Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Að gefnu tilefni Frá Bjarna Bjarnasyni: ÞANN 31. júlí síðastliðinr. léku KR og Keflavík í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í Keflavík. Eins og kunnugt er réðust úrslit leiks- ins á vítaspyrnu, sem_ dæmd var á Keflvíkinga eftir að Ólafur Gott- skálksson, markvörður þeirra, hafði slegið til Daða Dervic, leik- manns KR. Atvik þetta hefur orðið til mik- illar fjölmiðlaumfjöllunar og hafa margir lagt orð í belg og sest þar í dómarasæti, bæði gagnvart Daða og félagi hans KR. A þetta bæði við um íþróttafréttamenn og aðila sem sent hafa blöðunum les- endabréf. Sammerkt er með allri þessari umfjöllun að hún er ákaf- lega einhliða og getur tæpast tal- ist sanngjörn enda hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að Daði og KR séu sökudólgarnir í málinu, en Ólafur Gottskálksson einungis píslarvottur. Á þetta verður ekki fallist. Menn hafa verið óhræddir við að fullyrða það, að Daði Dervic hafí vísvitandi slegið Ólaf Gott- skálksson milli fótanna til þess að reita Ólaf til reiði og fiska þannig vítaspyrnu. Þetta er auð- vitað fráleitt. Það sem þarna ger- ist er að tveir leikmenn eru að berjast um knöttinn og líklegast hefur Daði snert Ólaf með hend- inni, en að halda því fram að um vísvitandi árás sé að ræða er út í hött. Það vita þeir, sem leikið hafa knattspyrnu, að menn setja hend- urnar út frá líkama sínum til þess að halda jafnvægi þegar þeir stökkva upp í skallabolta og það er óhjákvæmilegt að stundum verði snerting milli manna í þess- um leik enda hafa menn ekki hald- ið því fram hingað til að knatt- spyrna væri leikur án snertingar. Það er útilokað að halda því fram, að hér hafi verið um gróft ásetn- ingsbrot að ræða eins og margir þeirra, sem tjáð sig hafa um mál- ið, hafa haldið fram. í framhaldi af þessu slær Ólaf- ur Gottskálksson til Daða Dervic, sem fellur við og þar skal viður- kennt að Daði virðist gera meira úr högginu en efni stóðu til og er það miður. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að það hlýtur að vera óumdeilt að Ólafur Gottskálksson sló vísvit- andi til Daða Dervic, en ekki öfugt. það var því réttilega dæmd vítaspyrna enda dómari leiksins staðsettur mjög nálægt leik- mönnum og ekki var um annað að ræða fyrir dómarann en að vísa Ólafi Gottskálkssyni af lei- kvelli. Þeir sem um þetta hafa fjallað hafa hins vegar kosið að líta framhjá þessu og dæma Daða, en afsaka gerðir Ólafs. Ofanritað er sett á blað í þeim tilgangi einum að benda mönnum á að tvær hliðar eru á öllum mál- um. íþróttafréttamenn ættu að hafa það að leiðarljósi að fjalla um mál á óhlutdrægan hátt og forðast sleggjudóma nema að hafa óyggjandi sannanir undir höndum. í þessu máli verður ekki sagt að svo sé og það er enginn vafi á að Daði Dervic og félag hans KR hafa ekki notið sannmælis í þeirri umfjöllun sem um þetta hefur orðið. BJARNIBJARNASON Faxaskjóli 12. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 MÖRKINNI 3 • SÍMl S88 0640 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 39 skólar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fðtin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 551 7356. tölvur ■ Tölvuskóli EJS * Sími 563 3030 Á næstu vikum er boðið upp á eftir- farandi námskeið: Access 2.0, byrjendanámskeið, 12 klst. 23.700 kr. 14.-17. ágúst. (E) EJS Launanámskeið, 12 klst. 13.000 kr. 25.-26. ágúst (H) Excel 5.0, byrjendanámskeið, 12 klst., 17.000 kr. 14.-17. ágúst. (M) Excel 5.0, Framhaldsnámskeið, 12 klst., 17.000 kr. 21.-24. ágúst. (E) Grunnur, byrjendanámskeið um tölvu- notkun 15 klst., 18.000 kr. 28.-l.sept. (M) Windows 3.x, byrjendanámskeið, 9 klst., 12.300 kr. 30.-l.sept.(M) Visual Basic, byrjendanámskeið 12 kist. 28.000 kr. 28.-31 ágúst. (E) Windows 95, byrjendanámskeið, 9 klst. 12.300 kr. 14.-16. ágúst. (M) Word 6.0, byrjendanámskeið, 15 klst. 16.000 kr. 21.-25. ágúst. (M) Skýringar á tímasetningu. (M) = Fyrir hádegi kl. 9-12. (E) Eftir hádegi kl. 13-16. (K) Kvöld kl. 16-19. (H) Helgarnámskeið 9-16. (föstudag og laugardag) Upplýsingar og skráning á þessi og önn- ur námskeið hjá Tölvuskóla EJS eru í síma 563 3000. ýmislegt ■ Phoenix-námskeiðið, leiðin til árangurs Nú fullkomið á íslensku. Næsta nám- skeið 22., 23. og 24. ágúst. Upplýsingar og skráning: Fanný Jón- mundsdóttir sími 552 7755. Klúbbfundur 28. ágúst. ■ Tréskurðarnámskeið Kennsla heft 1. sept. nk. Fáein pláss laus. Hannes Flosason, sími 554-0123. - kjarni málsins! ATVINNUAUGIYS/NGAR Menn óskast Menn óskast, helst vanir hellulögnum. Upplýsingar í símum 852 0399 og 852 0152. Tónlistarskólastjóri Laus er staða skólastjóra við Tónlistarskóla Dalasýslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi vald á málmblásturshljóðfærum. Einnig er æskilegt að umsækjandi geti tekið að sér organistastarf í Hjarðarholts- prestakalli. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Sigvaldi Guð- mundsson, ísímum 434 1405 og 434 1248. Lögmaður/löggiltur fasteignasali Fasteignasala í Reykjavík óskar eftir lög- manni eða löggiltum fasteignasala til starfa við skjalagerð, frágang og uppgjör á kaup- samningum, afsölum og fl. Ekki er um fullt starf að ræða. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. fyrir föstu- daginn 18. ágúst nk., merkt: „B - 3815“. Sölumaður fasteigna Fasteignasala á einum besta stað í Reykja- vík, óskar eftir sölumanni. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sölu fasteigna og kunna skil á húsbrefakefinu. Laun samkvæmt pró- sentu af veltu, verktakasamningur. Umsóknir, sem tilgreini nafn, kennitölu og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir föstud. 18. ágúst nk., merktar: „V - 2595“ 870 VÍK í MÝRDAL - SÍMI 487-1242 Kennarar Lausar eru tvær stöður kennara við Víkurskóla, Vík í Mýrdal. Helstu kennslugreinar eru íþróttir (Va), danska (V2), almenn kennsla (V2), tónmennt og sérkennsla. Gott, ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur í boði. Upplýsingar gefur Halldór Óskarsson, skóla- stjóri, í símum 487-1124 og 487-1242. Skólastjóri. Vélvirki - verkamenn Einingaverksmiðjan hf. óskar eftir að ráða vélvirkja - járnsmið til starfa. Starfið felst í að sjá um viðhald á véla- og tækjakosti verk- smiðjunnar, ásamt ýmis konar járnsmíða- vinnu, jafnt nýsmíði sem viðhaldi. Einnig óskum við eftir að ráða verkamann til starfa. Upplýsingar veittar á staðnum á milli kl. 16 og 18 í dag og á morgun. Einingaverksmiðjan hf., Breiðhöfða 10, 112 Reykjavík. Saumastörf Óskum að ráða fólk til saumastarfa nú þegar. Örugg vinna í traustu fyrirtæki. Vinnustaður í Faxafeni 12. Upplýsingar gefur verkstjóri á vinnustað eða í síma 588 9485. Wfrœti iC, 66°N Sjóklæðagerðin hf., Skúlagata 51, Rvík, sími 551 1520. Barnfóstra óskast Barngóð manneskja óskast til að gæta 5 mánaða gamallar telpu frá 9.00 til 17.00 virka daga, frá og með 1. september nk. Upplýsingar í síma 587 7211. Frá Menntaskólan- um á Akureyri Starf húsfreyju/húsbónda íheima- vist Menntaskólans á Akureyri Starf húsfreyju eða húsbónda í heimavist Menntaskólans á Akureyri er laust til umsóknar. Starfið er fólgið í umönnun og daglegu eftirliti með nemendum heimavistar í samráði við skólameistara og í samstarfi við aðra starfsmenn skólans og heimavistar. Skal húsfreyja/húsbóndi skila árlegum starfs- tíma sínum á níu mánaða starfstíma skólans, frá því í september fram í júní. Vinnur húsfreyja/húsbóndi þannig af sér tvo mánuði, eins og kennarar, auk þriðja mánaðarins sem er sumarleyfismánuður. Laun eru í samræmi við launakerfi ríkisstarfs- manna. Húsvörðurfærtil afnota íbúð í húsum heimavistar. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennara- menntun, hjúkrunarmenntun, menntun í sál- arfræði eða félagsráðgjöf eða aðra menntun, sem tengist umönnun fólks eða menntun. Frekari upplýsingar veitir skólameistari í síma 461 14 33. Umsóknir skulu hafa borist skrif- stofu Menntaskólans á Akureyri í síðasta lagi föstudag 8. september. Akureyri, 10. ágúst 1995. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.