Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 35 + Gyða var fædd í Reykjavík 11. sept. 1918. Hún lést á Borgarspítalan- um 6. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sig- geir Einarsson, f. 11. sept. 1894, d. 20. maí. 1972, bakari og síðar póstvarð- sljóri og Hrefna Einarsdóttir, f. 14. ágfúst 1901, d. 9. nóv. 1955, þau slitu samvistir. Seinni maður Hrefnu var Guðmundur Þórðarson, f. 14. janúar 1903. Gyða á tvo albræð- ur, Hafstein, f.24. nóv. 1919 og MÍN FYRSTU kynni af Gyðu Sig- geirsdóttur og eiginmanni hennar Agli Bjarnasyni fornbókasala hófust fyrir 24 árum er ég tók að eltast við dóttur þeirra Soffíu. Við, urðum fljótt vinir og smám saman þróuðust málin þannig að ég var fluttur inn á heimili þeirra. Þau tóku mér af örlæti og gjafmildi og allt í einu var ég orðinn einn af fjölskyldunni. Var farinn að mæta reglulega í mat, borða ótæpilega, hlusta á rokkið inni hjá okkur, enda stoppaði hávaðinn við dyrastafinn og skólataskan fór í Lundarbrekkuna. Gyða og Egill voru miklir andans menn, Egill mikill kvæðamaður og listaþýðandi og Gyða glæsileg hefð- ardama fram í fingurgóma. Gestrisni var henni í blóð borin og hafði hún gaman af að fá fólk til sín og veitti höfðinglega. Hjá þeim kynntist ég klassískri tónlist, söngleikjum og leikhúsum. Heimili Gyðu var einstaklega fal- legt og smekklegt og var hún óþreyt- andi við að bæta og breyta enda fengum við karlmennirnir yfirleitt að færa húsgögn á milli og athuga hvort þau færu betur svona en ekki hinsegin. Var oft gert góðlátlegt grín að þessum tilfæringum en við urðum reyndar að viðurkenna að útkoman varð oftast betri. Enda var Gyða fengin til að endurraða eftir að við Soffía fluttum að heiman. Sem dæmi um smekkvísi Gyðu, má taka að þegar þau hjón fluttu á Einar, f.17. sept. 1921. Hún á fimm hálfsystkini sam- feðra. Gyða giftist 1939 Agli Bjarna- syni fornbókasala, f. 20. febrúar 1915, d. 7. mars 1993. Börn þeirra eru: 1) Hrafnkell, f. 1940, maki Anna V. Sig- uijónsdóttir. 2) Ol- afía, f. 1943, maki Gunnar Friðjóns- son. 3) Soffía, f. 1953, maki Gunnar Haraldsson. Útför Gyðu fer fram frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 15. Kópavogsbraut la, sem Sunnuhlíð- arsamtökin byggðu fyrir aldraða Kópavogsbúa, þá var ævinlega íbúð þeirra sýnd, þegar gesti bar að garði hjá samtökunum. Þegar við Soffía stofnuðum okkar eigið heimili minnkaði ekki sam- bandið. Við fórum oft saman á morgnana í vinnuna og við Egill í sund í Vesturbæjarlaugina. Meira að segja kom það oft fyrir að þegar var stoppað fyrir utan pósthúsið til að hleypa Gyðu út að morgni að hún átti síðdegisvakt og var því ekki með. Svo mikill gat vaninn orðið. Við fórum með þeim hjónum í ferðalög, stutt sem löng, innan lands og utan. Ógleymanlega sumarleyfis- ferð fórum við saman til Algarve í Portúgal á árinu 1982 og er hún enn í umræðunni hjá fjölskyldu minni. Á ferðum okkar innanlands var sama hvar við vorum stödd á land- inu, sú vitneskja sem Egill hafði um landið og staðhætti og Gyða um mannfólkið, hún þekkti alla. Þvílíkir fróðleiksbrunnar og hvílíkur kjána- skapur að skrá það ekki niður, en einhverra hluta vegna reiknaði mað- ur alltaf með að geta gengið að upplýsingunum vísum. Og áður en maður áttaði sig á var það um sein- an. Fórum við í margar ferðir með þeim í sumarbústaði með strákana okkar. Ógleymanlegt er hve gjafmild hún var, alltaf kaupandi einhveija smáhluti og þurfti ekki stór tilefni til, alltaf verið að gauka að þeim einhveiju, og eftir að dóttir okkar fæddist urðu þær mjög hændar hvor að annarri. Á milli níu og ellefu ára dvaldist Gyða tvívegis á Vífilsstöðum vegna berkla, sem hún síðan náði sér alveg af og þótt hún tapaði heilu skólaári á þessum tíma lauk hún gagnfræða- prófi með góðri einkunn. Ómögulegt er að vita hversu langt hún hefði náð ef hún hefði fengið tækifæri að læra meira, en hún lagði mikla áherslu á að börnin hennar mennt- uðu sig. Gyða starfaði þann tima sem ég þekkti hana hjá Póstinum á aðalpóst- húsinu við afhendingu ábyrgð- arbréfa, og sinnti hún því verki sem sönn meyja, nákvæm fram í fingur- góma. Þremur árum eftir að hún hætti hjá póstinum var hún greind með Alzheimersjúkdóminn, en barátta hennar við hann stóð í um átta til tíu ár. Alla tíð hélt hún reisn sinni og glæsileik, hvar sem var og við hvaða tækifæri sem var allt fram á dánar- dag þrátt fyrir hinn erfiða sjúkdóm og sá maður best undir lokin hve reisnin var henni eðlileg. Mættu þær margar fegurðardís- irnar öfunda hana af hve slétt húðin var allt til enda. Ég vil senda allri fjölskyldu Gyðu og vinum hennar mínar samúðar- kveðjur, því við höfum misst eina af okkar hefðardömum og langar mig að enda þessa kveðju á ís- lenskri þýðingu á dönsku Ijóði um lýsingu á Alzheimersjúkdómnum. Þú hvarfst þér sjálfri og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er þar enn en stendur auður líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfir framhjá mér tómum aupm engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. Gunnar Haraldsson. GYÐA SIGGEIRSDÓTTIR ÞORA ÓLAFS- DÓTTIR + Þóra Ólafsdóttir fæddist á Hvítárvöllum í Borgarfirði 20. desember 1905. Hún lést á Landspítalanum 29. júlí síðast- liðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 9. ágúst. ÉG OG amma Lóla, eins og ég kall- aði hana, höfum alltaf verið góðar vinkonur. Þegar ég var lítil kom ég oft í heimsókn og_ fékk að sofa, þá var alltaf veisla. Ég fékk að velja í matinn, það var hlaðið í mig ís og sælgæti og við spiluðum. Hún kenndi mér megnið af þeim spilum og köpl- um sem ég kann. Svo fórum við á Laugaveginn að spóka okkur, og stundum fékk ég lítinn pakka eða góðgæti í nesti heim! Ég hlakkaði alltaf til að heimsækja ömmu og ég held að ekkert af barnabarnabörnun- um hennar hafi verið jafnmikið hjá henni og ég. Ég er eiginlega nýhætt að gista hjá henni og nú er ég fjórt- án ára. Mér þótti óendanlega vænt um ömmu mína en hún hafði lifað langa ævi og þó að það sé sárt að missa hana þá var hennar tími kominn og ég er viss um að nú er hún hamingju- söm hjá afa í himnaríki. Ég á aldrei eftir að gleyma henni eða okkar stundum saman, eða eins og skáldið segir: „það sakar ei minn saung, því minníng þín í sálu minni eilíft líf sér bjó“. (Halldór Laxness). Tinna Þorvaldsdóttir. t FINNBOGI STEFÁNSSON, Þorsteinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi, lést 12. ágúst í Sjúkrahúsinu Sauðárkróki. Fríða Eðvarsdóttir. t Faðir minn, BALDVIN BALDVINSSON vistmaðurá Hrafnistu, lést laugardaginn 5. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórarinn Baldvinsson. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN HALLDÓRSSON, Lynghaga14, Reykjavik, er lést 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1 5. ágúst kl. 13.30. Elín Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Björnsson, Júlíana B. Erlendsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Gunnar Fri'mannsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Gunnar Kr. Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ELÍN SIGTRYGGSDÓTTIR, Keilusfðu 10B, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri njóta þess. Ágústa Jónasdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir, Theódór S. Halldórsson, Margrét H. Pálmadóttir, Páll Jóhannesson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, HJÖRDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 66, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Marinó Davíðsson, Guðrún Dröfn Marínósdóttir, Stefán Sigurjónsson, Eggert Már Marinósson, Kristín Barkardóttir. t Þökkum hlýjar kveðjur og vináttuþel vegna andláts SÓLVEIGAR VILHJÁLMSDÓTTUR. Sigri'ður Ingimarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Arinbjörn Vilhjálmsson, Þórhallur Vilhjálmsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GYÐU B. ARADÓTTUR, Naustahvammi, Neskaupstað. Guðveig B. Ragnarsdóttir, Ari V. Ragnarsson, Inga S. Ragnarsdóttir, Gestur Janus Ragnarsson, og aðrir aðstandendur. t Þökkum öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KRISTJÁNS ODDSSONAR, Álftamýri 52, Reykjavík, sem lést 30. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sér- stakar þakkir til starfsfólks deildar 2 Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til hinna fjölmörgu, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILHELMÍNU ÞÓRDÍSAR VILHJÁLMSDÓTTUR, áðurtil heimilis i' Eskihli'ð 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafn- istu, sem sýndu henni hlýhug og umönnun í veikindum hennar. Vilhjálmur Sigtryggsson, Herdís Guðmundsdóttir, Halla Sigtryggsdóttir, Baidur Bjarnasen, Þórdís Sigtryggsdóttir, Hörður Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.