Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 2
h v i appr'i'^HDA ar ímotífiii.r-Uftd 2 D ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 híha Tín/TínqoM MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR DYRUSTU LEIKMENN EVROPU Knattspyrnuleikmenn sem gengið hafa kaupum og sölum í sumar (milljónir króna) 1. STAN COLLYMORE (Enskur) Nottingham /Liuerpool 2. ROBERTO BAGGIO (ítalskur) Juventus /AC Milan 3. DENNIS BERGKAMP (Hollenskur) Inter Milan /Arsenal 4. PAUL INCE (Enskur) Manchester United /Inter Milan 5. LES FERDINAND (Enskur) QPR /Newcastle 6. NICK BARMBY (Enskur) Tottenham /Middlesbrough 7. CHRISTO STOITCHKOV (Búlgarskur) FC Barcelona /Parma 8. FABIO CANNAVARO (Italskur) Napoli /Parma 9. DAVID PLATT (Enskur) Sampdoria /Arsenal 10. ROBERTO CARLOS (Brasilískur) Palmeiras /Inter Milan 11. PAUL GASCOIGNE (Enskur) Lazio/Glasgow Rangers 12. CHRIS ARMSTRONG (Enskur) Crystal Palace /Tottenham 464 Athygli vekurað óþekktur leikmaður, Cannavaro (nr.8), erá listanum. 495 | 477 468 ■ SVEINN Sæmundsson var end- urkjörinn formaður Skotsambands íslands á ársþingi sambandsins á Akureyri um helgina. Aðrir í stjórn, sem einnig voru endurkjörnir, eru Axel Sölvason, Auðunn Snorrason, Jónas Hafsteinsson, nýr í stjórn er Jón S. Ólason. ■ GUÐMUNDUR A. Jónsson, sem varði mark handknattleiksliðs IH sl. keppnistímabil, er genginn til liðs við 1. deildarliðs KA og mun taka stöðu Sigmars Þrastar Oskarssonar, sem er kominn á ný til ÍBV. ■ ÞORVALDUR Þorvaldsson, línumaður hjá KA, er farinn til Dan- merkur, þar sem hann mun leika með 2. deildarliðinu Frederica. Ann- ar Akureyringur leikur einnig í Danmörku — Rúnar Sigtryggsson, sem lék með Víkingi sl. keppnistíma- bil, er leikmaður með 1. deildarliðinu Bjerringbro. ■ DAVIS James, markvörður Liverpool er meiddur og þá meidd- ist varamarkvörðurinn Michael Stensgárd fyrir helgina. Ray Evans, ÍÞfémR FOLK framkvæmdastjóri Liverpool, hefur hug á að kaupa Stephen Pears frá Middlesbrough til að hlaupa í skarð- ið. ■ AÐEINS 40.149 áhorfendur sáu leik Everton og Blackburn á Wembley á sunnudaginn. Það er minnsti áhorfendafjöldi á leik um Góðgjörðarskjöldinn í 21 ár. ■ HELGI Sigurðsson mun leika í peysu nr. 20 með Stuttgart-liðinu í vetur. ■ VÍKINGAR mæta Hapoel Ra- mat-Gan frá ísrael f' Evrópukeppn- inni í borðtennis. Lið Víkings er skipað Guðmundi E. Stephensen, Peter Nilsson, Svíþjóð, Hu Dao Ben, Kína, Ingólfi Ingólfssyni, Kristjáni Jónssyni, Birni Jónssyni og Bjarna Bjarnasyni. ■ ltlK Smits, körfuboltakappi úr Indiana Pacers í NBA deildinni, endaði á spítala með heilahristing þegar hann kastaðist af fjórhjóli sínu þegar hann ók um landareign sína en fékk að fara heim daginn eftir. Hann var með hjálm. ■ PAUL van Himst, landsliðsþjálf- ari Belgíu og fyrrum leikmaður með Anderlecht, var fyrir helgina kosinn „Knattspyrnumaður allra tíma í Belgíu“ — fékk 1.403 atkvæði, í öðru sæti kom Jan Ceulemans með 1.130 atkvæði. ■ ÞORVALDUR Örlygsson var útnefndur „maður leiksins" í leik Stoke og Reading á laugardaginn í blaðinu The Sun og sagt var að Stoke þyrfti á kröfum hans að halda. ■ SVIAR sigruðu Þjóðverja 26:22 í úrslitaleik í handknattleiksmóti sem haldið er í Atlanta — einskonar upp- hitunarmót fyrir ÓL á næsta ári. UTKALL Stór stund er að renna upp hjá knattspyrnuunnendum — landsleikur gegn Svisslending- um er framundan. íslenska landsliðið í knattspymu, sem er móðurskip íslenskra íþrótta, hef- ur staðið sig mjög vel á árinu, leikið fjóra landsleiki án þess að tapa. Menn hafa ekki gleymt frækilegri framgöngu landsliðs- mannanna gegn Svíum í Stokkhólmi, 1:1, og sigrinum, 2:1, gegn Ungveijum á Laugar- dalsvellinum, sem kom í kjölfarið. Álmenning- ur hefur ávallt gert miklar kröfur til lands- liðsins — krafist sigurgegn mörg- um af sterkustu knattspyrnuþjóð- um heims. Þegar vel hefur geng- ið hafa- knattspyrnuunnendur fengið ósk sína uppfyllta, eins og t.d. þegar Spánveijar vom lagðir að velli, 2:0, á eftirminnilegan hátt á Laugardalsvellinum. ís- lenska landsliðið undir stjóm Ás- geirs Elíassonar getur staðið hvaða landsliði heims snúning. Liðsheildin er aðall liðsins — í lið- inu em leikmenn sem hafa metn- að, þor og getu til að glíma við erfið verkefni, eins og leikinn gegn Svisslendingum. Þá ganga menn til verks vitandi þess, að þeir verða að standa sína vakt í níutíu mínútur, til þess að það heppnast verða þeir að einbeita sér vel að verkefninu. ' Mikið er í húfi — Ásgeir og strákamir hans hafa sett sér það markmið að ná meira en fimmtíu prósent út úr riðlakeppninni. Til að færast nær því markmiði verð- ur sigur að vinnast gegn Sviss. Almenningur getur hjálpað _ og hann verður því að svara „ÚT- KALLI“ landsliðsmannanna, mæta á völlinnl, styðja við bakið á þeim og hvetja þá til dáða, þannig að þeir vita að þeir standa ekki einir þegar á hólminn er komið. Strákamir hafa verð- skuldað að fá góðan stuðning. Landslidsmenn von- ast eftir góðum stuðn- ingu áhorfenda Það verður án efa geysileg stemmning á Laugardalsvellinum annað kvöld kl. 21, þegar leikur- inn fer fram í flóðljósum. Hingað til lands koma yfir þúsund stuðn- ingsmenn Svisslendinga, til að hvetja sína menn til dáða. Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins, segir að koma hinna fjölmörgu áhorfenda frá Sviss eigi eftir að setja mjög skemmtilegan svip á leikinn og bætti við: „Það verður örugglega gaman fyrir okkur strákana að leika á Laugardals- vellinum, þegar tvær fylkingar mætast einnig á áhorfendapöll- unum — stemmingin verður ör- ugglega geysileg. Eg vona að ís- lenskir áhorfendur verði einnig klárir í slaginn, eins og við leik- mennimir," sagði fyrirliðinn. Það er ekki annað hægt en taka und- ir orð hans: Allir á völlinn! Sigmundur Ó. Steinarsson Hvernig leist dómaranum AGLIMÁ MARKÚSSYIUI á hasarínn ÍHafnarfírði? Verðurað halda ró sinni EGILL MÁR Markússon, 30 ára Reykvíkingur og knattspyrnu- dómari var sannarlega í eldlínunni á laugardaginn. Hann dæmdi leik FH og ÍA, þar sem knattspyrnumönnum hitnaði mjög svo í hamsi. Lá við slagsmálum í lokin í hita leiksins. Egill er flugum- ferðarstjóri að atvinnu og býr á Seltjarnarnesi ásamt sambýlis- konu sinni, Fanney Pétursdóttir. Þau eiga tvö börn, Jason fimm ára og Sunnu, sem er rétt mánaðargömul. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Rólegur flugumferðarstjóri Egill Már Markússon er knattspyrnudómari, en aðalstarf hans er flugumferðarstjórn. Hann spilaðl á árum áður knatt- spyrnu með Gróttu í fjórðu deild í fjögur ár. Egill hefur verið dómari í 10 ár, bæði í handbolta og fótbolta. Hann æfði áður knattspymu með Gróttu og spilaði í Eftir fjögur ár í fjórðu Gunnlaug deild. Vegna starfs Rögnvaldsson síns sem flugum- ferðarstjóri varð hann hinsvegar að draga sig í hlé. En til að viðhalda knattspymuá- huganum ákvað hann að gerast dómari. Smám saman óx honum ásmeginn við dómgæsluna og hann dæmir nú fyrstu deildar leiki af kappi. En er eitthvað svipað að stjórna flugumferð og 22 knatt- spyrnumönnum, sem ekki vilja tapa? „I báðum störfum verð ég að halda ró minni og einbeitingu, sama á hveiju gengur. Púlsinn slær stundum hraðar í knattspymunni, þegar spennan er sem mest. Eg verð hinsvegar að vera rólegur þegar aðrir æsa sig. Þá reynir á hæfni í mannlegum samskiptum. Það þarf að fara eftir settum regl- um og ég þarf í báðum tilfellum að stjórna mönnum ef röggsemi, flugmönnum á flugi og knatt- spyrnumönnum á velli. Það eru ekki allir alltaf sáttir, en málið er að gera hlutina rétt, eftir reglum og túlka þær miðað við aðstæður hveru sinni.“ Varstu ánægður með eigin frammistöðu í ieik FH og ÍA? „Ég er aldrei alveg 100% ánægð- ur eftir leiki. Ég fer oft yfir leiki í huganum að þeim loknum og spjalla við aðra dómara um einstök atvik. Skoða einnig leiki í sjónvarp- inu. Maður getur alltaf gert betur, alveg eins og knattspyrnumennim- ir sjálfir. Stundum ganga leikir vel fyrir sig, en það er kominn mikil spenna í leikmenn. Sérstaklega þá sem beijast á botninum og hún á eftir að aukast í næstu leikjum. Þá nöldra menn meira og eru með óþarfa aðfinnslur. Stundum hefur það hvarflað að manni að gefast upp, þegar heim er komið eftir erfiða leiki, en áhuginn er bara svo mikill á knáttspyrnunni. En stund- um væri gott að fá frið til að dæma leiki, í stað þess að hlusta á nöldur." Eru einstakir leikmenn eitthvað erfíðari en aðrir? „Ekki vil ég segja það. En sum- ir leikmenn taka þig strax í sátt sem dómara, á meðan aðrir mynda sér strax þá skoðun á þú sért ómögulegur. Slíku er erfitt að breyta. Kollegi minn lenti í því í miðjum kappleik að vera minntur á atvik sem hann dæmdi brot á fyrir tíu árum. Menn gleyma greinilega ekki fljótt í knattspyrnunni. Mér hefur ekki fundist háttvísi hafa aukist í knattspyrnunni, eins og knattspyrnuforystan stefndi að. Okkar dómara er að leggja línurn- ar, en menn spila af meiri hörku núna, af hvert stig skiptir núna. Þá er eitthvað um leikaraskap í leikmönnum, sem við verðum að gæta okkur á. Því miður er það orðið of algengt í íslenskum bolta.“ Margir áhorfendur kvarta yfir því hve rangstaða er oft dæmd á Ieikmenn? \ „Já, oft áttar fólk sig ekki á reglunum. En við dómarar og línu- verðir þurfum líka að vera betur vakandi, þar sem áherslubreyting hefur orðið varðandi hvenær á að dæma rangstöðu. Ekki á að dæma rangstöðu á mann sem hefur ekki bein áhrif á leikinn. Margir eru of fljótir að rífa upp flaggið. Þetta þarf að laga.“ Er eitthvað vandræðalegt að gefa tvö rauð spjöld í sama leik? „Nei. Auðvitað er leiðinlegt að þurfa að standa í því. Best er ef hægt er að dæma þannig að leikur hlaupi ekki upp. En það þarf ekki alltaf mikið til. Leikmenn eru fljót- ir upp. Við höfum ekki langan tíma til að ákvarða hvort rauð eða gul spjöld eru við hæfi. Vissulega eru menn tregari að gefa rautt." Áttu þér einhvern draumaleik til að dæma? „Það væri gaman að fá að glíma við bikarúrslitaleik. Þá er spenn- andi að stefna á að verða alþjóða- dómari. Verkefnin eru endalaus. Persónulega finnst mér að mennt- un dómara sem eru að byija dæma fyrstu deildar leiki mætti vera meiri. Svo þurfum við stöðugt að vera bæta við okkur þekkingu. Gæði dómgæslu hérlendis tel ég nokkuð góða, þó hún mætti vera jafnari. En það þarf líka að skapa okkur jákvætt umhverfi, svo við höfum frið til að sinna okkar starfi," sagði Egill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.