Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15 ÁGÚST 1995 37 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar ÞEGAR litið er á helgina í heild var fremur rólegt á starfs- svæði lögreglu í Reykjavík. Ef til vill hefur síðasta helgi, verzl- unarmannahelgin, verið það erfið fyrir suma að þeir hafa tekið það rólega. Ölvun var ekki mikil og þurftu lögreglumenn að sinna 60 köll- um, þar sem eingöngu var um ölvun að ræða. Að sjálfsögðu blandast ölvun í fleiri mál og því höfð afskipti af fleira ölvuðu fólki en þessum 60. Ovenju mikið var um háreysti í fóiki og ekki sjaldnar en 20 sinnum þurfti lögregla að fara í heimahús og biðja fólk um að stilla hávaða í hóf innan dyra og 18 sinnum utan dyra. Ellefu sinnum var tilkynnt um skemmdarverk og rúðubrot, en ekkert þeirra var stórvægilegt og nær ekkert um slíkt í miðborg- inni. Átta tilfelli vegna líkams- meiðinga komu upp, ekkert veru- lega alvarlegt og engar grófar árásir áttu sér stað í miðborg- inni, aðeins pústrar sem stöðvað- ir voru af lögreglu, áður en nokk- ur meiddist að ráði. Fjórum sinnum fengu lögregla og slökkvilið tilkynningar um eld og í öllum tilfellum var um að ræða íkveikjur í blaðagámum. Það er með ólíkindum að nokkur skuli geta skemmt sér við slíkt, en það mun þó vera staðreynd. Nú eru blaðagámarnir staðsettir í nágrenni við hús og eru þeir sem til þeirra sjá beðnir um að gefa þeim auga og tilkynna lög- reglu ef til brennuvarga sézt. Innbrot voru tilkynnt tólf sinn- um til lögreglu, vítt og breitt um höfuðborgina og í sumum tilfell- um var um talsverð verðmæti að ræða. Þjófnaðartilkynningar bár- ust níu sinnum til lögreglu, oft- ast um þjófnað á vélhjólum, en einnig ýmsu öðru, svo sem hjól- koppum af bifreiðum, skráning- armerkjum og hljómflutnings- tækum úr bifreiðum. Lögregla fékk vitneskju um 22 umferðaróhöpp, en ekki var tilkynnt um meiðsl á fólki í einu einasta tilfelli. Hins vegar lentu tveir ökumenn í umferðaróhöpp- um eftir að hafa neytt áfengis og eiga von á sviptingu og all- háum sektum. Vonandi eru öku- menn að taka sig á og hafa ákveðið að sjá til þess að iðgjöld trygginga lækki, en öruggasta leiðin til þess er að gæta sín betur og með því móti fækká óhöppum. Þegar ökumenn átta sig á því að það er fullt starf að stjórna ökutæki er nokkur von til þess að úr rætist. Það er orðið mjög áberandi í dag að sjá menn í akstri talandi í síma og því ekki með hugann við umferð og akstur. Hve oft hafa vegfarendur ekki lent i því að sveigt sé í veg fyrir þá, ökumað- ur að aka í rólegheitum eftir vinstri akrein, halda öðrum fyrir aftan sig og verða þannig til þess að aðrir skipta um akreinar og skapa þannig aukna hættu og sjá svo þegar komið er fram fyrir hinn að viðkomandi er blaðrandi í símann. Nú eru nær allir símar með þeim búnaði að hægt er að tala í þá „hand- frjálst" svo það er engin nauðsyn að halda á þeim meðan taiað er í akstri. Með því móti er þetta svipað og að ræða við farþega við hlið sér. Margir ökumenn hafa þann góða sið að stöðva ökutækið meðan rætt er í sím- ann. Það er hins vegar ekki sama hvar stöðvað er, eins og kom fram í síðustu viku, þegar öku- maður stöðvaði á sjálfri Kringlu- mýrarbrautinni og lokaði þannig einni akreininni. Augnabliki síð- ar varð þriggja bíla aftaná- keyrsla aftan við ökutækið og eignatjón verulegt. Dýrt símtal það. Hlaut bif- reið í Sumar- leik Esso HALDIN var lokahátíð í Sumarleik Esso laugardaginn 12. ágúst sl. • Hátíðin fór fram við Bensín- og þjón- ustustöð Esso í Geirsgötu. Dreginn var út aðalvinningurinn, sem var bíll af gerðinni Renault Twingo Easy. Alls tóku um tíu þús- und viðskiptavina þátt í spurninga- leiknum, en hann var kynntur í Sum- arbók Esso sem prentuð var í 50 þúsund eintökum. í tengslum við Sumarleikinn stóð Olíufélagið fyrir útihátíðum á 35 Esso stöðvum um allt land þar sem boðið var til grill- veislu og ijölskyiduhátíðar. Aðalvinningurinn í Sumarleiknum kom í hlut Huldu Aðalsteinsdóttur til heimilis að Þingaseli 7, Reykja- Sigraðiá helgar- móti TR ARNAR Þorsteinsson bar sigur úr býtum á helgarskákmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fram fór um helg- ina. Hann hlaut 6'A vinning af 7 mögulegum. 49 skákmenn tóku þátt í mótinu og í efstu sætum urðu: Arnar Þorsteinsson 6 'A. Bergsteinn Einarsson 5 ‘A Arnar E. Gunnarsson 5 'A Ingvar Jóhannsson 5 Torfi Leósson 5 Páll Arnar Þórarinsson 5 Davíð Olafur Ingimarsson 5 Unnar Þór Guðmundssson 5. HELGI Kristófersson og Pétur Pétursson frá B&L, vinningshaf- inn Huida Aðalsteinsdóttir, Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins, Smári Valgeirsson og Reynir Stefáns- son frá Sumarleik Esso. Á myndinni má einnig sjá Esso tígurinn. vík, og var bíllinn afhentur mánu- daginn 14. ágúst við húsakynni Bif- reiða & iandbúnaðarvéla í Reykjavík. Haft hefur verið samband við aðra vinningshafa í Sumarleik Esso og í Sumarleik krakkanna sem einn- ig var í Sumarbók Esso og hafa vinn- ingarnir verið sendir til þeirra. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 4. 452.799 2.piús5f 141.190 3. 4afS 101 7.230 4. 3af 5 3.655 460 Heildarvinningsupphæö: 7.287.899 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILIUR ^32Mcikvika^l^L3^gúsH99í^J 32. icikvika, 12-. 13. ágúst 1995 Ar. Leikur:_______________Rödin: 1. AIK - Helsingborg - X - 2. Norrköping - Göteborg - - 2 3. Trellcborg - Djurgárdcn - X - 4. Örcbro - Malmö FF 1 - - 5. Östcr - Frölunda I - - 6. Brage - Assyriska 1 - - 7. Umcá - Brommapoj. - X - 8. Visby - Sirius. 1 - - 9. Falkenberg - Elfsborg 1 - - 10. Kalmar FF - Gunnilse 1 - - 11. Ljungskile - Hássleholm I - - 12. Norrby - Oddevold - - 2 13. Stenungs. - Landskrona 1 - - licildarvinningsupphæöin: 89 milljón krónur 13 réttir: 280.350 kr. 12 réttir: 5.410 kr. 11 réttir: 490 kr. 10 réttir: o kr. R AD\ UGL YSINGAR Fjarkennsla um tölvur við Verkmennta- skólann á Akureyri Kenndar verða eftirtaldar greinar ef næg þátttaka fæst: Bókfærsla, danska, eðlisfræði, efnafræði, enska, félagsfræði, íslenska, íþróttafræði, saga, sálfræði, stærðfræði, verslunarreikn- ingur, verslunarréttur, þjóðhagfræði og þýska. Öll kennsla er miðuð við yfirferð og kröfur í samsvarandi framhaldsskólaáföngum og lýkur með prófi. Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu- tíma í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í síma 461 1710, á milli kl. 8.00 og 15.00 dagana 17. til 25. ágúst. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur, sími 453 6300, fax 453 6301 Brautskráning Brautskráning búfræðinga verður í Hóladóm- kirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 17.00. Nýnemar mæti í skólann sunnudaginn 10. september. Skólasetning verður þann dag kl. 17.00. Áherslusvið: Hrossarækt - reiðmennska - tamningar - fiskeldi - vatnanýting - ferðaþjónusta. Valsvið: Nautgriparækt - sauðfjárrækt - smáiðnaður - hlunnindabúskapur. Verið velkomin heim að Hólum! Skólastjóri. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, lampa, bollastell, platta, gömul póstkort og smærri húsgögn. Upplýsingar í síma 567-1989. Geymið auglýsinguna. Málverk Vantar málverk í sölu. Hafin er móttaka á málverkum fyrir næsta málverkauppboð. BORG v/Austurvöll. > — Smfl ouglýsingor Dagsferð laugard. 19. ágúst Kl. 08. Hekla 1.491 m.y.s. Dagsferð sunnud. 20. ágúst Kl. 08. Bæjargil—Selgil. Valin leið úr Þórsmerkurgöngunni 1990. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Helgarferðir 18.-20. ágúst 1. Fimmvörðuháls: Fullbókað, miðar óskast sóttir. Fararstj. Jósef Hólmjárn. 2. Fimmvöröuháls (aukaferð): Gengið yfir hálsinn á einum degi og gist i Básum. Örfá sæti laus, miðar óskast sóttir. Fararstj. Sylvía Kristjánsdóttir. 3. Fimmvórðuháls (aukaferð): Lagt af staö á föstudagsmorgni og gist á hálsinum. Gist í skála á laugardagskvöldi í Básum. Fararstj. Kristján Jóhannesson. 4. Básar við Þórsmörk: Göngu- feröir við allra hæfi, góð gistiað- staða í skála og fyrir tjaldgesti. Fararstj. Helga Jörgensen. Helgarferðir 25.-27. ágúst: 1. Afmælishátíð í Básum. ÚTIVIST ER FLUTT Á ANNAN STAÐ í IÐNAÐAR- MANNAHÚSINU Á HALLVEIG- ARSTÍG 1. INNGANGURINN ER BEINT Á MÓTI AMTMANNS- STÍG. Útivist. Halla Sigurgeirsdóttir andlegur læknir og miðill Miðlun. Komist að rót sjúkdóma. Sjálfsuppbygging: Árukort, 2 gerðir. Sími 554 3364. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudag 16. ágúst, dagsferðir: Kl. 8.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.700. Kl. 20.00 Tröllafoss á síösumars- kvöldi. Helgarferðir 18.-20. ágúst: 1) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. 2) Álftavatn - Hólmsárlón. Gist í skála F.í. v/Álftavatn (Syðri Fjallabaksleið). 3) Emstrur - Enta. Gist í skála v/Emstrur. Gengið á Entujökul. Sumarleyfisferðir: 18.-20. ágúst: Árbókarferð á Hekluslóðir (3 dagar), sérstak- lega tileinkuð árbók F.i. 1995. Ferðin er í samvinnu við Hið is- lenska náttúrufræðifélag. Farar- stjórar: Árni Hjartarson og Sig- mundur Einarsson. Brottför kl. 18.00. 24.-30. ágúst - aukaferð - Eystribyggð á Grænlandi. Kynnið ykkur verð og tilhögun á skrifstofu F.í. Ath.: Nokkur sæti laus 16. ág- úst í gönguferð frá Hvítárnesi að Hveravöllum (5 dagar). „Laugavegurinn" sæti laus 15. ágúst og 18. ágúst. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.