Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 C 15 FOLD FASTEIGNASALA SKIPTASKRA FOLDAR Eignaskipti eru einföld og fljótleg leið til að eignast draumaíbúðina. Fold er með sérstaka skiptaskrá þar sem skráðar eru eignir aðila sem vilja skipti á ódýrari eða dýrari eignum. Hafðu samband og skráðu eignina á listann og við sjáum um afganginn. Hafðu samband - það borgar sig. Atvinnuhúsnæði Hringbraut 1824 Sérl. falleg 62 fm íb. [ snyrtil. fjölb. Rúmg. stofa. Suðursv. Nýjar lagnir. Nýtt gler. Aukaherb. í risi m. aðg. að snyrtingu. Upp- lagt til útleigu. Verð 5,6 millj. Álfholt_______________________NÝ Rúmg. 2ja herb. íb. á 4. hæð I snyrtil. fjölb. á góðum stað I Hafnarf. Mjög gott útsýni. Verð 6,5 millj. Áhv. hagst. langtlán. Álfaskeið 1517 Góð ca 51 fm íb. í nýviðg. fjölb. Flísar. Suðvestursv. Áhv. ca 3,0 millj. byggsj. o.fl. Verð 5,3 millj. Austurbrún 1614 2ja herb. íb. á 8. hæð í fjölb. Glæsil. útsýni yfir alla borgina. Húsvörður. Örstutt I versl. og þjón. Verð 4,9 millj. Staðarhvammur 1708 2ja herb. íb. á 2. hæð i nýl. húsi. Suður- svalir. Glerskáli. Þvherb. i íb. Áhv. ca 5,1 milij. byggsj. Verð 7,9 millj. Flyðrugrandi 1710 Ca 68 fm íb. á 3. hæð. Vestursvalir. Eik- arparket. Mögul. á aukaherb. Sauna. Hús nýviðg. Áhv. 3,1 millj. Verð 6,7 millj. Krummahólar ra NÝ Opið hús í kvöld kl. 20-22 Ca 55 fm 2ja herb. íb. á 3. hæð. Sam- eiglnl. þvhús á hæðinni. Svalír i norður. Mikið útsýni. Áhv. 2,7 millj. Verð 4,6 millj. Austurberg - laus 1161 Mjög góð 58 fm íb. á 4. hæð. Rúmg. stofa og gott svefnherb. Nýl. gólfefni. Hús og sameign nýl. viðg. Fallegt útsýni af svöl- um. Áhv. 1,2 millj. byggsj. Verð 4.950 þús. Blikahóiar 1206 Björt og rúmg. og nýmál. 54 fm íb. á 3. hæð. Stórar svalir í suður. Snyrtil. sam- eign. Hús nýviðg. að utan. Verð 4.950 þús. Þverholt 1747 Sérstakl. falleg og mikið endurn. 66 fm ib. á 2. hæð i hjarta borgarinnar. Parket. Góð- ar innr. Verð 6,9 millj. Áhv. 5.150 þús. Mism. aðeins 1.750 þús. sem greiða má á 12 mán. Asparfell 1689 Mjög góð og vel skipul. 65 fm íb. í góðu lyftuh. Sérinng. af svölum. Góðar suðursv. Ahv. byggsj. o.fl. 3,0 millj. Verð 5,2 millj. Jöklafold 1702 Mjög falleg ca 58 fm ib. á 3. hæð í litlu fjölb. Gott herb. og rúmg. stofa m. vestursv. Fal- leg innr. Fallegur garður m. leiktækjum. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Verð 5.550 þús. Hringbraut 1737 Falleg og björt 63 fm íb. á 3. hæð í nýl. fjölb. Vandaðar Mahogny-innr. í stofu og ný vönduð eldhinnr. Merbau-parket. Áhv. 3,2 millj. byggsj. Þessa íb. verður þú að skoða. Verð 5,8 millj. Kleppsvegur 1757______________NÝ Björt og rúmg. 65 fm íb. á þessum vinsæla stað. Ný gólfefni. Þvherb. í íb. Suðursv. Verð 5,5 millj. Bergþórugata - góð kaup NÝ Falleg vel skipul. en ósamþ. einstaklíb. á jarðh. Fallegar eldhinnr. Parket. Þessa verður þú að skoða. Verð aðeins 1,8 millj. 1733 Bergþórugata 1307 Falleg nýuppg. ca 48 fm kj./jarðh.íb. í tvíb. Ný teppi, nýir gluggar og gler. Bakgarður. Skotspölur frá miðbænum. Verð litlar 4,6 millj. Grettisgata 1831 2ja herb. íb. á jarðh. Nýl. eldhinnr. Tengt fyrir þvottavél. Verð 2,9 millj. Hlíðarvegur 1828_____________NÝ Falleg ca 60 fm íb. I þríbhúsi. Sérinng., rúmg. eldh. m. borðkrók. Parket á gólfum. Rói. hverfi. Góð staðsetn. Verð 5,2 millj. Áhv. 2,9 millj. Rekagrandi - byggsj. - laus 1816 Sérstakl. falleg, björt og vel skipul. 67 fm íb. í góðu stigahúsi. Falleg eldhinnr., park- et, suð-vesturverönd. Verð 5,9 millj. Boðagrandi - byggsj. - laus 1654_________________________ NÝ Góð 47 fm íb. á 3. hæð á þessum vinsæla stað. Rúmg. stofa, suðursv., fallegur garð- ur. Áhv. 1,4 millj. byggsj. Einarsnes 1792_________________NÝ Ca 55 fm risib. á Stóra-Skerjaf. Þarfn. lítil- legar lagf. Rúmg. og björt. Nýtt eldh. og parket. Góð staðsetn. Verð 4,6 millj. Áhv. þyggsj. Laugarvegur 1850 NÝ Björt og falleg ca. 56 fm. íb. á 3. hæð í steinhúsi. Nýtt gler og gluggar. Nýtt þak, svalir, góð sameign. Verð 4.950 þús. I smíðum Þinghólsbraut 1238 Ca 87 fm íb. á neðri hæð í fallegu húsi á fráb. stað í Kóp. Húsið afh. til innr. að inn- an og fullb. að utan. Fallegur gróinn garð- ur. Aðaltún 1661 Ca 185 fm raðh. á skemmtil. stað i Mos- fbæ. Afh. tilb. til innr. að innan og fullb. að utan. Reyrengi 1507 Fokh. ca 164 fm enda- og milliraðh. m. bíl- sk. Verð frá 7,3 millj. Einnig er hægt að fá húsin afh. á öðrum byggstigum. Teikn. á skrifst. Lyngrimi 1667 Gott ca 197 fm parh. ásamt innb. bilsk. Húsið er fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 8,7 millj. Smárarimi 1841 NÝ Ca 190 fm einbhús á fráb. stað í Grafarv. Mikið útsýni. Selst fullb. að utan, fokh. að innan og með grófj. lóð. Teikn. á skrif- st. Höfðabakki 1150 í góðu húsi eru 2. og 3. hæð rúmir 800 fm lausir. Hentar vel fyrir skrifst. eða þjónfyrir- tæki. Góðir greiðsluskilmálar. SkÍphOltl752 Fráb. staðsetn. Mjög gott og bjart ca 230 fm húsnæði á jarðhæð. Húsn. skiptist i 3 hluta. Er m. stórum innkdyrum og góðri Igfthæð. Ármúli - versl.- og skrifst. húsnæði 1284 Vorum að fá í sölu á besta stað v. Ármúl- ann ca 930 fm húsnæði. Húsið skiptist í 200 fm verslun og 230 fm skrifst. og 500 fm lager. Uppl. á skrifst. Hólmgarður 1285 Gott ca 325 fm vel staðsett húsnæði sem hentar vel fyrir margs konar iðnað, verslun eða skrifst. Byggréttur. Uppl. veittar á skrifst. Sprunguviðgerðir - hagkvæmni í VIÐSKIPTABLAÐI Mbl. þann 1. júní sl. birtist viðtal við mig undir fyrirsögninni „Steypa og sprungur“. Tilsvör mín þar um við- tökur verktaka, meðal annarra, á niðurstöðum rannsókna á sprungum og viðgerðaraðferðum hafa orðið tilefni til svargreinar sem birtist í Mbl. þann 3. júní und- ir yfirskriftinni „Að hengja verktaka fyrir sérfræðing". Höfundur greinarinnar er Guð- mundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Hjá sam- tökunum er til viðgerðadeild, en aðild að henni fá einungis verktakar sem hafa öðlast vissa viðurkenningu til viðgerða á húsum. í skrifum Guðmundar kemur víða fram mikill misskilningur og auk þess er þar vegið að starfsheiðri minum, þar sem mér eru greinilega ætluð vinnubrögð sem ég afneita með öllu að hafa við. Ég sé mig einkum þess vegna knúinn til að koma á framfæri greinargerð til þess að leiðrétta misskilning og árétta mikilvægi málsins. Af illviðráðanlegum ástæðum gat svargrein þessi ekki verið tilbúin fyrr. Þar eð nokkuð langt er um liðið ætla ég að sleppa því að tí- unda athugasemdir í smáatriðum um þá fímm liði sem Guðmundur setti fram. Heldur mun ég fjalla um málið á jákvæðum nótum, enda viturlegast að samstarf hinna ýmsu aðila sé gott og upplýsingastreymi faglegt, sérstaklega þar sem við- fangsefnið er ekki að öllu leyti ein- falt tæknilega séð. Einhiítar niðurstöður Ofannefnt viðtal við mig fjallaði aðallega um tvö aðgreind rannsókn- arefni: annars vegar um notkun vatnsfælna til að þétta sprungur gegn upptöku vatns og leka, og hins vegar um noktun tiltölulega rakaþéttra málningarhúða á steypta húsveggi að utan. Niðurstöður viðvíkjandi vatnsfæl- um á sprungur eru einhlítar og hafa verið birtar sem leiðbeiningar í tengslum við sprunguviðgerðir og yfirborðsfrágang í Rb-blöðum nr. Rb Vuö.OOl til 003 (júní 1992) og Rb Eq4.014 (apríl 1994), sem og í Verkýsinga- banka Rb (Iðngrein 06), sem kom út í júlí 1993. Skv. niðurstöð- unum er einföld úðun eða penslun vatnsfælu á sprungur, þar sem við á, í flestum tilvikum öruggari leið til þétt- ingar en sú að saga upp og fylla, og jafnframt er hún margfalt ódýr- ari. Þetta var í raun meginboðskapur við- talsins. I hinu viðfangsefn- inu, um málningarhúðir, liggja fyrir jákvæðar niðurstöður mælinga á ósprungnum tilraunasteinum úr steypu, sem verið hafa bæði úti í verðrunar-stöðvum og í sérstökum úða-þurrk-tækjum á rannsókna- stofu. Þessar niðurstöður þarf að sannreyna á venjulegum steinhús- um, m.a. þar sem sprungur koma fyrir, með því að rannsaka hvort óhætt sé að nota tiltölulega raka- þéttar, þykkar, sterkar og teygjan- legar málningarhúðir án þess að eiga á hættu uppsöfnun raka í veggjum. Hjá Rb hefur til þessa reyndar verið varað við notkun yfirborðs- efna af þessu tagi, sbr. m.a. fyrr- nefnd Rb-blöð Rb Vu6.001 til 003. Sú afstaða verður hins vegar end- urskoðuð í ljósi væntanlegra niður- staðna, þar sem m.a. verður tekið tillit til áhrifa sprungna. Frekari rannsóknir eru einmitt nú að hefj- ast með viðamiklu verkefni sem styrkt er af Rannsóknaráði og Hús- næðisstofnun. Könnun á ótbreiðslu sprungna En nánar um virkni vatnsfælna á sprungur til að hindra upptöku vatns og leka. í framangreindu Rb-blaði nr. Rb Eq4.014 er birt línu- rit yfir þéttigetu vatnsfælna eftir sprunguvíddum og vindálagi í slag- regni (sjá mynd). I ályktun í blaðinu segir m.a. „að vatnsfælur einar sér ættu við flestar aðstæður að duga mjög vel til þess að þétta gegn slag- regni sprungur sem eru þrengri en 0,15 til 0,2 mm. Fari víddin mikið yfir 0,2 mm eða svo er hins vegar útlit fyrir að gagnsemi vatnsfælna Rögnvaldur S. Gíslason Verði óþarfri sögun og fyilingu á sprungum hætt, munu styrkir op- inberra sjóða fram að þessu til sprungurann- sóknanna skila sér til baka sem sparnaðurtil húseigenda á einu sumri, segir Rögnvald- ur S. Gíslason minnki verulega gagnvart slag- regnsálagi." Síðan Rb-blað þetta kom út hefur verið gerð könnun á útbreiðslu sprungna eftir víddum þeirra í steinhúsum almennt. Niðurstöðurn- ar eru á þá lund að einungis í fáein- um prósentum tilvika virðast sprungur vera svo víðar að vatns- fælur einar saman dugi ekki til að þétta þær. Þetta þýðir að einföld notkun vatnsfælna ætti að vera ríkj- andi aðferð við sprunguþéttingar með tilsvarandi sparnaði fyrir hús- eigendur, en árlegur kostnaður við sprunguviðgerðir nemur háum upp- hæðum í heild. Ég leyfi mér að halda því fram að verði óþarfri sögun og fyllingu á sprungum hætt, muni styrkir opinberra sjóða fram að þessu til sprungurannsóknanna skila sér margfalt til baka sem sparnaður til húseigenda á einu sumri. Slíkt mætti líta á eitt sér sem ásættanleg- an árangur af rannsóknum. Oft virðist vera látið undir höfuð leggjast að mæla víddir sprungna áður en tekin er ákvörðun um að- ferð til viðgerðar, enda þótt það sé ofureinfalt og fljótlegt. í flestum tilvikum má notast við gott stækk- unargler og fínt kvarðaða reglu- stiku. Mikilvægt er að mæla víddir sprungna í steininum sjálfum, en þar eru þær oft mun þrengri en í málningarhúðinni, þ.e. sé sprungni flöturinn málaður. Ósanngjarnar aðdróttanir Eftir að hafa nú reynt að skýra að nokkru leyti tæknihlið málsins, ÞÉTTIGETA vatnsfælna eftir sprunguvíddum og vindálagi horn- rétt á sprunginn flöt í slagregni. Vatn kemst ekki inn í sprungu við vindhraða og sprunguvíddir sem liggja undir beltinu eða vinstra megin við það. má ég til með að bera blak af mér að því er ósanngjörnum aðdróttun- um viðvíkur. í grein Guðmundar stendur m.a. orðrétt: „Það sem Rögnvaldur ráð- lagði verktökum fyrir örfáum árum er ógilt í dag“. Ég hef látið hugann reika langt aftur í tímann án þess að átta mig á hvað hér er verið að fara. Mér finnst orðalag þetta, og það sem með setningunni stendur i greininni, vera í stíl aðdróttana um að ég sé sjálfum mér ósamkvæmur í miðlun á niðurstöðum þeirra rann- sókna sem ég fæst við í starfi mínu. Ollu slíku mótmæli ég, og ekki trúi ég að átt sé við, að ekki skuli koma á framfæri niðurstöðum rannsókna sem hafa í för með sér tækniþróun og aukna hagkvæmni. Þá skrifar Guðmundur: „Það er viðurkennd aðferð raunvísinda að sannreyna niðurstöður áður en þær eru kynntar sem viðurkenndar að- ferðir". Um þetta er ég honum hjartanlega sammála, og ég yrði síðastur manna til þess að brjóta þá gullnu vinnureglu sem felst í orðum hans. Því þykir mér slæmt að ekki verði annað ráðið af umfjöll- un Guðmundar en að hann álíti að ég og samstarfsmenn mínir höfum farið leiðir sem eru andstæðar þess- ari vinnureglu. Af samhenginu er ljóst að þessar ályktanir Guðmundar stafa af því að hann blandar saman óskyldum niðurstöðum fyrrgreindra tveggja rannsóknarefna, sem fjallað er um á aðskilinn hátt í umræddu viðtali. Niðurstöðurnar um virkni vatns- fælna eftir víddum sprungna eru fyrir löngu sannreyndar og kynnt- ar, en hins vegar hafa niðurstöðum- ar um tiltölulega rakaþéttar máln- ingarhúðir alls ekki verið „kynntar sem viðurkenndar aðferðir", eins og af framansögðu má ráða. Að lokum legg ég áherslu á það mat mitt, sem fram kemur í viðtal- inu í Morgunblaðinu, að sú rækilega kynning sem farið hefur fram á ofangreindum niðurstöðum um vatnsfælur, hafí í raun borið dapur- lega lítinn árangur með tilliti til þess hvernig húseigendur, ráðgjaf- ar og verktakar hafa nýtt sér upp- lýsingarnar til þess að lækka við- gerðarkostnað. Höfundur er efnaverkfræðingur og verkefnisstjóri ýmissa rann- sókna hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.