Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 31 BJÖRN HALLDÓRSSON + Björn Halldórs- son fæddist á Dalvík 2.11. 1924. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Sigfússon, trésmiður, fæddur á Grund í Svarfaðard- al, og Guðrún Júl- íusdóttir, fædd í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Systkini hans voru Maríanna, Júlíus, Jófríður og Sigfús. Jófríður hjúkrunarfræðingur er ein eftirlifandi. Eftirlifandi eig- inkona Björns er Elín Guð- björnsdóttir, fædd í Reykjavík 18.4. 1925. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörn, læknir, í Reykjavík, f. 20.8. 1949, maki Júlíana B. Erlendsdóttir, kennari, börn þeirra eru Þórunn og Júlía. 2) Júlía, f. 15.10. 1950, hjúkr- unarfræðingur, maki Gunnar Frí- mannsson, rekstrar- stjóri, börn þeirra eru Þrúður, Orvar, Heimir og Hildur. 3) Anna Guðný, hj úkr unarfræðing- ur og ljósmóðir, maki Gunnar Kr. Guðmundsson, Iæknir, börn þeirra eru Elín Birna, Agn- es Björg og Arnór Gunnar. Björn var hárskeri að mennt. Rak hann eigin rakarastofu í Reykjavík í mörg ár. Frá 1973 var Björn starfsmaður á endurskoðunar- deild Reykjavíkurborgar. Utför Björns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU afí minn. Mér þykir svo vænt um þig og skil svo illa að ég fæ ekki að sjá þig aftur. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allar góðu sög- urnar. Ég veit núna að þér líður vel, því mér er sagt að þú sért hjá Guði. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. Þín Þórunn. Hveiju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson) Nú er afi dáinn. Frá því við munum fyrst eftir honum hefur hann verið veikur. Okkur er sagt að hjartveikin hafi fylgt honum í 25 ár og nú síðustu árin var greini- legt að honum hrakaði ört. En við munum ekki eftir honum sem sjúk- lingi heldur fyrst og fremst sem hressum og gamansömum manni sem hafði gaman af að segja sögur og var alltaf góður við okkur krakk- ana. Við barnabörnin hans höfum sum verið búsett fjarri afa og ömmu langtímum saman. Oft heimsóttum við þau og það alltaf gaman. Og stundum komu þau til okkar. Eftir að afi hætti að vinna kom hann stundum einn og bjó hjá okkur á Akureyri. Það var alltaf gaman með afa, hann kunni svo margar sögur, helmingurinn skrýtnar bullsögur og svo sögur frá því hann var lítill á Dalvík. Hann var hlýr og hress, smáhrekkjóttur og stríðinn og við vöruðum okkur ekki alltaf á því að hann hafði ekki heilsu til að sprella við okkur eins og hann gerði. Það var oft eitthvað sem minnti á veik- indi afa, við máttum ekki kitla hann eins og hann kitlaði okkur eða vera of mikið að fíflast við hann því þá gat hann fengið verk. Afi sýndi því áhuga sem við vorum að gera, ekki síst ef það tengdist hans eigin áhugamálum, t.d. fótbolta og skíð- um, og hann hvatti okkur til dáða. Afi var rakari. Hann var reyndar hættur að reka eigin rakarastofu þegar við þekktum hann en hann fór stundum að klippa gamla fólkið á Grund. Það var gaman að fara með afa þegar hann fór þangað því að það var alltaf líf og fjör í kring- um hann á stofunni. Þar var sko spjallað og hlegið mikið. Það var líka gaman að heimsækja hann í vinnuna hjá Reykjavíkurborg, bæði inn í Borgartún á meðan hann vann þar og eins var gaman þegar hann gekk með okkur um nýja Ráðhúsið eftir að hann fór að vinna þar. Við sáum ekki betur en að léttleikinn og hressileikinn fylgdi honum hvar sem hann kom. Þegar hann kom norður vildi hann ólmur fara til Dalvíkur að vitja æskustöðva sinna og heim- sækja vini og ættingja. A meðan hann hafði heilsu til að aka sjálfur, var gaman að fá að sitja í bíl með honum því að hann sagði oft svo skemmtilegar sögur á leiðinni. Síð- an þegar við svo komum á Dalvík- ina sýndi hann okkur hvar húsið hafði staðið, sem hann ólst upp í. Það var eins og heimsóknir hans norður væru aldrei fullkomnaðar fyrr en hann var búinn að fara á Dalvík eða út í Svarfaðardal. Það var líka gaman að fara í heimsókn með honum í Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Hann var alltaf að hitta einhveija sem hann þekkti og þar urðu fagn- aðarfundir. Þá vildi oft teygjast úr tímanum og heimsóknirnar urðu lengri en hann ætlaði sér. Hann sagði oft að hann langaði til að fá pláss á Dalbæ þegar hann yrði gamall. Síðasta árið var afi ekki nema skugginn af því sem hann var áð- ur. Honum leið oft illa en það komu samt alltaf stundir inn á milli þegar prakkarasvipurinn birtist í augun- um og hann gerði grín að hlutun- um. Hann var alltaf góður við okk- ur og enginn gæti hugsað sér betri afa. Elsku afí! Nú er baráttan mikla búin. Nú þarft þú ekki lengur að þjást og þér líður vafalaust vel á þeim stað sem þú ert á núna. Takk fyrir allt! Þín barnaböm Þrúður, Orvar, Heimir og Hildur. Það er erfítt að trúa því að Björn sé dáinn, þó dauðinn hafi oft knúið dyra og verið nærri mörgum sinn- um. Ég hef þekkt Björn í 17 ár og við höfum átt margar ánægjulegar stundir saman. Glaðari, jákvæðari og þægilegri mann að umgangast er vart hægt að hugsa sér. Einstakt lag á að sjá björtu hliðarnar á tilver- unni og lítið fyrir það að velta sér upp úr hörmungunum þó að hann hefði ærna ástæðu til. Það kom vel í ljós þegar ég fylgdi honum til London og hann beið eftir sinni þriðju kransæðaaðgerð, sem honum var eiginlega ekki treyst í en þar sem æðarnar voru það þröngar, var ekki um annað að ræða. Við sátum og töluðum og höfðum það skemmtilegt frá morgni til kvölds í fleiri daga. Þar sem við höfum nú búið er- lendis í 6 ár og ekki séð Björn í 1 og hálft ár, vorum við farin að hlakka til þeirra samverustunda sem við gætum átt, eftir að við værum flutt heim nú í haust. Við verðum því miður að sætta okkur við að það getur ekki orðið, en þar á móti þakkað enn meir fyrir þær stundir sem við höfum átt með þér. Það eru margir sem syrgja nú, því að með þeim kostum sem Björn var búinn á maður marga góða vini. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, það hefur gert líf okkar ríkulegra, við sjáumst síðar á enn betri stað. Þinn tengdasonur. Gunnar Kr. Guðmundsson. ... glaður og reifur skyli gumna hver sinn unz bíður bana... Björn Halldórsson lifði í anda þessa forna spakmælis úr Hávamál- um uns yfir lauk. Hann þurfti að kljást við lúmskan og hættulegan sjúkdóm um árabil, en honum var gefið æðruleysi og lífsgleði í vöggu- gjöf sem hann naut til hinstu stund- ar. Björn var Svarfdælingur í báðar ættir, ólst upp á Dalvík og átti þar heimili hjá foreldrum sínum fram undir tvítugt er hann fór til hár- skeranáms á Akureyri hjá Jóni og Sigtryggi rakarameisturum í Skipa- götunni. Björn var vaskur maður og fé- lagslyndur. Hann gekk þegar til liðs við íþróttafélagið Þór þar sem ná- frændur hans voru fyrir. Hann var þar virkur liðsmaður og lék knatt- spyrnu í 1. flokki félagsins. Skíða- maður var hann góður og keppti m.a. fyrir Iþróttafélag Akureyrar á landsmótum í skíðastökki og var þá meðal bestu skíðastökkvara landsins. Enn er að teija eina íþrótt þar sem Björn skaraði fram úr, en það var dans. Hann var dansmaður af guðs náð á sínum yngri árum. Að loknu hárskeranáminu flutti Björn til Reykjavíkur og stundaði þar iðn sína, fyrst hjá öðrum en setti síðan upp eigin rakarastofu á Hjarðarhaganum í Vesturbænum. Þar skorti ekki viðskiptavinina, því rakarameistarinn var, auk þess að vera fær fagmaður, bæði greindur og margfróður og hafði lifandi áhuga á mönnum og málefnum. Björn var fremur grannur meðal- maður og bauð af sér góðan þokka. Hann var harðskarpur og fylginn sér að hveiju sem hann gekk. Hann var vinur vina sinna, stefnufast ljúf- menni. Sagnamaður góður, enda oft hrókur alls fagnaðar. Hann var ættrækinn og sérstaklega góður heimilisfaðir. Hann var félagi í Oddfellowreglunni í Reykjavík og stundaði þann félagsskap vel. Síð- ustu tvo áratugina var hann starfs- maður hjá Reykjavíkurborg. Björn var vel giftur. Elín, eftirlif- andi eiginkona hans, bjó honum og börnunum fallegt og notalegt heim- ili og öll eru börnin vel menntuð og góðir þjóðfélagsþegnar. Gest- risni og hlýja var alla tíða aðals- merki þeirra Elínar og Björns, enda er Elín mikilhæf kona sem hún á kyn til og manni sínum ástríkur lífs- förunautur. Hún veitti Birni ómæld- an styrk með kærleik og þolgæði í veikindum hans. ... glaður og reifur skyli pmna hver... Það var sannmæli um Björn Halldórsson. Ég vil að lokum þakka honum góða frændsemi og hlýja vináttu. Við Þuríður vottum Elínu og fjöl- skyldunni innilega samúð. Júlíus J. Daníelsson. Fáein kveðjuorð Okkur langar í fáum orðum að minnast vinar okkar, Björns Hall- dórssonar, og þakka honum sam- fylgdina í gegnum árin. Það eru orðin tæp 50 ár síðan vinskapur okkar hófst og hefur sambandið á milli íjölskyldnanna alla tíð verið mjög mikið. Það er margt sem við höfum gert saman í gegnum árin og þegar við hugsum tik baka þá er það góða skapið hans Bjössa sem kemur fyrst upp í hugann. Bjössi var einstaklega skapgóður maður og hrókur alls fagnaðar. Hann var mjög músík- alskur og ósjaldan tók hann upp gítarinn og sló á létta strengi. Bjössi hefur átt við mikil veikindi að stríða undanfarin ár og er ótrú- legt að hugsa til þess að hann skuli hafa komist í gegnum þijár hjarta- aðgerðir. Það er enginn vafi á því að hans létta skap hefur haft mikið að segja ásamt miklum og góðum stuðningi fjölskyldunnar. Við þökkum Bjössa samfylgdina í gegnum árin og sendum Ellu og allri Q'ölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Katrín og Kári. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“, segir í þjóðkunnu kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Þessi ljóð- lína kom mér svo oft í hug þegar ég naut návistar góðvinar míns og frænda Björns Halldórssonar hár- skurðarmeistara, sem í dag verður borinn til hinstu hvílu hér í Reykja- vík og fer athöfnin fram í Dómkirkj- unni. Björn var ósvikinn Svarfdæl- ingur, móðurættin frá Syðra-Garðs- homi og föðurættin frá Grund. Hann var uppalinn á Dalvík, vaxandi byggð við mynni Svarfaðardals, þar sem margir þjóðkunnir menn slitu barnsskónum, þar sem ungmennafé- lagshreyfíngin stóð með blóma í byijun aldarinnar og langt fram eft- ir árum, og félagslíf allt var þjóðlegt og þróttmikið. Björn naut hinnar hefðbundnu barna- og unglingafræðslu þeirra tíma, sem skilaði þjóðinni kynslóð, fróðri um líf og sögu þjóðar sinnar, fólki, sem lærði ljóð þjóðskáldanna, ritaði bæði og talaði kjamgott ís- lenskt mál og gekk að hveiju verki sern vinna þurfti sér og þjóðinni til gagns og góðs. Þegar þessi ung- menni komu út í þjóðlífíð til hinna margvíslegu starfa, vom þau á margan hátt mjög hæft fólk. Ungl- ingafræðslan var alhliða menntun sem nýttist ágætlega sem góð und- irstaða til framhaldsnáms þeim, sem lögðu út á þá braut, og máttu bera af sjálfir allan kostnað, en til samfé- lagsins vora ekki sótt námslán á þeim ámm. Björn Halldórsson óx upp úr þessum þjóðlega og heil- brigða jarðvegi. Hann unni átthög- um sínum, landi og þjóð og lagði ávallt gott til mála. Hann var raun- góður, hjálpfús, og glaðvær að eðlis- fari, vildi hvers manns vanda leysa. Ungur að árum stundaði hann íþróttir af kappi, var góður leikfimi- maður og meðal bestu skíðakappa þeirra tíma, var þátttakandi í skíða- stökki á íslandsmótum, en sá þáttur skíðaíþróttarinnar er aðeins á færi vel þjálfaðra skíða- og kjarkmanna. Að loknu námi í unglingaskóla Dal- víkur fór Bjöm í Iðnskólann á Akur- eyri og lauk námi sem hárskurðar- meistari. Hann starfaði fyrst í stað á Akureyri í iðngrein sinni, en flutt- ist til Reykjavíkur árið 1949, sem varð gæfurík ákvörðun, en þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Guðbjörnsdóttur, og gengu þau í hjónaband árið 1950. Elín reyndist Birni frábær lífsföru- nautur sem bjó honum og börnunum einstaklega fagurt og hlýlegt heim- ili að Lynghaga hér í borg. Bjöm var mjög góður heimilisfaðir og lagði sig allan fram um að búa sem best að fjölskyldunni. Hann starfaði um árabil að iðn sinni hér í Reykjavík og síðustu árin starfrækti hann eig- ið fyrirtæki við Hjarðarhaga í vest- urbænum og munu margir minnast hans þaðan. En þeegar allt virtist leika í lyndi, dundi yfír áfall, sem LCGSTCINflR m ^ ^ Guðmundur Jónssón F. 14.11.1807 U D. 21. 3. 1865 SÍMI: 1 Granít s/f | \ HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR 565 2707 FAX: 565 2629 átti fleiri óvænta fylgifiska. Það var árið 1972, áður en hjartaskurðað- gerðir vom hafnar hér á landi. Líkt og svo margir á þeim áram, varð Björn að fara til London og gangast undir hjartaskurðaðgerð þar, seifl**’ framkvæmd var af þekktum lækni sem varð íslendingum vel kunnur. Þessi aðgerð virtist lofa góðu, en áður en langur tími var liðinn, mátti hann fara í aðra aðgerð í sama sjúkrahúsi. Þegar svo þriðja aðgerð- in reyndist óumflýjanleg og var einn- ig gerð í London, virtist augljóst að slaka þyrfti á í erfiðu starfi. Þijár hjartaskurðaðgerðir á skömmum tíma, eru án efa fátíðar og sagt var á þeim tíma, að um einsdæmi hafi verið að ræða. Það sem vakti aðdáun allra sem til þekktu, var bjartsýnW og æðraleysi Björns, sem aldrei kvartaði og horfði til framtíðar af bjartsýni og karlmennsku. Eftir þriðju skurðaðgerðina í London árið 1974, hætti Björn að starfa í iðn- grein sinni og réðst til léttari starfa hjá Reykjavíkurborg. Hann lét af því starfí aldurs vegna árið 1994. Segja má að á þessum tveim ára- tugum hafí lífíð og dauðinn stundum vegið salt þegar áföll dundu yfír, en þá hafði lífið ávallt betur, þótt stundum munaði mjóu. Umönnun og hæfni lækna og hjúkrunarfólks hjartadeildar Landspítalans átti þar án efa stóran hlut að máli. Nú að leiðarlokum er margs að minnast frá liðnum samverustundum með góð*' um frænda og fjölskyldu hans. Hann var tónlistarannandi, söngelskur og hafði næmt eyra og fágaðan smekk á því sviði. Skopskyn átti hann ein- stakt til að bera, var jafnan hrókur alls fagnaðar í stóram vinahópi. Öll- um nákomnum mun hafa verið ljóst síðustu mánuðina, að hvetju dró og naut hann að vanda frábærrar umönnunar á heimili sínu. í Eyjafirði stóð vagga Bjöms Halldórssonar, þar dvaldi hugur hans löngum, þangað lá leiðin í sáé- og sumaryl og þar, í faðmi fjall- anna, var langri göngu lokið í ná- lægð æskuslóða. Innilega samúð og þakkir fyrir liðna tíð vottum við hjónin öllum ástvinum hins látna. Megi hann hvíla í Guðs friði. Jóhannes R. Snorrason. Við trúum því vart að elsku afí sé dáinn. Við höldum að þetta sé bara vondur draumur. Þegar hann heimsótti okkur til Svíþjóðar var svo gaman, við fórum svo oft í göngutúr og svo sagði hann okkur svo skemmtilegar sögur og sumum trúðum við varla. Sögurnar af afír- og Tuma voru langskemmtilegast- ar. Nú höfum við ekki séð afa í hálft annað ár og vorum farnar að hlakka svo til að hitta hann þegar við flyttum heim til íslands í haust. En við vitum að nú er honum ekki lengur illt og líður vel hjá Guði. Elsku afi, takk fyrir hvað þú varst alltaf góður við okkur. Vertu, Guð, yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman i hring sænginni yfir minni. Þín barnabörn, Elín Birna, Agnes Björg og Arnór Gunnar. Útfararstofa Kirkjuganianna Possvogi Sími SSl 1266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.