Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • JHiorgíiwWaíiitfo Sprungur í steypu í hlutfallslega fáum tilvikum virðast. sprungur vera svo víð- ar, að vatnsfælur einar saman dugi ekki til að þétta þær. Þetta kemur m. a. fram í grein eftir Rögnvald S. Gísla- son verkfræðing. / 15 ► íslenzkar steinplötur NOTKUN á íslenzku bergi til húsagerðar hefur aukizt. I þættinum Smiðjan ljallar Bjarni Olafsson um steinplöt- ur úr íslenzku bergi, en veðr- unarþol þess hefur reynzt meira en marmarans. / 25 ► Ú T T E K T Vel varin hús Hús byggð með steypumót- um úr einangrunarplasti verða nú æ algengari, en inótin eru hlaðin upp og svo er steypt í þau með flotsteypu. Mót- in eru síðan ekki tekin utan af steypunni, heldur verða þau hluti af húsbyggingunni. Húsin eru því vel varin að utan. — Kostnaður við byggingu þessara húsa er mun lægri en hefðbundinna steinhúsa, segir Páll Kristjánsson, framleiðslu- stjóri Víking hf., sem framleiðir þessi mót. Steypusparnaður er mikill miðað við venjuleg mót, þar sem veggimir em varðir af mótunum og mega því vera þynnri en ella. Annar mikilvægur kostur við þessa byggingaraðferð er stutt- ur byggingartími, en ekki tekur nema fimm vikur að hlaða 150 ferm. hús, eftir að sökkullinn er kominn. Að sögn Páls fæst einnig mik- ill hitasparaaður með þessari byggingaraðferð, en vegna ein- angmnargildis mótanna þarf minni hita til þess að halda hús- unum hlýjum og viðhaldskostn- aður verður líka minni, vegna þess hve húsin em vel varin að utan. Þetta er kostur, sem marg- ir meta mikils. Áður vom það mest einstak- lingar, sem byggðu með þessari aðferð, en nú eru byggingarað- ilamir, sem byggja til þess að selja, farnir að notfæra sér þessi mót í sfvaxandi mæli. Þegar hafa tugir húsa verið byggðir á höfuðborgarsvæðinu með þessari byggingaraðferð og vel hefur gengið að selja þau. Einangmnamiótin era líka far- in að ryðja sér til rúms úti á landi. / 16 ► Samdráttur einkennir íbúðabyggingar á hinum Norðurlöndunum ÍBÚÐABYGGINGAR hafa verið stöðugar hér á landi undanfarin ár miðað við hin Norðurlöndin, en þar hefur dregið mikið úr smíði nýrra íbúða. Hér hafa verið byggðar rúm- lega 6 íbúðir árlega á hverja 1.000 íbúa á síðustu árum. Svo var einnig í fyrra, en þá voru aðeins byggðar 4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa í Nor- egi,2,6 íbúðir íDanmörku,2,5íbúð- ir í Svíþjóð og 5,2 íbúðir í Finnlandi. Samdrátturinn hefur verið mest- ur í Finnlandi, en þar var um árabil byggt hlufallslega meira af íbúðar- húsnæði en á nokkru hinna N orður- landanna. íbúðabyggingar vora t.d. mjög miklar í Finnlandi á árinu 1990, en það ár vora byggðar þar 13,1 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Síð- an hafa þær farið minnkandi ár frá ári. Ástæðan er vafalaust sam- dráttur í atvinnulífinu og lakari efnahagur. í Noregi voru íbúðabyggingar mestar á árunum 1975 og 1976 og sömu sögu er að segja í Danmörku, en þar hefur verið hvað minnst byggt af öllum Norðurlöndunum á undanförnum áratugum. Sam- drátturinn í Svíþjóð er líka áber- andi, en rétt er að geta þess, aö, húsnæðisstefnan hefur verið að breytast þar í landi. Áður var mest áherzla lögð á fé- lagslegt húsnæði og stuðningur hins opinber a mikill í því sky ni. Sér- eignarstefnan er þó aftur að vinna sér sess þar í landi. Líklegt er talið, að þetta verði til þess að auka íbúð- arbyggingar í landinu á ný. Þó að jafnvægi hafi haldizt í íbúðabyggingum hér á landi á und- anfórnum áram, era þær samt mun minni nú en þegar þær vora í há- marki. Mestar urðu þær á árunum 1977 og 1978, en þau ár voru hér fullgeröar liðlega 10 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Fullgerðar íbúðir á Norðurlöndum 1975-1994 Á hverja 1.000 íbúa 10-2 NOREGUR SVIÞJOÐ 9,1 Eitt fjölmennasta almenningshlutafélagið Á INNLENDUM HLUTABRÉFAMARKAÐI Þeir sem keyptu hlutabréf í HVÍB árið 1994 fá nú cndurgreiAslu frá skattinum eða lækkun á tekjuskatti. Greiðslan nemur nm 84.000 kr. fyrir hjón sem nýttu sér fulla heimild til hlutabréfakaupa vegna skattafrádráttar. í júlí sl. fengu hluthafar auk þess greiddan 5% arð af nafnverði bréfanna. Á þessu ári er heimilt að nýta að hámarki um 260.000 kr. kaup á hlutabréfum til lækkunar á tekjuskatti fyrir hjón. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR tSl.ANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Simi 560-8900. FERÐ TIL í tilefni af því að Hlutabréfavísitala VlB hefur nú náð hæsta gildi frá upphafi býður VIB tveimur heppnum hluta- bréfakaupendum til New York. Nöfn þeirra sem kaupa hlutabréf áVÍB á tímabilinu 28. júlí - 31. desember 1995 fara í pott. Dregin verða út tvö nöfn, en vinningurinn er ferð til New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.