Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 20
iíi iiUTc'.fJZj..ll hllDPll MíJi-.r 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 (I <í 'i..£ U.I'.I JIi MÖRGUNBLAÐIÐ LISTIR Náttúran í ull MYNPLIST Gallcrí Úfflbra PRJÓN-IIÖNNUN SIRKKA KÖNÖNEN Opið þriðjud.-Iaugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 23. ágúst. Aðgangur ókeypis VIÐ íslendingar höfum löngum stært okkur af þeim ullarvörum, sem hér hafa verið framleiddar. Peysur, húfur, vettlingar og treflar úr ull hafa vissulega verið þjóðinni skjól um aldir, og nokkuð fram eftir þess- ari öld voru þessar flíkur áberandi hjá fjöldanum. Nú er sannleikurinn hins vegar sá, að íslenskar ullarvör- ur eru langt frá því að vera almenn- ar í fatnaði landsmanna, og er frem- ur hægt að segja að við ætlum þær erlendum ferðamönnum; markaðs- setning þeirra er með þeim hætti, að helst ber að álykta að framleið- endur séu búnir að gefa upp alla von um að uilin geti náð fyrri vinsældum hér í samkeppni við önnur efni. Ein líklegasta skýring núverandi stöðu liggur í hönnun þessa fatnað- ar. Hefðin hefur verið sterk og marg- reynd „þjóðleg" mynstur orðin nán- ast sígild - en slíkt er aðeins fyrsta stig stöðnunar og þar með áhuga- leysis nýrra kynslóða. Hönnun hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú, þegar þarf fólk með listræna innsýn og metnað fremur en stefnu- litla handverkskunnáttu til að finna nýjar leiðir og glæða nýjan áhuga fyrir fatnaði úr þessu efni. Sirkka Könönen hefur verið í slíku hlutverki í fínnskri fatahönnun í meira en hálfan annan áratug. Hún lauk námi frá Listiðnaðarháskólan- um í Helsinki 1979, og hefur síðan tekið þátt í íjölda alþjóðlegra textíl- og fatahönnunarsýninga víða um heim, auk þess að hafa haldið einka- sýningar bæði heima og erlendis, en hún sýndi m.a. hér á landi 1987; hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir verk sín, og var m.a. Það sem Sirkka Könönen hefur einkum gert í sinni fatahönnun er að leita til náttúrunnar um myndefni og mynstur; burknar, blóm, landslag og dýralíf - refurinn er sérstakt einkenni á hennar verkum - eru henni endalaus upp- spretta og birtast síðan í endurnýjaðri mynd í peysum, sjöl- um, húfum og trefl- um úr ull, auk þess leðurtöskur fylgja með á stundum. Þetta sést vel í þeim peysum, sem hér eru settar upp á skemmtilegan hátt. Sniðin eru einföld og handverkið ekki flókið - hér eru bæði hand- og vélprjón- ___________________________________________________ aðar flíkur - en það BURKNI: Ein af peysum Sirkku Könönen. mynstrin og lit- bngði þeirra, sem útnefnd textfllistamaður ársins 1993 gefa peysunum líf og fyllingu. í Finnlandi. Þessi fatnaður virkar þokkafullur og þægilegur, um leið og unnið er eftir kröfum um listrænan metnað. Langar húfur og treflar, sem lögð eru með nokkrum af peysunum, fylgja þessum ímyndum síðan ágæt- lega eftir. Listakonan hefur einnig sett hér upp veggteppi úr jútareipi. Myndefn- ið tengist á vissan hátt því sem sjá má í peysunum, en hið ólíka efni og staðsetning gerir það að verkum að það verður ekki virkur hluti þeirrar heildar, sem fatnaðurinn myndar í fremra sýningarrýminu, og er því raunar óþörf viðbót við sýninguna. Einhverra hluta vegna hefur hönnun á íslenskum ullarvörum ekki náð sér á strik um langa hríð, og vinsældir þeirra dvínað í kjölfarið. Ef til vill hafa tískustraumarnir ver- ið of sterkir, og ranglega verið leit- ast við að fylgja þeim, í stað þess að leita nýrra leiða. Hér birtist ein slík leið í hönnun þessarar fínnsku listakonu, og mætti ætla að hennar verk gætu gefið íslensku listafólki ýmsar hugmyndir um tengsl náttúr- unnar við ullina í þeirri endalausu viðleitni sem metnaðarfull hönnun- arvinna vissulega er. Eiríkur Þorláksson KENNARAHÁSKÓLI íslands Vísindarit um uppeldismál Leikið á íslenska tungu BOKMENNTIR Uppcldismál UPPELDI OG MENNTUN Tímarit Kennaraháskóla íslands. 3. árg. 1994 —132 síður. TÍMARITIÐ Uppeldi og menntun, sem gefið er út af Kennaraháskóla íslands er sérfræðilegt vísindarit helgað uppeldi og menntamálum. Tímarit um uppeldis- og mennta- mál eiga sér langan aldur hérlendis. Tímaritið Menntamál hefur verið gefið út frá því á þriðja áratug þess- arar aldar og Heimili og skóli var gefið út um langt árabil. Fleiri hafa þau verið. En þessi rit voru fræðslu- rit, ætluð kennurum, öðrum skóla- mönnum og foreldrum. Enda þótt oft birtust í þessum ritum fræðilegar ritgerðir voru ekki gerðar vísindaleg- ar sérfræðikröfur til efnis. Uppeldi og menntun er fýrsta ís- lenska tímaritið helgað þessum mála- flokki sem slíkar kröfur gerir. Rit- gerðir eru ritdæmdar í handriti af ritnefnd og leitað er umsagna sér- fræðinga áður en birting er sam- þykkt. Fylgt er þeim reglum sem tíðkast í erlendum sérfræðitímarit- um; Ég býst við að útkomu þessa tíma- rits megi skoða sem tákn um kyn- slóðaskil. Á seinustu árum hefur komið til starfa nokkur hópur uppeld- isfræðinga, kennslufræðinga og sál- fræðinga, sem hlotið hefur þjálfun til vísindalegra rannsóknarstarfa og vinnur að slíkum rannsóknum. Þess- ir fræðimenn þurfa að sjálfsögðu vettvang til að birta niðurstöður sín- ar. Þijú tímarit hafa komið fram á sjónarsviðið á seinustu árum sem öll birta ritgerðir af þessu fræðasviði og öðrum skyldum. Auk Uppeldis og menntunar eru það Tímarit Sálfræð- ingafélags íslands og íslensk félags- rit, gefin út af Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Það er vissulega fagnaðarauki að íslenskir fræðimenn skuli leggja metnað sinn í að birta rannsóknarrit- gerðir á íslensku. Óneitanlega er það nokkru erfiðara en skrifa á erlendum málum, en með^þessu móti kemst rannsóknarvinna þeirra inn í umræðu á innlendum vettvangi. Sá hlýtur að vera megintilgangur rannsókna á íslandi að þær gagnist samfélaginu og öðlist aðild að þeirri framþróun og breytingum sem hljóta að verða. Tímaritið Uppeldi og menntun skiptist í tvo efnishluta, Um fræði- legt efni og Frásagnir úr skóla- starfi. í stuttri dagblaðaumsögn gefst vitaskuld ekki ráðrúm til að fjalla að neinu gagni um hveija rit- gerð fyrir sig. Væntanlegum lesanda til glöggvunar skal þó í fáeinum orð- um getið efnissviðs ritgerðanna. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, pró- fessor í KHÍ, á hér ritgerð sem nefn- ist „Hann afi minn er búinn að flytja sér aðra mömmu“. Hvemig læra börn hugtök um fjölskylduvensl? Þetta er greinargerð um rannsókn sem höfundur gerði á skilningi bama á aldrinum þriggja til átta ára á nokkrum frændsemishugtökum. Rannsóknin náði til danskra og ís- lenskra bama. Voru böm af ólíkum málsvæðum valin til að kanna hvern hlut tungumálið kynni að eiga í þró- un frændsemishugtaka (rökræn þró- un). Ekki virtist sá hlutur vera eins mikill og ætla mátti. Hins vegar kom í ljós þrepskipt þróun skilnings. Rit- gerð þessi er ágætlega skýr og vel uppbyggð, studd mörgum töflum. Guðný Guðbjömsdóttir, dósent í Félagsvísindadeild HÍ, skrifar rit- gerðina „Strákar og stelpur í takt við tímann". Mat á áhrifum þróunar- verkefnis á viðhorf skólabama til jafnstöðu kynjanna. Hér er um að ræða rannsókn sem er ólík hinni fyrr- nefndu að eðli. Tveir sambærilegir hópar bama voru teknir til rannsókn- ar. Annar fékk tiltekna þjálfun í viss- an tíma, en hinn enga. Að Ioknu þjálfunartímabili var síðan metið með vísindalegum aðferðum hvaða ár- angri þjálfunin hafði skilað. Ég hygg að rannsókri sem þessi geti orðið kennurum lærdómsrík, því að sáralít- ið hefur verið um slíkar rannsóknir hérlendis og eru þær þó vissulega nauðsynlegar. Þriðja fræðiritgerðin er eftir Börk Hansen, dósent við KHÍ, og nefnist hún „Svona gerum við hlutina hér!“ Stofnanamenning, stjómun, gæði. Grein þessi má kallast greining og skilgreining á hugtakinu stofnana- menning og þá sérstaklega hugað að skóla sem stofnun. Höfundur reif- ar niðurstöður nokkurra rannsókna og dregur ályktanir af þeim. Þá á Jón Torfi Jónasson, dósent í Félagsvísindadeild HI, hér grein sem nefnist Skipt um skoðun. Um flutn- ing nemenda á milli þrenns konar námsbrauta í framhaldsskóla. Höf- undur tók sér fýrir hendur að fylgj- ast með námsframvindu framhalds- skólanema sem fæddir voru árið 1969. Hann greindi framhaldsskóla- nám í þijá þætti: iðnnám, annað starfsnám og bóknám og athugaði flutningstíðni nemenda milli þessara þriggja brauta. Sömuleiðis skoðaði hann hveiju þetta tengdist helst. Niðurstöður hans eru hinar athyglis- verðustu og þá ekki síður hugleiðing- ar hans. Síðasta ritgerðin í þessum flokki er eftir Guðmund B. Arnkejsson, kennara í Félagsvísindadeild HÍ. Tit- ill hennar er Athugun á samræmdum lokaprófum grunnskóla. Þáttaupp- bygging og próffræðilegir eiginleik- ar. Hér er um að ræða tölfræðilega rannsókn á próffræðilegum eiginleik- um samræmdra lokaprófa grunn- skóla og samræmi þeirra við skóla- einkunnir í nokkrum greinum. Höf- undur hefur hér unnið þarft og gott verk af mikilli vísindalegri nákvæmni og góðri aðferðarfræðilegri þekk- ingu. Þó að þessi grein sé kannski nokkuð hörð undir tönn ættu skóla- menn að lesa hana vandlega. { öðrum hluta ritsins eru þijár greinar. Jóhanna G. Kristjánsdóttir, sérkennari á Vestfjörðum, reynir að svara spumingunni Er sérkennsla til óþurftar? Þar reifar hún gagnrýni sem fram hefur komið og sýnir fram á að sérkennsla á fullan rétt á sér, en e.t.v. í eitthvað breyttri mynd. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri í Brautarholtsskóla á Skeiðum ritar greinina Brautarholtsskóli og ind- verski systurskólinn í Bedkuvador. Lesandinn fær að vita í hveiju systur- skólastarf er fólgið og hvemig Braut- arholtsskólinn hefur rækt það. Er það einkar ánægjuleg og áhugavekj- andi frásögn. Þá er að lokum stutt sögulegt yfirlit um starfsemi Sál- fræðideildar skóla í Reykjavík eftir Kristin Björnsson fyrrum forstöðu- mann. Höfundur rekur þar stefnur og mismunandi hugmyndafræði eins og hún hefur þróast í tímans rás. Eins og sést á framangreindri upptalningu er þetta hefti einkar efnismikið. Allar ritgerðirnar eru hin- ar vönduðustu og í þeim öllum er gripið á verðugum viðfangsefnum af færum mönnum. Sigurjón Björnsson LEIKLIST Kafnicikhúsið SPEGILL UNDIR FJÖGUR AUGU Eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Flytj- endur Sigrún Sól Ólafsdóttir leik- kona, Steinunn Ólafsdóttir leikkona og Marta Halldórsdóttir söngkona. Tónlist: Þorsteinn Hauksson. Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Föstudagur 11. ágúst. UÓÐABÁLKURINN Spegill undir fjögur augu eftir Jóhönnu Sveinsdóttur var frumfluttur þann 25. júní síðastliðinn fyrir pakkfullu húsi, á fæðingardegi Jóhönnu, en hún lést í hörmulegu slysi þann 8. maí í vor. Upphaflega stóð ekki til að hafa fleiri sýningar á þessari dagskrá, en svo vel þótti til takast að hópurinn var hvattur til að gefa fleirum tækifæri á að njóta sýningarinnar. Og það er full ástæða til. Þessi dagskrá er einstök í sinni röð, sam- an fer fijór og spenn- andi texti og frábær flutningur. Segja má að tungu- málið sjálft sé aðalvið- fangsefni „Spegilsins“, mál skáldskaparins fest á blað með hinu „svarta sæði Satúmusar": blek- inu. Gmnntónn verks- ins er erótískur: „rödd“ verksins er kvenrödd sem lýsir reynslu og skynjun sinni af um- hverfinu á gáska- og kynþokkafullan hátt á máli sem er Ijóðrænt og lifandi, en fyrst og fremst „skapandi" á þann hátt að myndir fæðast í sífellu sem af sjálfu sér, sprottnar af orðaleikjum, hrynj- andi og hljómi tungunnar. Það er sjaldgjæft að sjá svo fijóa og bein- línis nautnalega notkun á íslenskri tungu eins og í „Speglinum", hin erótíska orðræða hefur einhvern veginn ekki verið hluti hins íslenska frásagnarháttar, ef svo mætti að orði komast. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri hefur búið Ijóðabálkinn til flutnings og er uppsetning hennar afar vel heppn- uð. Hún hefur fengið til liðs við sig tvær leikkonur, eina söngkonu og eitt tónskáld. Það fer vel á því að láta rödd verksins skiptast í tvennt, um leið og það skapar vissa fjöl- breytni fyrir áhorfandann er leikið með spegilhugmyndina: leikkonurn- ar spegla hvor aðra um leið og leik- ur hvorrar fyrir sig tvinnast leik hinnar á óijúfanlegan hátt. Sigrún Sól og Steinunn virðast sem sniðnar í hlutverk sín. Báðar ná þær að sýna þann ísmeygilega húmor og íroníu sem textinn býr yfir jafnframt því að koma vel á framfæri hinum fallega Ijóðræna streng sem er burðarás verksins í heild. Steinunn Ólafsdóttir hefur volduga rödd (sem í djúpum hljómi sínum nálgast hina fögru og dulúðugu rödd sem Jó- hanna Sveinsdóttir var fræg fyrir) og rödd Sigrúnar býr yfir gáska og léttleika sem einnig fellur vel að textanum. Leikkonurnar tvær, sem voru klæddar í flegna svarta kjóla og með rauða varaliti, voru einnig hæfílega „sexí“ og höfðu sterka lík- amlega návist þrátt fyrir takmark- aða hreyfingu meðan á flutningi stóð. Þá er ógetið þriðju raddarinnar í þessum leikflutningi, en það er rödd Mörtu Halldórsdóttur söngkonu sem syngur hluta textans við lag sem Þorsteinn Hauksson frumsamdi fyrir þessa uppsetn- ingu. Og hér er það sama uppi á teningn- um, rödd Mörtu var sterk og hljómmikil og hún virtist ráða mjög vel við jafnt háa sem lága tóna laglínunnar, sem var grípandi og áhrifamikil. Það er vissulega ástæða til að óska öllum hlutaðeig- andi til hamingju með þessa glæsilegp upp- setningu í Kaffileik- húsinu. Þessi sýning er listviðburður sem áhugasamir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Sérstaklega er ástæða til að benda unnendum fagurs texta á sýninguna; það er ekki á hvetjum degi sem slíkur texti eftir íslenskan höfund nær eyrum landsmanna. Jóhanna Sveinsdóttir sýndi í fyrstu ljóðabók sinni, sem kom út í fyrra, að hún var höfundur sem vænta mátti mikils af í framtíðinni. Það er ekki laust við að manni finnist örlögin hafa svikið mann illa með ótímabæru láti Jóhönnu, en hinu ber að fagna að Spegill undir fjögur augu var til í handriti höfundar - og sitt hvað fleira mun óbirt af verk- um hennar. Þá er rétt að benda á að Kaffileik- húsið býður upp á máltíð á undan sýningu, sem er elduð samkvæmt uppskriftum úr matreiðslubók Jó- hönnu sem gaf sjálfri sér viðurnefn- ið Matkráka. Soffía Auður Birgisdóttir Jóhanna Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.