Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ []>,.' 11' i l " 11 i'- ^IÐJUDA^UR ,15^0(^ 1995 .,23 LISTIR Það leggja sennllega ekki margir óperu- söngvarar jafnmikla áherslu á líkamshreysti og spænski tenórinn Alfredo Kraus sem stundar líkamsrækt reglulega. Hann hefur enda verið meðal bestu tenóra í hart nær fjöru- tíu ár. Kraus sem er 67 ára gamall - sjö árum eldri en Pava- rotti - hefur nýlega gefið út geisladisk með nýjum upptökum. Utan sviðsljóssins í The Indipendant segir að þrátt fyrir að hafa verið meðal bestu söngvara svo lengi sem raun ber vitni hafi Kraus ætíð haldið sig utan sviðsljóssins ólíkt sumum nafntogaðri tenórum. Hann hefur heldur ekki reynt að auka á almennar vin- sældir sínar með því að taka hlið- arspor í söngnum yfir í popptón- listargeirann. Aðspurður hvort hann myndi breyta áherslum sín- um ef hann væri að hefja söngfer- il sinn nú, segir hann brosandi að það sé útilokað. „I byrjun fer- ils verður maður að velja á milli þess að þjóna tónlistinni skilyrð- islaust og ná þannig á toppinn eða að verða vinsæll tenór. Eg held að þetta séu tveir aðskildir hlutir, þetta eru ólík störf. Auð- vitað getur það auðveldað manni Alfredo Kraus Alfredo Kraus tenór Að þjóna tónlistinni eða verða frægur hlutina að vera heimsþekktur en ég vil það einfaldlega ekki. Eg vil einungis vera kunnur á meðal fólks sem hefur þekkingu á óperutónlist, sem kann að meta góðan söng og hefur tilfinningu fyrir honum.“ Kraus segir að það sé ekkert sérstakt leyndarmál á bak við velgengni sína. Segist halda að hann eigi hana góðri heilsu að þakka, góðri tækni og skynsamlegu verk- efnavali. Síðastliðin ár hefur hann takmark- aðsig við að syngja í um fjörutíu sýningum á ári. Langar hvíldir segir hann nauðsynlegar til að safna orku. Hann viðurkennir að það sé vissulega erfiðara fyrir mann á hans aldri að halda dampi þegar kröfurnar verða sífellt meiri. „Það er erfiðara því að orðstír minn verður alltaf meiri, fólk krefst þess að maður syngi vel. Maður þarf alltaf að gera aðeins betur í dag en I gær.“ Arftakinn Alagna Margir telja að arftaki Kraus verði franski tenórinn Roberto Alagna en sjálfur hefur Kraus mikið álit á honum. „Þegar ég heyrði hann syngja í fyrsta skipti hugsaði ég með mér að þessi drengur ætti eftir að slá í gegn og nú er það komið á daginn. Eg hef hins vegar margoft bent honum á að hann megi ekki ofreyna sig á of þungum verkum, að hann ætti að halda sig við lý- rísku óperurnar. Þyngri verk geta verið svona ferskri og fal- legri lýrískri rödd hættuleg." BOKMENNTIR Lj óð LESNÆTUR eftir Þóru Jónsdóttur, Mýrarsel - eig- in útgáfa Reylgavík 1995. UÓÐABÓKIN Lesnætur eftir Þóru Jónsdóttur hefst á fallegu ljóði um listina að yrkja. Kvæðið segir margt um kveðskap Þóru, ekki síst sú hugmynd hennar að ljóðið sé fingraför sem letri „leynda hug- arheima“. Löngum hefur það verið aðal hennar eins og margra nú- tímaljóðskálda að beisla kenndir og tilfinningar og finna þeim sam- svörun í ljóðmyndum og orðum. Það er svo hlutverk lesandans að nema samsvörunina og vekja ljóðið upp af pappírnum. Vissulega er slík myndsköpun helsti styrkur Þóru enda hefur hún næmt auga fyrir hinu smágerva í tilverunni og finnur því stað í falleg- um smámyndum. Því verður mynd- mál hennar fyrir bragðið stundum ásækið og krefjandi. En jafnframt er myndbyggingin viðkvæm og brothætt, sérstaklega þegar mörg: um myndum er raðað saman. í nokkrum ljóðum hinnar nýju ljóða- bókar er eins og jafnvægið ráskist, smáatriði byrgi sýn og falli ekki að heildinni með þeim afleiðingum að tilfínningalegtengsl ljóðs og lesanda Leyndir hugarheimar rofna. Dæmi um þetta eru kvæðin Brúðkaups- mynd og Hanastél. Áberandi einkenni á ijóðum Þóru er leit að tilgangi og sambandi. Oft er hún árangurs- laus. Ljóðmælandi „fer yfir götuna erindis- leysu“. Þeir sem leiðast saman undir sömu regnhlíf í streymi regns fjarlægjast aftur að rigningunni lokinni. Ljóðmælandi nær ekki deginum „var ýmist á undan eða eftir“ eins Þóra Jónsdóttir og segir í einu kvæðinu og víða gætir sambandsleysis. Við fínnum í stöku kvæði ögn af tómhyggju eins og í Lögmáli tómsins sem er leikur að þverstæðum um autt her- bergi sem „fyllist brátt af fánýti“. Sömuleiðis gegnir fallvaltleiki lífsins mikilvægu hlutverki i' Ijóðum Þóru. í bréfi til fomvina er allt um seinan. Bréfíð er skrifað of seint og forgengileikinn í mynd eldsumbrota eða sag- arblaðs hefur eytt öllu áður mikilvægu. Jafn- vel örkin sem skrifað er á gulnar. „Þetta er dæmigert bréf / sem segir ekkert / líkast fíngurkossi í gegnum bílrúðu". Annars er lífssýn Þóm í meginatriðum jákvæð. Hún tekst á við sambandsleysið, firringuna og tímann. Fjall verður henni að’tákni um eilífð, öryggi og tilvem sem hún fellur inn í. Heilluð af bláma fjallsins skrifa ég það með vatni á hvita örk UTSALAN HAFIN Brúnt, tjósbrúnt, svart Mikilvægi upplýsinga tíl stjornunar í rekstri eykst með degi hverjum Droparnir þorna mislitir á pappímum og fella í ásýnd íjallsins andlit mitt, fíngraför og líflínu Hún endar inni í skugganum. Sá skuggi, e.t.v. skuggi dauð- ans, sem þarna er ort um í lok kvæðisins verður skáldkonunni oft að yrkisefni. Ekki þó sem hræðileg ógn heldur er engu líkara en með þeim sé Þóra að yrkja sig í sátt við framrás tímans. Enda á hvert skeið mannsins sér sína birtu, sitt upphaf og sína fegurð eins og skáldkonan lýsir svo fallega í kvæð- inu Silfruðum morgnum. Sumarblómin hirða silfraðir morgnar M fingmm reynitijánna brosa rauðir klasar Ölvaðir af áfengi beijanna fljúga ungir þrestir inn í tálsýn rúðunnar Við hin sem lengi eltum hillingar heflum nýja bernsku Þótt augun séu ekki lengur blá og hárið eins og hagalagðar Lesnætur er að ýmsu leyti vel- heppnuð bók. Þótt myndbyggingin sé brotgjörn í stöku kvæðum er myndmálið oft býsna áleitið. Við- fangsefnin eru áhugaverð og mörg kvæðanna eru heilsteypt og falleg. Skafti Þ. Halldórsson Ert þú í stakk búinn að mæta aukinni samkeppni? cohcúm Concorde C5 upplýsingakerfi og bókhald. Framtíðarlausn fýrir lltil og meðalstórfyrirtæki. Hátæknl tíl framfara ifg Tæknlval Skeifunni 17* Sfmi 568-1665 BRYNJAR HÓNNUN / RÁÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.