Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Lokið við bílageymslur og lóðarf rágang á Völundarlóðinni ÞÁTTASKIL urðu fyrir skömmu í byggingaframkvæmdum á Völ- undarlóðinni svonefndu á horni Klapparstígs og Skúlagötu, er lok- ið var við bílageymslur .þar og garð ofan á þaki þeirra. Bílastæði fyrir 120 bíla eru í bílageymslun- um, það er eitt fyrir hverja íbúð, en bílageymslunum er skipt í tvo hluta með álíka mörgum stæðum í hvorum hluta. Ekið er inn í bílageymslurnar að norðanverðu frá Skúlagötunni sitt hvoru megin við aðal uppgöngu að íbúðunum. Einnig var lokið við að setja upp lyftur í tvö stigahús og gengið frá ýmsum minni háttar lagfæringum, þannig að nú er sam- eignin fullfrágengin. Bílageymslurnar eru nú tilbúnar og fullfrágengnar, það er málaðar með slökkvikerfi, reykræstikerfi Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokM 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 Innlausnardagur 15. ágúst 1995. 1.fiokkur1989: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 873.685 kr. 50.000 kr. 87.368 kr. 5.000 kr. 8.737 kr. 1.f!okkur1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 771.356 kr. • 50.000 kr. 77.136 kr. 5.000 kr. 7.714 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.531.652 kr. 100.000 kr. 153.165 kr. 10.000 kr. 15.317 kr. 2. fíokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.423.707 kr. 100.000 kr. 142.371 kr. ... 10.000 kr. 14.237 kr. 3. f!okkur1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.282.849 kr. 1.000.000 kr. 1.256.570 kr. 100.000 kr. 125.657 kr. 10.000 kr. 12.566 kr. 2. flokkur 1993: . Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.796.376 kr. 1.000.000 kr. 1.159.275 kr. 100.000 kr. 115.928 kr. 10.000 kr. 11.593 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.401.518 kr. 1.000.000 kr. 1.080.304 kr. 100.000 kr. 108.030 kr. 10.000 kr. 10.803 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSo húsnæðisstofnun ríkisins é | flÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REVKIAVÍK • SÍMI 56? 6900 og öllum öryggisbúnaði, sem til þarf. Sérstakt myndavélakerfi verður sett upp til þess að vakta þær. Á þaki bílageymslnanna hefur verið gerður garður með trjáplönt- um og hringtorgi, en innkeyrsla þangað er frá Klapparstíg. Vel staðið að verki — Samvinna milli verktaka og undirverktaka hafa verið mjög góð, sagði Ásmundur Ingvarsson hjá verkfræðistofunni Ferli, sem var eftirlitsaðili með þessum fram- kvæmdum fyrir hönd húsfélagsins. — Verkið hefur gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlun, þrátt fyrir erfiðleika af völdum veðurs á síðasta vetri. Að mínu mati hefur verið staðið að þessu verki með sérstaklega glæsilegum hætti og meira lagt í lóðarfrágang og aðrar fram- kvæmdir en upphaflega var áform- að, þegar fyrst var byrjað á bygg- ingaframkvæmdum á þessari lóð. Það er sameiginlegt húsfélag allra íbúðareigenda á lóðinni, sem stóð að þessum framkvæmdum, en verktaki var Sveinbjörn Sig- urðsson hf. Undirverktakar voru Blikksmiðjan hf, sem sá um loft- ræstilagnir, Rafsýn hf., sem ann- aðist raflagnir og Sveinn Jóhanns- son pípuiagningameistari. Jón Júl- íus Elíasson garðyrkjumeistari sá um lóðarfráganginn ofan á þakinu, en Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt hannaði garðinn. Nú er aðeins eftir að reisa eitt fjölbýlishús á Völundarlóðinni, en það mun standa við Klapparstíg 7. Framkvæmdir eru þegar hafn- ar, en í þessu húsi verða 20 íbúðir og eru nokkrar þeirra þegar seld- ar. Gert er ráð fyrir, að húsið verði steypt upp í vetur og íbúðirnar væntanlega tilbúnar til afhending- ar á miðju næsta ári. ,*, Byggingaraðili er Sveinbjörn Sigurðsson hf. og hefur hann þeg- ar lokið við bflageymslurnar fyrir aHI >se«» sc.»fe , j»mf SOHk. T5S? a -s tgm 3« s? ffifflf BHI ! a 'BS? i i ransl t a H! ¦«¦ 5 PR r ..m-. Á Þ AKI bílageymslnanna er búið að gera garð. Á myndinni eru talið f.v.: Þorsteinn Einarsson, formaður húsfélagsins, Ásmundur Ingvarsson, verkfræðingur og SveinbjörnSveinbjörnsson verktaki. Morgublaðið/Kristinn BÍLASTÆÐI fyrir 120 bíla eru í bílageýmslunum, það er eitt fyTir hverja íbúð, en bílageymslunum er skipt í tvo hluta og eru álíka mörg stæði í hvorum. þessar íbúðir. Hönnuðir þessa fjöl- býlishúss sem annarra húsa á Völ- undarlóðinni eru arkitektarnir Guðni Pálsson og Dagný Helga- dóttir. Miklum áfanga lokið — Það er miklum áfanga lokið með þessum framkvæmdum, en þær hafa kostað um 100 millj. kr., sagði Þorsteinn Einarsson, for- maður húsfélagsins. — Nú höfum við íbúðareigendurnir lokið við allt, sem að okkur snýr og erum búnir að losa okkur út úr gjaldþroti Steintaks hf., sem upphaflega stóð að þessum framkvæmdum. En þetta hefur verið dýrt spaug. Margir af fbúðareigendunum eru búnir að borga fyrir þessar fram- kvæmdir tvisvar sinnum. Þeir borguðu Steintaki fyrir þær upp- haflega og þegar ekki varð af framkvæmdum af þess hálfu, varð að fá aðra til að vinna verkið. Þá þurftu íbúðareigendurnir að borga fyrir framkvæmdirnar aftur. — Sennilega hafa um sjötíu fjöl- skyldur orðið fyrir verulegum fjár- hagslegum skakkaföllum af þess- um sökum eða að meðaltali um 1,5 millj. kr. hver fjölskylda, sagði Þorsteinn ennfremur. — Það má því segja, að gjaldþrot Steintaks á sínum tímá hafi verið meiri háttar félagslegt slys. Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. Landsbanki íslands Bankl alira landsmama § LANDSBRÉFHF. Löggitt veröbréfafyrirtæki. AOili aö Veröbréfaþingi fslands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbrcfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson Ás Ásbyrgi Berg Borgareign Borgir Eignamiðlun Eignasalan Fasteignamarkaður Fasteignamiðlun Fasteignamiðstöðin Fold Framtíðin Gimli Hátún Hóll Hraunhamar Huginn Húsakaup Húsvangur ibúð Kjöreign Laufás Óðal Sef Séreign Skeifan Stakfefl Valhöll Valhús Þingholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.