Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Miðasalan á HM íþyngir Ratvís FERÐASKRIFSTOFAN Ratvís hefur hætt sölu á flugfarmiðum þar sem ekki hefur tekist að útvega þær tryggingar sem þurfa að liggja þar að baki. Halldór Jóhannsson hjá Ratvís segir þetta vera tímabundið ástand og sé ástæðuna að finna í miðasölunni á HM í handbolta. ' „Það sem gerðist hjá okkur er að vegna miðasölunnar á HM í vet- ur vorum við með mjög háar trygg- ingar sem við erum enn bundnir af. Þar sem ekki voru næg veð fyr- ir hendi vegna þéssara trygginga treystum við okkur ekki til þess að halda hvoru tveggja úti á sama tíma og ákváðum því að hætta sölu á farmiðum fyrir íslendinga til út- landa þar til það yrði ljóst hvernig okkar tilraun með handboltann myndi reiða af.“ Halldór reiknar með því að upp- gjörið fyrir HM eigi að liggja fyrir í lok ágúst og gerir hann ráð fyrir því að ferðaskrifstofan muni hefja farmiðasölu að nýju um leið og það uppgjör liggi fyrir. Enn sé hins vegar óljóst hvort að Ratvís muni tapa einhveijum fjármunum vegna miðasölunnar á HM. VERIÐ er að gera tilraunir með fyrsta snjall- kortið, Mondex, í bænum Swindon í suður- hluta Englands með þátttöku um 40 þúsund neytenda og um 1000 verslana. Frumkvöðlar þess halda því fram að rafræn gjaldmiðlun eigi eftir að leggja undir sig heiminn og verða jafnríkur þáttur í daglegu lífi okkar og sjónvarp og sími. Snjallkortið: Örgjörvi vistar reiðufé sem stafrænar upplýsingar. SAGA PENINGANNA 2500 f.Kr. Mesópotamía Stein- töflur skrá skipti á vörum gegn vigtuðu magni t,silfurs og kallast þyngdareiningin "shekel". 1500 f.Kr. Kína Kuðungar notaðir sem gjaldmiðlar og þegar kínverska ritmálið verður til eru kuðungar notaðir sem tákn fyrir peninga. 600 f.Kr. Lýdía Fyrstu mynt- sláttumar, klumpar gulls log slifurs slegnir með táknum sem gáfu til kynna þyngd þeirra og verðmæti. REUTER Bandaríkin - Kína i-Mesópotamía L Lydia 1000 e.Kr. Kína Fyrstu peninga- seðlarnir úr pappír verða \ \lil þegar fólk fór að skilja A '''’3~\þungar málmslátturnar ’eftir hjá kaupmönnunum gegn kvittun sem aftur var notuð sem gjaldmiðill. ‘Skömmu síðar tóku stjórn- 'völd að prenta slíkar kvitt- anir með mismunandi fjár- hæðum til almennra nota. 1950 Bandaríkin Fyrsta Diners Club kreditkortið gefið út, þar sem korthafar gátu keypt vörur með plastkorti og skuldajafnað reikninginn síðar gagnvart greiðslu- kortafyrirtækinu. Veskið: Les kortið og getur endurhlaðið meðreiðufé með því að tengjast viðskipta- , bankanum um síma. Þín verslun fær- ir út kvíarnar MATVÖRUVERSLANIRNAR Kassinn í Ólafsvík og Verslunarfé- lagið Ásgeir' á Siglufirði ganga að öllum líkindum til liðs við innkaupa-- samtökin Þína verslun á næstunni. Aðildarumsóknir verslananna verða teknar fyrir á félagsfundi samtak- anna í dag. Þín verslun er keðja sextán smá- söluverslana sem stofnuð var í byij- un ársins. Keðjan sér um innkaupa- samninga við framleiðendur og stór- kaupmenn og sameiginlega mark- aðssetningu verslananna að hluta til. Bætist umræddar verslanir í hóp- inn verður Þín verslun alls komin með átján verslanir innan sinna vé- banda. Þessi viðbót ætti að vera kærkomin fyrir samtökin enda missa þau stærstu verslun sína, Garðakaup í Garðabæ, úr hópnum innan skamms þar sem Hagkaup hefur tekið húsnæðið á leigu og ætlar að opna þar verslun í október. Árni Helgason, framkvæmdastjóri Þinnar verslunar, segir að aðildarum- sóknir verslananna tveggja haft þeg- ar verið samþykktar í stjóm samtak- anna. Hann býst fastlega við að form- lega verði gengið frá málinu á félags- fundirium í dag. í Ólafsvík eru nú tyger matvöru- verslanir, Kassinn og Hvammur, og hefur samkeppni þeirra við verslanir á höfuðborgarsvæðinu aukist mjög á síðustu árum með stórbættum samgöngum enda vantar lítið upp á að bundið slitlag nái alla leið til Ól- afsvíkur. Hagstæðari innkaup Ágúst Sigurðsson, eigandi Kass- ans, segir að markmiðið með sam- starfi við Þína verslun sé að ná hag- stæðari innkaupum og lækka vöru- verð. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir smærri verslanir að mynda mótvægi við þessa stóru aðila í Reykjavík sem hafa náð gífurlegri hlutdeild á mark- aðnum með óeðlilegum undirboðum. Til þess að ná fram lægra vöruverði hér í Ólafsvík taldi ég vænlegast að óska'eftir samstarfi við Þína versl- un,“ segir Ágúst. Á Siglufirði eru einnig tvær búð- ir, Yerslunarfélagið Ásgeir og versl- un Kaupfélags Eyfirðinga og hefur hin síðarnefnda haft meiri markaðs- hlutdeild til þessa samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Alnetíð ógnar ríkisvaldinu London. Reuter. Svo til engín stærri verkefni framundan hjá verktökum Alger óvissa um verkefni eftir áramót VAXANDI umferð um Alnetið gæti gert fyrirtækjum og einstaklingum kleift að komast hjá skattgreiðslum og byggja upp neðanjarðarhagkerfi, sem ríkisstjómir hefðu lítið um að segja. Kemur þetta fram hjá tölvus- érfræðingum en þeir benda á, að viðskiptin á Alnetinu aukist jafnt og þétt og með tilkomu svo kallaðra „tölvudala" fari bankakerfið á mis við miklar tekjur. „Rafræna pyngjan“, sem gerir unnt að færa inn og út af reikning- um í gegnum símalínur, gæti orðið vinsæll, öruggur og umfram allt ósýnilegur greiðslumáti þar sem menn notuðu þann gjaldeyri sem þeim þóknaðist hverju sinni. Ríkis- stjórnir gætu með öðrum orðum misst tök á fjármagnsflæðinu milli landa og áhrif þeirra á efnahagslífið og markaðinn með hefðbundnum aðferðum yrðu miklu minni en áður. Ekki peningagreiðslur Bandaríska viðskiptaráðneytið reiknar með að rafrænar greiðslur muni svara til 20% af öllum kaupum Bandaríkjamanna árið 2005. ÖLIUVERÐ lækkaði nokkuð í gær vegna vangaveltna um, að flótti eins tengdasonar Saddams Huss- eins íraksforseta kynni að flýta fyrir því, að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt. írakar gætu þá hafíð olíuútflutning að nýju. Vonir olíufélaganna um verðhækkun eru hins vegar helst bundnar því, að næsti vetur í Evrópu verði „venju- legur“ en síðasti vetur var óvana- lega mildur. Flótti tveggja tengdasona Huss- eins frá írak, þar á meðal Husseins Kamels Hassans, sem hafði áður yfirumsjón með hemaðaruppbygg- ingunni í landinu, hefur valdið því, að íraksstjórn er nú fús til að skýra fulltrúum Sameinuðu þjóðanna frá ýmsu málum, sem hún hefur hingað til haldið leyndum. Verði tafið, að „Reikningarnir munu hætta að berast inn um bréfalúguna mánað- arlega. Gjaldið fyrir farsímann, kapalsjónvarpið og margt fleira mun tínast út *f reikningnum um leið og tækin eru notuð og það er á þessu, sem upplýsingaþjóðfélagið mun byggjast. Greiðslur fyrir margt annað þyrftu heldur ekki að vera í einhveij- um gjaldeyri, þær gætu þess vegna verið í formi einhverra réttinda, til dæmis flugfarmiða, og það yrði erf- itt fyrir skattyfirvöld að henda reið- ur á því öllu saman,“ segir David Birch, forstjóri Hyperion, sem er ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingamál- um. Ríkisstjórnir víða um lönd hafa áhyggjur af þessari þróun og EMI, Evrópska peningamálastofnunin, nokkurs konar fyrirrennari Evr- ópska seðlabankans, hefur lagt til, að sett verði lög um, að rafrænar greiðslur verði að fara í gegnum bankana. Birch telur þó, að tilraunir ríkisvaldsins til að ná tökum á þeirri þróun, sem nú á sér stað, muni eng- an árangur bera. hún hafi skýrt undanbragðalaust frá öllu, sem máli skiptir, þá er um leið kominn grundvöllur fyrir af- námi refsiaðgerða SÞ gegn landinu. Hefji írakar aftur olíuútflutning mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á olíuverðið en almennt er samt talið, að enn sé langt í land með að refsi- aðgerðir verði felldar niður. Ekki er búist við neinum tíðind- um á fundi OPEC, Samtaka olíuút- flutningsríkja, í nóvember nk. og að honum og írak frátöldum er það helst veðrið, sem getur orðið til að þrýsta verðinu nokkuð upp. Ef mið- að er við, að veturinn í Evrópu verði í meðallagi, þá má búast við, að tonnið af húshitunarolíu fari í 165 til 170 dollara fyrir áramót eða hækki um 15-20 dollara frá sama tíma í fyrra. VERKEFNASTAÐA verktaka- fyrirtækjanna hefur sjaldan verið svartari að sögn Guðmundar Guð- mundssonar hjá Samtökum iðnað- arins og telur hann hættu á því að einhver verktakafyrirtæki hellist úr lestinni komi ekki til neinna stærri framkvæmda nú í vetur. „Svipaðar raddir heyrðust einnig á síðasta ári. Ástandið þá varð hins vegar betra en búist hafði verið við, m.a. vegna þess að talsvert var um viðhaldsverkefni sem fyrirtæki og einstaklingar höfðu trassað í kreppunni. Við sjáum hins vegar ekki fram á nein stærri verkefni í vetur og öllum þeim stærri verkefn- um sem nú eru í gangi mun væntanlega ljúka nú í haust. Það eina sem getur því bjargað fyrir- tækjunum er að þróunin verði með svipuðu móti og var í fyrravetur." Guðmundur segir' stækkun ál- versins vera stóru spurninguna í dag. Einnig verði mjög gott ef framkvæmdir við jarðgöngin í Hvalfirði geti hafist í haust. Hann segir ástandið vera mjög slæmt og ofan á það komi mikil pressa að ljúka flestunl þeim opinberu verk- efnum sem nú eru í gangi fyrir haustið, sem skilji verkatakafyrir- tækin eftir berskjölduð í vetur. Þannig þurfi stærri fyrirtækin sem undir venjulegum kringumstæðum velta hundruðum milljóna að kroppa í fáein smærri verkefni sem séu mun smærri í sniðum. „Það er verið að byija á þessum verkefnum á háannatíma og yfír- leitt á að ljúka þeim fyrir haustið. Best væri að undirbúningur þess- ara verka ætti sér stað að vetrar- lagi svo unnt væri að vinna við uppsteypu á sumrin og ljúka allri innivinnu yfir vetrarmánuðina. Við núverandi aðstæður er verið að keyra verkin áfram á botnlausri yfirvinnu jafnframt því sem þau eru unnin fyrir lægsta mögulega verð og það er alveg ljóst að fyrir- tækin lifa ekki til lengdar við þessi skilyrði." Þá segir Guðmundur biðina eftir breytingunni á húsbréfakerfinu hafa farið nokkuð illa með bygging- ariðnaðinn enda hafi flestir haldið að sér höndum fram eftir vori með- an óljóst var hver niðurstaðan í því máli yrði. Glötuð þekking og svört atvinna Guðmundur segir þetta ástand vera mjög slæmt fyrir fyrirtækin vegna þess hve erfitt sé að finna næg verkefni fyrir allt starfsfólk þeirra allt árið um kring. „Vanda- málið er það að verðmæti verktaka- fyrirtækjanna er fólgið í þjálfun og þekkingu þess starfsfólks sem þau hafa í vinnu og þegar fyrirtæk- in ganga sundur og saman eins og harmonikka þá glatast alltaf hluti af þessari þekkingu. Þetta heldur þróun og samkeppnishæfni þessa iðnaðar niðri.“ Hann segir að á undanförnum árum hafi mælst u.þ.b. 20% sam- dráttur í mannafla frá júní fram í nóvember og gera megi ráð fyrir svipaðri þróun nú í ár. Þessu ástandi fylgi talsverð umsvif í svartri atvinnustarfsemi hjá iðnað- armönnum enda sé erfitt að fá trausta og stöðuga vinnu. „Það hefur því miður færst í vöxt að fólk sæki í svarta vinnu vegna þessa ástands og það er áhyggjuefni að við heyrum af sí- fellt fleiri tilfellum þar sem viðkom- andi eru jafnframt á atvinnuleysis- skrá.“ Guðmundur segir þetta ástand einnig hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild því æ erfiðara verður fyrir fyrirtækin að keppa á löglegum grundvelli þegar slegist er um jafn fá verkefni og nú eru í boði. í samtölum við forsvarsmenn nokkurra verktakafyrirtækja gætti þó heldur meiri bjartsýni. Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Ár- mannsfells segir verkefnastöðu fyr- irtækisins vera þokkalega fram til áramóta en eitthvað þurfi að ger- ast eftir áramót ef vel eigi að vera. Hann segir þó enga svartsýni vera ríkjandi. „Maður fær verkefni og lýkur þeim og önnur koma í staðinn og nú höfum við rúma fjóra mán- uði til að útvega okkur verkefni eftir áramót.“ Fleiri viðmælendur tóku i sama streng og sögðu verkefnastöðuna vera ágæta fram að áramótum en alger óvissa ríkti um stöðuna eftir þann tíma. Þó virtist ekki vera gert ráð fyrir neinum umtalsverð- um uppsögnum á næstu mánuðum. Sumarstarfsmenn myndu hætta störfum nú í haust og sú fækkun myndi duga miðað við verkefnin fram að áramótum. > * Ovissan ílrak hef- ur áhrif á olíuverð London. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.