Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 4
4 D ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Heimir á hættusvæði GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari KR, tók ekki áhættu á að tefla Heirai Guðjónssjrai fram í leikn- um gegn Fram. Astæðan fyrir því er að Heimir er kominn með sjð gul spjöld á keppnis- tímabilinu — ef hann fær það áttunda, fer hann í tveggja leikja bann. Guðjón tók því enga áhættu — að missa Heim- ir í bann þegar bikarúrslitaleik- urinn gegn Fram fer fram 27. ágúst. Tveir leikmenn KR tóku út leikbann — Brynjar Gunnars- son og Mihajlo Bibercic. Kristján spymti knett- inum upp í áhorfenda- stæði KR-ingar áttu ekki í vandræð- um með að leggja Framara að velli, 1:4, á Laugardalsvellinum í leik sem þeir réðu og hefði sigur þeirra hæglega getað orðið stærri. KR-ingar voru fremri leikmönnum Fram i öll- um þáttum knattspyrnunnar — fljótir, ákveðnir og léku mátt- litla Framara oft grátt. að var strax ljóst að leikurinn yrði mikill baráttuieikur, fijót- lega náðu KR-ingar góðum tökum á leiknum, voru fijótari og grimmari á knöttinn; skildu leikmenn Fram eftir hvað eftir annað. Sóknarlotur þeirra voru beittar og kom Birkir Kristinsson, markvörður Fram, í veg fyrir að KR-ingar skor- uðu fleirri mörk. KR-ingar, sem léku sinn besta leik á keppnistíma- bilinu, létu knöttinn ganga vel manna á milli og voru vel útfærðar sóknarlotur þeirra hættulegar. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar KRISTJÁN Flnnbogason, markvörður KR, var ekki langt frá því að verja vítaspyrnu Ríkharðs Daðasonar. Eftir að hann sá á eftir knettinum hafna í netinu, varð hann reið- ur — tók knöttinn og spyrnti honum upp í áhorfendastæði. Bragi Bergmann, dómari leiks- ins, sýndi honum gula spjaldið fyrir framkomuna. Kristján lagði upp mark KRISTJÁN Finnbogason lagði upp fjórða mark KR-inga, þeg- ar hann tók markspyrnu á 86 mín. — spyrnti knettinum langt fram á vallarhelming Fram- ara, þar sem knötturinn hopp- aði þrisvar áður en Einar Þór Daníelsson spyrnti honum fram þjá Birki Kristinssyni, markverði Fram, 1:4. Guðjón skammaði Óskar GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari KR, var ekki ánægður með „þátt“ Óskars Þorvaldssonar, þegar hann lét reka sig af leik- velli fyrir að ýta á brjóstkass- ann á tveimur leikmönnum Fram — fyrst braut hann á Rikharði Daðasyni og ýtti hon- um, þannig að hann féíl við. Síðan ýtti hann á bijóstkassa Péturs Marteinssonar, eftir að Pétur sagði sitt álit. Guðjón tók á móti Óskari við hliðarlínuna og sagði honum að koma sér fljótt í sturtu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari KR, var ekki ánægður þegar Óskar Þorvaldsson lét reka sig af leikvelli — skipaði honum að fara strax í sturtu. ASMUNDUR Haraldsson skorar fyrsta mark KR-inga — sendir knöttinn framhjá Birki Kristins- syni, landsliðsmarkverði úr Fram. Framarar voru hreinlega teknir í kennslustund og það var ótrúlegt að sjá til leikmanna Framliðsins, sem margir hveijir hafa leikið fjöl- mörg ár í 1. deild og með lands- liði. Framarar leika með þijá menn í fremstu víglínu, sem er nokkuð einkennilegt, því að miðvallarspil liðsins er dapurt. Af sóknarleik- mönnunum þremur, sáust tveir þeirra varla — Atli Einarsson og Þorbjörn Atli Sveinsson, sá þriðji, Ríkharður Daðason, var mistækur. Varnarleikur Fram er ekki nægi- lega yfirvegaður, sem sést á því að öll mörk KR-inga koma eftir vam- armistök. Birkir Kristinsson, lands- liðsmarkvörður, hefur þui'ft að hirða knöttinn tíu sinnum úr netinu hjá sér í síðustu þremur leikjum Framara, sem hafa aðeins skorað tvö mörk í leikjunum. Það er ekk- ert nema kraftaverk sem getur bjargað Fram frá falli. Varamennirnir voru hetjur Leiftur Þeir Gunnar Már Másson og Matt- hías Sigvaldason komu inná sem varamenn hjá Leiftri gegn ■■■■■i Grindavíkingum á Reynir B. Ólafsfírði og þökk- Eiríksson ugu fynr sig með því að skora sitt hvort Ólafsfirði mark;ð tryggðu sínu liði sínu sigur, 3:1. „Eg er mjög ánægður með stigin þijú í leiknum ein ekki eins ánægður með leik okkar framan af í leiknum. En okkur tókst að hrista af okkur slyðruorðið og vinna góðan sigur. Staða okkar í deildinni er góð og erum við ákveðn- ir að gefa hvergi eftir í baráttunni, þrátt fyrir að fyrsta sætið sé víst ekki lengur í boði“, sagði Þorvaldur Jónsson, markvörður Leiftur. Leikurinn fór fremur rólega af stað en bæði lið fengu þó ágæt færi í upphafi. Leiftur var öllu meira með boltann og spilaði vei úti á vellinum en gekk ekki vel að bijótast í gegnum vörn Grindavíkur. Leiftur átti þó tvö þokkaleg færi en Albert markvörður Grindavíkur varði vel frá Ragnari og ekki tókst að koma knettinum rétta boðleið í hinu færinu. Gestirnir áttu mjög hættulegar sóknir og fengu þeir þrjú hættuleg tækifæri í hálf- leiknum en Þorvaldur varði vel skot frá Grétari Einarssyni og Guðjóni Ásmundssyni og eitt skot fór rétt framhjá. Þrátt fyrir að markið lægi í loftinu hafði ekkert mark verið skor- að þegar flautað var til hálfleiks. Meiri kraftur var í leik liðanna í seinni hálfleik og á 62. mínútu varð fyrsta mark leiksins staðreynd þegar Olafur Ingólfsson kom gestunum yf- ir. Eftir markið sóttu heimamenn grimmt og uppskáru jöfnunarmarkið átta mínútum síðar og var það Sverr- ir Sverrisson sem skorað með góðu skoti. Leiftursmenn höfðu áfram und- irtökin og skoruðu þeir sitt annað mark á 79. mínútu er Gunnar Már Másson skallaði í netið, en Gunnar hafði komið inná sem varamaður litlu áður. Eftir markið sóttu Grindvíking- ar mun meira, en tókst ekki vel að skapa sér umtalsverð færi fyrr en flórum mínútum fyrir Ieikslok þegar Þorsteinn Jónsson komst einn innfyr- ir vörn Leifturs en Þorvaldur mark- vörður Leifturs varði gott skot hans glæsilega og er óhætt að segja að þar hafi hurð skollið nærri hælum. Leiftur átti hinsvegar góða skyndi- sókn á síðustu mínútu leiksins sem endaði með því að Matthías Sigvalda- son innsiglaði sigur þeirra með góðu skoti. Matthías var nýkominn' inná sem varamaður er hann skoraði. Leikurinn var jafn framanaf en Grindvíkingar áttu þó hættulegri færi í fyrri hálfleik, en í þeim síðari voru heimamenn sterkari og uppsk- áru góðan sigur. Þorvaldur Jónsson átti mjög góðan leik í marki Leifturs og varði oft meistaralega þá áttu þeir Nebojsa Soravic og Júlíus Tryggvason góðan leik í vörninni og á miðjunni var Gunnar Oddsson sterkur.Hjá Grindavík áttu þeir nafn- arnir Ólafur Örn Bjarnason og Ólafur Ingólfsson ágætan leik. Oa «fl Ólafur Bjamason lék upp miójuna og sendi laglega send- ■ I ingu innfyrir vörn Leifturs, á Olaf Bjarnason sem iék áfram og skoraði með þrumuskoti rétt innan teigs á 62. mínútu. 1a 4| Pétur Bjöm Jónsson fékk knöttinn hægra megin inn í teig, ■ | á 70. mínútu, sendi fyrir á Sverri Sverrisson, sem skoraði úr þröngu færi rétt utan markteigs. 2b afl Jón Þór Andrésson fékk knöttinn á hægri kanti og sendi ■ I háa sendingu (79. mín.) fyrir markið þar sem Gunnar Már Másson kom aðvífandi og sneiddi knöttinn laglega í netið með skalia. Á 90. mínútu sendi Páll Guðmundsson knöttinn fyrir frá hægri á Matthías Sigvaldason sem skoraði með góðu skoti. 0:1 Eftir vamarmistök Framara á 14. mín. hrökk knötturínn til Ásmundar Haraldssonar, sem var auöum sjó fyrir framan mark Fram og sendi knöttinn framhjá Birki Kristinssyni. 0BODaði Dervis brunaði ■ flaimed knöttinn upp að endamörkum á 48 mín., þar sem hann sendi knöttinn fyrir mark fYam. Ásmundur Haraldsson var staddur við markteigshornið nær — sneiddi hann knöttinn framhjá Birki Kristinssyni, í hornið fjær. 1B4%Ríkharður Daðason ■ fcáskorað úr vítaspyrnu, sem var dæmd á Daða Dervis, sem felldi Ágúst Ólafsson á 64. mín. Ia^JbHimar Björnsson ■ ^lflskoraði með föstu skoti rétt fyrir utan vítateig, eftir sendingu frá Einari Þór Ðaníelssyni, sem fékk knöttinn óvænt frá Atla Helgasyni, Framara, á 77. mín. 1a Jfl Einar Þór Daníelsson ■"írskoraði með skoti af stuttu færi á 86. mín., eftir langa markspymu frá Kristjáni Finnbogasyni, markverði. Framarar réðu ekkert við ákveðna KR-inga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.