Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 íii—i; >n ;r): /. ,.r h+ u-j-i-f-if-r- Spennandi Ferðamálaskóli íslands, Menntaskólanum í Kópavogi. Skólinn er skipulagður á þann hátt að nemendur sækja sjálfstæð námskeið þar sem farið er yfir afmarkaða hluta ferðafræðinnar eða taka tvær heildstæðar annir. Nemendur geta því sjálfir ráðið fjölda námskeiða sem þeir vilja sækja og hversu hratt námið sækist Námsframboð á haustönn # Ferðafræði # Hótel- og veitingarekstur # Flugfélög # Markaðsfræði ferðaþjónustu # Stjórnun # Jarðfræði fyrir ferðaþjónustu # Bókfærsla # Tölvunotkun # Enska fyrir ferðaþjónustu Hikið ekki við að hringja í síma 564 3033 og fá nánari upþlýsingar. Skráning stendur til I. september en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 11. september. Skrifstofa skólans er oþin frá kl. 9:00-14:00 virka daga. Ferðamálaskóli íslands MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI ICELAND SCH0OL OF TOURISM AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ r-rn— TTTT Niðurlæging Alþingis Önundur Ásgeirsson FYRIR lokin sam- þykkti Alþingi nýja til- högun þorskveiðanna. Trillukarlar fá nú að veiða í 86 róðrardaga á ári, sem þýðir að vinnan er takmörkuð við einn og hálfan dag á viku. Enginn getur haldið úti skipi og lifað af þessu, hvorki til lands né til sjávar. Þetta er endanlegt hrun krókaveiðanna og fiskiþorpanna á ís- landi, ef þetta á að vera síðasta orðið í fiskistefnunni. Sjón- varpið sýndi, að forseta Alþingis brá, þegar hann heyrði trillukarlana á áhorfendapöllunum púa á Alþingi allra íslendinga eftir atkvæða- greiðsluna, enda er þetta sá forseti Alþingis, sem vildi auka virðingu Alþingis sem mest, þegar hann sett- ist í forsetastól þingsins fyrir nokkr- um dögum. Virðing Alþingis óx ekki við þetta tækifæri, og púið frá fiskimönnunum lýsti því vel, og mun gera það lengi. Stjórnarandstaða allra flokka samþykkti aðförina að trilluútgerð- inni með hjásetu, og sömuleiðis einn þingmaður af Akranesi. Hjáseta er óþolandi hálfvelgja og óbeinn stuðn- ingur við yfirgangsstefnu kvóta- kerfisins. Þannig atvikaðist það, að allir alþingismenn, 63 að tölu, gerð- ust samábyrgir fyrir dauða trilluút- gerðar og fískiþorpa um allt land á Islandi. Þetta er örugglega ekki það, sem mönnum var boðað fyrir kosningar. Þróun trilluútgerðar Síðan LÍÚ og ÍS (íslenzkar sjáv- arafurðir hf., eftirlifandi angi af SÍS) komu sér saman um skiptingu alls sjávarafla milli sín, víst í hlut- föllunum 60/40, og gátu fylgt því eftir með setningu kvótalaga Hall- dórs Ásgrímssonar árið 1984, hefir þróunin verið sú, að stöðugt eru byggð stærri og öflugri djúpveiði- skip og frystitogarar, sem flytja alla atvinnu frá vinnslustöðvunum í landi út á sjó. Þessi fiskistefna hefír leitt til hráefnisskorts hjá vinnslustöðvunum, sem aðeins gátu bætt sér upp hráefnisskortinn með kaupum á físki frá minni skipum, og þá mest frá trillukörlum. í kjöl- far aukinnar eftirspurnar vinnslu- stöðvanna eftir þorski jókst eðlilega útgerð á trillubátum, en í stað þess að greiða fyrir þessari jákvæðu þró- un, sem haldið hefír uppi atvinnu manna í fískiþorpunum, hefír físki- ráðuneytið snúist gegn þessari heil- Mikið úrval af BRJO kerrum & kerruvögnum. Vandaðar regnhlífakerrur frá kr 2*990 stgr. A v ð R u v E R G L Æ S I B Æ SÍMI 553 3366 brigðustu og ódýrustu fiskiútgerð landsins. Rangsleitnin Morgunblaðið hefir tekið á sig rögg að undanförnu og birt ógnvekjandi frásagnir af umgengni stórút- gerðarinnar á fiskimið- unum. íslendingar hafa legið Norðmönnum á hálsi fyrir að hafa drep- ið smásíld sl. 30 ár, en óátalið er, að stórút- gerðin eða dráttarveið- arfærin fara sömu leið- ina með þorskinn og reyndar aðrar fískitegundir hér við land. Aldrei hefír ástandið verið verra en eftir að kvótakerfíð komst á 1984, undir stjórn Halldórs Ás- grímssonar (F, höfundar kerfisins) og Þorsteins Pálssonar (S). Þeir eru nú taldir verstu óvinir eðlilegra fisk- veiða í fískilögsögu landsins. Síðustu 25 árin fram að útfærslu fiskilögsögunnar 1975 í 200 mílur voru oftast veidd hér við land 450- 500.000 tonn af þorski á ári. Bret- ar veiddu þá gjarnan helming ('A) á við íslendinga (2/»). Rétt er að bera þetta við falsrök þau, sem fískiráðherrann lagði fyrir Alþingi, sem rökstuðning fyrir niðurfærslu veiðiheimilda krókabáta: Ár Þorsk- Króka- Hlut- afli bátar deild 1989 354 8 2,2% 1990 334 15 4,5% 1991 307 17 5,5% 1992 267 23 8,6% 1993 251 22 8,8% 1994 178 34 19,1% Gagnstætt því, sem ráðuneytið heldur fram, eru þetta ekki rök fyrir minnkun á úthlutun afla til krókabáta, heldur sýna heildarafla- tölurnar misnotkun stórútgerðar- innar á kvótunum. Ástæða þess, að heildarafli minnkar er fyrst og fremst minni sókn stórútgerðarinn- ar innan fískilögsögunnar, eftir að hún hefír drepið allan físk á grunn- slóðinni með gegndarlausu drápi smáfísks, sem fleygt hefír verið I sjóinn aftur, en jafnframt hefír djúpveiðiflotanum verið beint meira á úthafíð, og hann því selt kvóta sína innan fiskilögsögunnar. Aukn- ing á veiði krókabáta er langt frá því að vera ámælisvert vandamál. Það er einmitt þessi lítilfjörlega aukning, sem hefír gert fjölda frystihúsa fært að halda áfram störfum og atvinnu í fískiplássun- um. Aukningin stafar fyrst og fremst af sölu veiðiheimilda stórút- gerðarinnar til krókaveiðibátanna. Stjómun ráðuneytisins ætti að snú- UTSALAN HAFIN Útsölutílboð: SKOVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554-1754 Ný fískistefna með 86 róðrardaga á ári mun drepa krókaveiðarnar, — — segir Onundur As- geirsson, og þar með rekstur vinnslustöðva í sjávarþorpum. ast um það, að þorskveiðiheimilduri- um sé beint til þeirra, sem veiða með sem minnstum tilkostnaði og leggja afla sinn á land til atvinnu- aukningar og fullvinnslu í landi, þ.e.a.s. til krókaveiðiflotans. Skýrsl- an sannar óumdeilanlega, að það á að svipta djúpveiðiskipin öllum kvótum innan fiskilögsögunnar, því að það eru þessar veiðar, sem spilla fyrir framtíð þorskveiða með smá- fiskadrápi og eyðileggingu um- hverfis físksins. Þess í stað ber að auka veiði krókabátanna sem mest, og gefa þær frjálsar. Framtíð þorsk- veiðanna stafar ekki hætta af þess- um veiðum, og atvinna fólksins byggist á þeim. Stórútgerðin kærir sig kollótta um afkomu vinnslu- stöðva í smáþorpum úti á landi eða atvinnu fóksins þar, svo sem fjöldi dæma sýnir. Veiðireynzla á úthafinu í ofsóknarkenndri aðför stórút- gerðarinnar að krókaveiðunum í landhelginni á undanförnum árum, hefir verið vanrækt að afla djúp- veiðiflotanum svonefndrar veiði- reynzlu á úthafínu. Allt kapp hefír verið lagt á að drepa sem mest nið- ur veiðamar í fiskilögsögunni, svo sem tölumar hér að ofan sýna. Þetta heldur áfram, þótt sýnt sé, að djúpveiðiflotinn muni tapa veiði- rétti á úthafínu til frambúðar, og jafnframt sé augljóst, að veiðikvót- ar djúpveiðiflotans í fiskilögsögunni muni verða afturkallaðir mjög bráð- lega. Hvernig þessu reiðir af er enn óleyst gáta. Áflahámark krókabáta Tillaga á Alþingi um hækkun aflahámarks krókabáta úr 21.500 tonnum i 31.500 tonn var felld. Ekki af því að þessi tonnatala væri of lág, því að ráðuneytið gerir ráð fyrir að á þessu fískveiðiári muni krókabátar veiða um 44.000 tonn, heldur vegna þess að það myndi minnka sölu á kvótum um 10.000 tonn frá þeim, sem fá þá úthlutað fyrir ekkert, en geta selt þá á leigukvótaverði 80 kr/kg eða fyrir um 800 milljónir króna. Það má ekki spilla markaðinum. Á næsta fískveiðiári mun verða úthlutað 165.000 þorsktonnum, sem myndu seljast á 13.200 milljónir króna, og það verður að sjá til þess, að kvót- amir komist í réttar hendur. Ekki missir sá, sem fyrstur fær. Alþingi hefir nú gefið út frípassa til ráðu- neytisins. Niðurlægingin gagnvart ráðuneytinu er algjör, en alþingis- menn hafa ekki við aðra að sakast. Þeirra var tækifærið og ábyrgðin. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI. Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - simi 553 8640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.