manna herbergi. 8 dasar, p ð6Uls tessi ei„„ . , 9ariEsypiai cndi f _ d»9srÓSpáni Ífi?t860.. HEIMSFERÐIR wmmmmmm. AUSTURSTRÆT117 SÍMI 562 4600 FERÐATILHÖGUN: ■...» 7. sepiember Beint flug með flugi Heimsferða til Barcelona frá Keflavik. Gist í Barcelona. ..8. september Brottför frá Barcelona til Kaíró í Egyptalandi. Dvöl í Kaíró um nóttina. .■—» 9. september Að morgni lagt af stað til Aswan og farið um borð í hótelbátinn Flash, sem hópurinn mun sigla á eftir Níl næstu 4 daga. ....b 10.-13. september Helstu áíangastaðir: - Luxorhoíið og Karnakhofið - Dalur konung-anna og grafhýsi Ramsesar II og Seti I. - Hoí Hatshepsut drottningar - Dalur drottninganna. - Sigling um Esna, Edfu og Kom Ombo. — Hoí Hórusar. - Kitchener eyja. - Grafhýsi Agha Khans. - Stíflan mikla í Aswan. - Abu Simbel. 13. og 14. september Dvöl í Kaíró. 15. september Farið frá Kaíró til Benidorm á Spáni þar sem dvalið verður til 21. september. ..» 16.-21. september Dvöl í Benidorm. Beint ílug til íslands frá Benidorm. Völ á framlengingu dvalar á Spáni og í Egyptalandi Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sim 567-1800 Löggild bílasala MMC Lancer EXE ’91, blár, sjálfsk., ek. aðeins 51 þ. km., spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 920 þús. ...... — Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, grár, 5 g., ek. 51 þ. km., rafm. í rúðum, samlæs- ingar. V. 1.100 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, 5 g., álfelgur o.fl. 170 ha. Gott eintak. V. 490 þús. „Nýr bíll" Suzuki Sidekick JXi 16v '95, steingrár, 5 g., óekinn. V. 1.950 þús. sm Nýr bíll! Renault Safrane 2.2 Vi '94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. Sjaldgæfur sportbíll Nissan 300 ZX V-6 '85, m/T-Topp, 5 g., ek. 135 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. MMC Colt 1.6 GLXi '92, hvítur, sjálfsk., ek. aðeins 14 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. Reyklaus bíll. V. 1.100 þús. MMC Pajero '86 D turbo, langur, ek. 147 þ.km., 31" dekk, V. 920 þús. Sk. á ód jeppa t.d. D.cap. Grand Cherokee Laredo 4.0L '95, vín rauður, m/öllu, ek. 8 þ. km. V. 3,8 millj. Hyundai Pony LS '93, 4ra dyra, 5 g., ek. 37 þ. km. V. 780 þús. Toyota Corolla DX Sedan '87, 5 g., ek. aðeins 77 þ. km. V. 400 þús. Toyota Lite Ace (bensín) '90, sendibíll, ek. 70 þ. km. V. 650 þús. Toyota Hi Lux D.Cap SR-5 m/húsi '93, 5 g., ek. 42 þ. km., grár, 31" dekk, álfelgur. V. 1.980 þús. Citroen CV 2 braggi 86, rauður/svartur, 5 g., ek. 96 þ. km. Mjög gott útlit. V. 270 þús. Ford Econoline 150 9 manna '91, sjálfsk., 8 cyl. (351), ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Citroen BX 1600 TZS '91, grár, 5 g., ek. 69 þ. km., V. 890 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam '88, 5 g., ek. 120 þ. km. (ný tímareim), sóllúga, spoiler o.fl. Tilboðsv. 490 þús. Ford Explorer Eddie Bauer '91, dökkblár, 5 d., ek. 58 þ.km., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 2,7 millj. Sk. ód. Nissan Sunny GTi 2000 '93, ek. 40 þ.km. Svartur, álfelgur, ABS o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód. Honda Civic GTi '89, steingrár, 5 g., ek. 104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. Daihatsu Charade TX '91, 3 dyra, rauð- ur, 5 g., ek. 52 þ.km. V. 620 þús. Toyota Carina II '91, dökkblár, 5 g., ek. 40 þ.km. Rafmagn í rúðum o.fl. V. 1.030 þús. Daihatsu Feroza '89 EL-II, 5 g., ek. 121 þ.km. V. 790 þús. Toyota Celica Supra 2,8i, '84, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 490 þús. MMC Lancer GLX '89, 5g., ek. 88 þ.km. Rafm. í rúðum, central læsing o.fl. V. 650 þús. Toyota Corolla DX '86, hvítur, 3 dyra, sjálfsk., ek. 92 þ.km. V. 330 þús. Suzuki Swift GL '89, 3 dyra, 5 g., ek. aðeins 63 þ.km. V. 430 þús. Ódýrir bílar á tilboðsverði Citroen BX 14E '87, 5 g„ ek. 140 þ. km„ mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ford Escort 1100 '86, ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. Citroen CX 2000 '82, 5 g., góð vél, ný skoðaður. V. 195 þús. Tilboðsv. 125 þús. Chervrolet Monza 1.8 SLE '86, sjálfsk., ek. 135 þ. km. V. 230 þús. Tilboðsv. 160 þús. Kjarni nuilsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.