Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR lí. ÁGÚST 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ ÞURRKUÐ BLÓM SUMARIÐ er tími gróðurs og grósku. Flestum finnst stór- kostlegt að fylgjast með hvernig gróð- urinn smám saman vaknar til lífsins uns hann stendur í full- um blóma. Garðeig- andinn getur meira að segja oft látið eft- ir sér þann munað að taka hluta blóm- skrúðsins í garðinum inn og njóta þess í krús eða vasa inni í stofu. Það þarf ekki fagmann til að setja saman skemmtilega blómaskreytingu, en eins og með margt annað skapar æfíngin meistarann. Spumingin er þó oft- ast hvaða garðblóm henta best til afskurðar, hversu lengi geta þau staðið inni í vatni án þess að missa lit sinn og ljóma, hvenær fara þau að hengja haus og visna. Þama er reynslan besti kennarinn og réttast að prófa sig áfram. Svo eru líka margir sem ekki hafa hjarta í sér að klippa garðblómin til þess eins að njóta þeirra í stuttan tíma inni. Hvað um það, senn líður að hausti og þá er ekki lengur neitt val, þau blóm sem eiga að setja líf og lit á tilveruna, verðum við eingöngu að kaupa í blómabúð- um. En til er leið að framlengja sumarið í eigin garði því unnt er að þurrka mörg garð- blóm og nota þannig í skreytingar, sem geta bæði verið skemmtileg- ar og fjölbreyttar. Þá kemur upp spurningin með H-in þijú, hvenær, hvemig, hvaða? Svörin við þessum spumingum em alls ekki einhlít. Svo ég leitist við að byija á fyrsta H-inu, hvenær, þá er því til að svara að fræhirslum er eðli málsins vegna safnað síðla sumars og fram eftir hausti, en blóm er best að skera um það leyti sem þau springa út, þá er blómið venjulegast þéttast og litirnir skæ- rastir. Samkvæmt þessu er unnt að safna blómum til þurrkunar allt sumarið. Mér hefur þó reynst ágústmánuður drýgstur til söfnun- ar, sennilega vegna þess að þá er blómafjöldinn venjuiega það mikill að ekki sér á þótt tekið sé eitt og eitt blóm og svo hitt að þegar ágústhúmið færist yfír, fer maður ósjálfrátt að hugsa til vetrarins og gerð skreytinga úr þurrkuðum blómum er í mínum huga eitthvað sem heyrir vetrinum til. Þá er næsta spurning - hvemig. Því er til að svara að einfaldasta aðferðin er oftast best. Það er sérstaklega fljótlegt og þægilegt að hreinsa fyrst laufíð af blómleggjunum, raða blómunum í lítii knippi, binda fast utan um þau og hengja síðan upp með blómhnappinn niður og bíða. Gæta þarf þess að raða ekki mörgum blómum saman í hvert búnt svo leggir þeirra haldist bein- ir meðan á þurrkun stendur. Ág- ætt er að nota teygju til að binda utan um þurrkbúntin, því leggimir skreppa saman og þá er hætt við að blómin detti niður. Best er að hengja blómin upp fjarri sólu, en þó er ekki nauðsynlegt að þau þomi í myrkri. Eftir því sem þau þoma við meiri hita varðveita þau betur lit sinn og lögun og því get- ur verið gott að hengja þau upp yfír miðstöðvarofni, þar sem líka er hreyfíng á loftinu. Leggir ýmissa blóma verða oft mjög stökkir við þurrkunina og því vilja þau oft afhausast, þegar á að nota þau til skreytinga. Við því er unnt að sjá með því að skilja aðeins eftir um tveggja sm stubb af bló- maleggnum, stinga inn í hann stíf- um vír og hengja svo blómið til þerris. Þetta er oft gert við rósir og t.d. eilífðarblóm. Engin hætta er á að blómið detti af vímum meðan á þurrkun stendur, því vírinn ryðgar strax fastur. Unnt er að þurrka blóm í sér- stöku þurrkefni, svo sem blágeli, sem þeir þekkja sem vinna á rannsóknarstofum, en líka má nota efni, sem allir eiga gott með að nálgast. Bæði fínn sandur, matar- salt og þvottaduft eru ágæt þurrkefni, blómin sem þurrka á eru þá lögð í bakka, t.d. úr áli eða pappa, og þurrkefninu hellt varlega yfír og þess gætt að það smjúgi vel inn á milli og þeki blómin alveg. Þurrk- tíminn er auðvitað háður stærð blómanna, en hálfur mánuður til þijár vikur er venjulega feikinóg- ur. Sumir stytta þó þurrktímann með því að bregða öskjunum inn í örbylgjuofn við vægan hita (ekki álöskjum), en það hef ég ekki próf- að sjálf. Rósir halda mjög vel bæði lit og lögun við þurrkun í sandi, meira að segja stórar dahlíur má þurrka á þennan hátt. Þegar þurrk- efnið er fjarlægt, þarf það að ger- ast mjög hægt og gætilega, t.d. er unnt að stinga göt á botninn á ílát- inu og láta þurrkefnið renna út. Síðustu leifamar innan úr blómun- um má fjarlægja t.d. með oddlausri nál. Laufgaðar greinar, jafnvel með aldrinum, er oft gaman að nota í skreytingar, en laufíð vill detta af við þurrkun. Unnt er að láta grein- amar standa fyrst í heitu vatni en setja þær svo í kældan lög úr 1 hl. glyseról og 2. hl. sjóðandi vatn. Lögurinn þarf að ná um 10 sm upp á leggina. Breytilegt er hve lengi blöðin eru að stífna, en þá erugrein- amar tilbúnar til notkunar í þ'urr- skreytingar. Þá er síðasta spumingin eftir - hvaða. Ótrúlega margar jurtir má þurrka. Af íslenskum blómum má t.d. nefna vallhumal, brennisóley, holurt, bumirót, beitilyng, blóðkoll, fífu, njóla, maríustakk, mjaðurt og hvers kyns grastegundir. Fræhirsl- ur em oft augnayndi og læt ég mér nægja að benda á peninga- gras, gulmöðru og krossmöðru og melasól. Hér gildir að prófa sig áfram, en gæta þess að ganga ekki nærri villigróðrinum okkar dýr- mæta. Ótrúlega margar garðjurtir er gaman að nota í þurrskreyting- ar. Rósir nefndi ég áður, hvers kyns hnoðra, musterisjurt, kúluþist- il, alpaþymi, alpafífíl (Edelweiss), sveipstjömu, rammfang, graslauk (Alliumættkvíslin almennt), silfur- sóley og aðrar fylltar sóleyjar, kom- blóm og meira að segja riddara- spora. Aldinin eru óteljandi, en þau er best að klippa áður en fræhirslan opnast. Það gerir hún oftast við þurrkun og þá er upplagt að hirða fræið. Sem sagt, prófa sem flest, þannig verður árangurinn stöðugt betri. Góða skemmtun. S.Hj. BLOM VIKUNNAR 315. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir BLÓM í þurrkun - ýmsir hnoðrar, s.s. sumarhnoðri, klappahnoðri, steina- hnoðri, rósir, vallhumall, alpaþyrnir o.fl. VELVAKANDI Svarað í síraa 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags íslenskt eða norskt? EFTIRFARANDI bréf barst Velvakanda: „Sennilega kannast þú við hvatninguna Kaupið ís- lenska vöru. Ég, gamall karl, geri mitt besta til þess. Sardínur finnast mér góðar og hef talið mig kaupa íslenska framleiðslu, en annað er nú. Þær em merktar ORA, en Product of Norway. Geta viðkom- andi aðilar gefið upplýs- ingar um hvemig á þessu stendur? Sardínukarlinn.“ Tapað/fundið Hringur tapaðist GULLHRINGUR með stóram, bláum safírstein tapaðist, sennilega í ná- grenni vesturbæjarins. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 551 3106. Silfurhálsmen fannst SILFURHÁLSMEN, tákn jarðfræðinga, fannst við kofa nálægt Sveinstindi 8. ágúst sl. Uppl. í síma 566 8786. Silfurhringur týndist SILFURHRINGUR með perlu týndist á Egilsstöð- um, á tjaldstæðinu rétt hjá Kaupfélaginu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 562 9078. Lýst eftir hjóli TREK 820, blátt fjallahjól, hvarf úr Granaskjóli 12.-13. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 552 8247. Karlmannsúr tapaðist KARLMANNSFERMING- ARÚR (teg. Pierpoint) með svartri skífu tapaðist mánudagskvöldið 7. ágúst í nágrenni Frostaskjóls. Finnandi hafí samband í síma 551 2487. Svefnpoki týndur MIG sárvantar svefnpok- ann minn. Hann var tekinn úr tjaldi á þjóðhátíðinni í Eyjum 6. ágúst sl. Þetta er blár Caravan-svefnpoki með rauðu fóðri merktur nafni og símanúmer. Vin- samlegast sendið mér pok- ann eða sendið hann til lögreglunnar á Selfossi. Gæludýr Kettlingur í óskilum ÞRIGGJA til fjögurra mán- aða kettlingur í óskilum í Vesturbergi. Þetta er grábröndótt læða. Uppl. í síma 557 5290. Svartur köttur tapaðist SVÖRT ómerkt læða með nokkur hvít hár á hálsinum tapaðist frá Flyðrugranda 20, miðvikudaginn 9. ág- úst sl. Finnandi er vinsam- lega beðinn um að hafa samband við Jónínu í síma 552 8002 eða 552 1919. Farsi HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... SVONEFNDAR einbreiðar brýr virðast skyndilega vera orðn- ar eitt helzta vandamálið í umferð- inni á þjóðvegum landsins. Hvað veldur? Einbreiðar brýr hafa verið hér áratugum saman. Þær hafa ekki verið meira vandamál en margt annað í umferðinni. Hvað hefur breytzt? Hér áður fyrr, þegar malarvegir voru algengir um land allt, hægðu ökumenn yfirleitt á sér, þegar þeir komu að brú. Er hugsanlegt að varanlegt slitlag á flestum veg- um hafí leitt til þess að nú sé keyrt á fullri ferð yfír brýr með þessum afleiðingum? Að minnsta kosti er hætt við, að skattgreiðendum lítist ekki á blikuna, ef nýjasta „þörfin“ er sú að breikka allar brýr á landinu um helming. Þá er skynsamlegra að veija einhverjum fjármunum í upplýsingaherferð til þess að kenna ökumönnum á nýjan leik að hægja á ferðinni, þegar ekið er yfir brýr. xxx VESTFIRÐIR hafa lengi verið taldir vanþróað ferðamanna- svæði. Flestar ferðaskrifstofur fara fram hjá Vestfjörðum með þá fjölmennu hópa erlendra ferð- manng, sem hingað koma. Þó má telja fullvíst, að Vestfirðir eigi eft- ir að verða sannkölluð paradís er- lendra ferðamanna sökum fegurð- ar og stórbrotinnar náttúru og gildir þá einu hvar komið er á Vestfjarðakjálkanum. Á margan hátt má segja hið sama um annan landshluta, sem er Reykjanesið. Líklega hefur lítið verið gert af því að byggja Reykja- nesið upp sem ferðamannasvæði. Þó býr sá landshluti yfír sérstæðri fegurð; hafið, fjörurnar, fuglalífíð, auðn, lítil sjávarþorp. Er ekki kom- inn tími til að „markaðssetja“ Reykjanesið fyrir þá hópa ferða- manna, sem treysta sér ekki í lang- ar ferðir um landið, að ekki sé tal- að um óbyggðaferðir? xxx VÍKVERJA þykir nokkuð hart að trygginjgafélögunum geng- ið í baráttu FIB fyrir lækkun ið- gjalda af bílatryggingum. Allir þeir, sem ekið hafa í öðrum lönd- um, og þeir eru orðnir margir, vita að agi í umferð á Norðurlönd- um og raunar í flestum löndum Norður-Evrópu og í Bandaríkjun- um er margfalt meiri en hér. Sá mikli agi á áreiðanlega þátt í því, að tjón eru minni í þessum löndum en hér. í annan stað er ástæða til að íhuga verð á varahlutum í bifreið- ar, sem er auðvitað stór þáttur í kostnaði við tjón á bílum. Þeir sem keypt hafa varahluti í öðrum lönd- um hafa komizt að því, að víða a.m.k. eru þeir mun ódýrari en hér. í þriðja lagi væri ástæða til að kanna kostnað við viðgerðar- þjónustu í samanburðarlöndunum. Hvað kostar útseldur vinnutími eða einingarverð á ákveðnum við- gerðum. Allt þetta þarf að draga fram í dagsljósið til þess að samanburð- ur á tryggingaiðgjöldum verði raunhæfur. Síðast en ekki sízt væri fróðlegt að sjá, hvernig hagað er bótagreiðslum til fólks, sem slasast í bílslysum í þeim löndum, sem tekin hafa verið til saman- burðar. Bótagreiðslur hér vegna hálshnykkja t.d. hafa verið umtal- aðar síðustu árin eins og allir vita. Ef niðurstöður allra þessara þátta eru neikvæðar fyrir trygg- ingafélögin er tímabært að herða gagnrýnina gagnvart þeim en tæp- ast fyrr. Svo er líka spurning, hvort hægt er að lækka iðgjöldin með því að taka á þessum þáttum öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.