Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIIMU Fleiri banndagar en áætlað var Smábátaeigend- ur krefjast endurskoðunar TALSMENN smábátaeigenda eru óhressir með niðurstöður útreikn- inga Fiskistofu upp úr vali smá- bátaeigenda milli þorskaflahá- marks og bann- og sóknardaga. Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir að farið verði fram á endurskoðun á þessum niðurstöðum því þær séu ekki í neinu samræmi við fyrri útreikninga. Að sögn Arthurs eru smábáta- eigendur einkum ósáttir við fækk- un sóknardaga, sérstaklega sex daga fækkun yfir sumarmánuðina, en þar hafi síst mátt skera niður dagafjöldann. Hann segir að fyrir valið hafi verið gerðir útreikningar með ýmsum forsendum varðandi bátafjölda, meðal annars talsvert fleiri bátum en fóru að lokum á þorkaflahámark. Niðurstöður þeirra útreikninga hafi hinsvegar ekki verið nálægt þeirri niðurstöðu sem nú liggi fyrir. „Við munum fara fram á endur- skoðun á þessari niðurstöðu því að hún er einfaldlega ekki í neinu samræmi við það sem búið var að reikna út fyrirfram. Við munum sömuleiðis krefjast skýringa á því hvers vegna niðurstaðan nú er ekki nálægt þeim útreikningum sem gerðir voru og menn höfðu jafnvel sem viðmiðun áður en þeir völdu. Þannig að við teljum að þessu máli sé ekki alveg lokið,“ segir Arthur. Engin framtíðarsýn Stjómarfundur Landssambands smábátaeigenda var haldinn um síðustu helgi og segir Arthur að þar hafí verið rædd sú staða sem nú sé komin upp í málum smábáta- eigenda eftir að smábátalögin voru samþykkt í júní. „Menn eru mjög uggandi yfir því hvemig þessi mál hafa þróast. Við hljótum að fara fram á að þessari löggjöf verði breytt því að fæstir treysta sér til að vinna eftir róðradagakerfinu. Framtíðarsýnin er engin eins og málin standa i dag. Við höfum ít- rekað óskað eftir því að fá að sjá hvað gerist í okkar málum í fram- tíðinni, en það er ósk sem hefur ekki ræst ennþá,“ segir Arthur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg KARFANUM úr Baldvin Þorsteinssytii er landað í gáma á Vogabakka sem fara beint um borð í flutningaskip. Landa 460 tonnum af karfa BALDVIN Þorsteinsson EA kom til hafnar í Reykjavík á laugardag með 460 tonn af frosnum karfa eftir 25 daga veiðiferð. Að sögn Guðmundar Jónssonar, skipstjóra í túrnum, fékkst aflinn í græn- lensku lögsögunni og 850 sjómíl- um suðvestur af Reykjanesi. Guðmundur segir að þeir hafi verið aðeins 19 daga að veiðum og veiði hafi verið jöfn og góð allan timann en allur aflinn hafi fengist í flottroll. Þó hafi veiði að jafnaði verið betri á daginn en yfir nóttina. Hann segir að þeir hafi verið helming tímans inni í grænlensku lögsögunni en fært sig smám saman sunnar og verið komnir langleiðina til Nýfundna- lands þegar yfir lauk. Verðmæti aflans er að sögn Guðmundar um 49 milljónir króna. Hann taldi að lækkun japanska yensins að undanförnu hafi ekki haft mikil áhrif á aflaverðmætið þó vissulega væru þau einhver. Fjögur íslensk skip eru nú á karfaveiðum suður af Reykjanesi, Siglir, Víðir EA, Guðbjörg IS og Sjólaskipið Heinaste. Guðmundur segir að heldur hafi dregið úr veið- inni síðustu daga og skipin hafi því verið að draga sig norðar. Baldvin heldur aftur á veiðar í kvöld. Guðmundur segist reikna með að haldið verði á svipaðar slóðir en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það og jafnvel væri Smuguferð ennþá inni í myndinni. Að læra meira Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. ágúst nk., fylgir blaðauki sem heitir Að Iæra meira. í þessum blaðauka verður fjallað um þá fjölbreyttu möguleika sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám í vetur. Efnisval verður fjölbreytt og sniðið að þörfum ungra sem aldinna. Fjallað verður jafnt um styttri námskeið sem lengri námsbrautir. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 21. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Dóra Guðný Sigurðardóttir, sölufulltrúi í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! Sjö útgerðir sameinast um kaup á Bergvík Skipta kvótanum á milli sín Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SJÖ útgerðir í Eyjum hafa stofnað með sér hlutafélag um kaup á mb. Bergvík og 720 tonna kvóta bátsins. Kaupverðið er um 200 milljónir. Hlutafélagið sem stofnað hefur verið um kaupin á bátnum heitir Stakkur og er í eigu útgerða And- vara, Glófaxa, Dala-Rafns, Frás, Ófeigs, Bergs-Hugins og Vinnslu- stöðvarinnar. Að sögn Úlfars Steind- órssonar, fjármálastjóra Vinnslu- stöðvarinnar, er ætlun útgerðanna, að færa aflaheimildirnar sem Berg- vík fylgja yfir á útgerðir sínar. Ekki er ætlunin að gera Bergvík út enda er markmiðið með kaupunum að auka veiðiheimildir þessara útgerða en ekki að fjölga skipum í Eyjaflot- BondO TREFJAGIPS er gæðalr venjulegum gipsp Á veggi - í loft - Á gólf 12,7 m/m þykkt - Pl.st Aukin hitaeinangrun Brunavörn [ A-flokki Rakaþolnar - Traust n< Ávallt til á lager IPS íga fremra ötum 120x260 iglhald ——i- ^ Einkaumboð: Þ. ÞORGRÍMSSOM & CO Ármúla 29 - sími 553 8640 anum. Hann sagði að Bergvík yrði síðan líklega seld án aflaheimilda en það væri ekki farið að huga að því máli ennþá. Úlfar sagði að stefnan væri síðan að hlutafélagið héldi áfram á sömu braut í framtíðinni. Þá væri hugsað til þess að aflaheimildir færu ekki frá Eyjum. „Við verðum að hafa það hugfast að það eru aflaheimildirnar sem skapa atvinnuna hér en ekki stálið og þess vegna er það stefnan hjá okkur með stofnun þessa hluta- félags að auka aflaheimildirnar hér án þess að flotinn stækki,“ sagði Úlfar. Aflaheimildir Bergvíkur eru 720 tonn, um 620 þorskígildi, en 180 tonn af kvótanum er þorskur. Stakk- ur hf. fær Bergvík afhenta um leið og nýtt kvótaár hefst þann 1. sept- ember næstkomandi. Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% ÞegarfiúkaupirAlDe Vera gel. o H*ers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000kr. o Hvers vegna að bera á síg 2% al rotvarnarefnum þegar þú . getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel? □ Banana Boat næringarkremið Brún-án-sólar í úðabrúsa eða með sólvöm #8. □ Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat dökksólbrúnkuolíunni eða -kreminu eða Banana Boat Golden olíunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn. □ Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem allir eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings Norðurlanda? Naturica ört-krám og Naturica Hud-krám. Banana Boat og Naturica fást i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gelið fæst líka hjá Samtökum psoriasis-og exemsiúklinqa. _____________________ Heilsuval - Barónsstig 20 p 562 6275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.